Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 24

Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 2. JÚNf 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Einar Bene- diktsson. ÚT ER komið Kvæðasafn Einars Benediktssonar í einni stórbók og er hér um að ræða endurprent- un á útgáfu Braga hf frá árinu 1964 á öllum ljóðabókum Einars, nema hér er sleppt þýðingu hans á Pétri Gaut. Fremst er prentuð ritgerð dr. Sigurð- ar Nordals um skáldskap Einars, ævi og störf, en aftan við kvæðin er að finna skýr- ingar sem Pétur Sigurðsson há- skólaritari gerði á sínum tíma. Einar Benediktsson fæddist árið 1864 en dó árið 1940. Hann kom víða við á langri ævi, var um hríð einn umsvifamesti einstaklingur hér á landi og laðaði að erlend stórfyrirtæki til samstarfs um miklar framkvæmdir á íslandi þótt lítið yrði úr þeim áður en yfír lauk. En eins og Sigurður Nordal segir í formála sínum þá leit hann fyrst og fremst á sig sem skáld: „Ekk- ert var honum jafndýrmætt sem skáldskapurinn, ekkert viðkvæm- ara.“ Mál og menning gefur bókina út og er hún 683 bis. Bókin er unnin í G. Ben. Prentstofu hf. og kostar 2450 krónur. AHRIF MYNDLISI P c r I a n MÁLVERK Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Opið daglega 14-19 til 5. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ eru ekki margir listamenn, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sem geta helgað sig listinni alfarið, en segja má að þeir standi henni næst sem vinna á skyldum sviðum. Þannig er málum háttað hjá Vil- hjálmi G. Vilhjálmssyni, en eftir að hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977 sótti hann nám í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið. Hann hefur starfað sem aug- lýsingateiknari frá 1980 og er fé- lagi í FÍT sem hefur m.a. sett ár- lega upp skemmtilegar sýningar á teikningum un nokkurra ára skeið. Vilhjálmur hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Listasafni ASÍ og síðast í Perlunni fyrir tveimur árum. Sýningu sína að þessii sinni nefnir hann einfald- lega „Áhrif“, og vísar þannig til þeirra sjónhrifa sem hann hefur orðið fyrir af umhverfinu sem er aðalviðfangsefni hans, hvort sem það er í sveit eða borg, á íslandi eða í Danmörku. Á sýningunni getur að líta tíu olíumálverk og á fimmta tug pa- stelmynda, en öll verkin eru unnin á undanfömum þremur árum. Olíu- myndimar eru unnar með afbrigði þeirrar blettatækni sem George Seurat var frumkvöðull að fyrir rúmlega öld; Vilhjálmur ber litina á með þykkum, láréttum pensilför- um, þannig að ímynd flatarins kem- ur best fram í ákveðinni fjarlægð. Breiðar, lóðréttar lita- eða ljóssúlur skerast síðan lóðrétt inn í myndflöt- inn og leysa hann upp að nokkm, en þessi sama aðferð til að ijúfa flötinn kemur einnig fram í pastel- myndunum. Gallinn við blettatæknina hér felst í sýningarrýminu, en á þessum stað komast áhorfendur ekki í hæfilega fjarlægð frá verkunum til að þau fái notið sín til fullnustu, VILHJÁLMUR G. Vilhjálmsson: Vestmannaeyjar. 1994. þ.e. ekki án þess að vökna í fæt- uma. Hins vegar er beiting litanna skemmtileg og myndbyggingin tekst vel, t.d. í „Vestmannaeyjar“ (nr. 6) og „Við Austurbrún" (nr. 9). í pastelmyndunum eru myndefni víða af landinu og frá Danmörku, en myndir úr Reykjavík og ná- grenni eru mest áberandi. Líkt og í olíumyndunum er fjörleg mynd- bygging sterkasti þáttur verkanna, og má benda á myndir eins og „Korpúlfsstaðir" (nr. 30) og „Út- sýnikvöld" (nr. 44) sem dæmi um það. Hér eru ekki stórvirki á ferð, heldur ánægjuleg verk sem túlka ágætlega þau áhrif sem listamað- urinn hefur orðið fyrir af landinu. Það er erfítt að sýna á þessum stað þannig að myndverk nái að njóta sín og því miður hefur ekki tekist sem skyldi að þessu sinni. Olíuverkin þyiftu meira rými til að vinnubrögð listamannsins fengju notið sín að fullu og pastelmyndirn- ar eru helst til margar þannig að upphengingin verður mjög þétt. Þetta er til baga, því í þeim má greina gott auga fyrir myndefninu og faglega útfærslu þess í við- kvæmum miðli pastellitanna. Eiríkur Þo.rláksson SIEMENS Blíð náttúrusýn LLi NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • [slenskir leiðarvísar Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glrtnir Borgarfjöröur Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjöröur: Guöni Hallgrimsson Stykkishólmur Skipavík Búðardalur: Ásubúö ísafjöröur: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur Rafsjá Siglufjöröur Torgio Akureyri: Ljósgjafinn v Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Noröurraf MYNDLIST Listhúsiö Laugardal MÁLVERK Hans Christiansen. Til 5. júní. Að- gangur ókeypis. LU Neskaupstaður: Rafalda leyðarfjöröur. latvélaver Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.431 O stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaöir Sveinn Guömundsson Breiödalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Q Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur CJ Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garöur. Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi QQ VHjir þú endingu og gæði> í ÓLGU breytinga tímans er mikil þörf fyrir að hafa viðmiðun sem lítt haggast og gefur þannig góðan samanburð við það sem er nýtt nánast hvem dag, á stöðugum þeytingi eftir nýjabrumi sem síðan reynist oft haldlítið þegar að kreppir. En þá er næsta bylgja venjulega þegar hafín, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því sem ekki gekk. í myndlist felst þessi viðmiðun ekki síst í starfí þeirra listamanna sem hafa fyrir löngu markað sinn akur og haldið áfram að yrkja hann um langa hríð, lítt shortnir af síðari straumum og stefnum. Margir þessara listamanna hér á landi hafa einbeitt sér að landslag- inu í gegnum tíðina, hinni blíðu náttúrusýn sem fyllir hugi lands- manna jafnt á löngum vorkvöldum sem fögrum og litríkum haustdög- um. Hans Christiansen er einn þess- ara hæglátu listamanna og hefur verið lengi að. Á sýningunni að þessu sinni sýnir hann rúmlega Ijöratíu vatnslitamyndir sem eru ýmist málaðar á sléttan eða hamr- aðan pappír og notar pennateikn- ingu á stöku stað til að skerpa ♦ ♦ ♦ fr^i ip w mjT& & M f* ’ ' ■ stendur í blóma Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré, sumarblóm, áburður, trjákurl, verkfæri og margt fleira. Nýtt: Lífmold, ljúf til ræktunar. Opið 8-19 - um helgar 9-17 SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777 ímyndina. Myndimar skiptast í náttúru- og landslagsmyndir annars vegar og stemmur frá höfnum, fjörukömbum og götum gamla bæjarins hins vegar. Þessi mynd- efni eru unnin á afar hefðbundinn hátt; myndbygging er oftast ein- föld og litimir fá að njóta sín. Af þessum myndum má ráða, að vinnubrögð listamannsins njóta sín best í litaspili náttúmmynd- anna, eins og t.d. sést í „Blábeija- lyng“ (nr. 31) og „í Svínahrauni“ (nr. 3); þar reynir minna á teikn- ingu en í húsamyndunum sem sumar hveija eru nokkuð stirðar. í hugum margra era einfaldar náttúrastemmur sem þessi kjöl- festan í myndlistinni sem annað byggir á. Þessi rómantíska skoðun markast af stöðugum vinsældum landslagsmynda genginna lista- manna, eins og kom berlega í ljós á yfírlitssýningu um íslenskt landslag á síðasta ári, þegar marg- ar perlur á þessu sviði komu aftur fyrir augu listunnenda. Ýmsir yngri listamenn hafa snúið sér í auknu mæli að landinu og hafa þá beitt nýjum vinnuaðferðum við að túlka eigin upplifun, en hefð hinnar blíðu náttúrasýnar er enn sterk á þessu sviði, eins og sést á sýningunni hér. Eiríkur Þorláksson I SKÍFAN heínr gefið út geisla- plötu er nefnist íslandslög 2. Á plötunni er að fínna 11 dægurlög frá síðustu áratugum. Yfiramsjón með gerð plötunnar hafði Björg- vin Halldórsson og útsetti hann einnig lögin ásamt Jon Kjell Seljeseth. Söngvarar á plötunni auk Björgvins era þau Bubbi Morthens, Egill Óiafsson, Guðrún Gunnarsdóttir; Ólafur Þórarinsson ojg Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Á íslandslögum 2 era eftirtalin lög: Caprí Catarina, Stína Ó Stína, Þú eina hjartans yndið mitt, Ást- ardúett, I grænum mó, Undir Stó- rasteini, Undir bláhimni, Bréfið hennar Stfnu, Erla, íslandslag og Dagný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.