Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Þoka gleymskunnar í SÍÐASTA árgangi Skaftfellings jsegir bæjarstjórinn á Höfn í formáls- orðum: „Það er merkilegt íhugunar- efni hversu fljótt þokuslæða gieyms- kunnar breiðist yfir atburði lífs og atvinnuhætti.“ Þetta er rétt svo langt sem það nær. Því aðeins getum við tekið ábyrgar ákvarðanir fyrir framtíðina að við þekkjum atburða- rásina sem að baki býr. En hvað um framkvæmdir þær, sem fyrirhugað- ar eru, við Hornafjarðarós? Voru ákvarðanir um þær teknar með þekkingu á fortíðinni í huga? Eg held ekki. Þar hefur þoka gleymsk- unnar glapið fyrir ráðamönnum. Ég skrifaði grein í eitt dagblaðið, sem síðan var birt í Eystrahomi, rétt áður en ráðstefnan um Horna- fjarðarós var haldin á Höfn árið 1990. Ég vildi þá minna á svæðið utan við ósinn og þá atburði sem þar hafa gerst, svo hægt væri að taka til umfjöllunar svæðin bæði utan og innan við Hvanney. Það þótti víst ekki ástæða til að stýra annars ágætri samkomu svo nálægt raunveruleikanum, hinu mannskæða slysasvæði utan við ósinn. Ég ætla því að minna á nokkra alvarlega atburði sem orðið hafa á u.þ.b. fjögurra fermílna svæði utan við ósinn, frá Sveinsboða að Borg- "'éyjarboða og frá Hvanney út fyrir Hvanneyjarsker, síðastliðin 60 ár eða svo, án þess að gera tilraun til þess að tíunda þá alla. 28. febrúar 1933 tók stórsjór Helga Jónsson frá Eskifirði út af vélbátnum Víkingi frá Eskifirði og drukknaði hann. Þetta gerðist á grynnslunum utan við Hvanney. 30. mars 1937 fórst m.b. Auð- bergur SU 3 frá Reyðarfirði í Horna- fjarðarósi. Báturinn var á leið til Homafjarðar úr róðri. Hann var staddur skammt fyrir austan Ósinn þegar hann fékk á sig brot. Stýrið bilaði og tók út einn manninn, Sig- urð Kjartansson og dmkknaði hann. Vélbáturinn Björgvin NK kom Auð- bergi til aðstoðar og heppnaðist að koma dráttartaug á milli bátanna. Slitnaði hún fljótlega en aftur náðist samband milli þeirra og dró Björg- vin Auðberg áleiðis til Hornafjarðar. Þegar inn í ósinn kom sló Auðbergi upp á'Hleinina, slitnaði hann aftan úr. Skipveijum á Björgvin tókst að bjarga tveimur úr áhöfn bátsins á streng um borð í bát sinn, en tveir fórust, Erlendur Árnason skipstjóri og eins og áður sagði Sigurður Kjart- ansson. Skipstjóri á Björgvin NK var afburða sjómaður, Óskar Sigfinns- son frá Norðfirði. 1941 eða 1942 lagðist færeyska skútan Heimdalen fyrir ankerum á svokallaðri Ytri legu, sem er utan ‘við Helli, lagðist rekís á skipið og , hrakti það með anekrum að ósnum á útfaliinu. Mennirnir komust í skipsbátnum yfir í annað færeyskt skip en norðaustan hvassviðri hrakti skútuna til hliðar í ósnum og strand- aði hún innan við Hlein. 23. febrúar 1942 lenti Katla SU 35 upp á Hleinina við Hvanney. Hún vann ekki á móti straumnum í ósn- um, mannbjörg varð því veður var hagstætt. 26. febrúar 1943 fékk vélbáturinn Ása SF 52 á sig brotsjó stutt utan við Vestra-Hvanneyjarsker. Þeir voru að búast í land þegar brotsjór hvolfdist yfir bátinn, hreif með sér einn skipveijann og allt lauslegt á þilfari. Þá stöðvaðist vélin. Þessi maður var Sigurður Arason, bróðir minn, mjög vel syndur. Eftir að hann tók út hélt hann sér í brak. Hvarf Sigurður í hafrótið en bátinn rak ^álarvana frá, undan sjó og vindi. Á skeijagrunninu brýtur oft illa í suð- lægum áttum. 