Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
eftir Urði Gunnorsdóttur
Eifitt hefur reynst að fá upplýsingar
um hversu margir íslendingar tóku á
einn eða annan hátt þátt í innrásinni
í Normandí. Sá eini þeirra sem Morgunblaðið
hefur haft spurnir af, er Theodór Rósants-
son, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Hann
var í bandaríska kaupskipafiotanum og vann
við herflutninga frá Southampton til Norm-
andí sumarið 1944. Frétti Theodór af fleiri
íslendingum en fékk ekki frekari upplýsingar
um hveijir þeir væru eða hversu margir.
Theodór hafði verið á skipum sem sigldu
undir fána Noregs og Panama fyrstu stríðs-
árin en var munstraður á Thomas Scott, eitt
Liberty-skipanna svokölluðu, í mars 1944.
„Liberty-skipin voru framieidd í einingum og
svo sett saman á mettíma, jafvel tæpum fjór-
um dögum, og oft af viðvaningum í rafsuðu.
Þau reyndust því ekki vel, mörg þeirra brotn-
uðu á leiðinni til baka, þegar þau höfðu ver-
ið affermd. Þau báru hins vegar mikið, um
10.800 lestir. Þá var aðbúnaður í þeim eins
og best varð á kosið, maturinn eins og á
hóteli."
Siglt var frá Baltimore, þar sem skipið var
lestað af matvælum, hveiti og korni, strand-
gæslubátum og sprengjum, áður en siglt var
til Skotlands. Þangað kom skipið í apríl og
þar hófst undirbúningur innrásarinnar, sem
gerð var 6. júní 1944.
„Við vissum að mikil hernaðaraðgerð var
í aðsigi þó að okkur væri auðvitað ekki sagt
hvað ætti að gerast. Við máttum ekki segja
fjölskyldum okkar hvar við værum staddir
eða hvað við værum að gera, en þá datt ein-
um í hug að láta mynda sig í skoskum bún-
ingi og senda fjölskyldunni mynd. Þannig
vissu ættingjarnir hvar við vorum, án þess
að við segðum orð,“ segir Theodór.
Ung og óreynd áhöfn
Fljótlega var siglt á Southampton en það-
an var siglt til Normandí. Alls fór skipið sem
Theodór var á, Thomas Scott, fjórtán ferðir
til Frakklandsstrandar, á Utah- og Omaha-
strönd, eins Bandaríkjamenn nefndu hluta
strandlengjunnar. Um þijátíu sjómenn voru
í áhöfn og um tíu sjóliðar, sem voru við loft-
varnarbyssur. „Af áhöfninni vorum við aðeins
þrír sem vorum vanir sjómennsku, hinir voru
óvanir en lærðu fljótt og voru harðduglegir,"
segir Theodór en hann varð tvítugur, viku
fyrir innrásina. Meðalaldur áhafnarinnar var
ekki mikið hærri, hermennimir kornungir og
skipstjórinn aðeins 28 ára.
Mjög mislangan tíma tók að losa skipin
eftir veðri. „Það varð einnig til þess að inn-
rásinni var seinkað, hún átti að hefjast 2.
júní en dróst fram til þess 6. Við fluttum
skotfæri, skriðdreka og hermenn, um 4-600
manns í hverri ferð. Meðal þeirra sem við
skipanna sem fluttu vopn og hermenn til að taka
þátt í innrásinni í Normandí
HLAÐIN Liberty-skip á leið yfir Atlantshafið.
Enginn tími til
at vera hræddur
Theodór Rósantsson var skipveiji á einu Liberty-
var verulega brugðið við að sjá logandi menn-
ina þeytast frá skipinu."
Theodór segir mannfallið sem skipveijar
urðu vitni að, vissulega hafa haft vond áhrif
á þá og þeir hafi reynt að bægja þessum
erfiðu hugsunum frá sér. Þá hafi þeir einnig
verið í hættu, oft hafi verið skotið á skipið
frá landi. Það var hins vegar ekki hæft. „Það
var enginn tími til þess að vera hræddur,
auk þess sem maður var ungur og vitlaus,
en þetta hafði auðvitað sín áhrif.“
í hrakningum á heimleið
Theodór var munstraður af Thomas Scott
í október 1944. í febrúar 1945 hugðist hann
halda heim á leið með Dettifossi en skipið
fórst á leiðinni og fimmtán manns með því.
