Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ahrif refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna gagnvart Irak
Þjóð í greipum heljar
VEGGMYND í Baghdad sýnir einvaldinn Saddam Hus-
sein faðma börn að sér og bandarískar eldflaugar
leggja nýólkurbú í rúst. Bandamenn héldu því fram
að efnavopn væru framleidd í verksmiðjunni.
írski blaðamaðurinn Felicity
Arbuthnot greinir frá barna-
dauða og hryllilegum skorti
í írak sem hún segir samfélag
þjóðanna bera ábyrgð á.
Fyrir réttu einu og hálfu ári stóð ég
við rústir brúar sem orðið hafði
fyrir sprengjuárás úr lofti. Brúin,
sem var í einu úthverfa Baghdad,
hafði náð yfír fljótið mikla, Efrat. Þessi brú
var ein þeirra þijú hundruð sem urðu fyrir
árásum í Flóastríðinu og sem slík táknræn
fyrir þá algjöru upprætingu stórmannvirkja
sem átt sér stað á þeim 40 dögum sem stríð-
ið stóð yfir.
Með mér í för var ungur íraskur læknir sem
hafði án lyfja og tækja reynt að hlúa að
þeim sjúku og særðu í stríðinu. Með því að
leggja orkuver í rúst fór ekki eingöngu raf-
magnið heldur eyðilögðust einnig allar þær
brigðir lyfja sem geyma þarf við ákveðið
hitastig.
Læknirinn, Tariq að nafni, sagði að erfíð-
asta stundin í stríðinu hefði verið er hann
neyddist til að gera mikla aðgerð á konu
við kertaljós og án allra deyfílyfja. Félagi
hans, sem hélt á kertinu, hefði sagt: „Þegar
ég stend of nærri lekur heitt vaxið yfír sjúkl-
inginn, færi ég mig frá, sérð þú ekki neitt.“
Síðan bætti Tariq læknir við: „En ástandið
er verra núna. Við vissum að stríðinu hlyti
að ljúka en viðskiptabannið er að gera út
af við okkur. Það er verið að gera að engu
árangur tveggja áratuga og það er ekkert
sem bendir til að þessu fari að ljúka.“
Læknirinn hefði í martraðardraumum sín-
um tæpast getað ímyndað sér að Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
léti eftirfarandi frá sér fara í júlímánuði
1993: „ . . .vekur athygli á að ríkandi eru
öll þau skilyrði sem teljast undanfari hung-
ursneyðar. . . og að fjöldi íraka neytir nú
minni fæðu en þeir sem búa á flestum hung-
ursneýðarsvæðum Afríku."
Nú er tæpt ár liðið frá því að skýrsla
þessi var birt og þeim raunveruleika sem
nú blasir við verðúr eingöngu jafnað við
ragnarök. Matvælaverð hefur fimmtán
hundruð faldast. Fyrir bandaríska dollara
er hægt að kaupa svartamarkaðs dínara og
fást 50.000 fyrir hveija hundrað dali. Þetta
er 30 sentimetra stafli. Sá sem handleikur
þennan verðlausa pappír fyllist skömm.
Kuldalegri endurminningu um Þýskaland
skýtur upp; um ferðatöskurnar sem fylla
þurfti af verðlausum peningum til að hægt
væri að kaupa einn brauðhleif eftir stríð.
í anddyri Rashid-hótelsins þar sem út-
lendir gestir héldu til forðum er að fínna
eitt glæsilegasta safn fornmuna í heimi
hér; gimsteinar, ljósmyndir, postulín, koff-
ort, ljósakrónur, sjaldgæf teppi. Þetta eru
erfðamunir millistéttarinnar sem nú væntir
þess að þeir fáu útlendingar sem til íraks
koma séu tilbúnir til að kaupa þá fyrir doll-
ara. Þannig má tryggja afkomuna í einhveij-
ar vikur.