12. febrúar 1944 þegar Bára SU 526 frá Fáskrúðsfirði var á siglingu inn að ósnum fékk báturinn skyndilega á sig mikinn brotsjó. Öllu lauslegu skolaði fyrir borð og miklar skemmdir urðu á bátnum og vélin stöðvaðist. Var þá varp- að ankerum en bátinn rak þó í áttina að Þinga- nessskeijum. Menn í landi sáu þegar Báran fékk brotið. Við bryggju í Mikley lá vél- báturinn Hvanney SU 442, einnig frá Fá- skrúðsfirði, sem hélt þegar til hjálpar. Var hún komin á staðinn hálfri klukku- stund eftir að Báran fékk brotið. Heppnaðist skipveijum á Hvanney að koma taug yfír í Báru með því að láta lóðabelg reka í átt að henni. Var síðan farið með Báruna í eftir- dragi til Djúpavogs. Skipstjóri á Hvanney var Jens Lúðvíksson. 21. apríl 1944 strandaði og sökk vélbáturinn Rafn frá Siglufírði við Hornafjarðarós. Er báturinn var að fara inn á Hornafjörð strandaði hann á Hleininni. Skipveijar komust í hafnsögubátinn. Skömmu síðar losn- aði Rafn af skerinu, rak upp á Þinga- nessker og sökk þar. M.b. Borgey fórst 5. nóvember 1946. Borgey lagði úr heimahöfn sinni, Höfn í Hornafírði, með vörur á leið austur á fírði. Veður var all- gott, 3 vindstig suðvestan inni á Höfn, en töluverð alda. Skipstjóri var Sigurður Jóhannsson, þraut- reyndur og kunnugur ósnum. Þegar komið var út fyrir Eystra-Hvanneyj- arsker mun Sigurður skipstjóri hafa séð að teflt var í tvísýnu og hafði á orði að Borgey væri ekkert sjóskip og sneri við inn til Hafnar. Þegar báturinn átti eftir um einn km að ósnum byijaði hann skyndilega að síga að aftan, valt síðan yfír á bak- borðshlið og í sömu andrá reið alda yfír, hvolfdi björgunarbátnum sem þeir höfðu sjósett og í sömu svifum sökk Borgey. Menn úr landi sáu að eitthvað var óeðlilegt við siglingu Borgeyjar og fór vélbáturinn Þristur á vettvang. Þegar hann kom út fyr- ir ós var Borgey sokkin. Sást siglu- toppurinn standa um Vh m upp úr sjónum. Þristur bjargaði 3 mönnum, 5 drukknuðu, 4 úr áhöfn og 1 far- þegi, 15 ára stúlka. I febrúar 1965 vorum við á Giss- uri hvíta SF 55 að koma úr físki- róðri. Fengum við á okkur brotsjó í sundinu milli Sveinsboða og lands. Það var suðvestan hvassviðri og mikill sjór og náttmyrkur. Það fór sjór inn á vélina, hún stöðvaðist. Við vorum þrír í stýrishúsi, Óskar Valdimarsson skipstjóri, ég og stýri- maður, Kristján Garðarsson. Óskar var nýbúinn að láta okkur opna öll iensiport. Lúgurnar voru skálkaðar. Hann bað okkur að standa sinn hvoru megin og segja sér til ef við sæum eitthvað á eftir. Við heyrðum mikinn hvin og ég sá aftur með bátnum grænan vegg langt fyrir ofan stýrishúsið sem hvolfdist yfír bátinn og keyrði hann niður að aft- an. Hann stóð nærri upp á endann og fylltist stýrishúsið. Bátinn rak stjórnlaust, ljóslausan og fjarskipta- lausan austur með Hvanneyjarsketj- unum innanvert. Það tókst að koma út ankerum. Þau föttuðu inn úr Eystri-skeri. Það var skotið upp neyðarblysum. Bátarnir í landi komu út að Austurfjörum en ekki lengra því það braut alltaf fyrir Ósinn. Mér tókst að koma vélinni í gang og saga sundur aðra ankeriskeðjuna sem ekki var hægt að hífa. Þá var snúið við út á milli Eystra-skers og Borgeyjarboða. Þar ætlaði að bijóta á okkur aftur en það slapp. Við fórum austur fyrir Stokksnes í var og lág- um þar um nóttina, höfðum engar áhyggjur þó suðvestan garrinn beljaði úti fyrir. 