Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. TÆKIFÆRIA SÍMAMARKAÐI EFTIR NOKKRAR VIKUR verður samhliða núver- andi kerfi tekið í notkun hér á landi nýtt farsíma- kerfi, GSM eða „Global System for Mobile Communi- cations“, sem á undanförnum árum hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og víðar. Notendur í Evr- ópu eru nú þegar um tvær milljónir talsins og er talið að fyrir aldamót muni þeir skipta tugum milljóna um allan heim. Hið stafræna GSM-kerfi hefur marga tæknilega kosti umfram eldri farsímakerfi og er jafnvel talið hugsanlegt að það muni í framtíðinni veita hefðbundn- um símakerfum harða samkeppni. GSM-kerfið markar einnig tímamót að því leyti að með þessari nýju tækni opnast nýir möguleikar á sam- keppni á símamarkaðnum. GSM býður upp á að fleiri en einn aðili geti boðið neytendum þjónustu sína á hveiju þjónustusvæði án allt of mikils tilkostnaðar. Þetta er þegar byrjað að hafa áhrif á evrópskum símamarkaði sem ekki er hægt að líkja við neitt annað en byltingu. Frá upphafi hafa ríkisrekin einokunarfyrir- tæki víðast hvar séð alfarið og aðhaldslaust um alla símaþjónustu með þeim afleiðingum, að hún hefur oft verið léleg og nær undantekningarlaust mjög dýr. I sumum Evrópuríkjum þarf til dæmis að bíða vikum ef ekki mánuðum saman eftir að fá símtengingu þrátt fyrir að allar leiðslur séu til staðar og einungis nokk- urra mínútna verk að tengja nýjan síma. Til þessa hefur verið nær vonlaust, jafnt tæknilega sem fjárhagslega, fyrir einkarekin fyrirtæki að ætla að keppa við opinberu póst- og símamálastofnanirnar, jafnvel þó að fyrir því hefði verið lagalegur grundvöll- ur. Þetta á ekki lengur við. Þó að GSM-tæknin verði ekki almenningseign fyrstu árin er ljóst að ekki mun líða langur tími áður en svo verður. Samkeppnin á þessum markaði er einfaldlega það hörð að verð á við- tækjum og þjónustunni sjálfri fer hríðlækkandi auk þess sem tæknin verður sífellt einfaldari. Aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahags- svæðið hafa skuldbundið sig til að afnema einkaleyfi á rekstri farsímakerfa. I öðrum Evrópuríkjum, þar á meðal á Norðurlöndunum, eru nú þegar að minnsta kosti tveir aðilar með leyfi til reksturs slíkra kerfa og í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að hér á landi hefur nú þegar verið stofnað fyrirtæki á fjarskiptasvið- inu til að undirbúa uppbyggingu og rekstur GSM-far- símakerfis. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sagði í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær, að innan sam- gönguráðuneytisins færi nú fram athugun á því hvern- ig þessum málum væri háttað annars staðar í Evrópu og að enn hafi enginn óskað eftir viðræðum við ráðu- neytið um þessi mál. Það skiptir miklu máli að einkaaðilum verði gert kleift að hefja rekstur á þessu sviði til þess að auka samkeppni og veita Pósti og síma eðlilegt aðhald. Þetta opinbera fyrirtæki hefur oft sætt gagnrýni símnotenda og yrði það eflaust öllum til góða ef fleiri en einn valkostur væri í boði á þessu sviði, sem öðrum. Fyrstu yfirlýsingar Pósts og síma um skrefaverð í nýja far- símakerfinu benda til að mynda ekki til að þar verði sérstakrar hógværðrar gætt. Það er ekki síst mikil- vægt að hugsanleg samkeppni í GSM-kerfinu verði háð á eðlilegum forsendum og að Póstur og sími geti ekki nýtt sér aðrar tekjulindir til að kæfa hana í fæðingu. Nú býðst einstakt tækifæri til að auka frelsi og samkeppni á símamarkaðnum til hagsbóta fyrir al- menna