Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 5
FRÉTTIR
Brjóstmynd af
Pétri Signrðs-
syni afhjúpuð
SJÓMANNADAGSRÁÐ hefir látið gera brjóstmynd af Pétri Sigurðssyni
fyrrverandi stjórnarformanni ráðsins. Myndin var afhjúpuð nýlega í Dval-
arheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn að viðstöddu Sjó-
mannadagsráði, starfsfólki og heimilisfólki á dvalarheimilinu og gestum.
„ Ljósmynd/Björn Pálsson
VIÐ AFHJÚPUN brjóstmyndar af Pétri Sigurðssyni i Hrafnistu í Hafnarfirði. Talið frá vinstri:
Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistuheimilanna, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadags-
ráðs, Ásthildur Jóhannsdóttir eiginkona Péturs Sigurðssonar, Pétur Sigurðsson og Sigríður Jóns-
dóttir forstöðukona Hrafnistu í Hafnarfirði, sem afhjúpaði brjóstmyndina til hægri.
Kór starfsfólks Hrafnistu í Hafn-
arfirði söng undir stjórn Maríu Ein-
arsdóttur. Sigríður Jónsdóttir for-
stöðukona dvalarheimilisins afhjúp-
aði brjóstmyndina og færði Pétri
rósavönd.
Pétur Sigurðsson stýrimaður og
alþingismaður var formaður Sjó-
mannadagsráðs Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar í 31 ár. Hann var
forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði frá
opnum heimilisins árið 1977 til
1992 og á engan er hallað þegar
sagt er að hann hafi átt hvað
drýgstan þátt í byggingu og stofnun
þessa glæsilega dvalarheimilis.
Guðmundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannadagsráðs ávarpaði
Pétur Sigurðsson, þakkaði honum
hin fjölmörgu störf í þágu sjómanna
og þeirra sem aldraðir eru. Meðal
þess sem Pétur Sigurðsson hefir
áorkað ásamt félögum sínum í Sjó-
mannadagsráði eru fjölmargar
byggingar og framkvæmdir í þágu
aldraðra.
Guðmundur Hallvarðsson sagði
að félagar Péturs í Sjómannadags-
ráði vildu með gerð bijóstmyndar-
innar sýna í verki virðingu og þakk-
ir. Sjómannasamtökin væru bæði
stolt og þakklát Pétri Sigurðssyni
og fyrrirrennurum í starfi. Guð-
mundur þakkaði þeim fórnfýsi og
mikla vinnu í þágu samtakanna og
í þágu aldraðra.
Eftir að Sigríður Jónsdóttir hafði
afhjúpað brjóstmyndina tók Pétur
Sigurðsson til máls. Hann sagði
mikla breytingu á orðna frá því er
fyrstu vistmenn komu á heimilið.
„En okkur hefði ekkert af því sem
nú getur að líta tekist, nema fyrir
samstöðu allra í Sjómannadagsráði
og rekstur heimilisins hefði ekki
orðið sá sem hann er, ef ekki hefði
komið til úrvals starfsfólk og stjórn-
endur allir.“ Hann þakkaði heimilis-
mönnum fyrir langa og góða vin-
áttu, svo og Sjómannadagsráði fyr-
ir auðsýndan heiður.
------♦ ♦ ♦-----
Island-sækjum
það heim
Um 80%
ferðast
um landið
MEIRIHLUTI eða um 80% íslend-
inga ætlar að ferðast um landið í
sumar eftir því sem fram kemur í
könnun Hagvangs fyrir Ferðaátakið
íslandsferðir, Island-Sækjum það
heim.
Tvær kannanir liggja til grundvall-
ar niðurstöðunum og var önnur gerð
í apríl og hin í maí. í fyrri könnun-
inni sögðust 79,7% ætla að ferðast
um landið í sumar. Hlutfallið hafði
hækkað upp í 81,1% í maí. Spurt var
hvort hlutaðeigandi færi í ferðalag
til útlanda á sama tíma og svöruðu
rúmlega 22% játandi í báðum könn-
ununum. Könnun í maí leiddi í ljós
að um helmingur þjóðarinnar hafði
séð ritið íslandsferð ijölskyldunnar.
Af þeim höfðu flestir lesið sér til í
því (84,2%) og meirihluti þeirra
(72,7%) talið ritið gagnlegt.
í báðum könnunum var tekið
slembiúrtak 1000 íslendinga á aldr-
inum 18 til 67 ára. Svarhlutfall var
75,4% í apríl og 75,7% í maí.
Hagkvæmt bílalán!
Staðgreióslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl
Lánstími allt að 5 ár
Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að S ára sem gefur þér kost á enn
léttari greiðslubyrði.
Svei gjanleiki
Hvenær sem er á lánstímanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið
eða greitt það upp.
100% lán -
Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða
skemmri. Það getur numið allt að 75% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir
en 65% ef hann er lengri.
Vextir eru sambœrilegir bankavöxtum
Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda-
bréfavöxtum íslandsbanka.
Bíllinn er staðgreiddur
Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er billinn
staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda.
jÞií tryggir þar sem þér hentar
Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður
þú hvar hann er tryggður.
Kynntu þér hagstæð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð
á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita
þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan
og einfaldan hátt.
j!!i
DÓTTURFYRIRTÆKl ÍSLANDSBANKA
Ármúla 7 108 Reykjavík
Sínii 608800 Myndsendir 608810