Þeir sem áður höfðu allt til alls eru nú
að deyja úr næringarskorti eða vegna skorts
á lyfjum. Hinir fátæku hafa þegar yfírfyllt
grafreitina.
Þetta er heimur mótsagna. Vegna olíuút-
flutningsbannsins er hægt að kaupa hér
ódýrasta bensín í heimi, fullur tankur kostar
nokkrar krónur. Þar sem helmingur drykkj-
arvatns í landinu er enn mengaður vegna
þess að vatnsleiðslur gengu í sundur í
sprengingahríðinni og taugaveiki og kólera
eru að ná faraldursstigi kostar flaska með
hrejnu vatni meira en mánaðarlaun.
Á Showaka-markaðinum í einu af fátæk-
ustu hverfum Baghdad
tekur því ekki að stilla
appelsínunum upp. Áður
kostuðu þær nánast ekk-
ert, nú kostar kílóið 250
dínara. Venjuleg mánað-
arlaun eru 200 dínarar.
Gullnu og fersku döðl-
umar sem venjulega eru
boðnar fram með jógúrt
og mönnum eru gefnar
þegar þeir fara í búðir
eða fara í heimsókn hafa
margfaldast í verði þann-
ig að þær eru einfaldlega
ekki lengur keyptar (600
afbrigði er að finna í írak
og má nýta döðlumar í
olíur ýmsar, sykur og
önnur næringarefni).
Jógúrt er ekki lengur að
fá í Baghdad, hún hefur
verið ófáanleg frá því
mjólkurbúið varð fyrir
sprengjuárás.
Komin er fram i írak
ný sjúkdómslýsing. Viðurstyggilega útblásin
böm sem þjást af langvarandi næringars-
korti em flutt í súkrahús. Læknamir kalla
þau „sykurbörnin". Þar sem 450 grömm af
mjólkurdufti kosta nú 1.200 dínara gefa
örvæntingarfullar mæðurnar börnum sínum
sykurvatn eða sykurte. Þau svelta og ná
ekki eðlilégum þroska. „Sykurbömin" deyja
öll.
Dánartíðni ungabama hér í Baghdad er
meira en tölfræðin ein. Hún er gapandi sár
á sjálfri þjóðarsálinni. Kona ein gekk með
látið bamið sitt um götur borgarinnar í tvo
daga, öldungis vitskert í harmi sínum. Önn-
ur kona eignaðist tvíbura sem vom full-
komnir en smávaxnir. En það var ekki út-
fjólublátt ljós í hitakassanum, sem er nauð-
synlegt til að halda uppi hitastiginu, og
perumar voru fluttar inn frá Vesturlöndum.
Vegna þess að eina peru vantaði þurfti hún
að sitja og horfa á, fyrst annað barnið og
síðan hitt, deyja á innan við viku.
Næringarskorturinn gerir að verkum að
konur geta ekki gefið börnum sínum bijóst
og verðbólgan kemur í veg fyrir að þær
geti gefíð þeim mjólkurduft. Á árunum 1991
og 1992 er talið, samkvæmt tölum Samein-
uðu þjóðanna, að hundrað þúsund böm inn-
an fimm ára aldurs hafí dáið vegna refísað-
gerðanna. Samkvæmt nýlegum tölum, sem
enn hafa ekki verið staðfestar, deyja nú 230
böm á dag af þessum sökum.
Ef segja má að appelsínur séu dýrar verð-
ur ekki annað sagt en allt það sem inniheld-
ur hvítu kosti stjarnfræðilegar upphæðir.
Geitarostur sem seldur er í kílóatali og er
gmndvallarfæða kostar næstum 200 dínara
kílóið. Kindakjöt, sem notað er bókstaflega
í milljón rétti, er aðeins til í endurminning-
unni. Fiskur úr Tígris, fljótinu sem rennur
í gegnum Baghdad, er líkt og eggin nokkuð
sem heyrir fortíðinni til.
