Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Meistarinn MEISTARINN í snjókrossi, Akureyingnrinn Gunnar Hákonarson í fullum her- klæðum. Brynjan ver hann hnjaski, þar sem margir sleðar aka saman í braut. Vélsleða- víkingar Gunnlaugur Rögnvaldsson skrtfar norðlenskir NORÐLENSKU vélsleðakapp- arnir æfa sig oft á ævintýraleg- an hátt. Þeir unnu þrjá íslands- meistaratitla i vetur ár og tugi gullverðlauna samtals á þeim mótum, sem fóru. Keppnistímabili vélsleðamanna er nýlokið. Fjórir kappar tryggðu sér íslandsmeistaratitil, en keppt var í fjórum ólíkum greinum. Norðanmenn áttu flesta meistara, en síðustu ár hafa vélsleðakappar haft talsverða yfirburði á aðra lands- menn í keppnisakstri. Sunnanmenn hafa þó bitið frá sér í auknum mæli og eignuðust einn meistara á þessu ári. Það er ekki síst aðstaðan sem Akureyringar búa við sem hefur skapað yfirburði þeirra á vélsleða- mótum. Á veturna geta þeir yfir- leitt sest á sleða sína við heimili sitt og brennt af stað. Þeir þarfn- ast ekki jeppa og sleðakerru til að ?komast í færi við snjó. Þessvegna 'er mun minna mál fyrir þá að halda sér í æfingu, en vélsleðakappa á malbikinu í Reykjavík. Engu að síður hafa nokkrir sunnlenskir öku- menn æft mikið og uppskáru einn af fjórum titlum. Sigurður Gylfason vann meistaratitilinn í spyrnu og Ski-Doo sveitin sem hann keppti með í ijallaralli leiddi keppni í þeim flokki framan af vetri. Það var hins- vegar Polaris sem náði titlinum í lokakeppninni sem fór fram á ísafirði. Það var ekki síst fyrir til- stilli og hæfileika norðlenskra vél- sleðakappa sem það tókst, þó naumt Væri. Að sama skapi unnu norðlenskir kappar flest gull í mót- um ársins, en keppt var í Reykja- vík, á Akureyri og ísafirði. MeA hjartað í brókunum Finnur Aðalbjömsson og Jóhann Eysteinsson náðu besta aksturs- tíma í fjallarallinu á ísafírði, en þá voru eknir 38 km í kapp við klukk- una. Hraðinn er gífurlegur, stund- um vel á annað hundrað km á klukkustund. En þessir kappar em engir nýgræðingar og þekkja hætt- urnar sem geta leynst bakvið næsta hól. Þeir hafa líka hlotið byltur á t ferlinum. „Hraðinn er þvílíkur á stundum að það liggur við að hjart- að sé í brókunum. Það má lítið útaf bera svo þú takir ekki flugið. Maður frestar því að vera hræddur á meðan maður keyrir, en fær svo vægt sjokk þegar í mark er kom- ið,“ sagði Finnur Aðalbjömsson í , samtali við Morgunblaðið. Hann að ná besta tíma í fjallarallinu á ísafírði. „Það þarf að breyta fjallarallinu. Menn hafa eytt heilu og hálfu sólar- hringunum í að skoða akstursleið- ina, en best væri að opna brautina bara hálftíma fyrir keppni, þannig að allir séu á jafnréttisgrundvelli. Sitji við sama borð. Fjallarallið er mjög krefjandi á taugakerfíð, mað- ur þarf að vera kaldur og aka vel hveija einustu sekúndu. Annars tapar maður eða lendir í óhappi,“ sagði Finnur. Það er mikill munur á aksturs- greinum íslandsmótsins og menn þurfa að vera í mjög góðu líkam- legu formi. Ekki síst í snjókrossinu, þar sem margir sleðar keppa í einu í sama hring. Ekið er samfleytt í átta mínútur og það er lítið eftir af orku í kroppnum, þegar þtjár slíkar umferðir hafa verið eknar. Gunnar Hákonarson vann titilinn í snjókrossinu í ár, en hann ók Yama- ha og gerði vel á nýjum sleða. „Ég fór á samskonar keppni í Svíþjóð fyrir nokkrum mánuðum og þar voru menn með mun meira úthald. Aksturslega eigum við alveg mögu- leika í þessa kappa erlendis, en