Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 19 Mengun af mannfólkinu Enn viljum við fá nánari skýringu á hvernig þetta kemur við frjósemi vatnsins og af hveiju Þ'ngvallavatn er samt svona tært og hreint. „í því rigningarvatni sem lendir á möttli jarðar eru áburð- arefni og steinefni. Að vísu í litlu magni en að staðaldri. Ut úr vatninu renna 100-110 rúmmetrar á sekúndu og það vatn kemur af vatnasvæðinu. Þetta er hreint og tært vatn sem tekur efnin í sig, lítið í einu en jafnt og þétt. Köfnunarefnið er svo lítið að á sumrin nýtist það alveg niður í 0. Þess- vegna er vatnið svona tært.“ En ef svo væri ekki? „Ef sorp eða áburðarefni fer í vatnið, þá kemur strax heilmikið af köfnunarefni í vatnið," segir Pétur. „Á svæðinu er nú svo lítill landbúnaður að hann gerir litið til og þarf ekki að amast við honum. En hættan stafar af mannfólk- inu. Þessvegna höfum við stungið upp á því að ekki verði byggt hótel á svæðinu. Hótel eru á Sel- fossi, í Hveragerði, á Laugarvatni, í Haukadal og mörg í Reykjavík, innan við klukkustundar akstur frá Þingvöllum. Hvaða þjóð önnur á aðgang að svona svæði í klukkustundar fjarlægð? Og eftir hálfan annan tíma er maður kominn upp í Langjök- ul. Auk þess verður öll byggð á vatnasvæðinu í framtíðinni að vera með góðum rotþróm. Og alls ekki má setja ofan í þessi gljúpu hraun sorp, olíur eða bensín og ekki grillefni. Ekki ættu að fara þungaflutningar eða olíuflutningar um þetta svæði. Það þarf ekki nema slys til að eyðileggja vatnið." Til að gera okkur betur grein fyrir hvað er í húfí segir Pétur: „Meðalnotkun á vatni í Reykjavík er nú 900 lítrar á hvem einstakling á sólarhring, hefur fímmtíufaldast frá 1903 þegar það var 18 lítr- ar. Og á eftir að aukast mikið. Reynslan sýnir að í verstöðvum þar sem fískþvottur er mikill tvöfald- ast vatnsnotkun eða þrefaldast. Því er lífsnauðsyn- legt fyrir fiskiðnað, fiskeldi og allan matvælaiðnað á Reykjanesskaganum að hafa aðgang að nægu neyslu- og nytjavatni í framtíðinni. Við verðum að líta til framtíðarinnar, þegar matvælavinnsla úr físki stóreykst. Grunnvatnið úr Þingvallavatni verður að sjá fyrir stórum hluta þessa vatns," segir Pétur. „Vatnið í Þingvallavatni er svo hreint að þar er einn þúsundasti af því sem talið er lágt gildi af köfnunarefni. Ef of mikið af köfnunarefni er í vatn- inu, þá geta ungbörn dáið af því. Margir brunnar í Danmörku hafa því verið lokaðir. Hluti af drykkj- arvatni í Danmörku er svo mengaður að verður að þynna það til að leyfilegt sé að drekka það. Nú ætla þeir þvi að fara að hreinsa drykkjarvatnið." Fjórar bleikjutegumdir Gróðurinn á botninum í Þingvallavatni er svo mikill að ef gengið er á 10-15 metra dýpi getur hann náð upp á mið læri. Það hefur Karl Gunnars- son lífræðingur skoðað. „Þetta er búsvæði homsílis- ins“, segir Pétur. „Það er undirstaðan undir þess- ari svokölluðu sílableikju í vatninu. Dvergurinn og kuðungableikjan lifa á annarri fæðu, aðallega snigl- um og mýlirfum, því þeirra búsvæði er sjálft hraun- ið og gijótbotninn. Kuðungableikjan er þessi stóra ljúffenga bleikja, sem verður allt að 60 sm