Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 01.07.1994, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIINIGAR + Ólafur Eyjólfs- son var fæddur í Reykjavík 8. febr- úar 1924. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Eyjólfur Olafsson stýrimað- ur og skipstjóri, sem er látinn, og Guðrún Ólafsdótt- ir, sem lifir son sinn og býr í Seljahlíð í * it Reykjavík. Systur Ólafs eru Unnur Eyjólfsdóttir Melsted, gift Gunnari Melsted, og Ástríður Lóa Eyjólfsdóttir. Hinn 8. júlí 1944 kvæntist Ólafur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Gyðu Hansdóttur, f. 16. ágúst 1925, dóttir hjónanna Hans Wium Bjarnasonar og Magda- lenu Margrétar Eiríksdóttur. Ólafur og Guðrún Gyða eign- uðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi: 1) Hans Wium, f. 12. september 1945, lögfræð- ingur. 2) Eyjólfur, f. 29. desem- ber 1950, læknir á Mon í Dan- mörku, kvæntur Kirstine Ólafsson lækni og eiga þau tvo syni. 3) Magdalena Margrét, f. 20. október 1956, stud. mag. í dönsku, gift Krisljáni Ásgeirs- syni arkitekt og eiga þau þijú börn. 4) Guðrún Gyða, f. 11. október 1968, hárgreiðslu- nemi, gift Kjartani Sigurðssyni hárgreiðslumeistara og eiga þau eina dóttur. Ólafur hóf ungur störf hjá Pósti og síma, en hann var forstöðumaður hjá þeirri stofnun, og hafði starfað þar í rúm _ fimmtíu ár þegar hann lést. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju í dag. LÁTINN er tengdafaðir minn Ólaf- ur Eyjólfsson og langar mig til að minnast hans í fáeinum orðum. Eg kynntist Gyðu dóttur hans fyrir um sex árum. Skömmu síðar kynnti Gyða mig fyrir foreldrum sínum. Ólafur gaf sambandi okkar Gyðu lítinn gaum í fyrstu en fjótt tókust með okkur góð kynni og vinátta. Vinátta okkar var óslitin til síðasta dags. Ólafur var nýorðinn sjötugur og hafði hugsað sér að láta af störfum og helga sig fjölskyldunni og áhugamálum. Það var alltaf til- hlökkunarefni hjá Sögu dóttur okk- ar þegar Óli afí kom og sótti hana á barnaheimilið en þau hjónin gættu hennar alltaf síðari hluta dags. Fjölskylduboðin voru ófá og var Óli ævinlega hrókur alls fagn- aðar enda gladdi það hann mjög að sjá fjölskylduna samankomna. Óli var stakur reglumaður og eru mér gamlárskvöldin sérstaklega minnisstæð en Óli skenkti þá mönnum í glas af mikilli rausn. Ánægjustundirnar með Óla voru fjöl- margar en þær verða ekki raktar hér heldur geymdar í minning- unni. Óli var einn af þess- um körlum sem stund- aði sund og heitu pott- ana nánast daglega. í seinni tíð fékk hann mikinn áhuga á golfí og var farinn að stunda það af miklum krafti. En hann var einmitt staddur á golfvellinum er hann kenndi sér þess meins er dró hann til dauða. Óli var greiðvikinn maður og var alltaf gott að leita til hans ef eitt- hvað vantaði. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Óla tengdapabba míns en kynni okkar urðu alltof stutt. Kjartan Sigurðsson. Pallinn er frá ástkær tengdafað- ir minn og vinur, Ólafur Eyjólfs- son, forstöðumaður hjá Pósti og síma. Fráfall Óla kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, án nokk- urs fyrirvara, án nokkurrar sann- girni. Eftir sitjum við og skiljum ekkert í tilgangi alls þessa. Við áttum eftir svo margt ógert saman, svo margt ósagt. Sorgin sem íþyng- ir hjörtum okkar við þetta óskiljan- lega brottfall þessa ljúfa manns er óbærileg, en þá er gott að leita í minningabankann. Þar er af nógu að taka. Innstæðan mun duga okk- ur öllum um aldur og ævi. Mannkosti hafði Óli mikla. Barn- góður var hann mjög og fóru barna- börnin hans sex ekki varhluta af því. Sár er missir þeirra allra. Hann var hlýr og tryggur, hjálpsamur, atorkusamur, snyrtimenni enda einkar glæsilegur á velli, glettinn og stríðinn auk þess að vera góður fjölskvldufaðir og vinur. Kynni mín _af Óla hófust fyrir 21 ári síðan. Ég var þá vart full- vaxta, en Óli tók mér strax sem jafningja. Virðing mín og væntum- þykja á þessum einstaka manni jókst jafnt og þétt með hveiju ári sem leið. Fyrir hugskotssjónir ber trúlofunardag okkar Möllu. Við táningarnir hreyknir, hinir full- orðnu hugsi. Þeim fannst við vera of ung og óþroskuð, en Óli var samt fyrstur til þess að kramma okkur og kyssa sínum einstöku