Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rússneskur
virtúós í óperunni
IGOR Oistrakh og Natalia Zertsalova, sem ieika í íslensku óper-
unni i dag.
Zöega.
Listhand-
verk 1994
HAFIN er í íslenskum heimilis-
iðnaði sýningin Listhandverk
1994. I fréttatilkynningu segir
að þar kenni margra grasa í
efni og útfærslu.
Sigríður Sunneva sýnir nýjar
útfærslur í skinn- og leðurvest-
um, Sigrún og Sören í Bergvík
sýna glerlist og Jónína Guðna-
dóttir leirlist. Sýndir verða út-
skornir trémunir Ásgeirs Torfa-
sonar og stólar eftir Þórdísi Zö-
ega með áklæðum úr steinbíts-
roði og selskinni. Á sýningunni
eru lopapeysur með hefðbundnu
mynstri. Hún markar tvenn
tímamót hjá íslenskum heimil-
isiðnaði; annars vegar 50 ára
afmæli lýðveldisins og hins veg-
ar 25 ára verslun í Fálkahúsinu.
Listaklúbbur
Leikhúskj allarans
Dægurvísa
endurtekin
ÁKVEÐIÐ hefur verið að endur-
taka dagskrána „Dægurvísa“
eftir Jakobínu Sigurðardóttur í
flutningi „Erlendar" í Lista-
klúbbi Leikhúskjailarans, mánu-
dagskvöldið 6. júní.
„Dægurvísa" er stytt leikgerð
unnin uppúr leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur, sem hún vann
ásamt höfundi fyrir Ríkisútvarp-
ið. leikarar eru: Gísli Óli Kær-
nested, Ragnhildur Rúríksdóttir,
Rannveig Þorkelsdóttir, Sigrún
Gylfadóttir og Skúli Ragnar
Skúlason. Leikstjóri er Helga
E. Jónsdóttir. Tónlist við leik-
þáttinn er frumsamin af Þórði
Magnússyni og Þórhildur
Björnsdottir leikur á píanóið.
Á undan leikþættinum verða
sýndir nýir þjóðhátíðarbúningar
og sérhannaðar peysufata- og
upphlutssvuntur eftir listakon-
una Sigrúnu Jónsdóttur.
Sýningin hefst kl. 20. „Dæg-
urvísa" hefst kl. 20.30 og húsið
opnar kl. 19.30.
Á súlusýningu
SÚLNAVERK Siguijóns Ólafs-
sonar myndhöggvara eru nú á
sýningu í safni hans á Laugar-
nesi. Þau eru frá árunum 1946-
1982. Lýðveldisafmælið er til-
efni sýningarinnar og er hún
framlag Siguijónssafns til Lista-
hátíðar í Reykjavík. Ljósmyndari
smellti af þessari mynd við opn-
unina síðastliðinn föstudag.
Rússneski fiðlusnilling-
urinn Igor Oistrakh er
gestur á Listahátíð.
Árni Matthíasson rek-
ur sögu hans og sigra.
FIÐLULEIKARAR njóta iðulega
meiri aðdáunar o jafnvel lotningar
er aðrir hljóðfæraleikarar, enda.er
fiðlan erfitt hljóðfæri að ná fullum
tökum á en að sama skapi gjöfult
ef glíman ber árangur. Því njóta
þeir fiðluleikarar sem ná að kallast
virtúósar sérstakrar virðingar;
menn eins og Ivry Gitlis, Jasca
Heifetz, Yehudi Menuhin Itzhak
Perlman og Oistrakh feðgar; David
og Igor, sem er hingað kominn og
leikur á tónleikum í íslenku óper-
unni í dag.
Igor Davidovitsj Oistrakh fædd-
ist í Odessa í Sovétríkjunum sálugu
27. apríl 1933. Faðir hans var einn
fremsti fiðluleikari síðustu ára,
David Oistrakh, og því átti pilturinn
ekki langt að sækja tóngáfur sínar.
Hann vakti og snemma athygli sem
undrabam í fiðluleik og nam tónlist
í ríkistónlistarskólanum í Moskvu á
árunum eftir seinna stríð, og vann
til fjölmargra verðlauna fyrir fiðlu-
leik sinn, þar á meðal hlaut hann
fyrstu verðlaun í Wieniawski-
keppninni í Potsna’n 1952. Fyrstu
utanferðimar fór hann með föður
sínum og léku þeir feðgar meðal
annars saman inn á hljómplötur.
