Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTU D AGUR 2. JÚNÍ 1994 37 MINNINGAR i I I I 1 I 3 i J i I I : I < 4 4 4 4 4 4 1 < H. + Soffía Árnason fæddist í Vest- mannaeyjum 1. júní 1907. Hún lést í Hafnarbúðum í Reykjavík 28. maí 1994. Hún var dóttir hjónanna Gísia J. Johnsen stórkaup- manns og konsúls og Ásdísar Önnu Gísladóttur. Börn þeirra hjóna voru þijú; Sigríður, Soff- ía og Gísli Friðrik. Ung að árum giftist Soffía ísleifi Arna- syni, f. 20.4.1900, lögfræðingi, síðar lagaprófessor og borgardómara, d. 7.8.1962. Börn þeirra voru: Gísli Guð- mundur, f. 18.5.1926, hæstarétt- arlögmaður, _ kvæntur Fjólu Karlsdóttur; Árni, f. 18.9.1927, hljómlistarmaður, kvæntur Kristínu Axelsdóttur; Ásdís, f. 9.12.1928, húsfreyja, maki Ragnar Alfreðsson verslunar- maður, látinn 1986, og Hildur Sólveig, f. 8.7.1934, d. 28.12.1969. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. „EITT AF því íyrsta, sem ég man og get tímasett, er þegar íbúðarhús Gísla J. Johnsens, Breiðablik, var í smíðum. Það var árið 1908. ... Það var stórt og veglegt timburhús, með miklum íburði úti sem inni. ... Allt í kringum Breiðablik var feiknamik- ill garður úr steinsteypu, hvergi lægri en í bijóst á manni, en sum- staðar hátt í tvær mannhæðir. Steyptar gangstéttir voru heim að húsinu og umhverfis það, garðurinn allur prýddur tijágróðri og blómum og í norðvesturhorninu, sem vissi að kaupstaðnum, var gerður hár hóll kringlóttur og þar reist himinhá flaggstöng. ... Persnesk teppi voru þar á gólfum, sem maður sökk í, þegar stigið var á þau, og hafði ég aldrei áður augum litið slíka dýrð. Mér er líka enn vel í minni skraut- legi meillinn á handriðinu á hinum breiða stiga, sem lá upp á loftið, og húsgögnin, málverkin og ljósakrón- urnar. Allstaðar blasti við sama dýrðin og dá- semdimar. Þetta var líkast himnaríki, eins og það er í huga barns- ins.“ (Einar ríki og Þór- bergur „Fagurt er í eyj- um“). Á þessu glæsilega heimili ólst Soffía upp til 12 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó fyrst á Hverfisgötu þar til hinn stórhuga faðir hennar reisti Túngötu 18, þar sem nú er þýska sendiráðið. Þar fæddust elstu þijú börn Soffíu og ísleifs en síðan fluttu þau að Bergstaðastræti 84 þar sem þau höfðu reist sér ein- býlishús. I stríðsbyijun seldu þau húseign sína og fluttu að Skeggja- götu 2, þar sem þau höfðu keypt sér íbúð. Þar bjuggu þau í nokkur ár' en byggðu síðan einbýlishús að Aragötu 9, en þar iést ísleifur hinn 7. ágúst 1962 eins og áður segir. Soffia seldi húseign þeirra ári síðar og keypti sér íbúð að Öldugötu 54, þar sem hún bjó alla tíð meðan hún hélt heilsu. Hún veiktist alvarlega fyrir ijórum árum síðan og fór þá á Landakotsspítala og síðan þaðan í Hafnarbúðir þar sem hún dvaldist þar til hún lést 28. maí 1994. Soffia var á átjánda ári þegar hún hitti verðandi mannsefni sitt í fyrsta sinn, ísleif Ámason búfræðing frá Geitaskarði í Langadal sem nam þá Lögfræði við Háskóla íslands. Þetta var rómantísk ást af beggja hálfu þar sem skrifað var ákaft og af mikilli innlifun í „póesí“ bækur. Þessar bækur geymdi Soffía til hinstu