hlýju kossum og óska okkur ham- ingju og blessunar. Ljúfar minningar tengdar Óla frá námsárum okkar Möllu í Dan- mörku eru ófáar. Heimsóknir þeirra Óla og Gyðu, ásamt Gyðu litlu og Hansa til okkar á sumrin voru ávallt tilhlökkunarefni. Var þá öll fjölskyldan saman komin í Dana- veldi, því Eyjólfur var einnig og er enn búsettur í Danmörku. Þar fæddisþ líka fyrsta barnabarn þeirra Óla og Gyðu. Þarna var því oft glatt á hjalla. Minningarnar hrannast upp. Ferðalög og útilegur í Danmörku og Svíþjóð, gönguferð- ir, skógarferðir, sundferðir, enda Óli mikill sundgarpur, strandferðir, verslunarferðir, sþilamennska, samtöl. Kasion var gjarnan spiluð langt fram eftir kvöldum _og yfir- leitt ekki hætt fyrr en Óli hafði betur. Var þá gjarnan öllum brögð- um beitt, með bros á vör. Glettni og stríðni Óla sem fyrr er nefnd var mikil. Oftast var hægt að sjá það á efri vör hans hvort hann var að tala í alvöru eða gríni. „Kiddi, Valur tapaði fyrir KR í gær, 3-0!“ Ef efri vörin vípraði vissi ég að hann var að gantast. Óli var dyggur stuðningsmaður KR og leit alltaf á sig sem Vesturbæing þótt hann hafí ekki búið þar nema fyrstu 10-12 ár ævi sinnar og ber þetta vott um ótrúlegt trygglyndi Óla. Þegar maður nefnir nafn Óla fylgir ávallt nafn Gyðu í kjölfarið og öfugt, enda voru þau einkar sam- rýnd hjón. Samleið áttu þau í rúm fímmtíu ár og var gúllbrúðkaup þeirra innan seilingar. Elsku Gyða mín, þinn missir er sárastur, en inn- stæða þín i minningabankanum er langmest og þangað getur þú leitað hvenær sem er og hvar sem er, tekið út, skoðað og lagt síðan aftur inn og orðið ríkari af. Við hin mynd- um ekki slá hendinni á móti láni úr þessum góða banka þínum. Hafðu og í huga orð skáldsins: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J. Hallgrímsson.) Elsku Gyða, ég votta þér, Hansa, Eyjó, Möllu og Gyðu, sem og öllum aðstandendum dýpstu samúð mína og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með þess- um mæta manni. Kristján Ásgeirsson. Starfsfólk Ritsímans í Reykjavík kveður félaga sinn og forstöðu- mann hinstu kveðju í dag. Ólafur Eyjólfsson lést mjög skyndilega laugardaginn 25. júní síðastliðinn af völdum hjartasjúkdóms. Ólafur varð sjötugur 8. febrúar og áttu starfslok hans að verða um næstu áramót. Það má með sanni segja að sím- inn og þá sérstaklega ritsíminn hafí verið starfsvettvangur Ólafs. Á þessu ári hafði Ólafur starfað hjá Pósti og síma (áður Landssíma íslands) í samfleytt 52 ár. Allra fyrstu sporin átti Ólafur reyndar sem sendimaður á skeytaútsend- ingu ritsímans strax í kringum 1939. Á þessum árum var morsið allsráðandi og ekki leið á löngu þar til sendimaðurinn eða sendillinn, eins og oft er nú sagt, var farinn að æfa sig á morslyklinum. Ten- ingunum var kastað - ungi maður- inn fann að þetta var hans svið. Árið 1943 liggur leið Ólafs norð- ur á Borðeyri við Hrútafjörð til að vinna á símstöðinni. Það er stríð og herinn er með mikinn viðbúnað og íjölda hermanna. Borðeyrar- stöðin var mjög mikilvægur hlekk- ur í fjarskiptakerfi landsins á þess- um tíma og þar voru margir starfs- menn. Þannig að það var vel skiljanlegt að 19 ára gömlum manninum þætti þetta mikið ævin- týri að_ vera þarna mitt í hringið- unni. Ólafur minntist líka þessara ára (1943-1945) með gleði og sagði okkur frá ýmsu sem þarna gerðist, meira og minna tengt hildarleikn- um mikla. Ólafur lauk loftskeytaprófi 1946 og starfaði samfleytt allt til dauða- dags á ritsímanum_ í Reykjavík. Símritaraprófi lauk Ólafur 1946 og yfirsímritaraprófi 1966. Þegar fjallað er um mann sem svo lengi starfaði á fjarskiptasviði, sem Ólafur gerði, dugir ekki að tala um að hann hafí mátt muna tímana tvenna, þeir eru miklu fleiri. Hérna er verið að tala um tímabil í ijarskiptum sem spannar allt frá morsi til tölvutækni með öllum þeim fjölbreytileika sem þarna er á milli. Ólafur setti sig vel inn í tækninýjungar sem voru á döfinni hvetju sinni og eftir að hann varð yfirmaður gerði hann sitt ýtrasta til að tryggja sínum vinnustöðum sem best tæki og aðstöðu. Ólafur varð yfirdeildarstjóri við ritsímann í Reykjavík 1983 en í þessu starfí er fólgið að vera yfir- maður yfir ritsímanum, langlínu- miðstöð, upplýsingum