símnotendur. Vonandi verður það tækifæri nýtt sem skyldi. LOÐNAN Stefnir í metvertíð Loðnuvertíðin sem hefst í dag gæti orðið sú besta frá upphafi loðnuveiða við Island, að því er fram kemur hjá Helga Bjarnasyni. Verk- smiðjumar em tilbúnar til að taka við loðn- unni og íbúar bræðslustaðanna finna væntan- lega kunnuglega peningalykt næstu daga. Fiskifræðingar áætla, mjðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar, að heildarkvóti kom- andi loðnuvertíðar verði 1.425 þúsund tonn. Þegar hefur ver- ið gefinn út bráðabirgðakvóti fyrir tveim þriðju hlutum áætlaðs aflahá- marks, 950 þúsund tonn, og er það mesti upphafskvóti sem gefinn hefur verið út. Áætlað er að 475 þúsund lesta kvóta til viðbótar verði úthlutað undir lok ársins, að loknum haust- mælingum Hafrannsóknastofnunar. 1,5 milljarða kr. tekjuauki Loðnan er sameiginlegur stofn ís- lendinga,_ Grænlendinga og Norð- manna. Islendingar fá 78% kvótans í sinn hlut. Miðað við áætlað afla- mark á vertíðinni í heild fá íslending- ar að veiða 1.111.500 tonn. Að auki fá íslensku skipin 30 þúsund lestir sem Evrópusambandið kaupir af Grænlendingum til að skipta við okk- ur á 3.000 tonnum af karfa. Einnig fáum við þann kvóta sem Grænlend- ingar og Norðmenn ná ekki að veiða. í fyrra komu alls 1.072 þúsund tonn til úthlutunar á íslensk skip en ioðn- an er dyntótt og ekki náðist að veiða nema liðlega 1.000 þús. tonn. Með svipaðri tilfærslu frá Grænlandi og í fyrra gæti heildarkvóti Islendinga orðið liðlega 1.200 þúsund tonn. Yrði það besta vertíðin í þtjátíu ára sögu loðnuveiða hér við land. Ef skipunum tekst að veiða kvótann aukast út- flutningstekjur um 1,5 milljarð kr. Þjóðhagsstofnun áætlar að útflutn- ingsverðmæti mjöls og lýsis á síðustu vertíð hafi verið rúmir 8 milljarðar kr. og auk þess komu óvæntar tekjur vegna mikillar heilfrystingar loðnu og hrogna, eða um 4 milljarðar kr. til viðbótar. Vertíðin skiptist í sumar- og haust- vertíð og vetrarvertíð. Veiðarnar í fyrra hófust með látum fyrir norðan land 1. júlí og var góð veiði fram í október. Vert- íðin var að því leyti frá- brugðin öðrum að mun meiri veiði var í júlí, ág- úst og september. Hins vegar var mun minni veiði í október og nóvember en árið áður. Heildarveiðin á haustvertíð var um 450 þúsund lestir. Sjómannaverkfall var fyrri hluta janúarmánaðar og vegna óhagstæðs veðurs fór loðna ekki að veiðast að ráði við suðurströndina fyrr en í febrúar. Heildarveiði á vetrarvertíð var 550 þúsund tonn. Loðnuvertíð lauk formlega 11. apríl þegar síðasta farminum var landað úr Berki. Rest- arnar voru fengnar úr Faxaflóa og var hringferð loðnu og skipa þá lokið. Bjóða svipað verð og í fyrra Skipstjórar og verksmiðjustjórar eru bytjaðir að togast á um verðið. Fijáls verðlagning er á loðnu og get- ur verðið því ráðist nokkuð af því hvernig veiðist. Vegna væntinga um góða vertíð virðist markaðurinn frek- ar vera hliðhollur kaupendum en selj- endum en það getur breytst fljótt ef lítið veiðist. Kemur þessi staða fram í því að lítill eða enginn markaður er fyrir loðnukvóta. A síðustu vertíð náðist ekki að veiða allan íslenska kvótann og í ár má ekki verða mikið hlé á veiðunum til að sama staða komi upp. Útgerðirnar fara því var- lega í kvótakaup. Tuttugu loðnuverk- smiðjur eru í landinu og eru heildarafköst þeirra 10.500 tonn á sólarhring. Aldrei geta allir keyrt á. fullu svo virk vinnslu- geta er nokkru minni, eða ef til vill 8-9 þúsund tonn. Þarf því að keyra vinnslurnar