Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
D-DAGUR
MESTAINNRÁS
SÖGUNNAR
stjórnendum þótti hann hrjúfur í
fasi og upptekinn af sjálfum sér.
Montgomery vildi fjölga árásar-
herfylkjunum úr þremur í fimm
og fallhlífaherfylkjunum úr einu í
fimm. Eisenhower samþykkti það
og ákvað að fresta landgöngunni
frá maí til júní 1944. A suður-
strönd Bretlands var safnað sam-
an innrásarflota, meginlandsflug-
her og 45 herfylkjum, sem áttu
að heyja orrustuna um Evrópu.
Leigh-Mallory varð yfirmaður
meginlandsflughersins og Bertr-
am H. Ramsay yfirmaður sjóhers-
ins. Tveir lendingarstaðir komu til
greina: Pas de Calais og Norm-
andí, sem varð fyrir valinu vegna
þess að varnir Þjóðveija voru veik-
ari þar og þar var hægt að koma
fyrir bráðabirgðahöfnum, svoköll-
uðum Mulberries. Undirbúningsá-
rásir úr lofti á brýr og járnbrautir
í Norður-Frakklandi einangruðu
vígvöllinn frá öðrum landshlutum
vorið 1944.
Rúmiega 175.000 hermenn áttu
að taka þátt í fyrsta áhlaupinu:
1. bandaríski herinn undir stjórn
Omars N. Bradleys og 2. brezki
herinn ásamt kanadísku herfylki
undir stjórn Sir Miles Dempseys
hershöfðingja. Hermennirnir áttu
að ganga á land á fimm aðallend-
ingarstöðum milli Contenin-skaga
og Le Havre — Bandaríkjamenn
á strandsvæðum sem voru dul-
nefnd Utah og Omaha, en Bretar
og Kanadamenn á svæðum sem
voru austar, Gold, Juno og Sword.
Varpa átti niður þremur fallhlífa-
herfylkjum lengra inni í landi; 6.
brezka fallhlífaherfylkinu og 82.
og 101. fallhlífaherfylkjum Banda-
ríkjamanna.
Þar sem mikið var í húfí var
ekki laust við að glímuskjálfti
gerði vart við sig. Churchill minnt-
ist blóðbaðsins í fyrri heimsstyij-
öldinni og talaði um „öldur Ermar-
sunds litaðar blóði Bandamanna“.
Þremur vikum fyrir innrásina fékk
herráðsforseti Eisenhowers, W.
Bedell Smith, „hugboð um
hrakfarir" og taldi líkurnar á því
að hún mundi takast 50 á móti
50. Þó höfðu Bandamenn algera
yfirburði. Þeir gátu beitt 10.000
flugvélum yfir Frakklandi, Þjóð-
veijar 890. Floti Bandamanna var
meðal annars skipaður fimm orr-
ustuskipum og 23 beitiskipum, en
Þjóðveijar áttu aðeins nokkra
tundurskeytabáta og kafbáta.
Bandamenn fluttu rúmlega 8.000
skriðdreka til Normandí á tveimur
mánuðum, en Þjóðveijar áttu að-
eins 1.350.
„Við förum"
Veðrið oili helzt óvissu. Ofsa-
veður var á Ermarsundi þegar
taka átti ákvörðun um D-dag inn-
rásarinnar á fundi yfirherstjórnar-
innar kl. 4.15 mánudagsmorgun-
inn 5. júní. „Tjaldbúðirnar léku á
reiðiskjálfí í veðurofsanum," skrif-
aði Eisenhower, „og rigningin virt-
ist vera lárétt." Veðurfræðingur
Eisenhowers spáði hins vegar 36
tíma hægviðri. „Gott og vel,“ sagði
Ike. „Við förurn." í dagskipun til
hermanna sinna sagði hann að
þeir hefðu tekið sér fyrir hendur
„mikla krossferð" og Churchill
kallaði D-dag „erfiðustu og flókn-
ustu hemaðaraðgerð, sem nokk-
urn tíma hefur átt sér stað.“
Um nóttina sigldi innrásarher-
inn í stærsta flota sögunnar upp
Holland
'París
Toulouse
Amiens
Somme
Falaise
D-dagur: Iiuirásin í Normandi
Innrásin í Normandí Snemma morguns 6. júní 1944 réðust bandarískir,
brezkir og kanadískir hermenn á land á tæplega 100 km
strandsvæði í Norður-Frakklandi. Hernaðaraðgerð
„Overlord", eins og áætlunin var kölluð, var mesta
innrás frá sjó í sögunni. Bandamenn koma
Þjóðverjum í opna skjöldu og
lögðu grundvöllinn að frelsun Parísar.
B
Ð
Bandamenn trufla
samgöngur Þjóðverja
með loftárásum og
skipalestir leggja af stað.
Hermenn ganga á land
um morguninn og ná
fótfestu fyrir myrkur.
