Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.07.1994, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ________________APSEMPAR GREINAR___ Að hengja sjálfa sig — og aðra ÞEIR, sem lesa fylgiblað _ Morgun- blaðsins, Úr verinu, á miðvikudögum, munu hafa veitt því eftirtekt, að varla hefir komið togari á Vestfjarðamið frá áramótum. Ástæð- an er ekki sú, að út- gerðir eða skipstjórn- armenn séu farnir að hlífa þessum veiðislóð- um, það er ekki í eðli þeirra, heldur hitt, að þar er ekkert að hafa. Reynir Traustason, skipstjóri á Flateyri, hefír flúið með sína útgerð til Þorlákshafn- ar, en það mun skammgóður verm- ir, því að mest af togaraflotanum veiðir nú við suð-vesturhorn lands- ins, og mun tæma þetta svæði á næstu mánuðum, ef fram heldur sem horfír. Það stefnir í landauðn vegna óstjórnar á fiskveiðunum, þar sem engu kviku er eirt, og fjár- festing er algjörlega óábyrg. Þjóðr- áð fyrrverandi forsætisráðherra var að ráðleggja skuldurum „afskrift með gjaldþroti“. Þetta er það, sem bankakerfið hefír mátt þola að undanförnu, og hefír næstum gert það óstarfhæft. Vanhæfí stjórn- málamanna við stjórnun fiskveið- anna er þjóðinni dýr, og getur inn- an tíðar valdið þjóðargjaldþroti. Nýting þorskstofnsins Hafrannsóknastofnun hefir á undanförnum árum skilað ítarleg- um upplýsingum um áætlaða stærð þorskstofnsins og jafnframt gert tillögur um takmarkanir á sókn í stofninn. Stjórnmálamenn og for- ystumenn stórútgerðanna hafa þó jafnan séð fyrir því, að aldrei hefír verið eftir þessum tillögum farið. Jafnframt hafa verið settar reglur til að hindra Hafró í fr'am- kvæmd verndarað- gerða, svo sem með því að banna lokun vegna smáfiskidráps lengur en viku í senn. Lokun virkar þannig sem auglýsing til veiðiskip- anna um að þarna sé nægilegt af smáfiski, enda hefír ekki staðið á því, að smáfiskinum sé skóflað upp, þegar vikulangt veiðibann er liðið. Togararnir koma þó með tiltölulega lítið af þessum smáfiski til lands, því að menn eru ekki það vitlausir að skila verðlitlum smá- fiski upp í takmarkaða kvóta, og þessvegna er þessum físki mokað fyrir borð. Það er ekki mikið hugs- að til framtíðar í slíkum vinnu- brögðum, en samt viðgengst þetta ár eftir ár. Enginn gerir raunhæfar ráðstafanir eða tillögur um úrræði, sem að gagni mættu koma til að stöðva ósómann. Kristján Ragnars- son, forstjóri LÍÚ, hefir þó varað alllengi við smáfiskadrápinu. Þetta virkar nánast sem blekking gagn- vart almenningi í landinu, því að heilindin vantar í framkvæmdina og hvorki útgerðarmenn né- skip- stjórnarmenn fara eftir eftir þessu. Niðurstöður nýjustu rannsókna sýna, að þorskhrygnur 10-11 ára skila beztu og sterkustu seiðunum. Þetta sýnir, að þorskseiðin frá árunum 1982/3, sem voru beztu nýliðunarárin fram til ársins 1993, eru einmitt nú á bezta undaneldis- aldri, en jafnframt er þetta aðal- undirstaðan í þorskveiðum lands- manna nú. Yfirgangsstefna fram- sóknarmanna í fískveiðum, sem gilt hefir frá því um 1970, og síðan 1984 fékk nafnið „Kvótakefi Hall- dórs Ásgrímssonar", heitir nú „Fiskveiðistefna Þorsteins Pálsson- ar“. Stefnan felst í því, að dýrustu og óhagkvæmustu skipin skulu notuð af fáum stórútgerðum til að skafa upp allan fisk innan 200 mílna markanna, gjöreyða þar öllu lífí og eyðileggja umhverfí físksins til frambúðar með því að eyði- leggja botninn. Þessar stórútgerðir fá árlega úthlutað samanlagt meiri kvótum en leyfilegt er