Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Þingvaliavatn.
Morgunblaðið/Jón Þórðarson
Mesti auður
febnds
eftir Elínu Pólmadóttur
ÞINGVALLAVATN er ekki aðeins ægifag-
urt og til yndisauka í umgerð sinni á helgi-
stað þjóðarinnar, með sögu sinni og nátt-
úrufari. Það er eitt merkilegasta vatn á
Norðurhveli og um leið best rannsakaða
einstakt vatn á alþjóðlegum vettvangi. Al-
þjóðlega frægð þess og að svo mikið er
nú vitað um sérstöðu þess er að þakka
hópi vísindamanna undir forustu dr. Pét-
urs M. Jónassonar vatnalíffræðings, sem í
20 ár unnu umfangsmiklar rannsóknir á
vatninu og öllu sem í því er. Komu þær
niðurstöður út í gríðarstórri bók 1992. Við
þessar rannsóknir hefur komið í ljós að
Þingvallavatn er enn mikilvægara fyrir
framtíð Islands en fólk gerir sér almennt
grein fyrir. Af vatnasvæði Þingvalla og
Brúarár koma um 40% af öllu grunnvatni
I byggð á íslandi og varðveisla þess hreina
vatns skiptir sköpum um framtíðina. Þarna
liggur einn okkar mesti fjársjóður, engu
síður en I virkjanlegu rafmagni. Og þegar
fólk áttar sig á því að nú þegar er farið
að nýta þetta vatn á svæði þar sem búa
tveir þriðju hlutar þjóðarinnar og að vatn
sem núna kemur úr heitavatnskrönunum
er úr Þingvallavatni, upphitað með heitri
gufu af þessu sama vatnasvæði, þá skilst
hve mikilvægt það er að fá enga mengun
I vatnið á þessu svæði. í framtíðinni eru
þetta drykkjarvatns- og vatnsbirgðirnar til
allra nota á suðvesturhorni landsins. Til
að skilja þetta og af hverju Þingvallavatn
er svo einstakt, ræddi blaðamaður Morgun-
blaðsins við Pétur M. Jónasson.
Við litum aftur til upphafsins 1974, þegar
Eysteinn Jónsson, þáverandi formaður
Náttúruvemdarráðs og Þingvallanefndar,
fór fram á það við Pétur M. Jónasson, prófessor og
núverandi forseta Alþjóðlega vatnalíffræðifélagsins,
að hann tæki að sér rannsóknir á Þingvailavatni.
Hann hafði þá unnið rannsóknir á Mývatni og getað
sýnt fram á með beinhörðum tölum hvers virði það
er, hve mikil framleiðni er í vatninu og hvers vegna
það er mesta fuglavatn á Norðurhveli. Þótt Pétur
hefði ærin starfa á sínum vettvangi, hafði hann allt
frá 1922 þegar hann var þama við Þingvallavatn
drengur, vitað hvílíkt gósenland þetta vatn væri
fyrir lífræðinga og tilboðið var alltof spennandi til
að sleppa því. Hann safnaði liði. 38 vísindamenn
og fólk þeirra í ýmsum greinum kom til liðs, þar af
24 íslendingar, sem margir urðu doktorar við er-
lenda háskóla út á sínar rannsóknir á Þingvalla-
vatni. „Galdurinn var að fá unga áhugasama menn
til starfa. Landsvirkjun kom til móts við okkur og
greiddi framlag á móti ríkinu, auk þess sem ég
hefí notið til þessa verks 15 sjóða, danskra og nor-
rænna, þar á meðal Hitaveitu Reykjavíkur. Kaup-
mannahafnarháskóli var auðvitað einn afdrifaríkasti
aðilinn því ég var þar prófessor og gat lagt fram
aðstöðu. Hefi sjálfur takmarkalaust rannsóknafrelsi
og gat tekið þessa ungu vísindamenn út meðan
þeir vom að skrifa, þar sem þeir gátu fengið vinnuað-
stöðu og búið í gestahúsi okkar.“
Þessir vísindamenn unnu svo að rannsóknum á
vatninu, allt frá fmmframleiðni þess upp í fískinn
sem þar syndir og fengu iðulega mprkilegar og
óvæntar útkomur. Gunnar Steinn Jónsson fékkst
t.d. við þörung-a og fann hvorki meira né minna
en 150 tegundir. Og Sigurður Snorrason, Hilmar
Malmquist og Skúli Skúlason fundu og greindu
flórar tegundir af silungi þar. „Tvennt hefur vakið
heimsathygli fyrir utan vatnið sjálft, spmngurnar
og fískamir," segir Pétur. Einhvern tíma lét hann
þau orð falla meðan á rannsóknunum stóð að hann
Pétur M.
Jónasson
Dr. Pétur M.