á lengd. Hún lifir á Pólsvæðunum, enda ber hún heitið Arctic charr. Dvergurinn er miklu minni. Ekki þó af því að bieikjan sé vannærð, hún heftur lagað sig svo vel að aðstæðum. Passar inn í hraunið og getur falið sig í því. Hraunin skapa svo merkileg bú- svæði. Þessvegna er þessi silungur svo einstakt fyrirbrigði á alþjóðlegan mælikvarða. Hann hrygn- ir í 3ja stiga heitu vatni í uppsprettum sem koma undan hraununum og ekki fyrr en í ágúst." Murtan í Þingvallavatni er fræg. Hún lifir á svifí í sjálfum vatnsbolnum og er ekki nema um 20 sm á lengd. „Þegar hún svalt fór hún niður í 16 sm og veiddist ekki. Við vissum að nóg var af murtu í vatninu en að hún var svona lítil af hungri," seg- ir Pétur. Urriðinn hafði grisjað murtuna, en eftir að hann hvarf að mestu með minnkandi hrygningar- stöðvum hans við virkjun Sogsins varð of mikið af murtu til að geta þrifíst. Murtan hrygnir á haust- in og þessvegna veiddu bændur hana í september. Vitað er að murtan hefur sveiflast mikið frá því fyrst fara af sögur. Fjórða gerðin er sílableikja, sem er náskyld murtunni. Þetta er stór murta sem er fiskæta, þ.e. hún etur murtusíli, sem murtan sjálf gerir ekki. Hún etur líka homsíli á fyrmefndum búsvæðum. Murtan getur ekki orðið stærri en 20-22 sm, en sílableikjan er 35 sm, að því er fram kom í rann- sóknum Sigurðar Snorrasonar, sem ásamt fleirum gerði fískirannsóknirnar í Þingvallavatni. Þessi þró- un í fjórar bleikjugerðir hefur gerst á um 9.000 árum í Þingvallavatni, sem er heimsviðburður á svo skömmum tíma. Hinsvegar hefur það tekið eina milljón ára í Tanganyikavatni í Austur-Afríku að mynda nýjar fisktegundir. Dýpið í Þingvallavatni er undirstaðan undir þess- ari miklu murtuveiði, en dýpið er mest við Sandey, 114 metrar. Til samanburðar má geta þess að Mývatn er 4 metrar á dýpt og það er ástæðan fyrir því að það er svo merkilegt fuglavatn. Þing- vallavatn er eitt af bestu veiðivötnum á Norður- hveli, að sögn Péturs. Var með 10 kg á hektara þar til veiðileysið varð 1985. Hvað gerðist þá? Ein- hver hlekkurinn hefur bilað, segir hann, en murtan er nú á leið að ná sér aftur. Vitað er að sveiflur hafa verið miklar í silungastofninum í Þingvalla- vatnL „Við þekkjum búskaparsöguna allt frá jarða- bók Áma Magnússonar 1711. Ekki var þó farið að veiða að marki í vatninu fyrr en um 1850. En ---MORK-—~Á VATNASVIÐSINS f Kvigindisfell , Skjaldbreiður Skriðan BúrféU Ármannsfetl ÞINGVELLIR Kálfstindar Laugarvatn j N? 'VI Hvergagerði Vatnasvið Þingvallavatns X_V-í;'",</arr Botnsheiði f ^ LANG- JÖKULL Botnssúlur M o s f e 11 s - h e i ð i ® Selfoss SNIÐ Lida Sauðafell : W" Vatnasvæði Þingvaila- vatns er um 1.000 ferkm og nær allt frá Langjökli suður í Hengil, frá Súlum og austur á Lyngdals- heiði. Ljósmynd/Snorri Snorrason Veilankatla þar sem elsta vatnið rennur inn í Þingvallavatn. Það kemur úr Lang- jökli og mælist allt upp í 2.400 ára gamalt. Sprungurnar og sigdældin á milli er undirstaðan und- ir Þingvallavatni, sem er að stækka, því það sígur. Til vinstri er Ameríkuflek- inn, en til hægri hefst Evr- ópa í austri. Þingvalla- vatn er ekki