skv. tillögum Hafrannsóknastofnunar að veiða innan lögsögunnar. Þessvegna gera þær nú kröfur til að kvótar verði takmarkaðir hjá öllum öðrum út- gerðum, þ.e.a.s. að óhagkvæmustu skipin ein verði látin sitja fyrir um þorskveiðarnar. Afleiðingarnar eru augljósar af síminnkandi afla ár eftir ár. Þessar útgerðir eru ekki aðeins að hengja sjálfar sig, heldur einnig þjóðfélagið allt. Ennfremur er það augljóst, að þessar útgerðir skila engu í þjóðarbúið, og skammt er í að þær gefíst upp vegna tap- rekstrar skipanna og árlega minnk- andi veiði. Samfélag án fjármála- stjórnunar Það er viðurkennt, að íslenzkt samfélag byggist á sjávarafla, eða að mestu leyti á þorskveiðum. Það er aðeins á undanförnum árum, eftir að þorskurinn var að miklu leyti upp urinn af togurum, að veru- legur hluti þjóðarteknanna hefir fengist af rækju- og loðnuveiðum, sem áður var eingöngu fæða þorsksins. Hvort fæðuskortur hafi leitt til breytinga á gönguleiðum þorsksins, verður víst ekki sannað að sinni, en brotthvarf þorsksins veldur augljóslega aukinni hættu fyrir afkomu þjóðarinnar allrar. Fiskveiðistefnunni verð- ur að breyta, segir Önundur Ásgeirsson, þannig að úthafsveiði- skipunum verði beitt á úthafinu, svo sem alltaf hefði átt að vera. Enginn nefnir þessa yfirvofandi hættu, og allt er látið reka á reiðan- um, eins og þetta væri ekki til. Til að sefa ótta almennings um að þorskstofninn sé þegar hruninn, hér eins og í Færeyjum, stunda fjölmiðlar þá íþrótt, að taka viðtöl við ábyrgðarmenn „kerfísins", þar sem hver etur eftir öðrum, að þorskurinn sé að koma, helzt strax á næsta ári, þótt allar upplýsingar bendi til hins gagnstæða. Útgerðar- menn halda áfram að kaupa úthafs- veiðiskip, sem engin þörf er fyrir, og sum komast ekki í fyrstu veiði- ferðina vegna féleysis útgerðanna. Allt er þetta gert í fullkomlega fjár- málalegu ábyrgðarleysi. Sam- kvæmt „kerfinu" borga ríkið, sjóð- irnir og bankarnir hina óraunhæfu fjárfestingu. Úthafsveiðarnar íslenzkir útgerðarmenn og stjórnmálamenn hafa vanrækt að gæta hagsmuna sinna og landsins í úthafsveiðunum. Gildir þetta um veiðarnar við Jan Mayen, Sval- barða, þar sem nú fyrst er verið að reyna að klóra í bakkann, Bjarnarey og Barentshafið, en einnig um Reykjaneshrygg, þar sem nú er uppgripaveiði fyrir út- Önundur Asgeirsson hafsveiðiskip. Rússar höfðu reiknað það út, að ijárfesting í sjávarútvegi gæfi áttfalt miðað við landbúnað, þessvegna byggðu þeir stór úthafs- og vinnsluskip, og hafa stundað veiðar á Reykjaneshrygg frá því fyrir 1960 með góðum árangri, og án þess að íslendingar hefðu nokk- uð við þetta að athuga. Sérstaða íslendinga lá í því, að þeir beittu úthafsveiðiskipum sín- um ekki á úthafinu, eins og aðrar þjóðir gerðu til að auka tekjur samfélagsins, heldur gegn eigin fiskveiðiflota innan fiskveiðilögsög- unnar. Afleiðingin er fiskleysi og gjaldþrot útgerða. Þetta er hin lög- boðna fiskveiðistefna íslendinga, með góðri blessun Alþingis. Það er fyrst nú, þegar allur fisk- ur er upp urinn, að útgerðir taka að sækja á úthafsmið í verulegum mæli, og tala jafnvel um að fara að afla sér veiðiheimilda á úthafs- miðum. Veiðarnar í Smugunni árið 1993 námu alls um einum milljarði króna, en þær voru stundaðar af 42 úthafsveiðiskipum, 20 ísfisktog- urum og 22 frystitogurum, sem nú er farið að nefna vinnsluskip. Nú stefna útgerðir úthafstogaranna í átök við Norðmenn, með sama yfir- ganginn í huga og þeir