Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 17 ERLENT Vilja rannsókn í vatnsmálinu Beirút. Reuter. STJÓRNVÖLD í Líbanon sögðu í gær, að þau hefðu enga sönnun fyrir því, að ísraelar hefðu veitt miklu vatni frá suðurhluta landsins, sem þeir lögðu undir sig 1978, til ísraels. Er því haldið fram í skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum en Líbanir ætla að fara fram á sérstaka rannsókn á málinu. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði, að ríkisstjórnin myndi kanna skýrslu Sameinuðu þjóðanna mjög nákvæmlega en í henni eru ísraelar sakaðir um að hafa veitt yatni úr tveimur líbönsk- um ám til ísraels. Nabih Berri, for- seti líbanska þingsins, sagði eftir fund með Elias Hrawi, forseta Lí- banons, og Bouez, að kæmi í ljós, að Israelar hefðu stolið líbönsku vatni, myndi það hafa áhrif á friðar- viðræðurnar við ísraela. Hann vildi þó ekki gefa upplýsingar um með hvaða hætti það yrði. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir, að ísraelar hafi strax eftir að lögðu undir svæði í Suður-Líban- on árið 1978 farið að veita vatni úr Litani-ánni og Wazzani-ánni til ísraels og þeir eru einnig sakaðir um að hafa nýtt sér með sama hætti vatn frá hemumdu svæðun- um, Vesturbakkanum og Gólan- hæðum. Var vatnsnotkun þeirra áætluð 215 milljónir rúmmetra á ári en það samsvarar þriðjungi þess vatns, sem þeir taka úr Jórdan og Galileuvatni. Solzhenítsyn lagður af stað RÚSSNESKA nóbelsskáldið Alexander Solzhenítsyn hélt í gær frá hafnarborginni Vladívo- stok við Japanshaf með járn- brautarlest og var myndin tekin er hann kvaddi fylgdarmenn sína í upphafi ferðar. Næsti áfanga- staður hans er Khabarovsk sem er 700 km fyrir norðan Vladívo- stok sem er flotastöð rússneska Kyrrahafsflotans. Solzhenitsyn áformar að vera mánuð á leið sinni til Moskvu og kveður til- ganginn með för sinni vera „and- lega endurnýjun" Rússlands. Týról-búar hafna ESB Vín. Reuter. FLEST hefur til þessa bent til að aðild að Evrópusambandinu verði samþykkt með öruggum meirihluta í Austurríki í haust. Nýjustu skoðanakannanir benda hins vegar til aukinnar andstöðu, ekki síst í Alpahéruðunum í Týról. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir dagblaðið Der Stand- ard, eru einungis 48% Austurríkis- manna fylgjandi ESB-aðild. And- stæðingum hefur aftur á móti fjölg- að úr 37% í 46%. Andstaðan er áberandi mikil í Týról og segir Fri- edrich Berger, talsmaður stjórnar- innar þar, að hugsanlega muni 55-60% Týról-búa greiða atkvæði gegn aðild, þrátt fyrir loforð austur- rísku ríkisstjórnarinnar um að byggja umfangsmestu lestargöng í Evrópu til að draga úr vöruflutning- um um Alpana. íbúar Týról telja um 600 þúsund. Því hefur verið spáð að ESB-aðild muni þýða 3-5% hagvöxt í Týról næstu árin og 10 þúsund ný störf. Ef ESB-aðild yrði hafnað er hins vegar talin hætta á að iðnfyrirtæki í Týról muni flytja starfsemi sína yfir til Þýskalands. Ulla Fuerlinger hjá Ferðamála- ráði Týról sagði að ESB-aðild myndi hafa góð áhrif á ferðamannaiðnað- inn í Týról. Það skipti hins vegar litlu máli hvaða efnahagslegu kosti stjórnin gæti bent á. Týról-búar myndu ávallt kjósa með hjartanu. „Týról-búar eru stoltir, stoltir af fjöllunum sínum og hefðum. Þeir telja sig ekki vera Evrópubúa," sagði Fuerlinger. ------» »4------- 12 ára stúlka yfir Atlantshaf Aujjusta, Mainc. Reutcr. TOLF ára stúlka, Vicki Van Meter, áformar að fljúga eins hreyfils flug- vél af Cessna-gerð frá Bandaríkjun- um til Þýskalands og fara svipaðar slóðir og Amelia Earhart er hún flaug fyrst kvenna einliða yfir hafið árið 1932. Meter vann það afrek í fyrra að stjórna flugvél milli stranda í Bandaríkjunum. Arabískur prins til bjargar Euro-Disney París. Reuter. SAUDI-arabískur prins hefur komið Euro-Disney skemmti- garðinum til bjargar með því að fallast á að kaupa allt að 24% hlutafjár í fyrirtækinu. Prinsinn, al-Waleed bin Talal bin Abdulaziz, er formaður bankastjórnar United Saudi Commercial Bank, sem stendur að kaupunum. Féllust prinsinn og bankinn á að kaupa 13 - 24% hlutafjár eftir að Euro-Disney hefur lokið hlutafjársöfnun en skemmti- garðurinn, sem er skammt frá París, hefur verið rekinn með miklu tapi frá því að hann var opnaður í apríl 1992. Kváðust forráðamenn hans yfir sig ánægðir með samninginn. Áætlun forráðamanna Euro- Disney felst í því að hlutafé verður aukið um 1,07 milljarða dollara og féllst saudi-arabíski bankinn á að ábyrgjast hluta þess. Þegar hlutafjársöfnuninni er lokið munu prinsinn og bank- inn kaupa það sem á vantar. Geti al-Waleed ekki keypt hluta- fé fyrir sem svarar 338 milljón- ir dollara, mun Walt Disney fyrirtækið, sem á 49% í fyrir- tækinu, selja honum hlutafé fyrir allt að 178 milljónir doll- ara. Með þessu kann hlutafjár- eign Walt-Disney að fara allt niður í 36%. Reuter Sækjum þaö heim! Upplýsingamiðstöð ferðamála og fjölmargir aðrir sem tengjast ferðamálum á íslandi kynna starfsemi sína í Kringlunni næstu þrjá daga í tengslum við átakið ÍSLAND, SÆKJUM ÞAÐ HEIM. Þar verður margt að sjá og skoða sem gagnlegt er að kynna sér á þessu mikla ferðaári landsmanna. Kynnt verður dagskrá þjóðhátíðar bæði frá Þingvöllum og víðar af iandinu með fjölbreyttum hætti. Fimmtíu ára fréttir frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum 1944 hafa verið stækkaðar upp og eru til sýnis í Kringlunni. í Búnaðarbankanum í Kringlunni er myndlistarsýning ungra íslendinga - Ferðalandið ísland. Fcrðaskrifstofa íslands Ferðaþjónusta í Ólafsvík Ferðablaðið Ferðamál Norðurlands vestra Kvennasmiðjan Djúpavogi - listiðnaður Barbró veitingar og gisting, Akranesi r, listsýning - d KRIN gyr lslartd 1,0 v--/þaðheinri! ÍÁMGÓNGvmAÖUNtrTlÐ ... góð heim að sækja Kringlan er opin mánudaga til fimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.