Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 60
 HEWLETT PACKARD HP Á ISLANOI HF Höfdabakka 9. fíeykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika lil veruleika TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mörg hundruð milljóna króna hlutafjáraukning hjá Samskipum hf. Jóns Baldvins um sáttaleið JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur í fyrradag, þar sem hún tilkynnti honum að hún myndi bjóða sig fram gegn honum á flokksþingi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins úr forystuliði Alþýðuflokksins, spurði formaðurinn Jóhönnu hvort það myndi breyta einhveiju um hennar áform, ef hann drægi sig -f-iilé, að því tilskildu, og um það skapaðist sam- staða í flokknum, að styðja annan mann til for- mennsku. Formaðurinn mun hafa haft Sighvat Björgvinsson í huga er hann bar upp spurningu sína. Þessu hafnaði Jóhanna Sigurðardóttir. Morgunblaðið náði tali af Jóni Baldvin seint í gærkveldi og spurði hann hvort rétt væri hermt að hann hefði borið upp slíka fyrirspurn við Jóhönnu Sigurðardóttur og hverjar hefðu verið ástæður þess: „Það er að vísu rétt og ætti ekki að koma á óvart. Það er eitt af skylduverkum formanns, að setja niður deiiur, að viðhalda og hlú að samstöðu, firra vandræðum og jafnvel hugsanlegum klofningi. Eg taldi það einfaldlega skyldu mína að kanna það, hvort, Jóhanna Sig- urðardóttir og þeir sem henni standa næst, gætu sætt sig við einhvern annan mann en mig og full samstaða gæti náðst um, til þess að taka við forystu flokksins, þegar framundan er vandrötuð sigling og mikil geijun í stjórnmálum, vinstra megin við miðju,“ sagði Jón Baldvin. Formaður Alþýðuflokksins sagði aðspurður hvort ljóst væri að stefndi í hörð átök á flokks- þinginu:„Hversu hörð þau verða veit ég ekki. En Jóhanna Sigurðardóttir tók af öll tvímæli, í þessu samtali við mig, um það að hún teldi þetta uppgjör alveg óumflýjanlegt af sinni liálfu.“ Meinatæknafélagið Talning hefst í dag BÚIST ER við að atkvæði um ný- gerða kjarasamninga Meinatækna- félags Islands verði talin í dag og úrslit iiggi fyrir síðdegis. Síðasti dagur atkvæðagreiðsl- unnar var í gær og er von á atkvæð- um utan af landi í dag og verður þá hægt að byija að telja. HAGKAUP og Samheiji eru meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem íhuga nú þátttöku í hlutafjáraukningu Samskipa hf. Um það mun vera rætt að mynda um slíkan eignarhlut eignarhaldsfélag, ef af verður. Landsbanka íslands barst í gær staðfesting frá þýska skipaflutningafyrirtækinu Bruno Bischoff í Bremen í þá veru að fyrirtækið leggi fram 86 milljónir króna í hlutafé, við hlutafjáraukn- ingu Samskipa, jafnframt því sem fyrirtækið heldur því opnu, að geta aukið hlutaíjárframlag sitt í 280 milljónir króna. Morgunblaðið/Júlíus Menn vona að kríurnar fái á ný áhuga á hólmanum. Minkur við Tjörnina NÆR allt kríuvarp er horfið úr hólmanum í Þorfinnstjörn sem er syðsti hluti Tjarnarinn- ar í Reykjavík. Grunur leikur á að minkur hafi komist út í hólmann. í gær fannst dauð gæs úti í hólmanum, sem talið er að minkurinn hafi drepið, og eitt yfirgefið kríuhreiður. Starfsmenn veiðistjóraemb- ættisins hafa drepið tvo minka í Vatnsmýrinni í vor. Vonast er eftir að annar þeirra sé sá sem hefur verið að hrella kríurnar á Tjörninni. I gær hafði ein kría orpið í hólman- um, sem bendir til þess að frið- ur sé kominn á í kríuvarpinu að nýju. Undanfarin ár hefur kríu- varpið á Reykjavíkurtjörn ver- ið öflugast í hólmanum í Þor- finnstjörn. í fyrra voru t.d. 40 kríuhreiður í hólmanum. I vor leit út fyrir að það sama yrði upp á teningnum, en fyrir um 10 dögum hættu kríurnar að flögra yfir hólmanum.og færðu sig yfir á hólmann í Tjörninni. Þar eru nú allmörg kríuhreið- ur. Jóhanna hafnaði tilboði Morgunblaðið/gg FENGSÆLIR veiðimenn ásamt mökum með 10 laxa sem veiddust