17. apríl 1971 voru Hornafjarðarbátar að draga þorskanet vestur í Breiðamerkurdýpi. Það hvessti um morg- uninn og fóru flestir að halda í land. Við vorum með þeim síðustu á Gissuri hvíta SFl. Þeg- ar við vorum að nálgast Hvanney heyrðist í talstöð að Sigurf- ara SF hefði hvolft suðaustur af Hvanney. Ég sagði skipstjóranum, Guðmundi Illugasyni, að ég gæti dælt olíu í sjóinn á augabragði til að lægja brotin og freista þess að komast þarna að. Það var gert. Ég lét olíuflutningsdæluna sem var raf- drifín taka af geymi sem í voru 10 þúsund lítrar og dæla upp á vara- geyminn, sem var fullur. Við það myndaðist yfírþrýstingur og olían þrýstist upp um loftrör á bátaþilfari og út í sjó. Við náðum 2 mönnum, 8 voru horfnir. Um þennan atburð ætla ég ekki að hafa fleiri orð en vísa til útvarpsþáttar um ósinn í umsjón Halldóru Friðjónsdóttur. í águst 1988 sökk vélbáturinn Hafmeyjan við Homafjarðarós. Einn maður var á bátnum og var hann að koma úr fiskiróðri. Maðurinn bjargaðist á sundi upp á Austurfjör- ur. 15. febrúar 1990 sökk hafnsögu- báturinn Björn lóðs skammt utan við Þinganessker á útfalli. Hafn- sögumanni var bjargað um borð í Keflvíking KE sem verið var að lóðsa út. Bátarnir höfðu fengið á sig brotsjó. 23. október 1991 hvolfdi skóla- skipinu Mími þegar það var að fara út úr Hornafjarðarósi. Tveir menn drukknuðu en fimm björguðust á sundi upp í Austurfjörur, sem verður að teljast kraftaverk. Báturinn fékk á sig brotsjó. 10. september 1992 strandaði færeyski fískibáturinn Guli klettur á Hleininni við ósinn. Ástæðan var hvassviðri og straumur sem hrakti bátinn upp. Einn maður drukknaði en þrem var bjargað. Alls hafa því orðið 20 dauðsföll á síðastliðnum 60 árum á þessu ca. fjögurra fermílna svæði á milli Sveinsboða og Borgeyjarboða og Hvanneyjar og út fyrir Hvanneyjar- sker og oftar hefur hurð skóllið nærri hælum og verður að telja lán að slysin hafa ekki orðið fleiri og stærri. Öll eiga slysin sama aðdrag- anda, að strauminn í ósnum í átökum við úthafsölduna. í tilviki Borgeyjar var talið að slæm sjóhæfni skipsins og mikil hleðsla hefði einnig komið til. Einnig spilar inn í þetta erfiða sjólag þarna að botninn utan við ósinn er mishæðóttur og að sjórinn er tiltölulega lítið saltur. Ég held að það væri hyggilegt að ráðamenn, einkum þeir sem ekki eru uppaldir við Hornafjörð og hafa ekki meðtekið sögur af baráttunni við ósinn frá þeim sem hafa haft það að lífsstarfi að kjást við hann sjálfir eða haft baráttuna við hann fyrir alvöru lífs og dauða í fjölskyld- unni og meðal vina, að kyna sér vel söguna og atburðarásina í þeim slys- um, sem þarna hafa orðið, áður en ákvarðanir eru teknar um stórfelldar og kostnaðarsamar framkvæmdir eins og þær sem fyrirhugaðar eru við Hornafjarðarós. Hér hefur aðeins verið sagður hluti af þessari sögu Ástvaldur Hólm Arason og það í hálfgerðum símskeytastíl og alls ekki allt tínt til. Ég reyndi að blása burt þoku gleymskunnar með greininni sem ég skrifaði um þetta mál í eitt dagblað- ið stuttu áður en ráðstefnan um ósinn var haldin á Höfn árið 1990 og sem líka birtist í Eystrahorni. Hún nægði ekki til þess að bæjar- stjórnin á Höfn sæi ástæðu til þess að líta aftur í tímann, hugleiða