Strandfestan styrkt;
bandarískir hermenn
sækja til Cherbourg.
Bretar ná ekki Caen
meö hliðarárás um
Villes-Bocage.
Önnur tilraun til að ná
Caen mistekst
aðgerð).
Þriðja tilraun til að
Caen mistekst
(Goodwood-aðgerð), en
bindur þýzkt herlið.
Uppgjöf Þjóðverja í
Cherbourg.
Bandamenn ná svæði
umhverfis St. Lo
(Cobra-aðgerð), sókn frá
Normandí hefst.
. . Undanhald Þjóðverja
12 hefst.
Bandamenn umkringja
50.000 þýzka hermenn
nálægt Falaise.
París frelsuð: Frjálsir
Frakkar sækja fyrstir
Bandamanna inn í
borgina.
■ Tvífari Montgomerys sendur
til Norður-Afríku síðustu vikurnar
fyrir innrásina til að villa um fyrir
Þjóðverjum.
■ Bandarískum gerviher komið
á fót á suðausturströnd
, Englands.
■ Gerviskriðdrekum komið fyrir.
■ Fölsuð skilaboð í talstöðvum
til að sýna að ráðizt verði á Pas
de Calais, Holland, Noreg.
■ Ná Caen fljótt.
■ Eyða brynsveitum Þjóðverja.
■ Sækja austur með banda-
rískum herfylkjum inn í mitt
Frakkland.
„Fljugandi virkr: B-17 sprengjuflugvel
Þýzkar fallbyssustöðvar i
fTTI „Mulberry"-bráðabirgðahafnir j V r;
UTAH Nöfn landtökusvæða ofaiA m&BKmi ■
Bethune
Dieppe
LeHavre ás,i Rúðuborg
Cherbourg
Vire líist-Lð
Hergögn og búnaður
Bretland
Jersey (Br.)
„Tours
hFRAKKLAND
Þyzkur „Tigur
Hernumdi hluti Frakklands
Ítalía
Brezk „Spitfire
orrustuflugvél
Spann
Bandanskur
„Sherman“-
skriðdreki
Herafii Bandamanna
Wp</zki herinn sótti inn í landshlutann
T4. júní 1940; hernuminn frá 22. júní 1940.
■ Aðsetur Vichy-stjórnarinnar frá júní
1940 til nóvember 1942; vann með
Þjóðverjum að mestu leyti.
Blekkingaáætlanir Bandam. ■■ Yfirmenn Bandamanna
Erfiðleikar Þjóðverja
■ Verja alla strönd Frakklands
þar sem Bandamönnum tókst
að dylja fyrirætlanir sínar.
Knight-Ridder Tribune
■ Dwight D. Eisenhower
hershöfðingi, „lke“. Yfirhershöfðingi
í aðalstöðvum leiðangurshers
Bandamanna (SHAEF).
■ Bernard L. Montgomery
marskálkur, „Monty“. Samdi
nákvæma innrásaráætlun;
yfirmaður landhersveita.
Yfirmenn Þjóðverja
■ Gerd von Rundstedt
marskálkur, „síðasti Prússinn".
Yfirhershöfðingi á vesturvíg-
stöðvunum þegar innrásin hófst.
■ Erwin Rommel marskálkur,
„Eyðimerkurrefurinn". Hafði
umsjón með eflingu varna á
strönd Ermarsunds fyrir innrásina;
Irmaður herfylkingar í orrustunni
Normandí.
yfii
í N
Fimm flotadeildir
■ 6.500 flutningaskip og ferjur
f 75 skipalestum.
■ Rúmlega 150.000 hermenn.
■ 20.000 farartæki.
■ 1500 skriðdrekar.
■ Tveimur milljónum hermanna
og 250.000 farartækjum var
komið á land fyrir júlílok.
Þrjár loftdeildir
■ 12.000 flugvélar til þess að
rjúfa samgöngur og hindra
flutning liðsauka.
Herafli Þjóðverja
50 fótgönguliðsfylki.
10 brynfylki.
Mannfall
Orrustan um Normandí
6. júní til 29. ágúst.
■ Bandamenn (fallnir, særðir og
týndir): 237.000
■ Fallnir og særðir Þjóðverjar:
■ 200.000
Þýzkir stríðsfangar: 200.000
„Mulberry“-bryggjur: Bráðabirgða-
hafnir sem vöru dregnar yfir Ermar-
sund. Eftir fyrstu vikuna var um 6.500
farartækjum og 40.000 lestum af
varningi komið á land í hverri viku.
að strönd Normandí. Laust eftir
kl. 5 létu herskipin geysikröftuga
skothríð dynja á strandlengjunni
og stöðum inni í landi. Kl. 6
stefndu hundruð lendingarskipa
áleiðis til strandarinnar í úfnum
sjó, en veðurfræðingur Eisenhow-
ers reyndist sannspár og fáum
hlekktist á. Hálftíma síðar stigu
bandarískir, brezkir og kanadískir
fótgönguliðar á land, sums staðar
með stuðningi flotdreka, og réðust
á þýzku varnarstöðvarnar and-
spænis þrátt fyrir harða skothríð.
