Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIRKA AUGLÝSIR Verslun okkar sem var lokað 1. júní, hefur sameinast Virku, Mörkinni 3, við Suðurlandsbraut. Nú er allt á einum stað, tískufataefni, útsöluefni, bútasaumsefni, saumavörur o.fl. o.fl. VIRKA Mörkinni 3. Sími 687477 Austurstræti 17 Sími 624600 Takmarkað sætamagn Paris Beint flug vikulega kr. 19.900 Flug og hótel í viku kr. 29.900 Nýr góður gistivalkostur í París á góðu 2ja stjörnu hóteli. 3ja stjörnu hótel aðeins kr. 34.900 Öll hótel Heimsferða í Paris eru sérvalin. Vikuleg flug til Parísar frá 6. júlí til 31. ágúst. 5 Flugvallaskattur og forfallagjald: Kr. 3.215,- I DAG VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 • frá mánudegi til föstudags LEIÐRETT Rangl nafn í undirskrift Rangt var farið með nafn í undirskrift undir eina af minningargrein- unum um Berglindi Grön- dal á blaðsíðu 30 í Morg- unblaðinu í gær. Þar átti að standa Elín Einars- dóttir, en ekki Hlín Ein- arsdóttir eins og stóð und- ir greininni. Hlutaðeig- endur eru innilega beðnir afsökunar á mistökunum. Misritun í undirskrift Eitt af nöfnunum sem vera áttu undir minning- argreininni um Guðna Kristján Sævarsson á blaðsíðu 33 í Morgunblað- inu í gær misritaðist. Höfundar greinarinnar eru sex systur Guðna heitins, þær Halldóra, Jensína, Elísabet, Guð- munda, Ingibjörg og Sól- ey Sævarsdætur, en það var nafn hinar síðast- nefndu sem varð fyrir hnjaskinu. Hlutaðeigend- ur eru innilega beðnir af- sökunar á mistökunum. Víxlun á listum í töfiu I töflu yfir kosningaúr- slit á Blönduósi í Morgun- blaðinu í fyrradag víxlu- aðust tölur. D-listinn hlaut 167 atkvæði og 2 menn kjörna, H-listinn 240 atkvæði og 3 menn, K-listinn 144 og 1 mann og F-listinn hlaut 94 at- kvæði og 1 mann. Beðizt er velvirðingar á mistök- unum Þakkir til Morgnnblaðsins ÉG er að velta því fyrir mér hvort ekki megi þakka Morgunblaðinu fyrir sigur R-listans í Reykjavík. Morgunblaðið er stærsta og útbreiddasta blað lands- ins og flutti óspart satt og logið sem R-listafólk óskaði eftir, í þessu málgagni Sjálfstæðisflokksins. Og þá er spumingin, hvort þetta sé metið að verðleikum, svo er margt sinnið sem skinnið. Jón Magnússon, Álfheimum 34. Kettlingarnir of ungir KRISTÍN Bjarnadóttir vildi vekja athygli á því að of snemmt sé að taka kettlinga frá læðunum fyrr en þeir séu orðnir 10-12 vikna. Oft má sjá auglýsingar um 6-8 vikna gamla kettlinga sem á að gefa. Gæludýr Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR fannst í Setbergshverfí í Hafnar- fírði á þriðjudaginn var. Páfagaukurinn er grænn með gult höfuð og er mjög gæfur. Ef einhver saknar gauksa þá eru upplýsingar í síma 653802. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU í brúnni umgjörð fundust á bæn- um Elliðavatni fyrir nokkru. Eigandi má hafa samband í síma 814142. Týnt fjallahjól SVART fjallahjól, Jazz Voltage, hvarf frá Boga- hlíð 24 fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 38548. Hlífðardúkur af svölum GRÆNRÖNDÓTTUR renningur eða hlífð- ardúkur af svölum fauk af svölum í Álfheimum sl. mánudag. Hafi ein- hver fundið renninginn er hann vinsamlega beð- inn um að hringja í síma 36792. Dömurykfrakki tapaðist UÖSDRAPPLITUR dömurykfrakki tapaðist í miðbæ Reykjavíkur fyrir skömmu. Hann var í poka og hugsanlega gleymdist hann í ein- hverri versluninni. Ef einhver hefur séð frakk- ann þá vinsamlegast hringið í síma 12983. Pennavinir FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Yuuko Nakamura, 486-6 Takathu, . Yachiyo-Shi, Chiba, 276 Japan. FRÁ Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhuga á kvik- myndum, matargerð, körfu- bolta og sundi: Lyly Brown, Box 1317, Oguaa C/R, Ghana. BRESKUR karlmaður með mikinn íslandsáhuga, býr á einhveijum fegursta stað Bretlands. Peter Wyles, 29 Siddalis Gardens, Tiverton, Devon, EX16 6DG, England. KÍNVERSKUR 38 ára karl- maður með áhuga á ljós- myndun, tónlist og íþróttum: Li Xiaozhu, P.O. Box 417, 110015 Shenyang, P.R. China. FJÓRTÁN ára dönsk stúlka með áhuga fótbolta, dansi og tónlist: Henriette Bundgaard, Lykkevej 2, Dall Villaby, 9230 Svenstrup, ÞÝSKUR sjúkraþjálfari, 33 ára, með áhuga á kajaksigl- ingum, skíðaíþróttum, úti- vist og frímerkjasöfnun: Uwe Wöbking, Kernerstrasse 135, 75323 Bad-Wildbad, Germany. BRIDS Umsjón Guöm. Páll Arnarson Áætlun sagnhafa í sex laufum snýst í kringum þrjá kónga varnarinnar. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 2 V G9632 ♦ ÁD42 ♦ G105 Suður 4 ÁK V ÁD ♦ 3 4 ÁD987632 Vestur Norður Austur Suður - - - 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 4 spaðar* Pass 4 grönd** Pass 5 tíglar*** Pass 6 lauf Pass Pass Pass * „splinter“, einspil eda eyða. ** Roman lykilspilaspuming. *** eitt lykÚspil af fimm. Útspil: spaðagosi. Við fyrstu athugun sést að spilið vinnst ef laufkóng- urinn lætur sjá sig eða ef hjartasvíning heppnast. Lík- umar á því að svína eða toppa þegar kóngur annar er úti eru nokkum veginn jaftiar, en þó er örlítið betra að leggja niður ásinn (52% á móti 48%). En það er ekki þar með sagt að rétt sé að spila beint af augum: leggja niður laufás og svína fyrir hjartakóng. Tígulkóngurinn skiptir líka máli. Besta spiiamennskan er að taka báða spaðaslagina strax, spila tígli á ás og svo laufgosa í þeim tilgangi að láta hann svífa yfir til vest- urs ef austur fylgir með smáspilinu. En spila ás og meira laufí ef austur er tromplaus: Norður ♦ 2 ♦ G9632 ♦ ÁD42 4 G105 Vestur Austur 4 G1098 4 D76543 f K1087 IIIIH f 54 ♦ KG9 111111 ♦ 108765 4 K4 4 - Suður 4 ÁK r ád ♦ 3 4 ÁD987632 Vestur er þá illa settur er hann er með alla kóngana. Hann verður að spila út í tvöfalda eyðu eða rauðu spili frá öðrum kóngnum. Víkverji skrifar... Víkveiji átti þess kost að sjá Listahátíðarsýninguna í Þjóðleikhúsinu á Niflungahringi Wagners. Það skal játað, að Víkverji steig vomurnar fyrir sýninguna. Það voru einkum lengd hennar og þungi tónlistar Wagners, sem fældu frá, en löngunin til að upp- lifa dró. Víkverji ákvað svo að fara með það í huga að halda bara heim aftur, þegar hann hefði feng- ið nóg, hvemig sem sýningin stæði á sviði Þjóðleikhússins. xxx Svo fór, að Víkvetji sat alla sýn- inguna og skemmti sér kon- unglega. Það sem gerði útslagið var gleðileikur á sviðinu, litrík og skemmtileg sýning, gott leikhús, sem lagði hvorki efni né tónlist Niflungahringsins við hégóma. Víkverji hefði svo gjaman viljað í leikslok hylla með öllum þeim glæsilegu listamönnum, sem fram komu, þau Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra, Þorstein Gylfason, höf- und framsögu milli atriða og texta- þýðanda, og Siguijón Jóhannsson, höfund leikmyndar og búninga. Lifandi skírskotun til nútímans í andrúmi og umhverfi undirstrik- aði að efni Niflungahringsins er allra tíma og þá um leið tónlist Wagners. Það er ekki fátækt land sem laðar fram listamenn eins og þá sem færa okkur Niflungahringinn með svo skemmtilegum hætti. xxx egar greiðslukort, fóm að ryðja sér til rúms fögnuðu margir því aukna öryggi sem þau höfðu í för með sér. En eins og við mátti búast voru það ekki eingöngu greiðslukortafyrirtækin sem tóku aukna tækni í þjónustu sína, því svikahrappar voru fljótir að til- einka sér hana. Nú eru því víða um heim glæpamenn sem einbeita sér að svikum með kredit- og de- betkort. Lögreglan þarf að bregð- ast við þessu og fyrir nokkru var sagt frá því hér í Morgunblaðinu að íslenskir rannsóknarlögreglu- menn ætluðu sér að verða fyrri til, áður en svik af þessu tagi næðu fótfestu hér. Félag íslenskra rannsókrtarlögreglumanna fékk því hingað til lands góða gesti, yfirmenn öryggismála Master Card og Visa International, sem leiddu Iögreglumennina í allan sannleika um viðbrögð við svikunum. For- maður félagsins, Bjamþór Aðal- steinsson, sagði í samtali við Morg- unblaðið að rafræn greiðsluvið- skipti væru að taka við hinu hefð- bundna greiðsluformi, peningum og ávísanum. Bjarnþór sagði að þetta myndi minnka vinnu rann- sóknarlögreglumanna vegna ávís- anamisferlis, en þeir vildu vera skrefi á undan og vera við öllu búnir ef svik vegna hins nýja greiðsluforms kæmu upp hér. Hér á landi væri misferli með greiðslu- kort bundið við þjófnað og mis- notkun á kortunum. „Eriendis eru dæmi um mun umfangsmeiri svik, til dæmis þar sem rafröndinni á korti er stolið með sérstökum bún- aði og búið til nýtt kort. Þessa möguleika alla ætlum við að kynna okkur, svo þeir komi okkur ekki á óvart síðar,“ sagði formaðurinn. Víkverji fagnar því að rannsóknar- lögreglumenn skuli vera svo vel á verði og vonar að þeim takist að kæfa svik af þessu tagi í fæðingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.