fyrir neðan Laxfoss i Norðurá á fyrstu þremur klukkustundunum í gærmorgun. Meirihlutaviðræður í Hafnarfirði listi og D-listi ræða samstarf VIÐRÆÐUR hófust í gærkvöldi milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags í Hafnarfirði um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn, en fyrr um daginn slitnaði upp úr viðræðum Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Að sögn Magnúsar Jóns Arnasonar efsta manns á G-lista slitn- aði m.a. upp úr þeim viðræðum vegna þess að alþýðuflokksmenn höfn- uðu því alfarið að bæjarstjóri kæmi úr röðum alþýðubandalagsmanna, sem væru sigurvegarar kosninganna, og jafnframt höfnuðu þeir boði um að fenginn yrði óháður bæjarstjóri. Magnús Jón sagði um við- --*íðumar við Alþýðuflokk- inn að ljóst hafi verið að snertifletir gætu verið marg- ir og líkur á samkomulagi, en Alþýðuflokkurinn hefði hins vegar neitað kröfu um úttekt óháðra aðila á fjár- hagsstöðu bæjarins. „Það kom fram hjá Al- þýðuflokknum að þetta mætti ekki vera niðurlægj- andi fyrir bæjarfélagið, og þá veltir maður því fyrir sér hvort þeir hafi eitthvað að fela. Jafnframt kom fram hjá þeim að þetta ætti að vera vinnuplagg fyrir meirihlutann og ætti ekkert að fara til annarra. Við lögðum einnig •ríka áherslu á endurskoðun á fjár- málastjórn, en fengum heldur loðin Magnús Jón Árnason G-lista og Magnús Gunnarsson D-lista við upphaf fundar. svör miðað við það sem við viljum að sé gert. Þá óskuðum við eftir að ný forysta yrði fyrir fjármálum og rekstri húsnæðisnefndar Hafnar- fjarðar, en þeir voru ekki tilbúnir í það.“ Laxveiðin fór vel af stað VEIÐI gekk með miklum ágæt- um í Norðurá i Borgarfirði sem var opnuð fyrst allra stangaveið- iáa i gærmorgun. Þrátt fyrir að áin væri vatnsmikil, gruggug og hitastigið aðeins 4°, veiddust 20 laxar á fyrstu vaktinni og var mál manna að mikill lax væri genginn í ána. Laxarnir voru nær allir 9 til 13 punda og mjög vel haldnir. Nokkrir laxar veiddust einnig á Munaðarnesveiðum í Norðurá, m.a. einn 15 punda sem var stærsti lax dagsins. I Eru þeir að fá ’ann?/6 Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Ég get staðfest að við hjá Hagkaup höfum verið að íhuga þátttöku í hlutafjáraukningu Samskipa. Við höfum undanfarnar vikur verið að skoða þann mögu- leika að koma inn í fyrirtækið, í félagi við tvo aðra aðila, Samheija og Fóðurblönduna." Óskar kvaðst ekki vita hvenær niðurstaða fengist í þessu máli, en þess yrði áreiðanlega ekki langt að bíða. Aðspurður hvort fyrirtækið íhugaði að leggja fram 40 milljónir króna í nýju hlutafé, kvaðst Óskar hvorki geta játað því né neitað. Þorsteinn Már Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Samheija á Ak- ureyri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Við höfum verið að skoða þetta. Við höfum ekki tekið neina afstöðu til þess hvort við verð- um með eða ekki. Ef einhver okkar þriggja, sem höfum verið að ræða sameiginlega þátttöku í Samskip- um, fellur út úr hópnum, þá höfum við ekki hugsað það upp á nýtt hvað við gerum.“ ■ Bruno Bischoff/miðopna Óveður fyrir austan Opnun Fjallakaffis frestað Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið SÚ VENJA hefur skapast að opna Fjallakaffi á Möðrudal á fjöllum fyrsta júní ár hvert. Nú bregður hinsvegar svo við að fresta verður að opna Fjallakaffi vegna veðurs. Að sögn Vilhjálms Snædals, veit- ingamanns í Fjallakaffi, átti að opna eins og venjulega 1. júní. Ásta Sigurðardóttir, kona Vil- hjálms, og starfsfólk fór að vísu uppí Fjallakaffi í dag með kost en blindbylur var á ijallgörðunum svo þýðingarlaust var að opna staðinn eins og til stóð. Að sögn Vilhjálms verður Fjalla- kaffi opnað um leið og veður skán- ar og færð yfir fjöllin verður orðin góð á nýjan leik. Hagkaup og Samherji íhuga hlutafjárkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.