Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 25
Leikfélag Reykjavíkur
Síðustu sýn-
ingar á
Gleðigjöf-
unum
ALLRA síðustu sýningar verða á
Gleðigjöfunum eftir Neil Simon í
Borgarleikhúsinu nk. föstudags-
og laugardagskvöld. í kynningu
segir: „Gleðigjafarnir er súrsætur
gamanleikur um tvo skemmti-
krafta, þá Alla og Villa, sem
skemmtu saman í u.þ.b. 40 ár, en
slitu samstai'finu í fússi og hafa
ekki talast við í ellefu ár. Nú er
verið að reyna að fá þá til að koma
saman einu sinni enn í sjónvarps-
þætti, sem fjalla á um gullöld leik-
aranna.“
Árni Tryggvason og Bessi
Bjarnason fara með aðalhlutverk-
in ásamt með Guðmundi Olafs-
syni. I öðrum hlutverkum eru
Pétur Einarsson, Steindór Hjör-
leifsson, Ellert A. Ingimundarson,
Guðrún Ásmundsdóttir og Björk
Jakobsdóttir. Leikmynd og bún-
inga gerir Steinþór Sigurðsson,
en lýsing er í höndum Elfars
Bjarnasonar. Leikstjóri er Gísli
Rúnar Jónsson og þýddi hann jafn-
framt verkið og staðfærði.
Sýningar eru að nálgast þrjátíu
en þær allra síðustu verða sem
áður sagði, nk. föstudags og laug-
ardagskvöld.
Finnsk
glerlist
FINNSKI glerlistamaðurinn
prófessor Oiva Toikka held-
ur fyrirlestur um finnska
glerlist í Norræna húsinu
föstudaginn 3. júní kl. 17.
Oiva Toikka er þekktur fyrir
glerskúlptúra sína. Toikka hef-
ur starfað sem prófessor í Finn-
landi og Svíþjóð.
Fyrirlestur prófessors Oiva
Toikka er í tengslum við sýn-
inguna Ný finnsk glerlist, sem
opnuð verður í Ráðhúsi Reykja-
víkur laugardaginn 4. júní nk.
Sýningin er haldin í tilefni lýð-
veldishátíðar. Aðstandendur
sýningarinnar eru þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur, Finnska
sendiráðið. á Islandi og Finnska
glerlistasafnið í Rihimaki. Fyr-
irlesturinn byggir á litskyggn-
um og verður fluttur á sænsku.
Nýjar bækur
ÚT er komin bókin Hlutskipti
Færeyja eftir Eðdvarð T. Jóns-
son.
í bókinni rekur höfundurinn, sem
var fréttaritari Ríkisútvarpsins í
Færeyjum um árabil og gjörþekkir
allar aðstæður, aðdragandann að
kreppu færeysku þjóðarinnar og
ástæður hennar. Færeyskum
stjórnmálum og ýmsum hagsmuna-
tengslum eru gerð skil, svo og sam-
bandi Færeyinga við Dani. Efna-
hagskreppan í Færeyjum undanfar- "
in misseri hefur komið eins og
reiðarslag, en jafnframt verið ís-
lendingum umhugsunarefni á tím-
um atvinnuleysis, gjaldþrota og
umdeildra fjárfestinga, því margt-í
þessari bók á allt eins við hér á
landi.
Hlutskipti Færeyja er áhuga-
verð og holl lesning öllum þeim sem
láta sig efnahagslega velverð ein-
hveiju varða, jafnt á Islandi sem í
Færeyjum.
Hlutskipti Færeyja er 132 bls. gef-
in út af Máli og menningu, prentuð
í Danmörku. Auglýsingastofan
Næst bannaði bókarkápu. Verð
bókarinnar er 1590 krónur.
LISTIR
GLEÐIGJAFARNIR Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason.
Bestu þakkir til allra, sem sýndu mér hlýjan
hug á sjötugsafmœli mínu þann 21. maí.
GuÖ blessi ykkur öll.
Soffía Jóhannsdóttir
frá Skálum.
Hjartans þakkir sendum við börnum okkar,
vinum og kunningjum fyrir ógleymanlegan dag
með gjöfum, blómum, skeytum og heimsókn-
um á sjötugsafmœli okkar 21. maí sl.
Einnig sendum við slysavarnakonum hjartans
þakkir.
Guð og gœfa fylgi ykkur.
Kristín Pétursdóttir
og Þorvaldur Friðriksson,
Eskifirði.
alain
mikli
Aðalstræti 9
Alain Mikli
í Linsunni
Franski gleraugnahönnuðurinn
ALAIN MIKLI kynnir nýja hönnun
á gleraugnaumgjörðum
-MIKLI PAR MIKLI -
í Linsunni á föstudag
og laugardag.
Nú gefst þér
einstakt tækifæri
til að sjá þessa nýju línu,
sem og fjölda sígildra umgjarða
frá þessum
frábæra hönnuði.
Láttu sjá þig í Linsunni
á morgun eða laugardag
og sjáðu gleraugna-
hönnun eins og hún
gerist best í heiminum.