Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 7 FRÉTTIR ÍSIAND 50*:ÍSLANÍ> SO;}SÍÁnÖTO• íSLAND 50 Morgunblaðið/Kristinn FORSETA- MAP PAN Þrír veit- ingastaðir á Jökuldal Vaðbrekku, Jökuldal - Það er ör- uggt merki þess að sumarið sé kom- ið þegar veitingastaðimir við hring- veginn sem reknir eru á sumrin eru opnaðir. Þar er Jökuldalur engin undantekning. Fyrsta júni opnaði Dalakaffi sem rekið er í Skjöldólfsstaðaskóla, þó Dalakaffi sé sumarveitingastaður voru fyrstu gestirnir þar nú fólk sem ekki komst yfur Möðrudalsöræfi vegna ófærðar og íllviðris. Eins og fram kom í Morgunblaðinu var ekki hægt að opna Fjallakaffi fyrsts júní af þessum orsökum, en nú hefur veðrið lægt og búið að opna Fjalla- kaffi. Þriðji veitingastaðurinn að Brúarási sem reyndar er rétt utan hreppamarka Jökuldalshrepps í Hlíð- arhreppi var síðan opnaður þriðja júní. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á íslenskan mat, og eru með sérrétti á boðstólum sem tengjast heimasveit, svo sem lamba- kjöt og silung úr Jökuldalsheiði. Netin hreinsuð í blíðunni Björn Guðjónsson, t.v., og Bjarni Tómasson voru að hreinsa net sín í blíðviðri við Ægisíðuna að morgni föstu- dags og gera klárt fyrir róður síðar um daginn. Þeir segja að veiðin undanfarið hafi ver- ið fremur léleg en þeir félag- ar eru með hátt í 100 net úti. Björn segir að á árum áður hafi það þótt gott að vera með 30 net úti, en nú veiðist það lítið að þeir þurfi að hafa fleiri. 1944 1994 Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar árið 1993 1 ;y ri r aðe i n s 1450 k ró n u r Dýrmæt eign Mikils metin gjöf / Verðmæti til varðveislu um aidur og ævi. Staðan langt und- ir hættumörkum Minnihlutinn telur ástandið alvarlegt ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar fyrir árið 1993 hefur verið lagð- ur fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Fram kom í ræðu Árna Sigfús- sonar fráfarandi borgarstjóra 'að staða borgarinnar væri langt undir hættumörkum félagsmálaráðuneytisins. Sigrún Magnúsdóttir Fram- sóknarflokki, efsti maður R - listans, sagði ástandið vera alvarlegt og benti á að peningaleg staða hafi versnað um helming milli ára. í ræðu borgarstjóra kom fram, stöðu til þess að halda mætti uppi að tekjur hafi verið rúmar 12.183 atvinnu í borginni," sagði borgar- millj., þar af fóru 10.623 millj. til stjóri. reksturs og gatnagerðar en rúmar 1.560 millj. til eignabreytinga. Auk þess voru áætlaðar tekjur og lán- taka um 1.580 millj. þannig að ráðstöfunarfé til eignabreytinga varð 3.140 millj. Undir áætlun Skatttekjur voru áætlaðar 10.565 millj. en bókfærðar skatt- tekjur urðu 9.740 millj. eða 7,8% undir áætlun. Fram kom að til fjár- festinga var áætlað að verja 3.988 millj. en niðurstaðan varð 3.649 millj. eða 8,5% undir áætlun. Óráð- stafaðar tekjur urðu neikvæðar um 2.725 millj. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 2.311 millj. Sagði borgarstjóri að munurinn væri vegna lægri tekna og afborgana langtímaskulda en áætlað hafi ver- ið. „Til að mæta þessari fjárvöntun um rúmlega 2,3 milljarða var við gerð fjárhagsáætlunar áætlað fyrir langtímalántöku, 1,420 millj. króna og lækkun á veltufé, 891 millj. króna,“ sagði hann. Lántakan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í nóvember 1992. Peningaleg staða Fram kom að veltufjárhlutfall borgarsjóðs lækkað úr 0,86 í árs- byrjun 1993 í 0,61 í árslok. Einnig kom fram að peningaleg staða, það er heildarskuldir umfram peninga- legar eignir, væri neikvæð um 5.424 millj. Peningalegar eignir hafa lækkað um 350 millj. en heild- arskuldir hækkað um 2.447 millj. „Það hefur þegar komið fram hvað olli versnandi peningalegri stöðu og á ekki að koma neinum á óvart, sem fylgdust með borgarmálum, þar eð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir því að brúa þyrfti tekjumissi og að hluta til framkvæmdir með langtimalánum og lakari veltufjár- I möppunni eru tvö eintök af forsetaörkinni; -annað óstimplað, hitt stimplað 17. júní á Þingvöllum við Öxará. Tekið er við pöntunum á forsetamöppunni hjá Frímerkjasölunni. Frímerkjasalan, Ármúla 25, Pósthólf 8445, 128 Reykjavík. Pöntunarsímar: 636051 ög 636052 Fax: 636059.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.