beittu áður gegn hefðbundnum veiðum íslend- inga innan fískveiðilögsögunnar. Það er ekki víst, að yfírgangur eða ofbeldi séu beztu aðferðirnar til að ná rétti sínum á úthafinu, þótt augljóst sé, að réttur íslendinga á úthafínu hafi verið ótvíræður, ef ekki hefði gleymst að sækja hann á réttum tíma. Þessi réttur er þó ekki glataður, og vonandi tekst að koma hlutunum í eðlilegt horf, en fískveiðistefnunni verður að breyta þannig að úthafsveiðiskipunum verði beitt á úthafínu, svo sem allt- af hefði átt að vera. Það er ekki lengur hagkvæmt að veita þeim veiðiheimildir innan fiskilögsög- unnar. Höfundur er fyrrverandi forsijóri Olís. Sumarferð Varðar farín í Veiðivötn SUMARFERÐ Landsmálafélagsins Varðar í Reykjavík verður farin á laugardaginn. Farið verður frá Val- höll við Háaleitisbraut snemma morguns og ekið um Þjórsárdal í Veiðivötn. Komið verður aftur til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Aðalræðumaður í ferðinni verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér á eftir fylgir hluti leiðarlýsing- ar Kristjáns Sæmundssonar, jarð- fræðings, en hann verður aðalfarar- stjóri. Fram á þessa öld voru Veiðivötn lítt kunn öðrum en þeim sem þang- að fóru til veiða og í smala- mennsku. Tungnaá var sá farar- tálmi sem hamlaði ferðum þangað inneftir. Með tilkomu öflugra fjalla- bíla varð breyting á um miðja öld- ina er bílfært vað fannst innundir Vatnaöldum. Með tilkomu virkjan- anna varð Tungnaá brúuð, fyrst við Sigöldu (1968) og síðar við Hrau- neyjafoss. Það sem áður var 16-18 tíma lestargangur frá efstu bæjum í Landsveit er nú innan við tveggja tíma akstur. Sá hluti Landmannaaf- réttar sem liggur norðan Tungnaár var nefndur Oræfí og þeir sem þar smöluðu Öræfamenn. Smala þurfti inn fyrir Hraunvötn og botn Litla- sjóar og féð að síðustu rekið yfir Tungnaá. Mun einatt hafa verið við ramman að ijá í þeim smala- mennskum. Fyrsta nákvæma kortið af Veiði- vötnum fylgdi Árbók Ferðafélag íslands 1933, byggt á mælingum Steinþórs Sigurðssonar. Árbók Ferðafélagsins 1940 fylgdi enn betra kort af Vötnunum og um- hverfí þeirra, teiknað eftir mæling- Sumarferð Varðar verð- ur að þessu sinni farin í Veiðivötn og birtist hér hluti leiðarlýsingar Kristjáns Sæmunds- sonar, jarðfræðings, sem verður aðalfarar- stjóri í ferðinni. um Dönsku Landmælingastofnun- arinnar. Með kortum þessum skýrð- ust staðhættir þarna innfrá. Veiðivötn eru í um það bil 4 km breiðri dæld, aflangri frá NA-SV, milli Vatnaalda að norðvestan og Snjóöldu og fjallgarðsins inn af henni að suðaustan. Vatnaöldur eru að mestu öskugígar, en Snjóalda og fjallgarðurinn úr móbergi. Auðn- arlegt er þarna í kring, mest gróð- urlausir vikrar, en í Veiðivötnum sjálfum er nokkurt gróðurlendi þar sem raklent er og á skjólsælum stöðum í hraununum. Allur er sá gróður viðkvæmur fýrir ágangi. Vötnin eru 560-590 m hæð y.s. Þau eru á einn eða annan hátt mynduð við eldsumbrot. Aðalaf- rennsli þeirra er Vatnakvísl sem rennur vestan við vatnaklasann. Milli vatnanna sumra renna ár- sprænur, en úr öðrum er afrennslið neðanjarðar, t.d. úr Litlasjó sem er þeirra langstærst. Við Tjaldvatn er áningarstaður flestra sem í Veiði- vötn koma. Þar er skýli veiðimanna og friðlýst gamalt sæluhús, tjald- stæði ágæt, gróður og veðursæld og stutt í fagra útsýnisstaði. Við fyrstu sýn virðist umhverfi Veiðivatna fremur óskipulegt sam- ansafn af ösku- og gjallgígum, sprengigígum og