Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 17 ERLENT Vilja rannsókn í vatnsmálinu Beirút. Reuter. STJÓRNVÖLD í Líbanon sögðu í gær, að þau hefðu enga sönnun fyrir því, að ísraelar hefðu veitt miklu vatni frá suðurhluta landsins, sem þeir lögðu undir sig 1978, til ísraels. Er því haldið fram í skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum en Líbanir ætla að fara fram á sérstaka rannsókn á málinu. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði, að ríkisstjórnin myndi kanna skýrslu Sameinuðu þjóðanna mjög nákvæmlega en í henni eru ísraelar sakaðir um að hafa veitt yatni úr tveimur líbönsk- um ám til ísraels. Nabih Berri, for- seti líbanska þingsins, sagði eftir fund með Elias Hrawi, forseta Lí- banons, og Bouez, að kæmi í ljós, að Israelar hefðu stolið líbönsku vatni, myndi það hafa áhrif á friðar- viðræðurnar við ísraela. Hann vildi þó ekki gefa upplýsingar um með hvaða hætti það yrði. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir, að ísraelar hafi strax eftir að lögðu undir svæði í Suður-Líban- on árið 1978 farið að veita vatni úr Litani-ánni og Wazzani-ánni til ísraels og þeir eru einnig sakaðir um að hafa nýtt sér með sama hætti vatn frá hemumdu svæðun- um, Vesturbakkanum og Gólan- hæðum. Var vatnsnotkun þeirra áætluð 215 milljónir rúmmetra á ári en það samsvarar þriðjungi þess vatns, sem þeir taka úr Jórdan og Galileuvatni. Solzhenítsyn lagður af stað RÚSSNESKA nóbelsskáldið Alexander Solzhenítsyn hélt í gær frá hafnarborginni Vladívo- stok við Japanshaf með járn- brautarlest og var myndin tekin er hann kvaddi fylgdarmenn sína í upphafi ferðar. Næsti áfanga- staður hans er Khabarovsk sem er 700 km fyrir norðan Vladívo- stok sem er flotastöð rússneska Kyrrahafsflotans. Solzhenitsyn áformar að vera mánuð á leið sinni til Moskvu og kveður til- ganginn með för sinni vera „and- lega endurnýjun" Rússlands. Týról-búar hafna ESB Vín. Reuter. FLEST hefur til þessa bent til að aðild að Evrópusambandinu verði samþykkt með öruggum meirihluta í Austurríki í haust. Nýjustu skoðanakannanir benda hins vegar til aukinnar andstöðu, ekki síst í Alpahéruðunum í Týról. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir dagblaðið Der Stand- ard, eru einungis 48% Austurríkis- manna fylgjandi ESB-aðild. And- stæðingum hefur aftur á móti fjölg- að úr 37% í 46%. Andstaðan er áberandi mikil í Týról og segir Fri- edrich Berger, talsmaður stjórnar- innar þar, að hugsanlega muni 55-60% Týról-búa greiða atkvæði gegn aðild, þrátt fyrir loforð austur- rísku ríkisstjórnarinnar um að byggja umfangsmestu lestargöng í Evrópu til að draga úr vöruflutning- um um Alpana. íbúar Týról telja um 600 þúsund. Því hefur verið spáð að ESB-aðild muni þýða 3-5% hagvöxt í Týról næstu árin og 10 þúsund ný störf. Ef ESB-aðild yrði hafnað er hins vegar talin hætta á að iðnfyrirtæki í Týról muni flytja starfsemi sína yfir til Þýskalands. Ulla Fuerlinger hjá Ferðamála- ráði Týról sagði að ESB-aðild myndi hafa góð áhrif á ferðamannaiðnað- inn í Týról. Það skipti hins vegar litlu máli hvaða efnahagslegu kosti stjórnin gæti bent á. Týról-búar myndu ávallt kjósa með hjartanu. „Týról-búar eru stoltir, stoltir af fjöllunum sínum og hefðum. Þeir telja sig ekki vera Evrópubúa," sagði Fuerlinger. ------» »4------- 12 ára stúlka yfir Atlantshaf Aujjusta, Mainc. Reutcr. TOLF ára stúlka, Vicki Van Meter, áformar að fljúga eins hreyfils flug- vél af Cessna-gerð frá Bandaríkjun- um til Þýskalands og fara svipaðar slóðir og Amelia Earhart er hún flaug fyrst kvenna einliða yfir hafið árið 1932. Meter vann það afrek í fyrra að stjórna flugvél milli stranda í Bandaríkjunum. Arabískur prins til bjargar Euro-Disney París. Reuter. SAUDI-arabískur prins hefur komið Euro-Disney skemmti- garðinum til bjargar með því að fallast á að kaupa allt að 24% hlutafjár í fyrirtækinu. Prinsinn, al-Waleed bin Talal bin Abdulaziz, er formaður bankastjórnar United Saudi Commercial Bank, sem stendur að kaupunum. Féllust prinsinn og bankinn á að kaupa 13 - 24% hlutafjár eftir að Euro-Disney hefur lokið hlutafjársöfnun en skemmti- garðurinn, sem er skammt frá París, hefur verið rekinn með miklu tapi frá því að hann var opnaður í apríl 1992. Kváðust forráðamenn hans yfir sig ánægðir með samninginn. Áætlun forráðamanna Euro- Disney felst í því að hlutafé verður aukið um 1,07 milljarða dollara og féllst saudi-arabíski bankinn á að ábyrgjast hluta þess. Þegar hlutafjársöfnuninni er lokið munu prinsinn og bank- inn kaupa það sem á vantar. Geti al-Waleed ekki keypt hluta- fé fyrir sem svarar 338 milljón- ir dollara, mun Walt Disney fyrirtækið, sem á 49% í fyrir- tækinu, selja honum hlutafé fyrir allt að 178 milljónir doll- ara. Með þessu kann hlutafjár- eign Walt-Disney að fara allt niður í 36%. Reuter Sækjum þaö heim! Upplýsingamiðstöð ferðamála og fjölmargir aðrir sem tengjast ferðamálum á íslandi kynna starfsemi sína í Kringlunni næstu þrjá daga í tengslum við átakið ÍSLAND, SÆKJUM ÞAÐ HEIM. Þar verður margt að sjá og skoða sem gagnlegt er að kynna sér á þessu mikla ferðaári landsmanna. Kynnt verður dagskrá þjóðhátíðar bæði frá Þingvöllum og víðar af iandinu með fjölbreyttum hætti. Fimmtíu ára fréttir frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum 1944 hafa verið stækkaðar upp og eru til sýnis í Kringlunni. í Búnaðarbankanum í Kringlunni er myndlistarsýning ungra íslendinga - Ferðalandið ísland. Fcrðaskrifstofa íslands Ferðaþjónusta í Ólafsvík Ferðablaðið Ferðamál Norðurlands vestra Kvennasmiðjan Djúpavogi - listiðnaður Barbró veitingar og gisting, Akranesi r, listsýning - d KRIN gyr lslartd 1,0 v--/þaðheinri! ÍÁMGÓNGvmAÖUNtrTlÐ ... góð heim að sækja Kringlan er opin mánudaga til fimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.