Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Guðmund Halldórsson ÞJÓÐVERJAR velgdu innrásarmönnum á Omah-strandsvæðinu undir uggum, en megnuðu ekki að hrekja þá á haf út. AÐ morgni D-dags fyrir 50 árum, 6. júní 1944, sigldu 370.000 bandarískir, brezkir og kanadískir hermenn og sjóliðar á 5.300 skipum upp að N ormandí-strönd Frakklands. Um kvöldið hafði öflugur her Bandamanna MESTA INNRÁS SÖGUNNAR bóginn. Hitler var með allan hug- ann við baráttu sína gegn bolsé- víkum og gerði sér ekki ljósa grein fyrir hættunni á stríði á nýjum vígstöðvum. í júní hafði foringinn. heldur ekki gert út um ágreining Romm- els og Rundstedts um hvar koma ætti fyrir þeim skriðdrekum, sem þeir höfðu yfir að ráða. Rundstedt vildi halda þýzku brynfylkjunum í hæfilegri fjarlægð frá varnarvirkj- unum á ströndinni til þess að hægt yrði að gera víðtæka gagná- rás með skriðdrekum á innrásarl- iðið. Rommel óttaðist að ef farið yrði að ráðum Rundstedts yrðu þýzku brynsveitirnar fyrir víðtæk- um loftárásum og vildi að innrás- arliðið yrði hrakið á haf út á fyrstu stundum orrustunnar. Vegna hiks Hitlers komu þýzku brynfylkin of seint á vettvang. „Mig langar til að þakka honum með handa- bandi,“ sagði forseti brezka her- áðsins, Alan Brooke hershöfðingi. „Hann er okkur 40 herfylkja virði.“ Vandlegur undirbúningur Bandaríska yfirherráðið og Ro- osevelt forseti höfðu lengi hvatt til innrásarinar með stuðningi Stalíns, sem vildi stríð á nýjum vígstöðvum. Brezka herráðið hafði lagzt gegn ótímabærum aðgerðum yfir Ermarsund. Brooke herráðs- forseti hvatti til þess að Norður- Afríka yrði hreinsuð fyrst og krafðist þess síðan að innrás yrði gerð í Ítalíu og sótt norður á bóg- inn. Þótt hann gerði sér grein fyr- ir nauðsyn árásar yfir Ermarsund taldi hánn að sóknin á Italíu yrði til þess að Þjóðverjar yrðu að senda þangað fjölmennan liðsauka frá Norður-Evrópu og að þar með yrði auðveldara að ráðast á Norm- andí. Churchill studdi Brooke og hætt var við innrás 1943, þótt margir telji að auðveldara hefði reynzt að gera hana þá en ári síð- ar. brotizt gegnum „Atlantsmúr“ Þjóðverja og tryggt sér verulega fótfestu á 60 mílna löngum kafla. Á aðeins einum lendingarstað af fimm mætti innrásarliðið alvarlegri mótspyrnu, en jafnvel þar urðu Þjóðverjar að lúta í lægra haldi. Stríð á nýjum vígstöðvum var hafið og um leið upphafið að endalokum Þýzkalands nazista. ÞJÓÐVERJAR höfðu búizt rammlega til varnar á ströndinni. Gengið hafði verið frá því við frönsku andspyrnu- hreyfinguna að unnin yrðu víðtæk skemmdarverk á inn- rásardaginn. Til þess að gera hreyfingunni viðvart um innrásina hafði verið ákveðið að lesnar yrðu tvær línur úr Haustljóði skáldsins Verlains í franskri dagskrá BBC. Fyrri línan átti að tákna að laus- lega væri búið að ákveða innrásar- daginn og sú síðari að innrásin ætti að hefjast innan 48 stunda. Fyrri ljóðlínunni, „Sorgþungur ekki haustfiðlanna“, var útvarpað 1. og 2. júní og kl. 9.15 e.h. 5. júní heyrðist síðari línan mikil- væga — „Læknirinn grefur alla sjúklinga sína.“ Samkvæmt ábendingu gagn- njósnara Þjóðveija í andspyrnu- hreyfingunni hafði yfirherstjórn Þjóðveija á vesturvígstöðvunum, OB West, látið fylgjast með öllum útsendingum BBC til Frakklands. Áður en tvær stundir voru liðnar frá því síðari ljóðlínan var lesin 'hafði fréttin borizt til stjórnstöðva þýzka hersins í Vestur-Evrópu og aðalstjómstöðvanna í Berc- htesgaden. Hins vegar tilkynnti yfirmaður 7. þýzka hersins að hann gæti ráðið við ástandið af eigin rammleik, því að Þjóðveijar töldu að landgangan í Normandí væri „dreifiárás" og „raunveruleg árás Bandamanna yrði gerð ann- ars staðar. Yfirmaður OB West, Gerd von Rundstedt marskálkur, reyndi að senda tvö brynherfylki á vettvang, en þau voru ekki undir hans stjórn. Ekki var hægt að skipa þeim að sækja fram nema með leyfi Hitl- BANDARISKIR hermenn ösla í land milli skothrina úr vélbyssum . ers, sem svaf til hádegis og þegar hann veitti samþykki sitt kl. 4 síð- degis var það um seinan. , Óskipulögð viðbrögð Á norðvesturströnd Frakklands höfðu Þjóðveijar sama sem engan flota og fáar flugvélar, en 56 her- fylki (þó ekki fullskipuð), þar af 10 brynfylki. Alls tilheyrðu 40 herfylkjanna herfylkingu B og voru undir stjórn Erwins Rommels marskálks, „eyðimerkurrefsins," sem hafði stóreflt „Atlantsmúr" Hitlers og látið koma fyrir milljón jarðsprengjum. Hitler hafði hafpað tillögum Rommels og Rundstedts um að innrás í vestri yrði hrundið með því að treysta vígstöðuna í austri, þar sem Þjóðveijar höfðu 157 her- fylki, og senda liðsauka vestur á Kraftur færðist í skipulagningu áætlunarinnar um innrásina, sem að lokum fékk dulnefnið Overlord, þegar hershöfðingjarnir Dwight D. Eisenhower og Bernard L. Montgomery komu frá Miðjarðar- hafi í desember 1943; Eisenhower til þess að taka við starfi yfirhers- höfðingja leiðangurshers Banda- manna í Evrópu og Montgomery til að taka að sér stöðu yfírmanns landhersveitanna. Sumir töldu „Ike,“ eins og Eisenhower var kallaður, vinsælan sáttasemjara fremur en þróttmikinn leiðtoga, en ólíkt því sem gagnrýnendur hans héldu veigraði hann sér aldr- ei við að taka erfiðar ákvarðanir. „Monty“ var þjóðhetja í augum brezkra hermanna og almennings i Bretlandi, en bandarískum her- SJÁ BLS 14^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.