hraunum. Þor- valdur Thoroddsen er fyrstur skoð- aði Veiðivötn með augum jarðfræð- ingsins taldi gígana misgamla og það gerðu sporgöngumenn hans flestir utan Daninn Niels Nielsen. Hins vegar rataði hann á dellukenn- ingu um s.k. svæðisgos í skýring- artilraun sinni á gosmenjunum, og kann það að hafa valdið tómlæti gagnvart niðurstöðu hans. Það var fyrst með öskulagarannsóknum, fyrst Sigurðar Þórarinssonar og einkum þó Guðrúnar Larsen, að greiddist úr þeirri flækju sem gíga- þyrpingamar sýnast vera, og réttur og raunar samtímaaldur gosmenj- anna í Veiðivötnum kom í ljós. Urðu til í eldgosi Gosið sem skóp Veiðivötn varð um 1480. Ritaðar heimildir um náttúruviðburði eru hvað fátækleg- astar á þeirri öld og hvergi er á það minnst í annálum eða öðrum ritum. Það hófst sem öskugos því vatn eða vötn hafa verið í dældinni þar sem gosspmngan opnaðist. I öskugosinu hlóðust upp hinar boga- dregnu stóru ösku- og vikurdyngjur á vatnasvæðinu. Þegar framboð á vatni minnkaði og það hætti að streyma að gosrásinni breyttist hegðun gossins og hraungígar mynduðust. Hraunin komust ekki langt, en bunkuðust upp á gíga- svæðunum í Veiðivatnadældinni sjálfri. En vatnið sótti á og olli gufusprengingum í bráðnu hraun- inu, splundraði því og skildi eftir sig fjölda gervigíga stórra og smárra. Þegar gosinu lauk gekk vatn upp í gígana og lægðir í hraun- inu og við jaðra dældarinnar, og þar urðu Veiðivötn til í núverandi mynd. Gosspmngan sem gaus um 1480 var raunar miklu lengri, eða um 70 km enda á milli. Þar af ná Veiði- vötn yfir 20 km. Suðurendi gos- sprungunnar gengur inn í Torfa- jökulssvæðið. Þar gaus líparít- hraunum (Laugahraun) og blönduð- um hraunum úr basalti og líparíti (Námshraun), en annars staðar voru gosefnin basalt. Á kafla sunn- an Tungnaár milli Ljótapolls og Svartakróks hlóðst upp fyrirstaða í ánni við gosið og olli því að vötn stóðu uppi bak við stífluna. Tungnaá og Jökulgilskvíslin fylltu þau smám saman, en leifar þeirra eru t.d. vötnin í Kýlingum. Veiðivötn em á sprungukerfi sem liggur uppí Bárðarbungu norðvest- ast í Vatnajökli, en þar er gríðar- stórt eldíjall sem stjórnar gosum í eldstöðvakerfinu. Árið 1477 varð mikið öskugos á þeim slóðum. Um það er til skráð heimild auk þess sem þykkt öskulag á NA-landi talar þar sínu máli. Forsöguleg hraun úr þessu eldstöðvakerfi eru meðal hinna stærstu hér á landi og náðu ofan í byggð bæði sunnanlands (Þjórsárhraunið) og fyrir norðan (Bárðardalshraunin). Þekkt fyrir silungsveiði Veiðivötn eru þekktust fyrir sil- ungsveiði sem þar er mikil. Aðal- lega veiddist urriði, en nú einnig bleikja í Vatnakvísl og þeim vötnum sem fiskgengt er í úr henni. Veiði- réttindi eiga Land- og Holtamenn auk tveggja bæja á Rangárvöllum. Litlum sögum fer af veiðiskap í Vötnunum fyrr á öldum. Hið forna nafn þeirra var Fiskivötn og segir það náttúrulega að menn kunnu að nýta sér gæði þeirra. Þeir sem veið- ina stunduðu voru nefndir Vatna- karlar. Haft er á orði að Vötnin hafi verið þeim kær. Þess er getið að veiði hafi lagst af alllengi eftir Skaftárelda, en þá varð nokkurt öskufall við Vötnin. í Kötlugosinu 1918 féll aska yfir Veiðivötn og í kjölfar þess drapst fiskur og veiði minnkaði um tíma. Vegir liggja um vatnasvæðið og gefur mikla fjölbreytni að líta hvar sem um þá er farið. Á fögrum út- sýnisstað norðaustur af Tjaldvatni er hringsjá með nöfnum kennileita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.