Drengur, á að giska fimm ára, kom inn
í litla matvörubúð árla dags með fimm dín-
ara seðil í höndunum, sem er umtalsverð
upphæð í þessu hverfí. Hann var sýnilega
stoltur vegna þess að vera að sinna svo
mikilvægu verkefni. Fyrir seðilinn fékk hann
eitt egg sem hann bar til dyra, mjög var-
lega. En hann missti það. Hann kastaði sér
grátandi í gólfíð og reyndi að safna egginu
saman í hendurnar smáu. Ég gramsaði í
vösum mínum en búðareigandinn rétti hon-
um annað egg.
Æskan er látin í írak. Fyrir 1991 var
næringarskortur nánast óþekkt fyrirbrigði
í landinu og mátti rekja þann árangur til
„Árs barnsins" árið 1979. Læsi hafði farið
hraðvaxandi og skólaganga var almenn. Nú
má alls staðar sjá grindhoruð böm. Þau
betla eða selja sígarettur en þær eru núna
með í matarskammtinum sem stjórnvöld
útdeila í hveijum mánuði, hrísgijónum, olíu,
tei og einu sápustykki. Afmælisveilsur em
ekki lengur haldnar. Það er engin matur til
og engir peningar til að kaupa gjafír - og
börnin hafa flúið æskuna.
Þessi fjögurra ára betlari sem burstar skó
fyrir framan hótelið mitt og heldur á kassa
sem er næstum helmingi stærri en hann,
er nýtt fyrirbrigði í írak. Líkt og glæpir
voru betlarar á götunum undantekning áður
en refsiaðgerðirnar tóku að segja til sín.
Hinn heimsþekkti bamasálfræðingur,
Magne Raundalen, sem starfar við rann-
sóknarstofnun í Bergen í Noregi segir:
„Hvergi í heiminum er að fínna börn sem
hafa orðið fyrir viðlíka áfalli. Ástand þeirra
er jafnvel verra en í ríkjum fyrmm Júgó-
slavíu og þau hafa orðið fyrir meiri skaða
en böm sem hafa horft upp á foreldra sína
rnyrta."
í UNICEF-byggingunni í Baghdad er
yfírlýsum markmiðum stofnunarinnar komið
fyrir á áberandi stað. „Fyrst og fremst:Líf,
von, þróun, virðing, jafnrétti og réttlæti
konum og bömum til handa.“
Ef samfélag þjóðanna sér ekki til þess
að þessi háleitu markmið nái einnig til Irak
munu bömin sem þjást þar í dag verða ein-
valdar framtíðarinnar og harmleikurinn mun
fylgja komandi kynslóðum bæði í austri og
vestri.
t
í
»
I
»
I
I
í
»
Í
í
i
■
t
i
.
í
I
,
|
I
Stuðningur við breska Verka-
mannaflokkinn hefur stóraukist
Hefur meira fylgi
en hinir til saxnans
London. The Daily Telegraph.
BRESKI Verkamannaflokkurinn
hefur nú 33 prósentustigum meira
fylgi_ meðal kjósenda í Bretlandi
en íhaldsflokkurinn og raunar
meira en íhaldsflokkur og Fijáls-
lyndi demókrataflokkurinn til
samans. Er það meðal annars rak-
ið til virðingar við John heitinn
Smith, leiðtoga flokksins, og til
þess hve baráttan um eftirmann
hans hefur verið hófsöm.
Fylgi Verkamannaflokksins,
54%, er meira en íhaldsflokkurinn
hafði eftir Falklandseyjastríðið
1982 og jafn mikið og fylgi íhalds-
manna var mest „Óánægjuvetur-
inn“ 1978-79. Hefur Verka-
mannaflokkurinn ekki notið jafn
mikils stuðnings í skoðanakönnun-
um síðan Harold Wilson var for-
sætisráðherra á sjöunda áratugn-
j um. í könnuninni, sem Gallup ann-
aðist, fengu fijálslyndir demó-
kratar stuðning 21,5% en íhalds-
menn 21%.
