Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 13 Lúðrasveitir á landsmóti Stykkishólmi - Landsmót og jafn- framt aðalfundur Sambands ís- lenskra lúðrasveita var haldinn í Stykkishólmi dagana 24.-26. júní. Fjölmörg málefni lúðrasveitanna voru rædd og kjörin ný stjórn en hana skipa: Ásdís Þórðardóttir, Reykjavík, form., Ásgeir Sigurðs- son, Selfossi, varaform., Kristófer Ásmundsson, Ólafur Þ. Snorrason, Vestmannaeyjum, og Kolbrún Björk Grétarsdóttir, Selfossi. Um kvöldið lék léttsveit Lúðra- sveitar Akureyrar létt lög á Hótel Stykkishólmi en um miðnættið var svo efnt til Jónsmessuvarðelds og brekkusöngs við íþróttavöllinn og varð úr því konungleg skemmtun. Laugardaginn 25. júní var eftir hádegið skrúðganga lúðrasveitanna frá þrem stöðum í bænum að íþróttahúsi, vel skipulögð og tókst með afbrigðum vel. Þar var svo kl. 15 sett landsmót Sambands ís- lenskra lúðrasveita og léku þar allar lúðrasveitir sína dagskrá hver. Mjög fjölbreytta, bæði innlend og íslensk lög og í lokin lék Lúðrasveit íslands (allar lúðrasveitirnar samanj 5 lög. Byrjuðu á þjóðsöngnum, Ö, Guð vors lands, spiluðu síðan Land míns föður eftir Þórarin Guðmundsson, Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen, Við Hólminn eft- ir Hinrik Finnsson, einn af fyrstu félögum Lúðrasveitar Stykkis- hólms, og í lokin Öxar við ána eft- ir Helga Helgason, sem er sjálfkjör- inn lúðrasveitarsöngur, kraftmikill og áhrifaríkur og einnig aukalög. Þessi dagskrá stóð yfir í þijár stundir. 300 þátttakendur Daði Þór Einarsson, sem var for- maður mótttökunefndar og aðal- driffjöður þess að þetta mót var haldið hér, lét þau orð falla að mótið hefði verið sérstaklega vel heppnað og allar áætlanir staðist og tóku menn vel undir það. 11 lúðrasveitir hvaðanæva af landinu tóku þátt í mótinu og munu um 300 manns eða fleiri hafa skip- að þær. Það má segja að þessi helgi hafí sett virðulegan og góðan blæ á Stykkishólm og menn notið henn- ar vel og sjaldan verið fleiri að- komumenn samankomnir hér. Því auk lúðrasveitarmanna voru margir ferðamenn hér sem notuðu sér það sem í boði er og meðal annars voru eyjaferðir um Breiðafjörð. Allir með reiðhjólahjálma Borgarnesi - Það er orðinn fast- ur viðburður hjá Lionsklúbbi Borgarness að gefa börnum í 2. bekk Grunnskóla Borgarness r eiðþj ólahj álma. Það voru ánægðir krakkar sem nýverið tóku viðreiðhjóla- hjálmum sem að Lionsfélagarn- ir, Ingi Ingimundarson og Bald- ur Bjarnason, afhentu þeim fyr- ir hönd Lionsklúbbs Borgar- ness. Eftir að stúlkurnar höfðu fengið bleika hjálma og strák- arnir bláa fór hópurinn í gegn- um reiðhjólaþraut. Fengu öll hjólin skoðunarmiða en sumir fengu nokkrar athugasemdir um nauðsynlegar lagfæringar. Morgunblaðið/Theodór ALLIR röðuðu sér upp eftir að hafa fengið hjálmana fyrir reið- hjólaskoðunina hjá lögreglunni. Állar Yírnr á lárðalep láp yerði! GeMapKftur, kassettur, myndbðnd, eeiir, plakðt ofl. ófi. &il Kassettustandur fyrir 52 kassettur 99 kr. ATi Myndbandastandur fyrir 9 myndbönd Tilboö Agúrkur krAg Borgarness pi; kr. 269‘ 4 slk. hamborgarar m/brauði i m ísstaur (7 stk.) heimilispakki Yes Ultra Plus uppþvottalögur Úrval af kexi á tilboði Nýjar íslenskar rófur Allt þetta og 5% staðgreiðsluafsláttur föstudag, laugardag og sunnudag Grensásvegi Rofabæ Eddufelli Þverbrekku Álfaskeiði OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.