aðeins ægi- ffagurt og til yndisauka i umgeró sinni á helgistaó þjóóarinnar, með sögu sinni og nátt- úrufari. Það er eitt merki- legasta vatn á Norðurhveli og um leið best rannsak- aða einstakt vatn á alþjóð- legum vett- vangi. Kuðungableikja að hrygna. Pílan bendir á hana. Hængarnir voka yfir henni. Til þess að frjóvga eggin þarf hængurinn að nudda sér utan f hana. Myndina sem er í Þingvallabókinni tók Karl Gunnarsson líffræðingur. I.jósmynd/Karl Gunnarsson Gróður nálægt yfirborði í 3ja stiga heitu vatninu. veiðin áttfaldaðist á 90 árum, frá 1890-1980. í fyrra stríði var mikið veitt í vatninu fyrir Reykvík- inga, enda markaðurinn góður. Þá var mikil urriða- veiði og verðið hátt. Nú er urriðinn að mestu horf- inn.“ Hvað þarf að gera til þess að varðveita veiðina í Þingvallavatni? „Ef farið er að setja aukið magn af köfnunarefni í vatnið, þá breytist allt lífkerfíð, allt frá þörungum yfir krabbadýr og til fisksins," svarar Pétur, og bætir við til skýringar: „Þegar ísinn fer á vorin þá er þama mjög mikið af kísilþör- ungum, mikil framleiðni. Um leið og köfnunarefnið er uppurið detta þeir til botns og við taka mjög frumstæðir þömngar, sem láta sér nægja það ör- litla köfnunarefni sem til er í vatninu. Á þessum örlitlu frumstæðu þömngum lifa krabbaflær. Verða stórar og feitar. Þegar murtan kemst í þær í ág- úst verður hún feit og kynþroska og hrygnir eftir miðjan september. Ef það ídak riðlast og þömng- amir breytast vegna mengunar, þá er hætta á að allt vatnið breytist. Einhverjir hafa látið sér detta í hug fiskeldi í eða við vatnið. Þá mundi vatnið verða grænt af þömngum og það væri mesta kór- villa," eins og Pétur segir. „Islenska þjóðin hefur ekki efni á að missa svona fjársjóð," segir Pétur að lokum. „Mikið af Evrópu fær mengað drykkjarvatn. Evrópubandalagið leyfir mengað drykkjarvatn ef það er innan vissra marka. Vatnsforði á höfuðborgarsvæðinu er 10-20 rúm- metrar á sek., en aðeins hluti hans verður nýttur áður en hann rennur til sjávar. Hið frábæra vatn Þingvalla- og Brúarárvatnasvæðisins getur tryggt því neyslu- og nytjavatn fyrir Reykjavík og Reykja- nesskagann á næstu öld eða öldum, ef því er ekki spillt." Ef við viljum reikna nýtingu neysluvatnins í beinhörðum peningum hefur hann það líka á reiðum höndum: „Verðmæti neysluvatnsauðlindarinnar er eftirfarandi: einn rúmmetri af vatni kostar 15 krón- ur í Reykjavík. Til samanburðar má geta þess að sjálfur borga ég 250 krónur fyrir vatnið í Dan- mörku. Svæðin gefa af sér 150 rúmmetra á sek- undu, sem jafngildir 70 milljarða kr. verðmæti ár- lega. Hægt er að auka framleiðslu Nesjavallavirkj- unar á heitu vatni í 400 MW árlega og þar að auki er raforka fyrir hendi í 80 MW virkjun. Samanlagt verðmæti virkjana er því um 5,6 milljarðar króna á ári á verðlagi 1993 og með þeirri auðlindanýt- ingu sem nú er reiknað með. Samtals er því verð- mæti auðlinda á Þingvallasvæðinu um 75 milljaðar kr. á ári og eykst sífellt. Maður hlýtur að taka undir með Pétri M. Jónassyni: Hafa íslendingar efni á að sóa slíkri auðlind?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.