Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 eftir Kristin Briem ósamt Birni Vigni Sigur- pólssyni og Hönnu Katrínu Friðriksen Það virðist seint ætla að ríkja friður um_ eignar- hald Stöðvar 2. í vikunni sem er að líða varð ljóst að lokið var fjórðu hallar- byltingunni í einungis átta ára sögu þessara fyrstu frjálsu sjón- varpsstöðvar landsins sem seinna sameinaðist útvarpsstöðinni Bylgj- unni í hlutafélaginu íslenska út- varpsfélagið. Aðal forsprakki bylt- ingarinnar í þetta skiptið er Sigur- jón Sighvatsson, kvikmyndafram- leiðandi í Los Angeles og til skamms tíma þriðji stærsti hlut- hafinn í félaginu eða allt þar í vik- unni eftir hvítasunnu að hann með hæsta máta óvenjulegum _ aðferð- um varð stærsti hluthafi Islenska útvarpsfélagsins. Þá kom líka í ljós að hann hafði myndað nýtt banda- lag með fulltrúum minnihlutans í stjóm félagsins, þeim sem áður höfðu ráðið því um tíma. Ásakanir um svik og blekkingar, svo og valdabrölt á kostnað arðsemis- sjónarmiða ganga á milli fylking- anna. Sjaldan hafa menn orbið vitni að heiftarlegri átökum í ís- lensku viðskiptalífi Sigurjón Sighvatsson varð hlut- hafi í Islenska útvarpsfélaginu í ágústmánuði 1992 þegar fyrirtæki hans, Overt Operations Inc., keypti hlutabréf að nafnvirði 38 milljónir króna af félaginu sjálfu eða um 7% hlut. Bréfin voru keypt á geng- inu 1,6 og var því söluverðið tæp- lega 70 milljónir. Staðgreiddi Sig- urjón 15% kaupverðsins en eftir- stöðvamar voru gerðar upp með verðtryggðu skuldabréfi til 10 ára sem bar 5% vexti. Hann gekk til liðs við breiðan hóp hluthafa, svo- kallaðan Þórsmerkurhóp, sem segja má að hafí verið útvíkkaður Áramótahópur, fyrir aðalfund fé- lagsins á síðasta ári og sameinað- ist um kjör á 5 af 7 stjómarmönn- um. Innan Áramótahópsins sem nú varð Þórsmerkurhópur var m.a. Hagkaup, þar sem eru við stjóm- völinn Sigurður Gísli Pálmason, stjómarformaður, svili Siguijóns, og Óskar Magnússon, forstjóri, og lögmaður hans. Siguijón jók við hlut sinn á ámnum 1992 og 1993 þannig að hlutafé hans var komið í 50 milljónir fyrir síðasta aðalfund eða sem svarar til 9% af heildar- hlutafé og raunar juku aðrir í þess- um hópi einnig við eignarhlut sinn á þessu tímabili. Var Siguijón þá orðinn þriðji stærsti hluthafinn í félaginu á eftir Hjarðarholti Jó- hanns Óla Guðmundssonar og Jóni Ólafssyni. Með kaupum sínum um og eftir hvftasunnuhelgina á hluta- bréfum að nafnvirði 50 milljónir var hlutur hans hins vegar kominn í 18%. Krafist brottvikn- ingar forstjórans Aðdragandinn að hinum miklu kaupum Siguijóns Sighvatssonar fyrir og eftir hvítasunnuhelgina er STOÐ TVÖ og stjómar- menn sjö Sjaldan hafa orðið heiftarlegri átök milli andstæðra fylkinga í íslensku viðskiptalífi en í nýjustu hallarbyltingunni í fyrstu frjálsu stjómvarpsstöð landsins rakinn til síðustu áramóta þegar gæta tók megnrar óánægju af hans hálfu með gang mála hjá ís- lenska útvarpsfélaginu. Hann lét þá m.a. í ljós óánægju með háan rekstrarkostnað hjá félaginu og lýsti áhyggjum sínum yfír að því væri ekki nægilega vel stjómað. Af hálfu fráfarandi meirihluta- manna stjómarmanna er því haldið fram að þá hafi Siguijón krafíst brottvikningar Páls Magnússonar, forstjóra, Ingva Hrafns Jónasson- ar, fréttastjóra, og jafnvel Jónasar R. Jónssonar, dagskrárstjóra. Sig- uijón