og talsam- bandi við útlönd. Starfsheiti Ólafs breyttist 1989 í forstöðumaður. Ólafur starfaði nokkuð að fé- lagsstörfum hjá stéttarfélaginu okkar, Félagi ísl. símamanna, sér- staklega á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Hann var formaður 4. deildar FÍS um skeið og sat einnig í framkvæmdastjórn sama félags í nokkur ár. Ólafur sat í stjórn menn- ingar- og kynningarsjóðs FÍS til margra ára. Jafnframt er vert að minnast á að Ólafur var stunda- kennari í sínu fagi við Póst- og símaskólann um árabil. Ólafur gerði sér far um að starfs- fólkinu liði sem best á vinnustað. Mjög glöggt dæmi um þetta get ég nefnt, því þegar ritsíminn í Reykjavík flutti úr Landssímahús- inu að Ármúla 27 lagði Ólafur sig allan fram um að tækjabúnaður og aðbúnaður væri eins og best væri á kosið. Það sama veit ég að gildir um fyrirhugaðan flutning á lang- línumiðstöð og upplýsingum úr ÓLAFUR EYJÓLFSSON Háskóli fslands og íslenska lýðveldið Dagskná haldin í Perlunni í tilefni 50 ána afmælis lýðveldisins Sunnudagur, 3.júlí 14:00 Sigurður Líndal, prófessor: Fullveldi íslands. N ú til dags er stundum talað um að fullveldishugtakið sé orðið úrelt hugtak. Fjallað verður um hvers vegna þetta hugtak er þvert á móti í fullu gildi í dag. 14:15 Pétur Jónasson flytur verk fyrir gítar. 14:25 Hjalti Hugason, dósent: Kristnitakan og íslenskt þjóðarþel. í erindinu er fjallað um hlut Kristnitökunnar í mótun íslensks samfélags og hvernig áhrifa hennar gætir enn á hugsunarhátt Islendinga. 14:40 Pétur Jónasson flytur verk fyrir gítar. 14:50 Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur: Háskólaborgin Reykjavík. Rætt er um hvað einkenni háskólaborg og hvert gildi slíkrar borgar sé fyrir þjóðfélagið. Er Reykjavík háskólaborg eða borg með háskóla? Háskólinn býður alla velkomna. sama Landssímahúsi í nýbyggingu við Ármúla 27. Ólafur var félagslyndur maður í bestu merkingu þess orðs og þá á ég við að hann gerði sér far um kynnast starfsmönnum sínum og lét hagi þeirra skipta sig máli. Það var gott að leita til hans ef eitt- hvað bar út af og hann greiddi götu fólks eftir föngum. Óli Ey. eins og við kölluðum hann hér heimafólk á ritsímanum var vörpulegur maður, en jafnframt bar hann með sér einhvern sér- stakan virðuleik. Hann var mikið snyrtimenni, það bar skrifstofan hans vitni um. í þessu sambandi dettur mér oft í hug það sem önn- ur dóttir mín sagði einu sinni við mig, þá barn að aldri: „Pabbi, ég hitti mann úr vinnunni þinni“. Nú, hvaða maður var það, segi ég. Sú stutta svarar: „Það var fíni maður- inn“. Ég þurfti ekki að vita meira, þetta var auðvitað Ólafur Eyjólfs- son. Börnin komast nefnilega svo oft óafvitandi að kjarna málsins í einlægni sinni. Ólafur var glaðlyndur maður að eðlisfari, stundum smá stríðinn, en gat líka verið fastur fyrir og staðið á sannfæringu sinni. Ólafur var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist Guðrúnu Gyðu Hansdóttur hinn 8. júlí 1944 og það vantaði því einungis nokkra daga upp á 50 ára sambúð þeirra hjóna er Ólafur lést. Guðrún Gyða og Ólafur eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Ólafur bar hag fjöl- skyldu sinnar mjög fyrir brjósti og maður skynjaði vel hversu sterkum tilfinningaböndum hann bast sínu fólki. Við fótboltafíklarnir hérna á rit- símanum söknum eins úr okkar hópi. Mikið var nú deilt og diskúter- að um fótboltann, þay sem hver hélt fram sínu félagi. Óli Ey. var KR-ingur í húð og hár og hélt alla tíð góðu sambandi við vini sína í Frostaskjólinu. Hér er komið að leiðarlokum. Ég persónulega hef mikið að þakka. Við Ólafur vorum vinnufé- lagar og samstarfsmenn um 27 ára skeið. Ólafur kvaddi allt of fljótt, hann naut ekki ævikvöldsins, hann var enn mitt í erlinum þegar kallið kom, en eigi má sköpum renna. Fyrir hönd samstarfsfólks votta ég þér, Gyða mín, börnum, tengda- börnum, barnabörnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum innilega samúð. Óli Gunnarsson. Kveðja frá starfsstúlkura í 06. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Skilafrest- ur vegna minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegfy er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.