Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Útför ástkær sonar okkar, bróður, mágs
og frænda,
GUÐMUNDARHANNESAR
KETILSSONAR
nema,
Þjóttuseli 6,
Reykjavík,
sem lést 15. maí í Bangkok á Thai-
landi, fer fram í Seljakirkju þriðjudaginn
7. júní kl. 13.30.
Auður Ásta Jónasdóttir,
Kristján Ketilsson,
Bára Agnes Ketilsdóttir,
írunn Ketilsdóttir,
Steinunn Ketilsdóttir,
Jónas Ketilsson
Ketill Arnar Hannesson,
Jón Einarsson,
Bragi M. Reynisson,
Grétar J. Jónsteinsson,
og systkinabörn.
t
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
ÍVAR ÞÓR PÁLSSON,
Hverfisgötu 70,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
á morgun, mánudaginn 6. júní kl. 13.30.
Heiðar Ástvaldsson,
Guðrún Pálsdóttir,
Guðmundur Pálsson,
Guðbjörg Pálsdóttir,
Stanley Pálsson,
Edda Pálsdóttir,
Harpa Pálsdóttir,
Hanna Frímannsdóttir,
Ásgeir M. Jakobsson,
Elín Theodórs,
Vignir Garðarsson,
Hera G. Newton,
Magnús Björgvinsson,
Haraldur Guðmundsson
og fjötskyldur.
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug
við andlát og útför
HREFNU SAMÚELSDÓTTURTYNES,
Furugerði 1.
Sérstakar þakkir til allra vina innan kirkj-
unnar og skátahreyfingarinnar.
Ásta, Ottó og Jón,
barnabörn, langömmubörn og systkini.
t
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐFINNUR SIGURJÓNSSON
frá Vestmannaeyjum,
Eskihlíð 22a,
Reykjavík,
hefurverið jarðsunginn frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum. Hjartans þakkir fær-
um við öllum þeim, sem önnuðust hann
í veikindum hans og sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför.
Helga Bachmann,
Þorkell Guðfinnsson, Edda Snorradóttir,
Guðbjörg Guðfinnsdóttir, Jóhann Magni Jóhannsson,
Sigurjón Guðfinnsson, Kristfn Birgisdóttir,
Snorri og Guðfinnur Þorkelssynir,
Magni, Guðfinnur og Anton Jóhannssynir,
Sævar, Hafþór og Helga Sigurjónsbörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, dótt-
ur, móður, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR ÓSKARSDÓTTUR,
- ) Keldulandi 19,
Reykjavfk.
Einnig sendum við sérstakar þakkir til
starfsfólks göngudeildar krabbameins-
lækninga Landspítalans.
Sigurður R. Sigurðsson,
Óskar Sigurðsson,
Óskar Már Sigurðsson, Edda Ragnarsdóttir,
Þórunn Laufey Sigurðardóttir, Sigurður Pétursson,
Sigríður Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson,
Birgir Sigurðsson, Svava Einarsdóttir
og barnabörn.
IVAR ÞOR PALSSON
+ ívar Þór Páls-
son var fæddur
á Siglufirði 27. des-
ember 1947. Hann
lést í Reykjavík 26.
maí siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Páll Guð-
mundsson, f. 17
nóvember 1904, d.
2. nóvember 1963,
og Ingibjörg Jón-
ína Ingvarsdóttir,
f. 4. október 1908,
d. 10. október 1986.
Systkini ívars eru
Heiðar Astvalds-
son, Guðrún Jónína
Pálsdóttir, Guðmundur Skjöld-
ur Pálsson, Guðbjörg Hlíf Páls-
dóttir, Stanley Páll Pálsson,
Edda Rut Pálsdóttir og Harpa
Pálsdóttir. Útför Ivars Þórs fer
fram frá Fossvogskirkju á
morgun, mánudag.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast frænda míns og föðurbróð-
ur ívars Þórs Pálssonar, en hann
var yngstur bræðranna af átta
systkinum pabba míns. Man ég
best eftir honum þar sem hann bjó
alla tíð hjá ömmu á Hverfisgöt-
unni, en eftir að hún íéll frá bjó
hann þar einn.