allan sólarhringinn í fimm mánuði til að bræða 1,2 milljón- ir lesta. í upphafi vertíðar er mesti spenn- ingurinn um verðið. Þegar skipin eru komin með eitthvað til að selja hafa skipstjórarnir samband við verk- smiðjustjórana til að bjóða aflann til sölu. Ef þeir eru ekki ánægðir með svörin í fyrstu höfn reyna þeir fyrir sér annars staðar. Við upphaf síðustu vertíðar greiddu verksmiðjurnar 4.000 krónur fyrir tonnið. Sú loðna var frernur rýr en fljótlega fundu skipin feitari loðnu og fór verðið þá upp í 4.200 kr. Þórð- ur Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls hf., býst við að fyrirtækið bjóði svip- að verð og í fyrra. Engar forsendur séu til hækkunar hráefnisverðs þar sem afurðaverð hafi ekki hækkað. Segir hann að raunverð fyrir loðnu og lýsi sé nú aðeins þriðjungur af því sem var fyrir 20 árum. Annar verksmiðjustjóri telur að verksmiðj- urnar vilji fremur lækka verðið frá síðustu vertíð en hækka. Jón Gauti Dagbjartsson, 2. stýri- maður á Þórshamri GK, sagði á leið- inni á loðnumiðin fyrir norðan land að vertíðin leggðist vel í menn. Eng- in ástæða væri til að vera með svart- sýni þegar vitað væri hvar loðnan héldi sig. Hann sagði þó að menn væru smeykir við að fá lágt verð. „Það er árvisst fyrir hveija loðnuvert- íð að verksmiðjustjórarnir tala er um lágt mjölverð," sagði hann þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að markaðsaðstæður gæfu til- efni til hækkunar hráefnisverðs. Jón Gauti sagði að á hverri vertíð töluðu menn um að taka sig saman um að gera eitthvað til að knýja fram verðhækkun, til dæmis að selja afl- ann í Færeyjum eða Noregi, en ekk- ert hefði orðið úr því. Það vantaði samstöðu hjá sjómönnum. Verksmiðjurnar klárar Hið óvenjustutta hlé sem nú er á milli loðnuvertíða nota starfsmenn loðnuverksmiðjanna til viðhalds. Mestu framkvæmdirnar að þessu sinni eru á Eskifirði þar sem sett er upp loftþurrkun í stað eldþurrkunar og á verksmiðjan að vera tilbúin til að taka við loðnu strax og hún veið- ist. Þá opna nýir eigendur, Vestdals- mjöl hf., verksmiðju Hafsíldar á Seyðisfirði en hún var ekki starfrækt á síðustu vertíð í kjölfar gjaldþrots. „Við verðum að vera tilbúnir fyrir mokveiði frá fyrsta degi og einnig að vera undir það búnir að ekkert veiðist. Erfitt er að láta þetta sternma," segir Þórður Jónsson. Byrjað að tog- ast á um verð fyrir loðnuna L0ÐNUKV0TINN , Kvóti alls Ónýttur kvóti 1.072.000 t. Grænlendinga 67.000 t. Frá ESB 30.000 t. Viðbót í nóvember | 273.0001. Bráðab.kvóti 702.0001. Veiðin 1.009.000 t. Loðnu- vertíðin 1993-’94 Frá ESB LZ 30.000 t. P Aætluð viðbót 475.0001. Kvóti alls 1.141.5001. auk ónýtts kvóta Irá Grænlendingum og Norömönnum ISLAND GRÆNLAÍID NOREGUR Bráðab.kvóti 635.5001. Kvóti alls 137.5001. Kvóti alls 137.5001. tVeiðin -36.5001. Wm Veiðin 143.0004. Loðnu- vertíðin 1994-’95 ÍSLAND GRÆNLAND NOREGUR s£a S Kvóti alls 156.7501. Kvóti alls 156.7501. nEftir eru H 126.7501. Aflahæstu skipin á síðustu loðnuvertíö 50.185 tonn Hólmaborg SU11 44.561 Sigurður VE15 J 43.585 VíkingurAK 100 I 41.687 Börkur NK122 39.916 Júpíler ÞH 61 Hráefni til 5 stærstu SR- mjöl hf. Siglufirði SR- mjöl hf. Seyðisfirði Hraðfrystihús Eskiljarðar Síldarv. hf. Neskaupstað SR■ mjöl hf. fíaufarhöfn 93.000 83.000 GÓÐ loðnuvertíð hefur ekki einungis góð álirif á þjóðarhag, síðasta vertíð bjargaði ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum og loðnan hefur auk þess mikil áhrif á hag viðkomandi bæjar- félaga. Tekjur af loönubræðslu eru til dæmis 10% af tekjum Siglufjarðarkaupstaðar og fyrir- tækja hans. Sú hefð hefur víða myndast að bæjarfélögin færa áhöfnum þeirra skipa sem koma með fyrstu loðnuna rjómatertu og er ekki ólíklegt að forsetar bæjarstjórna séu byrj- aðir að baka, því vonast er eftir fyrstu loðn- unni annað kvöld eða aðfaranótt sunnudags. Loðna og síld hafa verið miklir örlagavaldar í sögu Siglufjarðar. