Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 23 Bakhúsið að Laugavegi 24, þar sem starfsemin hófst. Veltan hef ur verið að aukast. Hún var 315 milljónir á síðasta ári og hafði þá aukist um fimmtung frá fyrra ári. í ár stef nir í enn betri útkomu, eða 380 til 400 milljóna veltu.“ unum á raftæknideild Jötuns sem ég greindi frá áðan. Veltan hefur verið að aukast. Hún var 315 millj- ónir í fyrra og hafði þá aukist um fimmtung frá fyrra ári. í ár stefnir í enn betri útkomu, eða 380 til 400 milljóna veltu. Á sama tíma og vel gengur í þessum efnum, væntum við þess og vonumst til að hagvöxtur fari að aukast á næstu 2-3 árunum, að ástandið fari að batna, að senn rofi til. Þetta segi ég, því vegna hins bága ástands síðustu árin hefur fjárfest- ing og viðhaldskostnaður verið undir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist. Þetta þarf að leiðrétta næstu tvö til þrjú árin, það er óhjákvæmilegt ef að halda á úti þeim afköstum í atvinnustarfsemi sem nauðsynleg eru.“ Kóngurinn... Hver er skýringin á sterkri stöðu fyrirtækisins í erfiðu efnahagsum- hverfi? „Eg hef komið inn á ýmis- legt sem tengja má sterkri stöðu fyrirtækisins, en auðvitað þarf margt að hanga á spýtunni til að fyrirtæki fagni velgengni. Við telj- um okkur vera í sókn. Við finnum það. Það er mikill meðbyr. Éitt sem bæta má við er, að við höfum aldr- ei farið offari í fjárfestingum, aldr- ei rokið upp til handa og fóta í ijárútlátum. Alltaf ígrundað og velt fyrir okkur hvað sé hagkvæm- ast og hvort betra sé að bíða átekta eða viðhafa skjót vinnubrögð. Gott dæmi eru vandræði sem fjölda- mörg fyrirtæki hafa lent í þegar tölvurnar fóru að ryðja sér til rúms. Þá voru stofnaðar sérstakar tölvudeildir og þær voru stolt fyrir- tækjanna. Aldrei gerðum við slíkt og því komumst við hjá þeirri vægast sagt kostnaðarsömu að- gerð að leggja tölvudeild niður, eða að standa í endalausum end- urnýjunum þar sem tækni fleygir fram. Ég segi að við bárum gæfu til þess að fara okkur rólega á þessu sviði. Það er enginn í fyrir- tækinu sem vinnur einvörðungu við tölvu. Annað sem hefur verið okkur styrkur, er stefna fyrirtækisins. Við lítum á okkur sem fyrirtæki í efri hluta markaðarins, þ.e.a.s. við leggjum megináherslu á vand- aða vöru og þjónustu, að þjóna þeim sem vilja vaijdað. Þeir sem leita einatt eftir því ódýrasta og taka minna tillit til gæða finna ekki alltaf það sem þeir leita að hjá okkur, en á móti kemur að hér geta menn treyst vörunni og þjónustunni fullkomlega. Stefnan er sem sé í stuttu máli sú, að ánægður viðskiptavinur er líklegur til þess að koma aftur næst þegar hann þarf á þeirri þjónustu að halda sem við veitum. Segja má, að fyrirtækið þakki háan aldur sinn því, að það hefur ræktað upp stóran hóp tryggra og ánægðra viðskiptavina. Slíkt skiptir öllu máli og alveg sérstaklega í litlu þjóðfélagi eins og hér á landi. Við- skiptavinirnir eru kóngarnir og ef menn átta sig ekki á því þá eru þeir fljótir að koma sér út úr húsi. Og að lokum vildi ég geta þess þáttar sem aldrei má gleyma og hann varðar starfsfólkið. Starfs- fólkið er lífakkeri hvers fyrirtækis og færa má rök fyrir því að fyrir- tæki standi og falli með starfsfólk- inu. Því betra starfsumhverfi, því betri starfsandi og því fylgja auð- vitað þeim mun betri afköst og gæði. Hjá okkur blandast saman ungt og gamalt blóð ef þannig mætti að orði komast. Hjá okkur er töluvert af eldri starfsmönnum. Menn hafa enst vel í starfi hjá Fálkanum. Síðustu árin hafa nokkrir farið á eftirlaun, en við höfum ekki viljað ýta þeim frá okkur. Þeim stendur til boða að koma eftir hentugleika og vinna að verkefnum sem þeir síðan fá laun fyrir, svona til að drýgja eftir- launin. Svona lagað skilar sér og ef það er eitthvað sem slær mig við starfsmannahaldið, þá er það skortur á konum. En það er nú einu sinni þannig að karlar eru mjög áberandi og fjölmennir í þeim greinum sem við erum í. Skrifstof- an okkar er fáliðuð og þar er þær fáu konur sem hjá okkur vinna helst að finna. Þetta stafar ekki af því að við teljum þær ekki vera jafn góða starfsmenn, heldur er eðli fyrirtækisins þannig að það virðist henta konum síður. Hins vegar má nefna, að stjórnarfor- maður Fálkans er kona, systir mín Helga Bragadóttir...“ „Sem fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku er hún sannarlega tímabær.66 Arni Vilhjálmsson prófessor nm hókina: VERÐBRÉF OG AHÆTTA , Hvernig er hest aö ávaxta peningai I bókabúðum um land allt! Kynninqartílboð til Benidorm 22. júní - Aðeins kr. 39-900 í 3 vikur - Glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað Heimsferða á Benidorm í sumar, Don Salva. Góðar, nýlegar íbúðir, staðsettar miðsvæðis á Benidorm. Stutt á ströndina og í alla þjónustu. Allar íbúðir eru vel innréttaðar með baði, eldhúsi, svefnherbergi, stofu og svölum og lítil sundlaug er við hótelið. Frábær valkostur sem farþegum okkar hefur líkað afar vel. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 39.900 Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verð kr. 54.900 Verð pr. mann m.v. 2 í íbúð. Flugvallarskattar: Kr. 3.660 f. fullorðna og kr. 2.405 f. böm. J| vörn gegn’úa earun ^ —* vórn gcgn Efnaverksmiðjan Sjöfn hf Austursíðu 2 ■ 603 Akureyri Sími 96-30425 viðinn Fæst í Kaupfélögum og betri málningarvöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.