al- vöru málsins og huga að öðrum möguleikum í málinu en til þess er full ástæða. Þegar Eldhamar fórst við Grinda- vík árið 1992, þá hvessti í þjóðlífinu og Alþingi skalf um tíma á eftir vegna þess að einn þingmaður, Ingi Björn Albertsson, hafði einurð til þess að hrista upp í kerfinu. Þökk sé honum. I allri þeirri umræðu depl- uðu þingmenn Hornafjarðar varla auga. Þetta sýnir okkur að á bak við þokuna er stutt í storminn. En það sem endurtekur sig að jafnaði með fárra ára millibili á sama litla svæðinu utan við Hornafjarðarós má ekki hyljast þoku gleymskunnar. Þá eru líf vina og nágranna lítils metin. Þætti það ekki í meira lagi óskyn- samlegt og ábyrgðarlaust, ef ein- hvers staðar á þjóðveginum væri kafli sem öðrum fremur hefði háa slysatíðni, að þar væri með ærnum tilkostnaði og í óvissu um árangur AIls hafa orðið 20 danðsföll á síðastliðnum 60 árum á þessu fjög- urra fermílna svæði á milli Sveinsboða og Borgeyjarboða og Hvanneyjar og út fyrir Hvanneyjarsker segir —*-------------------- Astvaldur Hólm Ara- son, og oftar hefur hurð skollið nærri hælum og verður að telja lán að slysin hafa ekki orðið fleiri og stærri. verið að gera leiðina að honum sem greiðasta, en láta svo ráðast hvernig færi. Væri ekki skynsamelgra að leggja leiðina fram hjá kaflanum, ef hægt væri? Ég benti á það í fyrmefndri grein minni, að rannsaka bæri Hornsvík- ina með tilliti til hafnarframkvæmda þar. Nú hef ég undir höndum sjó- mælingar frá bandaríska sjóhernum af þessu svæði. Þær gefa góðar vís- bendingar um að hægt sé að gera þarna framtíðarhöfn. í línunni á milli Skokksness og Hafnartanga er dýpið á níunda metra á stórstraums- fjöru. Víkin er vel varin fyrir öllum áttum nema austanátt, eins og Þor- lákshöfn. En þar eru bara byggðir brimvarnargarðar sem siglt er á milli. Það er ein fjölfarnasta höfn við landið. Heijólfur heldur þar dag- legum ferðum. Myndi einhver treysta sér til þess að halda því fram að hún væri betur komin inn í ósum Ölfusár? Ég sé ekki annað en þetta sé fullkomlega eðlileg samlíking. Ég hef átt samstarf við Ögmund Magnússon skipstjóra á Sæbjörginni VE sem rak upp í Hornvík. Hans orð voru þessi: Það bilaði hjá okkur vélin djúpt út af Stokksnesi. Það voru um 7-8 vindstig af suðaustri og mikill sjór. Við komum út anker- um, en þau föttuðu ekki og okkur rak undan sjó og vindi að landi. -Það lét mjög illa, sérstaklega þegar við fórum fyrir Stokksnesið þar braut mikið, en þegar við vorum komnir austur fyrir nesið og inn á víkina dró kraftinn smámsaman úr sjónum og þegar við strönduðum var hann alveg máttlaus. Við lentum þarna inní víkinni. Þegar báturinn kenndi grunns lenti hann á skeri sem setti gat á hann hefði hann farið framhjá skerinu og í sandinn Héfði verið hægt að draga hann lítið skemmdan út daginn eftir. Ég hef nokkrum sinnum verið með í því að liggja í vari austan við Stokksnesið í suðvestan garranum þegar ekki var hægt að komast inn í Hornafjörð. Mínar hugmyndir eru þær að byggja höfn fyrir stærri skip austur í Hornsvík, sem tengdist síð- an með skurði um Skarðsfjörð utan við Mikley við höfnina sem nú er á Höfn og yrði hún notuð fyrir smærri báta. Við getum gefið okkur að haft væri 20 m breytt hlið 6 m djúpt austur við Stokksnes. Þá er hægt að reikna nákvæmlega