Fyrir að bera hróður sovéskrar tón-
JASS
Iláskólabíó
TIIE GERRY MULLIGAN
OUARTET
BANDARÍSKI baritónsaxófón-
leikarinn og jasstónskáldið Gerry
Mulligan var í byijun þessa árs val-
inn af gagnrýnendum Down Beat
tímaritsins í heldrimannaklúbbinn,
Hall of Fame, þar sem hann í er
félagsskap með Charlie Parker,
Duke Ellington, Miles Davis, Dizzy
Gillespie, Coltrane og Billy Stray-
horn og fleiri stórstimum bandarí-
skrar ja$ssögu. Útnefningin er
nokkurs konar klapp-á-bakið á ald-
urhnignum stórmennum jassins fyr-
ir gifturíkt ævistarf og oft kannski
svolítið eins og endapunkturinn.
Mulligan er þó langt frá því að vera
kominn á endapunkt og lék hann
margar nýjar tónsmíðar á tónleikun-
um í Háskólabíói á Listahátíð síðast-
liðið föstudagskvöld. Og á síðasta
ári gaf hann út sína fyrstu hljóm-
plötu með brasilískri tónlist í félagi
við söngkonuna Jane Duboc. Þegar
hann kom fram á sviðið í Háskóla-
bíói, hvíthærður og -skeggjaður,
tágrannur og virðulegur í smóking-
fötum, goðumlíkur, rann manni í
bijóst þessi tilfinning væntumþykju,
eins og maður eigi eitthvað í mann-
inum. Vá, þetta er Mulligan!
Mulligan, sem er kominn á efri
ár, (hann er fæddur í New York
1927), lék óaðfinnanlega og glæsi-
menntar víða um lönd var Igor Oi-
strakh sæmdur nafnbótinni heið-
urslistamaður Sovétríkjanna, en
leiða má rök að því að búseta hans
í Sovétríkjunum alla tíð hafi dregið
úr vegferð hans og viðurkenningu
á Vesturlöndum, að minnsta kosti
framan af.
Lagst í ferðalög
Eftir því sem birti til í Sovétríkj-
unum urðu tónleikaferðir Igors Oi-
strakhs til Vesturlanda tíðari, en
eins og kraftinn væri farinn að
þverra í hörðustu bopplögunum en
hann kláraði þau þó með sóma, eins
og við var að búast. Kvartett Gerry
Mulligan er skipaður Ted Rosen-
thai, píanó, Dean Johnson, kontra-
bassa, og Ron Vincent, trorrimur.
Tónleikarnir hófust á hröðu bíboppi,
The Flying Scotsman og í kjölfarið
sigldi Lonesome Boulevard og Gift
for Dizzy sem er nýr sömbuóður
Mulligans til Dizzy Gillespie. Það
hefur verið aðalsmerki Mulligans
að hann leikur á baritónsaxófóninn
eins og hann væri altsaxófónn.
Snarstefjunin er hröð og melódísk
og innkomumar ákveðnar. Áheyr-
endur fá á tilfinninguna að tónarnir
liggi mun hærra í tónstiganum en
þungar áherslumar úr dýpi tónstig-
ans koma aðeins úr baritón. Kvart-
ettinn lék sjö lög fyrir hlé, þar á
meðal fallega ballöðu, Might as, og
loks eina frægustu tónsmíð sína,
Line for Lyons, sem hann og Chet
Baker gerðu ódauðlega á sjöunda
áratugnum.
Síðari hluti tónleikanna flutti
kvartettinn önnur sjö iög, þar af tvö
aukalög. Out back of the Barn var
nokkurs konar sýningamúmer fyrir
píanistann Ted Rosenthal. Lagið
byijaði sem blús en var í meðförum
Rosenthals komið út í ragtime og
sving og heillaði hann salinn með
snilli sinni.
Mulligan söng eitt lag, When I
was a young man, sem var hugleið-
ing hans á efri árum um sóknina
eftir vindi. Ljóst var að þar fór ekki
mikill söngvari en þeir hafa gaman
hann hefur farið um fiest lönd Evr-
ópu og leikið við góðar orðstír, auk-
inheldur sem hann hefur farið um
Eyjaálfu. Á þessum ferðum sínum
hefur hann leikið með hljómsveitum
þar sem margir helstu stjómendur
seinni tíma hafa haldið á tónsprot-
anum, og nægir að nefna Otto
Klemperer, Herbert von Karajan,
Georg Solti og Eugen Ormandy, en
meðal einleikara sem hann hefur
leikið með má nefna Yehudi Menhu-
in og Pablo Casals.