Segir Theodór það hafa verið erfiða reynslu
og lengi eftir það hafi hann hrokkið upp við
minnsta hávaða á borð við bílflaut. Hann
komst svo heim með Brúarfossi. Ekki átti
þó að leyfa honum að fara til íslands. Yfir-
völd vildu skrá hann í herinn, þar sem hann
væri ekki á sjónum en þeir sjómenn sem
voru of lengi í landi, voru jafnan kallaðir í
herinn. Helga Briem, ræðismanni, tókst að
koma Theodór og öðrum íslendingi, sem ver-
ið hafði í siglingum, heim.
Theodór hóf nám í Stýrimannaskólanum
og útskrifaðist 1948. Hann lærði siglinga-
fræði í Bretlandi að því loknu og var í sigling-
um á íslenskum og erlendum skipum fram
til ársins 1953 en þá hélt hann til New Jers-
ey og síðar New York. Þar bjó hann í tíu
ár, vann mest í byggingarvinnu. Hann kom
heim árið 1963 og var á síldarbátum fram
til ársins 1969 að hann flutti að nýju til
Bandaríkjanna, að þessu sinni Kaliforníu, þar
sem hann tók upp þráðinn í byggingarvinn-
unni. Hann fór á eftirlaun 1988. Theodór er
giftur Helgu Pétursdóttur og eiga þau einn
son.
Aftur til Normandí
fluttum' voru hermenn
sem höfðu barist í Norð-
ur-Afríku og á Sikiley
og var sagt að þeir væru
að fara heim í frí. Ein-
hverra hluta vegna lentu
þeir til Bretlands og
voru í innrásarhópnum.
Þá voru einnig í hópnum
hermenn_ sem verið
höfðu á íslandi og vildu
endilega sýna mér
myndir af íslensku
stúlkunum sínum sem
þeir hugðust sækja að
stríði loknu.“ Þrátt fyrir að Liberty-skipin
kæmust nærri landi, voru hermenn og vopn
flutt í land á prömmum.
Gátu skipveijar því
fylgst með er pramm-
arnir náðu landi. „Fyrsti
pramminn sem fór frá
skipinu lenti á jarð-
sprengju og það var
hræðileg sjón að sjá
mennina sem við höfð-
um óskað góðs gengis
skömmu áður, farast.
Þetta hafði slæm áhrif
á okkur alla. Þá sáum
við einnig þegar skotið
var á annað Liberty-
skip, skammt frá okkur. Sprengjan lenti á
lestinni þar sem hermennirnir voru og okkur
Fyrir fjórum árum kom Theodór til Norm-
andí. „Mig langaði til að sjá staðinn aftur
og koma á ströndina, því að við fórum aldrei
í land sumarið 1944. Það þutu margar hugs-
anir um kollinn við að sjá ströndina aftur,
hugsanir sem margar voru löngu gleymdar.
Samt var ströndin allt öðruvísi umhorfs en
í stríðinu. Þá sáum við einnig hermannagraf-
reitina, sem var átakanleg sjón, því þar lágu
án efa margir þeirra sem við fluttum að
ströndinni."
Theodór segir að sig hafi vissulega langað
til að taka þátt í hátíðarhöldunum nú, sér-
staklega þar sem sigla á nokkrum Liberty-
skipum til Normandí. Ásóknin hafí hins veg-
ar verið svo mikil í það að það hafi reynst
útilokað.
Theodór
Rósantsson í
stríðslok, þá 21
árs.
SIEMENS
cc
Tveir góðir á útsöluverði
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
ísafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Blönduós:
Hjörleifur Júlíusson
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Siglufíörðun
Torgio
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Aðurkr. 60*450.-
Nú kr. 55,707. - Stgr.
• 148 x 60 x 50 sm (hxbxd)
• 188 I kælirými
• 68 I fjögurra stjörnu
frystirými
• 2 hurðir
Áðurkr. 6*fe&t&.-
Illú kr. 59.427.- stgr.
íí't!
Fjölbreytt úrual annarra kæli- og frystitækja
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
ífiljir þú endingu ag gæði -
Gœða húsgögn á
góðu verði
dcoletti IB Salottí \alu//i
Frábært úrval af nýjum sófasettum,
homsófum og stökum sófum
í leðri frá Ítalíu.
Litir í miklu úrvali.
Verð við allra hœfi.
Valhusgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375