ívar gekk ekki heill til skógar
og barðist oft við þrálát veikindi
þar til yfir lauk. Hann átti sínar
erfiðu stundir, en líka ólgeymanlega
tíma þar sem hann sýndi hlýju,
kærleik og góðan húmor. Hann var
fróður og vel að sér á þeim sviðum
sem vöktu áhuga hans og sýndu
ávallt áhuga á því sem við fjölskyld-
an vorum að gera. Man ég vel þær
stundir sem mér fannst ég sitja
fyrir svörum í sjónvarpsviðtali því
að slík var ákefð hans stundum,
að maður komst ekki upp með að
svara ekki af fullri hreinskilni og
sannleika. En þótt þolinmæði mín
væri oft af skornum skammti þá
hafði ívar sterkt samband við öll
systkini sín, þó með ólíkum hætti
við hvert þeirra. Mér eru sérstak-
lega minnisstæð símtöl ívars og
pabba. Áttu þeir bræður sín dag-
legu og einlægu símtöl, þar sem
þeir bæði hlógu saman og ræddu
heimsins alvarlegustu mál.
Elsku ívar, mig langar að þakka
þér fyrir þær stundir
sem við höfum átt
saman og þann hlýhug
sem þú sýndir mér og
fjölskyldu minni síðast
þegar við sáumst. Guð
geymi þig og varðveiti.
Þín frænka,
Linda Björk Guð-
mundsdóttir,
Dundee, Skotlandi.
Dáinn, horfinn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrimsson.)
Þetta kvæði var það fyrsta sem
kom mér í hug þegar ég heyrði að
hann ívar minn væri látinn. Það
er alltaf sárt að sjá á eftir ástvini
en minningin lifir í hjörtum okkar.
ívar frændi minn hefur ávallt
verið til staðar og okkur hættir til
að taka ástvinum sem of sjálfsögð-
um hlut. Nú þegar hann er farinn
er svo margt sem ég vildi sagt hafa
við hann, mér finnst að ég hafi
ekki sagt honum nógu oft hve vænt
mér þótti um hann qg hve miklu
máli hann skipti mig. I hjarta mínu
trúi ég og vona að hann hafi samt
vitað það. Ef eitthvað gerðist í lífi
mínu, alveg sama hvort það var
skemmtilegt eða sorglegt, þá varð
ég að segja honum ívari mínum frá
því.
ívar frændi var mér sem besti
bróðir og milli okkar var góð vin-
átta. Ég ólst upp hjá ömmu Ingi-
björgu, móður hans, og ívari
frænda á Hverfisgötu 70. Þaðan á
ég margar góðar minningar. Hann
var mér mjög góður þegar ég var
krakki, þó að það væru tuttugu ár
á milli okkar og þrátt fyrir að hann
ætti við mikil veikindi að stríða frá
þvi að hann var ungur maður. Ávallt
var hann ívar minn tilbúinn að
hjálpa mér með heimalærdóminn
og vandamálin sem upp komu.
Hann ívar minn var afar vel
gefinn og fékk ég að njóta góðs
af því alla mína tíð. Ég held að
enginn hafi verið eins stoltur af
mér og hann ívar minn þegar ég
lauk námi frá Verzlunarskólanum,
honum fannst hann með réttu hafa
átt mikinn þátt í því. ívar hafði
sjálfur lokið verzlunarprófí þaðan
JÓHANNES
JÚLÍUSSON
+ Jóhannes Júl-
íusson var
fæddur í Reykjavík
24. júní 1926. Hann
lést í Reykjavík 18.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Árnadóttir og Júl-
íus Þorbergsson, en
hann ólst upp á
Úlfarsfelli í Mos-
fellsdal hjá Skúla
Guðmundssyni
Norðdahl og Guð-
björgu Guðmunds-
dóttur frá Miðdal.
Böm Sigriðar og Júlíusar voru,
auk Jóhannesar: Dagmar (lát-
in), og Árni, búsettur í Reykja-
vík. Uppeldissystkini Jóhannes-
ar, börn Skúla og Guðbjargar,
voru sex: Haraldur (látinn),
Lára (látin), Grímur, Guðrún
(látin), Úlfar og Kjartan (lát-
inn). Auk þess tóku Skúli og
Guðbjörg í fóstur þau Guðrúnu
EUiðadóttur og Fjólu Bjarna-
dóttur. Jóhannes giftist 31. des-
ember 1947 Maríu Sigríði Ósk-
arsdóttur, f. 30. apríl 1929, d.
29. apríl 1980. Þau eignuðust
fimm börn: Jóhannes, f. 28.
desember 1948, d. 7. apríl 1971,
Skúla Guðbjörn, f. 18. júlí 1950,
Þorvald Þór, f. 7. júní 1953,
Helenu Sigríði, f. 1. apríl 1956,
og Heimi Má, f. 1.
júlí 1960. Jóhannes
var matreiðslumaður
og vann á hótelum
hér heima og erlend-
is, auk þess sem hann
var til sjós. Útför
hans fór fram frá
Fossvogskirkju 30.
maí siðastliðinn.
NÚ er komið að kveð-
justund, elsku afi
minn. Ég veit að ég
hef ekki verið dugleg
að koma og heilsa upp
á þig. En við eigum
okkar mninningar. Minningar sem
gleymast aldrei.
