Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 36

Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LfTTi Vinninqstölur miðvlkudagínn:; 29. júní1994 | VINNINGAR FJÖLDI VINNiNGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING H ® af 6 3 58.111.400 C1 5 af 6 ILŒ+bónus 1 3.207.920 IkK 5 af 6 6 114.944 |Ef 4 af 6 580 1.891 [ri 3 af 6 H*JB+bónus 2.098 224 á ísi.: 5.464.316 UPPLVS94QAR, SÍMSVAftl 91-S81511 LUKKUUNA »10 00 - TEXTAVARP 451 BI«T MEO FYRIflVARA UM PRENTVlLLUfl ; og Svíþjóðar Hvað er hamingja? Laugardaginn 2. júlí kl. 16.00 til 1 Páll Skúlason og Vilhjálmur Árnason halda fyrirlestra um hamingjuna á Hótel Eddu, Menntaskólanum að Laugarvatni. Þeir munu segja frá kenningum heimspekinga, fjalla um viðhorf íslendinga og greina frá eigin niðurstöðum um eðli hamingjunnar og á hvaða forsendum menn geti talist hamingjusamir. Á eftir fyrirlestrunum gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Sjávarréttarhlaðborð í tilefni af fyrirlestri um hamingjuna. Ljúffengir og freistandi réttir frá leyndardómum undirdjúpanna. Allir matargestir fá uppskrift af hamingju. Opnumkl. 18.00. Sjávarréttarhlaðborðið verður endurtekið 9. júlí. Menntaskólanum Laugarvatni Sími: 98-61118. Fax: 98-61237. G A £ G A E G A £ G A £ G A E G A E G A £ G AEG kostar minna en þú heldur. Mjög hagstætt verð á eldavélum, ofnum, helluboráum og viftum. Á nálægt 20.000 íslenskum heimilum eru AEG eldavélar. Engin eldavélateaund er ó fleiri heimilum. Kaupendatryggð við AEG er 82.5%* Hvað segir þetta þér um gæði AEG? *Samkvæmt markaðskönnun Hagvangs í des. 1993. A E G A £ G A E G A £ G A £ G A £ G A £ G A £ G A E G A £ G A £ G Eldavél G" Competence 5000 F-w: 60 cm. Undir- og yfirhiti, blástursofn, bástursgrill, grill, A geymsluskúffa. * Verdkr.62.900r B R Æ Ð U R N I R DJ QRMSSONHF & Lógmúla 8, Sími 38820 Umbobsmenn um land allt A G AIG AEG AEG AEG AEG AEG AJEG AEG A£G AEG AEG AEG G ÍDAG BRIDS l)m.sjón liuóm. P á 11 Arnarson ÞAÐ ER hægt að stara lengi á öll spilin sín án þess að koma auga á vinningsleiðina í sex laufum suðurs. Ekki vegna þess að hún sé flókin, heldur óvenjuleg. gefur; allir á Norður ♦ KDG5 V Á1085 ♦ 764 ♦ 82 . . Austur ♦ Á74 V D7632 iiiiii; r9 Suður ♦ - V K94 ♦ Á83 ♦ ÁKD10765 Vestur Norður Austur Suður - - 1 hjarta Dobl Pass 2 hjörtu Pass 6 lauf Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Vandamálið er ekki skortur á slögum, heldur innkomum í blindan. Sagnhafi getur nota hjartaásinn til að trompsvína fyrir spaðaás, en hvemig á hann að komast inní borð til að taka spaðaslagina? A hjarta. Hann tryggir sér aðra innkomu með þvi að drepa hjartagosann á ásinn og henda kóngnum undir heima!! Einfalt, um leið og maður sér það. Austur hættu. Vestur 4> 1098632 V G ♦ 1052 ♦ G94 VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Lambhúshetta tapaðist BARNALAMBHÚS- HETTA úr pijónasilki frá N áttúrulækningabúðinni tapaðist á leiðinni frá Hans Petersen, Bankastræti, og að Kjötbúð Péturs í Aust- urstræti. Hafi einhver fundið hettuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 28339. „Picknic“-karfa PICKNIC-karfa með tveimur lokum sem haldið er saman með borða fannst fyrir ofan Varmadal á Kjalarnesi fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 666700. Úlpa fannst SVÖRT drengjaúlpa fannst við Elliðavatn 27. júní sl. Eigandi má hafa samband í síma 52254. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuðust annaðhvort við Hótel Sögu eða Lönguhlíð fyrir rúmri viku. Finnandi vinsamlega hringi í síma 15386. Úr tapaðist ÓLARLAUST barnaúr tapaðist í fjörunni nálægt Gróttu sl. þriðjudagskvöld. Hafí einhver fundið úrið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 31089. Jakki tapaðist LJÓSGULBRÚNN leður- jakki með leðurkraga varð viðskila við eigandann í lok apríl. Viti einhver um jakkann er hann beðinn að hafa samband í síma 31089. Næla tapaðist SILFURNÆLA, sem er eins og fiðrildi í laginu, tapaðist 24. eða 25. júní sl., annaðhvort við Kefla- víkurflugvöll eða í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi vinsamlega hringi í síma 12906. Hálsmen tapaðist MERKT gullhálsmen tap- aðist 17. júní niðri í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi vinsamlega hringi í síma 875060. Gieraugu fundust TVENN gleraugu, önnur brún og hin gyllt, fundust við Elliðavatn fyrir nokkru. Upplýsingar í si'ma 814142. Bakpoki tapaðist FREKAR lítill svartur og grár bakpoki í merkinu NIKE tapaðist í Öskjuhlíð sl. þriðjudag. í honum var bamapeysa o.fl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 22691 eftir kl. 19. Farsi „Éqheldafc lAÉséumekki híartioa^ tnkoL d móhi hCtffjinQjuSskuin ryrír t/(si*vala.