þurfum að rækta Iíkamann, ef við ætlum að eiga einhvem möguleika á árangri. Við eigum marga góða keppnismenn, meðal annars Guð- laug Halldórsson sem fer hamför- um þegar hann sér myndavél. Þá fyrst tryllist hann,“ sagði Finnur og hló. 1§H WmmMSímfá Eins og fuglinn fljúgandi „ÞETTA er enginn háskaleikur. Við höfum nánast fullkomið vald á sleðunum og þekkjum takmörkin. Getum lent með eða án sleða án verulegrar áhættu," sagði Guðlaugur Halldórsson, sem hér svífur með sleðanum um loftin blá. Erfitt SNJÓKROSSIÐ er erfið keppnisgrein, þar sem margir sleðar aka keppnisbraut- ina í einum hnapp. Ekið er samfleytt í átta mínútur og þijár umferðir. í þess- ari grein reynir bæði á aksturshæfni og úthald. Enginn háskaleikur Það var eimmit Guðlaugur sem tók glæfralegustu stökkin, þegar Morgunblaðið brá sér í myndatöku- leiðangur í Glerárdal við Akureyri, metra á loft upp og lenti ýmist með sleðanum eða flaug í lausu lofti. „Þetta lítur kannski glæfra- lega út, en þegar menn eru komn- ir með margra ára reynslu í að stökkva og keppa þá er þetta minna hefur unnið marga keppnina á ferl- jþUPl-Pg, jppgígláði.?i@K , - IW.^m norð^nipþnn íóru í æQi}ga; mú!% ^etta.gf ^þó,alls^ekjci Jjtor sveitarinnar í fjallarallinu með því ferð. Stundum fláug hann 5-6 sem lítt vanir ættu að prófa,“ sagði Guðlaugur. „Ég þekki þyngdar- punkt sleðans og hvemig á að halda jafnvægi í stökkum og flugum. Það er talsverð kúnst að fínna það, en vanir menn þekkja takmörkin. Við sem keyrum á Akureyri gerum mikið af því að fara upp á Glerárd- al og sprenga hengjur eins og við köllum það, það er að segja fljúga upp af hengjum. Sleðar geta vissu- lega verið varasöm tæki, ef menn fara ekki varlega, en við teljum okkur í góðri æfingu. Það skiptir höfuðmáli að þékkja hvernig á að nálgast hengjur, hvenær á að slá af eða gefa inn, til að stilla sleðann af og halda jafnvægi. Við höfum vissulega oft hlotið byltur, en það fylgir þessari íþrótt. Maður verður líka að reyna að draga mörkin ein- hversstaðar á æfingum, þar sem menn metast talsvert. Mana hvem annan upp og gleyma sér stundum í hita leiksins. En reynslan hefur fært okkur nánast fullkomið vald á vélsleðunum. Þetta er enginn háskaleikur." Guðlaugur varð meistari í sínum flokki árið 1991 og 1993, en gekk ekki sem best á þessu ári. Vann þó bæði í braut og spyrnu á loka- mótinu. „Eins og í öðmm íþróttum verður maður að kunna að vinna og tapa. Norðlenskir vélsleðamenn geta ekki kvartað, við höfum haft ákveðið forskot síðustu ár. En við megum ekki gleyma okkur með gullglampann í augunum, það eru menn að koma upp fyrir sunnan, sem hafa náð góðuin árangri. Það hjálpar okkur að við erum mjög samheldnir norðanmenn og það skiptir ekki máli hvaða sleðategund menn aka. Það er samstaða í hópn- um, þó við séum náttúrlega alltaf að keppa hver gegn öðmm og vilj- um ekki tapa. Persónulega fínnst mér skemmtilegast að aka í brautarkeppni, þar sem tveir sleðar aka í samhliðasvigi. Þar reynir mest á lagni og að finna hárrétta aksturslínu gegnum hlið brautar- innar. Þó keppnistímabilið sé búið ökum við á meðan snjór fínnst og æðum eitthvað á ám og vötnum í sumar,“ sagði Guðlaugur. Ein hug- mynd norðanmanna er að aka Eyja- fjörðinn endilangan á þjóðhátíðar- daginn. Ekkert er nýtt undir sól- inni hjá vélsleðavíkingunum á Ak- ureyri, Það er nokkuð ljóst. Kjark- inn skortir að minnsta kosti ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.