Áður hafði 10.000 bandarískum
og 8.000 brezkum fallhlífaliðum
verið varpað niður úr C-47 flutn-
ingaflugvélum á vestur- og austur-
jöðrum lendingarsvæðisins.
Brezku fallhlífaliðamir söfnuðust
saman á tilteknum Stað og hófust
handa um að sprengja brýr í loft
upp og loka vegum til þess að
koma í veg fyrir að Þjóðveijar
gerðu gagnárás. Bandarísku flug-
vélarnar tvístruðust í þoku og
skýjum og bandarísku fallhlífalið-
arnir dreifðust víða. Það varð hins
vegar til þess að árás loftdeildanna
olli enn meiri ringulreið meðal
Þjóðveija en ella. Herstjórnendum
þeirra bárust fréttir af lendingum
á svo mörgum stöðum að þeim
tókst ekki að skipuleggja sam-
hæfðar mótaðgerðir. Brezku og
bandarísku fallhlífaliðarnir komu
sér fyrir í traustum stöðvum, sem
Þjóðveijum tókst ekki að ná á sitt
vald, og náðu sambandi við innrás-
arliðið.
Þjóðveijar gerðu aðeins eina
skipulagða gagnárás undir kvöld
austan við Caen. „Það er hugsan-
Iegt að framtíð Þýzkalands hvíli á
herðum yðar,“ sagði yfírmaður 21.
þýzka brynfylkisins, Edgar Fe-
uchtinger hershöfðingi, þegar
hann fól Hermann von Oppeln-
Bronikowski ofursta að stjórna
árásinni. „Ef við hrekjum ekki
Breta á haf út er stríðið okkur
tapað.“ Þjóðveijar sóttu að hæð
tæplega 8 km frá ströndinni, en
skriðdrekar og fallbyssur stöðvuðu
þá. Þjóðveijar misstu 19 skrið-
dreka og 21. brynfylkið hörfaði.
Engin önnur þýzk liðssveit komst
eins nálægt ströndinni.
Að kvöldi D-dags höfðu Bretar
náð fótfestu á öllum þremur lend-
ingarstöðum sínum og sótt allt að
15 km inn. í land. Landganga
Bandaríkjamanna á Utah-strönd
hafði gengið vel, en litlu munaði
að lendingin á Omaha færi út um
þúfur. Flotdrekar, sem fylgdu
landgönguliðinu, sukku og um
kvöldið átti enn eftir að auka fót-
festuna um 1.000 metra. Fyrsta
bandaríska herfylkið varð fyrir
miklu manntjóni, en í heild hafði
orðið fremur lítið mannfall — um
10.000 höfðu fallið eða særzt —
og landgangan gengið að óskum,
þar sem Þjóðveijar brugðust seint
við.
Eftir D-dag urðu möguleikar
Þjóðveija á því að koma í veg fyr-
ir innrásina að engu. Cherbourg
féll 27. júní. George S. Patton
hershöfðingi brauzt í gegn með
3. bandaríska herinn 1. ágúst,
sótti í suður og inn á Bretagne-
skaga og sveigði síðan í austur í
átt til Le Mans. Vinstra megin við
hann útrýmdi 1. bandaríski herinn
„fleyg“ Þjóðveija á Falaise-svæð-
inu 19. ágúst. Gunther von Kluge
marskálkur, sem hafði tekið við
af Rundstedt í júlí, hörfaði til
Signu og París var frelsuð 25.
ágúst. Kluge fyrirfór sér og Walt-
her Model marskálkur, „slökkvil-
iðsmaður Hitlers," tók við af hon-
um. Þegar 21. þýzka brynfylkið
hörfaði yfir Signu var það skipað
300 mönnum og 10 skriðdrekum
í stað 127 skriðdreka, 350 liðsfor-
ingja og 12.000 óbreyttra her-
manna á D-dag. Lífslíkur venju-
legra hermanna voru ekki meiri
en í fyrri heimsstyijöldinni; í 11
bandarískum herfylkjum féllu eða
særðust 76% hermannanna að
meðaltali.
Blekkingavefur
Þjóðveijar höfðu talið að ekkert
væri að óttast 6. júní vegna veður-
ofsans og tími árásarinnar, leird-
ingarstaðurinn og aðferðir Banda-
manna komu þeim í opna skjöldu.
Jafnvel Rommel uggði ekki að sér
og hafði skroppið til Þýzkalands
að hitta konu sína, sem átti af-
mæli innrásardaginn. Þjóðveijar
höfðu búizt við að innrásin yrði
gerð hjá Calais nálægt landamær-
um Belgíu og til þess að sannfæra
þá um það höfðu Bandamenn beitt