Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ * ► I Texti Kristín Gunnarsdóttir Myndir Hildigunnur Gunnarsdóttir ÞAÐ er enn vor í Prag og segja kunnugir að allt mannlíf hafi tekið miklum stakkaskiptum síðastliðin þijú ár. Ferðamenn streyma til borgarinnar enda býður hún upp á auðugt menn- ingarlíf og það besta í bygging- arlist fyrri tíma en borgin nýt- ur þeirrar sérstöðu að á hana féllu engar sprengjur í síðustu tveimur heimsstyijöldum. Myndlist, höggmyndalist, bók- menntir og síðast en ekki síst tónlist eru einnig í hávegum hafðar. Hvert sem komið er, í kirkjur eða á torg, má heyra ljúfa tóna, verk eldri meistara og nútímatónskálda. Það er létt yfir þeim sem teknir eru tali og allsendis óhræddir segja þeir frá fyrri tíma undir sljórn sósíalista og hvers þeir vænta af framtíðinni. Loksins hafa þeir öðlast langþráð frelsi. Frelsi til að tjá skoðanir sínar í máli og myndum og ekki síst í tónlist. Hvert sem komið er glymur í eyrum vest- ræn dægurtónlist sem áður var bönnuð en í hugum yngri kyn- slóðarinnar er hún tákn tján- ingafrelsisins. En það er ekki eingöngu á sviði tónlistar sem þráðurinn er tekinn upp. Myndlist er mönnum einnig hugleikin og þá sérstaklega þær stefnur sem ekki hafa verið leyfðar til þessa. í þeim hópi er íslenski myndlistar- maðurinn Erró en sýning á verkum hans var nýlega opnuð í Tékkneska listasafninu í Prag. Mennskan í verkum Errós á sér samhljóm í menn- ingu Pragborgar, sem birtist í félagslegri samkennd og ábyrgð að einu Ieyti en að hinu leyti í gamansemi, sem bolar burt öllum hátíðleika," segir í kynningu dr. Jan Kriz listfræðings á Erró í sýn- ingarskrá. Og hann heldur áfram, „Þessi gráglettni gengur stundum á hólm við yfirvaldið og viðteknar venjur og því skyldi engan uhdra þótt við bjóðum Erró velkominn til þessa lands, sem á sér forseta, sem lagði fram merkilegan skerf til bókmenntalegrar útlistunar á kúguninni þegar árið 1963. Vaclav Havel skrifaði á þeim tíma: „Við getum orðað það þannig: Kúgunin fyllir menn fjarstæðukennd með þeim hætti, að hún yfirtekur raun- veruleikann þar sem einstakl- ingurinn er félagslega firrtur sjálfum sér án þess að verða þess var.“ Václav Havel forseti Tékklands og Erró við opnun sýningar á verkum Errós í Tékkneska lista- safninu í Prag. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Václav Havel forseti Tékklands hlusta á útlistun Gunnars Kvaran listráðunautar Reykjavíkurborgar. og hafa rangt við og ná þannig til sín með óheiðar- legum hætti meira en þeim bar. Af máli manna mátti heyra að 10 ár gæti tekið að leiðrétta þetta viðhorf. Veldur það áhyggjum að á þeim tíma gæti bilið milli menntamanna og annarra þjóðfélagshópa breikkað enn frekar en orðið er. Óttuðust hugmyndafræðina Týn kirkjan stendur við aðaltorgið í gamla bænum. Tóku vinnugleðina Hér er það listfræðingurinn og fræðimaðurinn sem túlkar verk Errós, listamannsins sem hann kynntist fyrir rúmum 20 árum. Síðan hefur hann látið sig dreyma um að sýna verk eftir hann í Prag og loksins er sá draumur orðinn að veruleika. En fleiri en hann hafa átt sér drauma sem verða nú að veruleika og heyrast ótal dæmi- sögur um hvernig lífið var í landinu áður en þjóðin öðlaðist sjálfstæði á ný. „Það versta sem sósíalisminn tók frá okkur var vinnúgleðin," sagði Jan Keresa safnstjóri iista- safnsins í Prag. Og hann riíjaði upp að vinnugleðin hafi glatast þegar frumkvæðið var tekið frá einstaklingnum. Allir bjuggu við forsjá ríkisins, sem greiddi þeim laun fyrir að vinna hvort sem unn- ið var vel, illa eða hreint ekki neitt. Við slíkar aðstæður freistuðust menn oft til að reyna að bjarga sér Jan Kriz listfræðingur við Tékkneska listasafnið í Prag. Götumynd á bökkum Moldár. Jan Kriz listfræðingur og upphafsmaður sýning- arinnar í Prag, kynntist fyrst list Errós, er hann var á ferð í París árið 1963 og fylgdist síðan með honum úr fjarlægð. Fyrir innrás rússneska hersins í Tékkóslóvakíu vorið 1968 hafði hann fengið styrk til sex mánaða dvalar í Bandaríkjunum. Styrkinn fékk hann til að kynna sér bandaríska popplist en hann hafði við upphaf „vorsins" í Prag staðið að sýningu á verkum tékkneskra framúrstefnumanna. Dvöl hans í Bandaríkjunum leiddi til þess að hann missti stöðu sína við Lista- safnið í Prag árið 1972 auk þess sem hann var rekinn úr Vísindaaka- demíunni af pólitískum ástæðum og hann fékk ekki lengur leyfi til utanferða. Þess í stað fékk hann starf við að raða myndum í skjala- safni Listasafnsins og til að drýgja tekjurnar tók hann ljósmyndir fyrir dagblöð. Þær fengust þó ekki birtar nema eftir ritskoðun. í París hafði Jan Kriz einnig safn- að að sér-efni um tékkneska lista- mannin Jiri Kolar, sem búsettur er í París, og hugðist gefa út bók um hann í Tékkóslóvakíu en við innrás 1 r i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.