\/erMé&iið snitL/' Pennavinir NÍTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist og útreiðum: Afiia Löhönen, Voisalmentie 13 D 29, 53920 Lappeenranta, Finland. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tónlist, fiskveiðum, frímerkjum, póstkortum og íþróttum: . Nann Ama Hanson, c/o Postbox 1152, Oguaa Town, Central Region, Ghana. NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á bókalestri, hestum og ensku: _Celestyna Krausova, 507 81 Lazne Beloh. 65, Czech Repuhlic. BANDARÍSKUR 44 ára karlmaður sem segist hvorki reykja né neyta fíkniefna. Margavísleg áhugamál: Danny Lee Tetrick, c/o Virginia Cotton, 13405 Hinchbrook Blvd, Louisville, Kentucky, 40272-1319, United States. NORSKA 21 árs stúlku með þriggja ára gamalt bam langar að komast í sveitavist á íslandi. Er menntuð í landbúnaðar- fræðum: Togje Filseth, Kremlegrenda 31, N-1352 Kolsás, Norge, SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál, vill skrifast á við 17-25 ára pilta eða stúlkur: Sirpa MykkSnen, Savonkatu 30 B 21, 74100 Jisalmi, Finland. Víkveiji skrifar... Samkeppni útvarpsstöðvanna um hlustendur hefur verið hvað hörðust á tímanum 9-12 á morgn- ana. Undanfarin sumur hafa þeir Jón Axel og Gulli á Bylgjunni ver- ið lang vinsælastir og ekki þýtt fyrir hinar stöðvamar að keppa við Bylgjuna. En í sumar bregður svo við að Bylgjan hefur fengið mjög skæðan keppinaut sem er þátturinn Górillan á Aðalstöðinni. Þar láta þeir Davíð Þór Jónsson og Jakob Bjarnar Grétarsson dæl- una ganga um allt og ekkert. Lík- lega er þetta vinsælasti morgun- þátturinn í dag, a.m.k. þar sem hlustendur ná í allar stöðvar. Aðalstöðin hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Hún stofnaði unglingarás, X-ið, sem hefur fengið umtalsverða hlustun hjá yngstu kynslóðinni. Og nú heyrir Víkverji að stöð sem útvarpi eingöngu sígildri tónlist sé í burðarliðnum hjá Aðalstöðinni. Þá hefur Aðalstöðin verið fund- vís á vinsælt efni og jafnframt frumlegt, t.d. að fá hljómsveitina Sniglabandið til að sjá um þátt og spila í beinni útsendingu. Þetta reyndist svo vinsælt efni að hin ríkisrekna Rás 2 keypti Snigla- bandið til sín. Ekki í fyrsta né væntanlega síðasta sinn sem það gerist. xxx að vakti athygli Víkveija að í fyrrakvöld þurfti leikur í bik- arkeppni KSÍ að fara fram á gervi- grasvelli. Þetta var leikur Leiknis við íslands- og bikarmeistara Akraness. Gervigrasvellir eru góðir til síns brúks þegar ekki er hægt að keppa á venjulegu grasi. En að geta ekki boðið liðum upp á venju- legan grasvöll um hásumar í 100 þúsund manna borg er auðvitað hneykþli. xxx Umferðarmál höfuðborgar- svæðisins komust í brennidep- il í kjölfar umferðarteppunnar miklu á 17. júní. Þúsundir fengu tækifæri til að gaumgæfa smáat- riði vegaframkvæmda meðan bíla- lestin sniglaðist um Höfðabakka og Vesturlandsveg, sem nú er upp- nefndur Flöskuháls. Ýmsum hefur verið eignaður vafasamur heiður af þessu öngþveiti Islandssögunn- ar, en Víkveija grunar að vega- kerfið og guðfeður þess eigi þar riflegan skerf. Það er löngu tíma- bært að framlög til þjóðvegagerðar í þéttbýli við Faxaflóann verði í sanngjörnu hlutfalli við skattana sem heimtir eru af umferðinni á þessu svæði. Ef til vill þurfa þing- menn Reykjavíkur og Reykjaness að stíga sem snöggvast úr lands- föðurhlutverkinu og potast betur í þágu eigin kjördæma við úthlutun fjár og vegaframkvæmda. xxx Grafarvogshverfið og ört vax- andi ný hverfi þar norður af eru líkt og eyja í umferðarhafinu. Tengsli nær 8.000 íbúa „í land“ eru um tvær tvístefnugötur. Það er löngu tímabært að hafist verði handa við gerð brúar, eða jarð- ganga undir Kleppsvíkina til að greiða fyrir umferð. Sú krafa er studd bæði öryggissjónarmiðum og þörf fyrir greiðar samgöngur. Mik- ið er byggt í nágrannasveitarfélög- um norðan höfuðborgarinnar og Hvalfjarðargöng munu enn auka umferðarálagið á þessu svæði. Það kallar á fyrirhugaða lagningu þjóð- vegar með ströndinni og norður yfir Kollafjörð fyrr en ætlað er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.