Chet Baker var frægur fyrir sitt
gaul sem þrátt fyrir allt hafði yfir
sér vissan sjarma. Perla tónleikanna
var gullfallegur óður Mulligans til
Billy Strayhorn, Song for Strayhorn
sem hann samdi einhvern tíma á
sjöunda áratugnum. Það em einmitt
lög af þessu tagi, áleitin tregaljóð,
sem halda nafni Mulligans á lofti
sem meistara baritónsaxófónsins
FIÐLULEIKARINN þekkti Igor
Oistrakh leikur ásamt Nataliu
Zertsalovu píanóleikara í Íslensku
óperunni í dag kl. 17.
Á barnaleikhúshátíð í Möguleik-
húsinu verða Ævintýri Trítils kl.
15 í dag. Dimmalimm verður þar
á morgun kl. 17. í Lindarbæ verður
annað kvöld sýningin Bar-Par frá
Leikfélagi Akureyrar og hefst hún
kl. 20.30.
Myndlistarsýning Ilja Kabakovs
hefst í dag í sýningarsalnum Ann-
arri hæð. Hún stendur til 25. júní.
Auk þess standa yfír á Listahá-
tíð eftirfarandi sýningar: íslensk
Til vibótar við virtúósaspila-
mennsku á fiðlu hefur Oistrakh
gert æ meira af því að stjóma
hljómsveitum sem gestastjórnandi,
auk þess sem hann hefur vitanlega
leikið með mörgum helstu hljóm-
sveitum álfunnar á tónleikaferðum
sínum. Til viðbótar fiðluleiknum
hefur Oistrakh einnig haldið ein-
leikstónleika á lágfiðlu og í tæp
tuttugu ár kenndi Oistrakh við tón-
listarakademíuna í Moskvu með-
fram tónleikaferðalögum og upp-
tökum. Síðustu rúm þijátíu ár hefur
undirleikari hans á píanó jafnan
verið eiginkona hans, Natalia Zert-
salova. Þau hafa leikið inn á fjöl-
margar hljómplötur og má geta
þess að hljóðritun þeirra á fiðlukon-
sertum Mozarts var verðlaunuð af
Mozartakademíunni í Vín og hljóð-
ritun þeirra hjóna á sónötum Beet-
hovens vakti mikla athygli fyrir
frábæra túlkun og hljóðfæraleik og
voru bæði gerð að heðursmeðlimum
Beethovenfélags Bonn-borgar fyrir
vikið.
Igor Oistrakh vakti fyrst hrifn-
ingu fyrir fimlega tækni, en einnig
þótti hann hafa fullan og hreinan
tón og mikið tónlistarinnsæi, sem
heyra má á djúphugsaðri túlkun
hans.
Undirleikarinn
Natalia Zertsalova nam píanóleik
í tónlistarskólanum í Moskvu og
vakti snemma athygli fyrir leiftr-
andi tækni. Á námsárunum var hún
farin að halda einleikstónleika víða
um Sovétríkin og lék einnig í Dan-
mörku og Belgíu. Eftir að hún lauk
námi hefur hún helst leikið með
manni sínum, en einnig haldið ein-
leikstónleika víða í Evrópu og þá
leikið með mörgum merkum hljóm-
svejtum.
Á tónleikadagskrá þeirra Oistr-
akhs og Zertsalovu eru öll helstu
verk fiðlubókmenntanna, en hér á
landi hyggjast þau leika m.a. Vor-
sónötu Beethovens, og verk eftir
Brahms, Schumann, Paganini,
Chausson og Rimksy Korsakov/
Zimbalist.
ekki síður en frægustu svingnúmer-
in eins og Line for Lyons.
Mulligan og kvartett hans var
mikið fagnað í lok tónleikanna og
voru tvisvar klappaðir upp. Walking
Shoes var kveðja Mulligans til ís-
lendinga sem eiga í minningunni
tæra mynd af þessum Grand old
man jassins á sviðinu í Háskólabíói.
Guðjón Guðmundsson.
samtímalist á Kjarvalsstöðum,
Helgi Þorgils Friðjónsson í Lista-
safni ASÍ, Sigurður Guðmunds-
son á Sóloni Islandus, Joel-Peter
Witkin á Mokka, Stepanek og
Maslin í Gallerí Gangi, Rudy Autio
í Úmbru, handrit í Árnastofnun,
Frá alþingishátíð til lýðveldis á
Listasafninu, súlnaverk Sigurjóns
Ólafssonar í safni hans, Leifur
Kaldal í Stöðlakoti, Jón Engil-
berts í FIM-salnum, arkitektasýn-
ing í Ásmundarsal og ungir gull-
smiðir í Norræna húsinu.
Klúbbur Listahátíðar í Reykjavík
er á Sóloni íslandus.
Mulligan í
góðu formi
Jega í ballöðum. Þó var á stundum . _a.L_þas_sjl .gpftlta; .svingarárnir. og