hve mikið vatnsmagn færi þarna um á hveiju falli ef lokað væri með görðum úr Óslandi út í Helli og þaðan yfír á Austurfjörur. Skarðsfjörðinn mætti grafa og móta eins og hveija aðra dokk þegar sandrótið að vestan væri úr sögunni. Hornafjarðarós hefði þá sína hentisemi í takt við náttúruöflin og áhyggjur af honum væru úr sögunni. Maður spyr: Hvers vegna var ekki farið með danska prófessorinn á vettvang og hlutirnir betur skýrðir fyrir honum? Hvers vegna voru mælingar bandaríska sjóhersins á Hornsvíkinni ekki lagðar fram? Hvers vegna var ekki skýrð fyrir honum atburðarásin og aðdragand- inn að slysunum, sem verða á svo takmörkuðu svæði utan við óskjaft- inn? Hvers vegna voru þessi mál ekki rædd á ráðstefnunni? Mannslíf- in skipta líka miklu máli, þó þau verði ekki metin til fjár eða reiknuð til kostnaðar. Það var hins vegar farið með danska prófessorinn og ráðstefnugesti inn á Skógey. Var það rétti vettvangurinn? Þó upp- græðsla landsins sé allra góðra gjalda verð, hefði ég haldið að líta hefði átt betur eftir öðru. Þó nú sé verið að reyna að halda rennunum inn úr ósnum djúpum og greiðum, þá vitum við það, að þessi innsigling svarar aldrei kröfum tímans. Hún verður bara fyrir lítil og grunnskreið skip. Ætli nokkrum dytti í hug að reisa nýtísku loðnu- verksmiðju inni á Höfn? Loðnan hef- ur þó árvisst gengið upp að Suð- austurströndinni. Öll byggðalög keppast um að fá loðnuaflann til vinnslu. Inn á Hornfjörð komast ekki nema minnstu skipin, sem óðum eru að úreldast. Skemmtiferðaskip fara aldrei um ósinn. Við ráðum ekki við það, að landið er að rísa og jöklarnir að minnka. Sú þróun náttúrunnar gerir ástandið við Hornafjörð sífellt erfiðara og von- lausara. Það er verið að fálma út í óvissuna með fyrirhuguðum fram- kvæmdum við ósinn og áframhald- andi hafnaruppbyggingu á þeim for- sendum sem nú eru við hafðar. Það getur orðið dýrt. Því er besti kostur- inn að fara framhjá þessu erfíða svæði sem Hornafjarðarós er, bæði utanvert og innanvert, ef þess er nokkur kostur. Kannski finnast einhveijum þess- ar hugmyndir um framtíðarhöfn við Hornsvíkina heilaspuni_ og óraun- hæfur hugarburður. Ég set þær samt fram, því það er líka óraun- hæft að eyða hundruðum milljóna í hafnarbætur þar sem ef til vili eru ekki hafnarskilyrði til framtíðar og þar sem mannslíf eru sífellt í hættu og mun tíðara en gengur og gerist við aðrar hafnir landsins, nema ef til vill Grindavík. En ég vil þá sjá þessum óraunhæfu hugmyndum mótmælt með rökum en ekki að þær séu þagaðar í hel, eins og enginn hafi hugsað þær. Menn hafa ekki alltaf svo mörg ráð í pokahorninu, þegar neyðin er stærst. Um það vitn- ar t.d. útvarpsþátturinn um Horna- fjarðarós, sem fyrr var á minnst. Framtíð hafnar á Hornafirði er ekki einkamál forræðishyggjuhópa. Því verðum við að líta vel í kringum okkur í þessu máli, hafa það sem best gefst, en festast ekki í viðjum vanans. Það væri verðugt verkefni fyrir nýlega sameinað sveitarfélag á svæðinu að takast á við þá grund- vallarspurningu, hvort halda skuli áfram kostnaðarsamri viðleitni til þess að halda í horfinu með núver- andi hafnaraðstöðu eða hvort söðla skuli um og fínna ný úrræði. Við lif- um á öld tækni og stórátaka. Höfundur er vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.