hefur einungis kannast við að hafa viljað Pál burtu en ekki Jónas eins og vikið verður að síðar. Hvað sem því líður hafði óánægja Siguijóns magnast svo að í byrjun marsmánaðar eða þremur vikum fyrir aðalfund fé- lagsins lét hann að því liggja að ekkert kynni að verða af stuðningi hans við meirihlutann á aðalfund- inum að óbreyttu. Setti hann þá einnig m.a. það skilyrði fyrir at- kvæði sínu að skipt yrði um for- stjóra hjá félaginu. Sömuleiðis gaf hann til kynna við menn sem tengdust félaginu að hann vildi út og ef hann gæti ekki selt sín bréf stæði hann frammi fyrir því að þurfa að auka sinn hlut. Eftir nokkrar samningaumleitanir við Siguijón fyrir milligöngu Óskars Magnússonar, umboðsmanns hans hér á landi, ákvað hann loks að greiða meirihlutanum atkvæði en tók skýrt fram að hann vænti þess að tekið yrði tillit til sinna sjónar- miða. Ef það yrði ekki gert myndi hann leita ráða til að fá meirihluta- fylgi fyrir sínum skoðunum. Af hálfu meirihlutamanna er því haldið fram að gripið hafí verið til ýmissa aðgerða til að koma til móts við Siguijón. Viðræður hafí t.d. verið teknar upp við Pál Kr. Pálsson, forstjóra Vífilfells, um að taka við starfi fjármálalegs fram- kvæmdastjóra félagsins. Sömuleið- is að þær aðhalds'aðgerðir sem stjóm félagsins greip til í vetur hafí verið í takt við vilja Siguijóns. Mælirinn fullurvið uppsögn dagskrárstjórans Þó dregur fyrst til tíðinda fyrir alvöm þegar Jónasi R. Jónssyni, dagskrárstjóra, var sagt upp störf- um hjá íslenska útvarpsfélaginu í lok apríl. Þá var mælirinn endan- lega orðinn fullur hjá Siguijóni. Jónas og Siguijón eiga að baki áratuga langa vináttu eða allt frá því að þeir vora saman í hljómsveit- inni Flowers. Gremja Siguijóns béinist ekki síst að því að hann hafí ekki einu sinni verð látinn vita um hvað til stæði, þótt allir mættu vita tengsl hans og Jónasar. Hann reyndi að fá ákvörðuninni um brottreksturinn breytt en án árangurs. Þolinmæði Siguijóns var þegar hér var komið sögu á þrotum og hann tók að sækja það mjög stíft gagnvart meirihlutanum að þeir keyptu bréf hans. Svörin sem hann fékk voru hins vegar að þeir hluthafar hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ástæða til ætla að það hafí verið upp úr þessu eða fyrir um það bil þremur vikum að eiginlegt samstarf komst á milli Siguijóns og minnihlutans í stjórn íslenska útvarpsfélagsins, þó þess- ir aðilar hafi hins vegar lagt kapp á að láta líta út að samstarfið hafí ekki hafist fyrr en um síðustu helgi. Fyrstu kaupin sem skráð voru á Opna tilboðsmarkaðnum urðu föstudaginn fyrir hvítasunnu- helgina þann 20. maí. Þar voru skráð viðskipti með bréf að nafn- virði um 19 milljónir eða tæplega 53 milljónir að söluverði. Þess var einstaklega vel gætt að halda nafni kaupandans leyndu. Valin vora tvö verðbréfafyrirtæki, Fjárfestingar- félagið Skandia og Handsal til að annast kaupin og þriðji milliliður- inn, Almenna lögfræðistofan, var valin til að annast viðskiptin fyrir hönd kaupandans. Um sama leyti áttu sér jafn- framt stað þreifíngar með sölu á hlutabréfum Siguijóns í félaginu. í viðtali á Stöð 2 hefur Ingimund- ur Sigfússon, stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins lýst þessu svo: „Siguijón Sighvatsson hefur gefíð í skyn við okkur að hann