Ragga hringdi í mig og óskaði
mér til hamingju með afmælið döp-
ur í bragði og sagði mér síðan að
þú værir dáinn. Eg trúði varla að
það væri satt. En allir verða ein-
hverntímann að kveðja þetta líf til
þess að takast á við önnur verk-
efni, eins og við bæði vitum og trú-
um.
Nú ertu laus við allar þær
áhyggjur sem þú hafðir alltaf um
að ná sáttum við suma af afkom-
endum þínum. Það skiptir ekki
máli lengur. Þau þurfa bara að
læra að fyrirgefa eins og þú sagðir
alltaf.
Elsku afi minn, hvíl í friði og lifi
minning þín.
en náði því miður ekki að halda
áfram námi vegna veikinda.
fvar var drengur góður sem vildi
öllum vel. Lífið var honum erfitt,
en þrátt fyrir það var hann alltaf
gamansamur, hann gat séð spaugi-
lega hlið á öllum málum. Milli okk-
ar var góð vinátta sem hélst eftir
að ég flutti að heiman. Mér þóttu
samtölin okkar mikils virði, við gát-
um talað saman um heima og
geima. ívar hélt góðu sambandi við
ástvini sína og vildi vita að allt
væri í góðu lagi hjá þeim. Hann
fylgdist vel með öllum fréttum og
var vel að sér hvað var að gerast
úti í hinum harða heimi. Við áttum
oft mjög heimspekilegar viðræður
um lífið og tilveruna, ferðalög, tón-
list, tæknina og trúna, en hann var
mjög trúaður.
ívar frændi hélt mikið upp á eftir-
farandi sálm sem amma Ingibjörg
kenndi okkur öllum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engill, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Nú sefur hann svefninum langa,
eflaust hvíldinni feginn. Nú er hann
kominn til ömmu Ingibjargar. Hvíl
í friði, elsku frændi. Guð blessi
minningu þína.
Ingibjörg Halldórsdóttir.
Bekkjarbróðir er fallinn í valinn,
ívar Pálsson er borinn til moldar í
dag. Eftir langan veikindadag hefur
húmað hægt að kvöldi og með húm-
inu kom loks birtan og frelsið. Af
sjúkrabeði er sálin nú fijáls eins
og fuglinn og farginu er af henni
létt.
Vegir sálarinnar eru jafn ókunnir
og vegir guðdómsins og víst er að
dauðlegu fólki er ekki ætlað að
skilja hin æðstu máttarvöld. Vinur
okkar ívar hefur náð þeim áfanga-
stað þar sem sálin og guðdómurinn
leiðast hönd í hönd um eina og sömu
veröld. Honum er búin himnavist
og djúpur himnafriður.
Að leiðarlokum senda skólafélag-
arnir fjölskyldu ívars Pálssonar ein-
lægar samúðarkveðjur. Ástvinir
hans runnu ekki af hólmi þegar
þörfin var mest fyrir ást þeirra og
umhyggju. Alfaðir blessi þá og
styrki.
Ásgeir Ilannes.
Verður það oft, þá varir minnst,
voveifleg hætta búin finnst.
Ein nótt er ei til enda trygg,
að því á kvöldin, sál mín, hygg.
Hvað helzt sem kann að koma’ upp á,
kjós Jesú þér að vera hjá.
Skelfing engin þig skaðar þá.
(H.P.)
Þín sonardóttir,
Dagmar Björg
J óhannesdóttir.
Við viljum minnast afa okkar,
sem við kölluðum alltaf afa á
Gnoðó. Þegar við systkinin komum
saman og minnumst hans rifjast
upp margar minningar, eins og til
dæmis frá ferðum í Sædýrasafnið
og veiðiferðum. En aðal fjörið var
á veturna þugar við fengum að fara
á stóra sleðann. Síðan kunni hann
eina list að okkar mati og öfunduð-
um við hann mikið af því. Það var
hvernig hann handlék pönnukök-
umar, sneri þeim i loftinu og greip
þær aftur.
En nú eigum við einungis eftir
minningar, minningar sem við
geymum í hjarta okkar.
Þreyttur leggst ég nú til náða,
náðarfaðir, gættu min.
Alla mædda, alla þjáða
endumæri miskunn þín.
Gef þú öllum góða nótt,
gef að morgni nýjan þrótt
öllum þeim, þú aftur vekur,
eilíft líf þeim burt þú tekur.
(Ólafur Indriðason)
Ragnheiður Brimrún, Jó-
hannes Þorvaldur og Dagmar
Björg Jóhannesarbörn, Isabel
Lilja og Sesselja Hrönn.