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri, áætlar að bæjarsjóður, vatnsveitan og hafnarsjóður fái 125 krónur af hveiju loðnu- tonni sem verksmiðja SR-mjöls hf. á staðnum fær til bræðslu. Nam sú upphæð 18 milljónum kr. á síðustu vertíð. Til viðbótar koma tekjur Forseti byrjaður að baka tertuna af þjónustu sem loðnuskipin þurfa, að minnsta kosti 3 milljónir. í allt er því hægt að rekja 21 milljón beint til loðnuverksmiðjunnar og er það um 10% af heildartekjum bæjarfélagsins. Um 55 manns hafa vinnu hjá SR-mjöli hf. á Siglufirði. Vegna þess hvað síðasta vertíð stóð lengi og sú næsta hefst snemma var engum bræðslumönnum sagt upp í sumar eins og oft hefur þurft, að gera. Atvinnuástand er mjög gott á Siglufirði um þessar mundir og á loðnan sinn þátt í þvi. Aðeins eru 7 skráðir atvinnulausir, þar af einn karlmaður. Vegna þessa góða atvinnuástands hefur bærinn ekki getað mannað áhaldahús sitt og getur ekki farið í öll þau verkefni sem áætlað var í sumar. Björn segir að þegar litið sé á íbúaþróunina siðustu tvo áratugina sjáist greinilega hvaða áhrif loðnan hafi. Mesti brottflutningur fólks hafi verið á loðnuleysisárunum. Hann tekur þó fram að atvinnulífið sé sterkara núna en oft áður, það standi á fleiri stoðum og ekki eins viðkvæmt fyrir sveiflum í loðnuveiðum. Óbein áhrif loðnunnar á mannlífið eru áber- andi, að sögn Björns. Þegar loðna komi eftir loðnubrest og vandræði breytist bæjarandinn ótrúlega. Það er því ekki skrítið að fyrsta skip- inu sé fagnað með tertu og sagði Björn að grunur léki á að Kristján L. Möller, forseti bæjarstjórnar, væri byrjaður að baka. I FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 23 Hekla segir upp 22 starfsmönnum, lækkar laun stjórnenda og fækkar deildum til að mæta minnkandi sölu bíla, þungavinnu- og bátavéla undanfarin ár. „VIÐ HÖFUM haft gott starfsfólk sem búið er að vera Iengi hjá fyrirtækinu og höfum rekið mjög miida starfsmannastefnu. Það þýðir hins vegar ekki lengur að hafa jafnmikla yfirbyggingu með þennan litla niarkað,“ segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu. Aætlaður 20000 15000 10000 5000 O 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 áætlun 1992 1993 1994 100 Vísitala, 7/10 '92 = 100 150 140 130 120 spamaður 80 milljónir krónaáári Mikil hækkun á gengi japanska jensins veldur miklu um mótbyr Heklu að sögn Sigfúsar Sigfús- sonar, forstjóra. Krist- inn Briem ræddi við hann um stöðu fyrirtæk- isins og ástæður rót- tækra sparnaðar- aðgerða. ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í róttæka endurskipulagningu hjá Heklu hf. tii að mæta minnkandi sölu bíla, þungavinnu- og bátavéla undan- farin ár. Fyrirtækið tilkynnti í gær um uppsagnir 22 starfsmanna, fækk- un deilda og verulega lækkun á laun- um stjórnenda. Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður því skipt niður í þrjú svið, þ.e. sölusvið, þjónustusvið og skrifstofusvið. Þessar breytingar fela í sér að starfsmönnum fækkar úr 121 í 99. Er áætlað að fækkunin ásamt öðrum aðgerðum skili um 80 milljóna sparnaði á ársgrundvelli. í fréttatilkynningu sem Hekla hefur sent frá sér af þessu tilefni segir m.a.: „Undanfarin ár hefur sala minnkað á hveiju ári og því nú spáð að sala á nýjum bílum verði um 5 þúsund en miðað við eðlilega endurnýjun ætti hún að vera nálægt 10 þúsund bílar á ári.