Ekki er búist við, að Verka-
mannaflokkurinn haldi þessu fylgi
til frambúðar en þessi útkoma
gæti haft skelfilegar afleiðingar
fyrir Ihaldsflokkinn í Evrópukosn-
ingunum í næstu viku. Miðað við
könnunina fær hann þá ekki nema
12 þingmenn af 85.
Þegar spurt var hvort fólk bygg-
ist við því, að hagur þess vænkað-
ist á næstu 12 mánuðum, voru
þeir 27,1 prósentustigum fleiri,
sem töldu hann mundu versna.
Sú niðurstaða er samt góð tíðindi
fyrir stjórnarflokkinn, íhaldsflokk-
inn, því að þessi mínus hefur verið
að minnka með hveijum mánuðin-
um sem líður, var tii dæmis í 39,6
í apríl.
Bardot
hótar brott-
flutningi
París. The Daily Telegraph.
BRIGITTE Bardot, kvikmynda-
Ieikkonan franska, ætlar að flytj-
ast burt frá St. Tropez þar sem
hún hefur búið í 36 ár. Er ástæð-
an sú, að borgarstjórinn neitaði
að gegna henni þegar hún vildi,
að hann bannaði fulltrúum fran-
skra veiðifélaga að koma þar
saman.
„Ég ætla ekki að búa hér með-
an Jean-Michel Couve er borgar-
stjóri,“ sagði Bardot en eins og
kunnugt er þá er hún mikill dýra-
vinur og frægust fyrir að hafa
átt mikinn þátt í að eyðileggja
selveiðar á norðurslóðum. Lítur
hún svo á, að fundur 400 fulltrúa
franskra veiðifélaga í St. Tropez
í gær hafi verið úthugsuð móðg-
un við sig.
Bardot tilkynnti einnig, að úti-
búi Brigitte Bardot-sjóðsins í St.
Tropez yrði lokað enda væri úti-
lokað, að hann gæti starfað í
borg, sem leyfði mönnum af fyrr-
nefndu tagi að koma saman.
Talsmaður borgarstjórans segir
aftur á móti, að franskir áhuga-
menn um veiðiskap njóti fullra
mannr éttinda og því sé ekki
hægt að banna þeim að hittast í
bænum.
Ekki eru allir vissir um, að
Bardot láti verða af hótun sinni.
„Hún er alltaf að hóta einhveiju,
sem hún stendur síðan ekki við,“
er haft eftir nágranna hennar
en aðrir kváðust vona, að hún
stæði nú við stóru orðin: „Við
erum orðnir dauðleiðir á henn|.“
Indónesía
Kínveijar
óttast t
ofsóknir '
Jakarta. Reuter.
KÍNVERJAR í Indónesíu eru farnir
að flýja landið unnvörpum af ótta
við ofsóknir og vaxandi kynþátta-
hatur. Hefur víða verið dreift
flugmiðum þar sem hvatt er til, að
Kínveijar verði „barðir niður“ en |
þeir eru aðeins 3% íbúa í Indónesíu.
Indónesískir Kínveijar reyna
flestir að komast til Singapore og |
nú þegar eru þeir allir farnir frá
sumum bæjum og héruðum. í
flugmiðunum þar sem hvatt er til
ofsókna gegn Kínverjum voru ung-
ir Indónesar beðnir að safnast sam-
an í dag í nafni „frelsisins" og „reka
Kínveija frá okkar ástkæra landi.“
Kínveijar í Indónesíu standa að
mörgu leyti í sömu sporum og gyð-
ingar í Evrópu áður, þeir eru áber-
andi í viðskipta- og fjármálalífinu í
og hafa þess vegna bakað sér öf- :
uwá m .dwwöíwpi j