Jónasson
vatnalíf-
ffræóingur
heffuri20
ár rannsak-
aó Þing-
vallavatn.
En vatna-
svió þess er
framtíóar-
foróabúr
drykkjar-
vatns á
þéttbýlis-
svæóinu,
þar sem búa
tveir þrióju
hlutar þjóó-
arinnar
ætlaði að gera Þingvallavatn jafn frægt og Genes-
aretvatn og það hefur tekist, þótt ekki hafí hann
enn reynt að ganga á því vatni.
Áburðarefnl úr mötli jarðar
Hijóstmgt umhverfi elur ófijótt vatn, segir göm- _
ul regla. Er þetta þá ekki svo um Þingvallavatn? I
„Nei, og það liggur í sprungukerfinu. Þingvallavatn
liggur á Atlantshafssprungunni," svarar Pétur um
hæl og útskýrir. „Þarna myndast rifa í jarðskorp-
una og sigdæld verður á milli. Aðeins á tveimur
stöðum á jörðinni sést gliðnunin á stóm sprung-
unum, hér og í Austur-Afríku. Á Þingvöllum er
þessi rifa að gliðna og dældin að síga. Rifan er
20 metrum breiðari nú en hún var þegar Leifur
Eiríksson sigldi til Ameríku. í henni myndast Þing- |
vallavatn, sem liggur á tindi Atlantshafhryggsins. i
.Það gerir þetta svo áhugavert. Með berum augum
má sjá gliðnunina. Vestan við Almannagjá er
Ameríka, en Evrópa byijar landfræðilega austan
við Hrafnagjá. Landið á milli sígur, eins og við
þekkjum úr sögunni. Skaftáreldar urðu 1783, sigið
mikla á Þingvöllum varð 6 ámm síðar 1789 og
1798 var svo komið að alþingi lagðist af, þegar
vegurinn var orðinn ófær og tjaldstæði þingmanna
ónýt vegna bleytu. í Vatnskoti hefur Kristján Sæ-
mundsson jarðfræðingur nú fundið gamla túngarð-
inn á þriggja metra dýpi úti í vatninu. Gamla Þing- |
vallatúnið er að mestu að fara eða farið í kaf, eins
og sést á hundrað ára gömlum myndum. Dældin *
er því enn að síga. Þessi mikla fijósemi í vatninu
verður fyrir það að allar þessar spmngur myndast."
Vatnasvið Þingvallavatns er gríðarstórt. Vatnið
sjálft er 84 ferkm, en vatnasvið þess um 1.000 ferkm,
eða 12 falt vatnið. Og helmingurinn er hraun. Þessu
veldur eldvirknin þegar landið gliðnar. Sigdældin
er feikilega stór, á enga sína líka,“ segir Pétur með
aðdáun. „Hún nær frá Langjökli og suður í Hengil
og frá Súlum í vestur og í Lyngdalsheiði í austur.
Vatnasvæðið er flangt eins og spmngumar. Þegar
vatnið rennur í gegn um svona gljúpt land safnar
það í sig miklum áburðarefnum. Á Grænlandi, Norð- ®
ur-Skandinaviu og Norður-Kanada, sem liggja á 5
milljarða ára gömlu graníti, er búið að þvo öll efni
úr því gijóti. Skjaldbreið er aðeins 9-10 þúsund ára
gömul og samkvæmt okkar mælingum er Miðfells-
hraunið 9.130 ára. Þetta hraun er svo ungt og kem-
ur frá jarðarmöttlinum. Yngsta gosið við Sandey
er frá tíma Krists, en það elsta í Súlunum er um
300 þúsund ára gamalt.
Vatnið sem kemur á svæðið er bæði rigninga-
vatn, sem skilar sér á nokkmm mánuðum, og svo
líka vatn úr Langjökli, svo sem staðfest var í nýleg-
um mælingum Amýjar Sveinbjamardóttur og Sig- ■
fúsar Johnsens prófessors. Mötull jarðar er á 8 km I
dýpi. Langjökulsvatnið sígur niður á möttulinn. Við
áætlum að þegar kemur niður að Vellankötlu þá
sé vatnið orðið 10 ára gamalt. Geislakolsmælingar
sýna að vatnið úr Langjökli sé 2.500 ára gamalt,
sem er sennilega of há tala. Langajökulsvatnið
hefur komið við f möttlinum og tekið í sig kolefni
og mælist því of gamalt. Vatnið sem við finnum í
Vellankötlu fínnum við líka sem heitt vatn í Nesja-
völlum, sem er alveg einstakt. Það er því nauðsyn-
legt fyrir Reykjavíkurborg að halda þessum mikla
auði sem vatnið er fýrir mesta þéttbýlið á landinu. ■
Bæði heita vatnið og kalda vatnið."