“ Þá segir jafnframt að sparnaður hafi þegar skilað verulegum árangri og hafi verið reynt að komast hjá uppsögnum á starfsfólki í lengstu lög. Vonast hafi verið til að þróunin í bíla- og vélasölu snerist við, en sá bati hafi látið á sér standa. „Stjórnendum Heklu hf. er það ekki sársaukalaust að þurfa að skýra frá því að til þess að snúa rekstrinum við hefur þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að fækka starfsfólki fyrir- tækisins í öllum deildum og miða reksturinn við markaðinn eins og hann er í dag,“ segir einnig í tilkynningu fyrirtækisins. Tap fyrirsjáanlegt á þessu ári Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir tap hafa verið á fyrirtækinu á síðasta ári og fyrirsjáanlegt að tap verði einnig á þessu ári. Veltan hafi dregist saman úr 3.713 milljónum árið 1992 í 3.592 milljónir á sl. ári og áætlað sé að hún verði 2.985 millj- ónir á þessu ári. „Eignastaða Heklu er hins vegar mjög sterk. Þessi staða hefur gert það að verkum að við höf- um þolað tap í rekstrinum en núna þurfum við að snúa því við,“ segir hann. í þessu sambandi má vísa til umfjöllunar um bílaumboðin í tímarit- inu Frjdlsrí verslun fyrir skemmstu þar sem fram kom að eignarskatts- skyld hrein eign fyrirtækisins væri 483 milljónir í lok árs 1992. Sala á nýjum fólksbílum af gerð- inni Mitsubishi og Volkswagen hefur sveiflast mjög mikið hjá Heklu á und- anförnum árum. Salan varð mest árið 1987 þegar fyrirtækið seldi 2.359 nýja fólksbíla en á síðasta ári var salan 1.078 bílar. Á þessu ári er spáð enn frekari samdrætti þannig að ein- ungis 880 bílar seljist hjá fyrirtækinu. Hins vegar eru bundnar vonir við að ný bíltegund frá Suður-Kóreu sem Hekla hefur fengið umboð fyrir nái nokkurri fótfestu á íslenska markaðn- um. Vandamálin stafa m.a. af háu gengi jensins Samhliða samdrætti í sölu hefur álagning fyrirtækisins lækkað og seg- ir Sigfús að þetta eigi m.a. rót sína að rekja til hækkunar japanska jens- ins á undanförnum árum. „Jenið hefur hækkað rúm 50% frá því í október 1992 á sama tíma og gengi þýska marksins og sterlingspundsins hefur haldist tiltölulega stöðugt. Hækkun á gengi jensins er t.d. um 7% frá síð- ustu áramótum. Mitsubishi hefur þá stefnu að selja sína bíla í japönskum jenum en ekki í Evrópumyntum eins og þeirra stærstu keppinautar hér á landi. Okkar bílar eru því ekki jafn samkeppnishæfir í verði og hér áður þó verðlækkanir hafi fengist hjá verk- smiðjunni. Þær hafa alls ekki vegið upp á móti gengishækkunum jensins. Við erum ekki einir um þessi vanda- mál því margir umboðsmenn Mitsub- ishi í Evrópu eru í nákvæmlega sömu stöðu. Umboðsfyrirtækin á Norður- löndum hafa þurft að grípa til rót- tækra sparnaðaraðgerða eins og Hekla. Hins vegar er styrkur okkar hjá Heklu sá að við erum jafnframt með umboð fyrir þýska bíla, Volkswagen. Þessir bílar voru með um 3% markaðs- hlutdeild 1992 en eru núna kornnir upp í 10% hlutdeild. Gengi þýska marksins hefur verið hagstætt sem skiptir miklu máli. Við höfum þess vegna haldið okkar markaðshlutdeild. Það er þó ekki keppikefli okkar að vera með mestu hlutdeildina því það er dýrt að vera á toppnum." Sigfús bendir á að erfiðleikar í rekstri einskorðist ekki við Heklu. Það hafi valdið erfiðleikum í bílgreininni að ríkið hafi sífellt verið að hækka eða lækka gjöld á bílum sem valdið hafi meiri sveiflum í innflutningi en þyrftu að vera. „Annaðhvort er ríkið að hækka gjöldin eða breyta gjöldum á bílum eftir vélarstærðum. Það er því mjög erfitt að gera raunhæfar áætlanir í bílgreininni. Eg held að það sé ekkert launungarmál að næstum því öll bílaumboðin eru rekin með tapi um þessar mundir.