væri að selja sín bréf á sama tíma og hann er að kaupa bréf í stóram stíl og gerir það á bak við okkur og undir fölsku yfirskyni. Sjálfur hef ég aldrei kynnst svona vinnu- brögðum, svona óheilindum og óheiðarleik." Siguijón gaf til kynna við Ingi- mund, þriðjudaginn 17. maí að hann gæti hugsað sér að selja helming sinna bréfa á genginu 2,7-2,8. Daginn eftir hafði Skandia samband við Ingimund og spurðist fyrir um hvort 25 milljóna hluta- bréf væru fáanleg til kaups. Óskar Magnússon hafði á þessum tíma umboð frá Siguijóni til að selja 25 milljónir. Á þetta reyndi miðvikudaginn 18. maí þegar Óskar hafði sam- band við Siguijón og vakti athygli hans á því að e.t.v. væru komnir fram kaupendur að bréfum hans hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia. MORGUNBLAÐIÐ Siguijón lýsti yfir áhuga á að selja bréfin þannig að undirbúningur sölunnar hófst daginn eftir, á fimmtudeginum. Á föstudag, 20. maí, brá aftur á móti svo við að Skandia dró umboð Óskars í efa. Óskar hafði þá samband við Sigur- jón síðdegis þennan föstudag, _sem staðfesti enn umboð sitt til Ósk- ars. Er því síðan haldið fram að Siguijón hafi verið hættur við um kvöldið og það hafi endanlega ver- ið staðfest með símbréfi um hvíta- sunnuhelgina. Ásakanir um stór- felldar blekkingar Stjórnarmenn í gamla meirihlut- anum hafa eins og áður er komið fram opinberlega ásakað Siguijón um að hafa beitt stórfelldum blekk- ingum gagnvart meirihlutanum á þessum tíma. Siguijón hafi marg- sinnis sagst viljað selja allt að helming hlutabréfa sinna á sama tíma og hann hafi staðið í hluta- bréfakaupum til að tvöfalda eign sína í félaginu. Sérstaklega hafi hann leikið tveimur skjöldum gagnvart Ingimundi Sigfússyni, stjórnarformanni íslenska útvarps- félagsins og þeim Hagkaupsmönn- um, sérstaklega þó umboðsmanni sínum, Óskari Magnússyni, sem brugðist hefur mjög hart við að- gerðum Siguijón og sagði um við- brögð sín 5 samtali við RÚV sl. fímmtudag.:„Ég var ekki ókurteis miðað við aðstæður." Af hálfu samheija Siguijóns er fullyrt að fyrirætlanir hans hafi ekki verið jafn þaulhugsaðar og gamli meirihlutinn hefur haldið fram. Svo virðist sem hann hafí þegar hér var komið haft um tíma raunverulegan áhuga á að selja bréfín en ekki gert sér grein fyrir hversu langt kaup umboðsmanna hans vora komin. Raunar er því haldið fram að Siguijón hafi trúað því um tíma að annar kaupandi væri kominn til skjalanna þegar hann var í reynd báðum megin borðsins. Það vekur athygli í þessu sam- bandi að fulltrúar meirihlútans hafi talið óhætt fyrir sig að Sigur- jón seldi helming sinna bréfa óþekktum aðila. Á það ber hins vegar að líta að þeir töldu sig eiga stuðning Siguijóns vísan eftir sem áður og ekki lá fyrir að allmargir stuðningsmenn meirihlutans væru í þann veginn að selja sín bréf. Að öðra óbreyttu hefði því sala á 25 milljónum ekki raskað valda- jafnvæginu í félaginu. Á hinn bóginn er því jafnframt haldið fram af hálfu samheija Sig- uijóns að meirihlutamenn hafí litið svo á að Siguijón væri orðinn þeim of þungur ijár í þúfu enda hann látið óánægju sína mjög berlega í ljós. Hann hafí margítrekað lýst þvi yfir að gera þyrfti breytingar innan fyrirtækisins til að eiga stuðning hans vísan. Meirihluta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.