stundar. En alvara lífsins tók við og bömunum fjölgaði, unga heimasætan þurfti að venjast nýjum lífsháttum og stóð sig býsna vel í hlutverkinu. Fyrsta barn þeirra sem þau kölluðu Þröst, enn jafn róman- tísk, vegna þess að hann hélt vöku fyrir föður sínum í erfíðum próf- lestri, fæddist 18. maí 1926 og var skírður Gísli Guðmundur. Guðmund- ar nafnið var þannig til komið að Muggur sem var heimilisvinur og heimagangur hjá foreldrum Soffíu vitjaði nafns og hvarflaði ekki annað að ungu hjónunum en að hlýða. þessu kalli. Næstur í röðinni er Ámi en hann fæddist rúmlega ári seinna og var skírður í höfuðið á afa sínum, hreppstjóranum og bóndanum á höf- uðbýlinu Geitaskarði í Langadal, Og enn rúmlega ári síðar fæddist dóttir- in Ásdís sem ber nafn ömmu sinnar Ásdísar Johnsen, og sex árum seinna fæddist Hildur Sólveig sem skírð var í höfuð föðurömmu sinnar, húsfreyj- unnar á Geitaskarði. Við fæðingu Hildar Sólveigar veiktist Soffía heiftarlega og var ekki hugað líf, en af ótrúlegri og meðfæddri seiglu tókst henni að yfirvinna veikindin, það tók marga mánuði en hún gafst aldrei upp, það var ekki í eðli hennar. Á áram þeirra á Bergstaðastræti 84 leigðu þau ungum námsmönnum herbergi í húsi sínu og fengu þeir oft frían morgunmat og kaffi hjá Soffíu án nokkurs endurgjalds, enda sýndu þeir henni löngu eftir að þeir fluttu þaðan mikla ræktarsemi. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra Soff- íu og ísleifs og þá sérstaklega á prófessorsáram Isleifs og vora laga- deildamemar ávallt velkomnir. Þeir sóttu bæði ráð og hvatningu til læri- meistara síns því hann var afburða- kennari og nutu góðs af veitingum Soffíu sem tók þeim af mikilli gest- risni. Og árin liðu, oft mátti sjá þau hjónin ganga með sjónum við Ægi- síðuna á fallegum sumar- og haust- kvöldum til að minnast við náttúr- una eins og ísleifur sagði og ganga inn í kvöldsetrið. Og það leið að kvöldi í hans eigin lífi því að hann lést aðeins 62 ára gamall í ágúst 1962. Og sjö áram seinna lést Hild- ur Sólveig snögglega_ í desember 1969 frá ungum syni ísak Harðar- syni-sem seinna gerði garðinn fræg- an með ljóðum sínum. En bama- bömin urðu alls 17 talsins og bama- bömin enn fleiri. Við leiðarlok er margs að minn- ast en læt ég hér staðar numið og kveð tengdamóður mína og bið henni Guðs blessunar. Póesí bókin lifir áfram með allri sinni rómantík og á hana slær ljósrauðum bjarma og hún minnir okkur á hjörtun tvö sem slógu í takt fyrir tæpum sjötíu áram. Fjóla Karlsdóttir. SOFFÍA ÁRNASON VILTU VERSLA VALBORG WAAGE ÓLAFSDÓTTIR + Valborg Waage Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 11. nóvember 1914. Hún lést á Borgarspítal- anum 17. maí síðast- liðinn. Valborg var dóttir hjónanna Þór- unnar Waage og Ólafs Teitssonar skipsljóra. Alsystk- ini hennar voru Guð- mundur Ágúst og Jósefína sem bæði eru látin og tveir hálfbræður, þeir Þórir og Karl. Val- borg giftist Gísla Guðmundssyni hinn 16. júní 1951, og eignuðust þau þrjú börn, synina Ölaf og Véstein sem báðir létust á barnsaldri, og dótt- urina Guðrúnu Þórunni. Valborg átti fyrir soninn Guðmund Ág- úst. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu hinn 26. mai síðastliðinn. EIN ER sú fregn sem alltaf kemur manni á óvart, jafnvel þó hún megi teljast eðlileg. Orðlaus stund þar sem hugurinn leitast við að aðlagast breyttum aðstæðum. Þannig fór okkur hjónum, er Gísli bróðir minn hringdi að morgni 17. maí og tilkynnti okkur lát konu sinn- ar Valborgar Ólafsdóttur, þá um morguninn. Kynni okkar Valborgar hófust er hún og Gísli, fólk í blóma lífsins, hófu búskap sinn og hafa leiðir okk- ar legið saman æ síðan. Ung hóf hún störf á sjó sem þema á fragt- og farþegaskipum okkar og þótti henni ákaflega vænt um þann tíma lífs síns, en vanheilsa hamlaði henni frá að stunda það með þeirri reisn er henni var lagið. Um tíma vann hún einnig á fiskibátum okkar og þar bundust tryggðir þeirra hjóna, sem ekkert hefur rofið síðan. Val- borg og Gísli bjuggu allan búskap sinn hér í Reykjavík og Kópavogi, nú seinast að Ásparfelli 6, fram- byggjar þar. Nú mega þau systkinin, Guðrún og Guðmundur, og íjölskyldur þeirra sakna góðrar móðúr, ömmu og langömmu. Valborg var glaðvær, hjartahlý kona, sem alltaf átti þrek til að styrkja og gleðja aðra ef á þurfti að halda, þó hennar byrði væri ærin af sjúkdómi er að lokum hefti ferðafrelsi hennar. Þótt hún gerðist ekij, víðföral seinustu árin laðaði góðvild hennar, glaðværð og hjartahlýja að sér nágranna og kunningja og þar var hún oftar veitandi en þiggjandi. Við hjónin þökkum þá gæfu að hafa átt samleið með Valborgu og hennar heimili öll þessi ár, deilt með þeim gleði og sorgum og ávallt farið ríkari frá því en að. Megi Guð blessa og styrkja eigin- manninn Gísla Guðmundsson, bömin og fjölskyldur þeirra og létta þeim söknuð þeirra og trega. Þorsteinn og Fjóla. •f Mig langar til að minnast elsku- legrar móður minnar, sem var mér mjög hjartfólgin og kær. Alltaf var hún tilbúin að hlusta og hlúa að mér, hvemig sem á stóð. Hún var búin að eiga við vanheilsu að stríða í mörg ár, en aldrei heyrði ég hana kvarta, hún var oftast létt í lund. Ég vil þakka henni fyrir allt sem hún var mér. Nú sefur hún svefninum langa, eflaust fegin hvíldinni. Eftir lifír minningin um góða konu. Elsku mamma, hvíl þú í friði. +*'- Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Guðmundur Hákonarson. ÓDÝRT? fé II 'f £ iJb 1 bolur 1.290 2 bolir 1.990 Flasli % Peysurfrá 1.600 pP jakkarfrá 3.200 1 XogZ Gallaskyrtur 1.990 Gallabuxur 2.900 Pólobolir 1.290 Herrahúsið Jakkar, skyrtur, gallabuxur kr. 1.000 1.000 hr. horníð Kjólar, mikið úrval, gott verð. Mýí Drengja stuttbuxur + bolur 1.595 Drengjasett skyrtubolur og smekkbuxur, 1.990 Barnakot Blússur 2.490 Uiy ÞÝSKAR BORVÉLAR Stiglaus rofi, aftur á bak og áfram, tvö högg. 13 mm 7.990 10 mm 5. 700 STÁLMÓTUN Tilboð til 17. júní: Henson gallar 2.990 ■ 'PfÚtviðarbuxur 3.390 BHÉh Hitt og þetta i Fótboltarfrá 980 Hjólabuxur frá 520 íþróttahomið Kaffitería og barnahorn Íl i.MáMR Gallabuxur 2.900 Bolir 1.500 Gallabuxnahornið Ný sending (♦#/ af skarti á ótrúlegu verði. Skart Opiö mán.-fös. kl. 13-18 Laugard. kl. 11-16 XAFENI 10 1BT 6 8 9 6 0 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.