“ Hörkusamkeppni við Landsbankann Rekstur Caterpillar-vinnuvéladeild- arinnar hefur á sama hátt og bíladeild- ar verið erfiður á síðustu misserum að sögn Sigfúsar en á því sviði hefur fyrirtækið mætt óvæntri samkeppni. „Þar erum við eins og mörg önnur fyrirtæki í hörkusamkeppni við Landsbankann. Bankinn ákvað gegn- um dótturfyrirtæki sitt að heija leigu á vinnuvélum á ótrúlega hagstæðum kjörum og ég veit að þetta hefur kom- ið mjög illa við vinnuvélaeigendur í landinu. Þegar Lind, dótturfyrirtæki Landsbankans, kaupir margar nýjar vélar og leigir út á lágu verði þá minnka sölumöguleikar okkar.“ Hekla reisti stórbyggingu við Laugaveg við hlið gömlu höfuðstöðv- anna fyrir fáum árum. Var e.t.v. far- ið of geyst í sakirnar í fjárfestingum sem núna eru að koma fyrirtækinu í koll? „Það er ekki nema hiuti af mein- semdinni en reksturinn leit mjög veD út þegar við fórum út í þessa fjárfest- ingu. Hins vegar drógum við ailtof lengi að grípa til þessara aðgerða sem við þurfum að gera núna. Við höfum haft gott starfsfólk sem búið er að vera lengi hjá fyrirtækinu og höfum rekið mjög milda starfsmannastefnu. Það þýðir hins vegar ekki lengur að hafa jafnmikla yfirbyggingu með þennan litla markað. Samkeppnin um þá fáu viðskiptavini sem eru á mark- aðnum er svo hörð að bílaumboðin berast á banaspjót." Ekki að kröfu viðskiptabankans Auk fækkunar starfsfólks og ein- földunar á skipulagi Heklu verður ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir. Koma þær í framhaldi af ströng-uv aðhaldi sem ríkt hefur hjá fyrirtækinu að undanförnu og skilaði um 20% sparnaði á öðrum kostnaði fyrirtækis- ins að frátöldum launakostnaði á fyrstu mánuðum ársins. Þannig verð- ur húsnæði rýmt á þriðju hæð þar sem skrifstofur yfirstjórnar hafa verið og verður það rými leigt út, að sögn Sigf- úsar. Mun hann sjálfur færa sig í skrifstofu á annarri hæð hússins enda segist hann vilja vera í meiri nálægð við starfsfólkið. Eins og fyrr segir verður fyrirtækinu skipt í þq'ú svið og hefur utanaðkomandi maður, Þór- arinn Stefánsson, sem verið hefur stöðvarstjóri Flugleiða á Reykjavíkur- fiugvelli, verið ráðinn til að að veita sölusviðinu forstöðu. Sverrir Sigfús' son verður yfír þjónustusviðinu og Margrét Sigfúsdóttir yfir skrifstofu- sviðinu. Hefur þetta skipulag verið mótað í samráði við utanaðkomandi ráðgjafa Heklu, Benedikt Jóhannes- son. Sigfús vísar því algjörlega á bug að niðurskurðaraðgerðirnar séu gerð- ar að kröfu viðskiptabanka fyrirtæk- isins. „Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við höfum haft mjög gott samband við okkar viðskiptabanka og þeir hafa aldrei farið fram á neitt slíkt við okkur.“ > En tengjast þessar aðgerðir því að Ingimundur Sigfússon, stjórnarfor- maður, lét af störfum hjá fyrirtækinu og seldi sinni hlut? „Hann ákvað að breyta um starfsvettvang og gott samkomulag tókst milli eigenda um það að hann seldi sinn hlut og léti af störfum. Þessar aðgerðir nú tengj- ast ekki brotthvarfi hans frá fyrirtæk-*' inu,“ segir Sigfús Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.