Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ IVAR ORGLAND + Ivar Orgland var fæddur í Ósló 13. október 1921. Hann lést í Noregi 16. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrrþey. DOKTOR philos Ivar Orgland skáld og þýðandi er látinn. Það er e.t.v. þýðandinn Orgland sem íslendingar þekkja einna best, en Orgland hefur kynnt Norðmönn- um helstu skáld íslendinga á þessari öld. Orgland var afar afkastamikill og eftir hann liggur tylft ljóðabóka auk þýðinga úr margra alda kveð- skap Islendinga. Segja má að Org- land hafi verið brautryðjandi að því leyti að hann mun hafa verið einna fyrstur manna til að kynna samtíma- bókmenntir íslendinga fyrir lesend- um á Norðurlöndum á þeim tímum er flestir grúskuðu í íslenskum forn- bókmenntum af þeim sem á annað borð lögðu ást sína við bókmenntir þjóðarinnar. Frá því um miðja öldina hefur Orgland sent frá sér þýðingar af ljóðum Stefáns frá Hvítadal, Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Steins Steinars, Snorra Hjartarson- ar, Hannesar Sigfússonar, Jóhannes- ar úr Kötlum og Jóns úr Vör svo nokkrir séu nefndir. Og ekki má gleyma skáldkonunum sem flestar er að finna í DIKT AVISLANDSKE KVINNER FRÁ 1700-TALLET TIL VÁRE DAGER en fyrir þá bók fékk hann Bastian-verðlaunin. Markmið Orglands var ekki ein- ungis að þýða heidur einnig að kynna íslenskar bókmenntir fyrir almenn- ingi á Norðurlöndum. í formálum Sínum gerir hann ætíð rækilega grein fyrir skáldinu og ferli þess, auk þess sem hann tengir æfi þess og skáld- skap við bókmenntasögu landsins. Oftast nær ræðir hann einnig ýmis vandamál við þýðingarstarfið sem kann að skipta sköpum fyrir þýðing- una eins og hún liggur fyrir. Orgland var búsettur í Reykjavík í tíu ár og starfaði þar lengst af sem lektor í norsku við Háskóla Islands. Síðan var hann lektor í Lundi í Sví- þjóð áður en hann settist að í heima- landi sínu. Hugur Orglands stefndi í vesturátt-A hvetju sumri dvaldist hann á Suður-Hörðalandi á vestur- 'strönd Noregs og þegar tækifæri bauðst hélt hann til Islands. En það þýðir ekki að hann hafi lokað augun- um fyrir Suðurlöndum. Orgland var starfsamur maður og áhugamál hans voru mörg. Á seinni árum fór hann að læra ítölsku og varð hann mikill unnandi söngs og lista ítala. Hann heillaðist jafnt af La Bohéme Pucein- is sem af hrynjandi ljóðs. Ef skáld- skapurinn hefði ekki orðið fyrir val- inu get ég vel séð Orgland fyrir mér sem söngvara! Orgland var einkar snjall að segja frá þegar vel lá á honum og í fasi og framkomu allri var hann óvenju lifandi maður. Hann hafði gaman af að kynnast fólki og kunni vel að meta vináttu víðs vegar um lönd. Margt hefur verið sagt um þýðing- ar Orglands og þótt hann hafi hlotið bæði hrós og viðurkenningu þá hefur gagnrýnin stundum verið hörð. Ljóst er að jafn afkastamiklum þýðanda og Orgland hljóta að vera mislagðar hendur en að baki sér á hann mikið og samfellt æfistarf sem mönnum ber að virða. Án hans væru kynni manna annars staðar á Norðurlönd- um af íslenskri Ijóðagerð allt önnur. Orgland hefur gefið þeim sem áhuga hafa á íslenskum bókmennt- um ágætt veganesti og víst er að að sá Norðmaður, sem hefur kynnt sér þýðingar hans, fer ekki allslaus til ísiands. Við vottum fjölskyldu hans og aðstandendum innilega samúð. Rolf, Ingrid og Ingeborg Huus. . Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Smfl auglýsingar Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! Sumarhátíð Húsafelli Félagar 4x411 Munið sumarhátíð klúbbsins í Húsafelli um helgina. Brottför kl. 19.00 frá Mörkinni 6 föstudaginn 15. júlí. UTIVIST [HjHveigarstig 1 • simi 614330 Kvöldferðfimmtud. I4.júlí Kl. 20.00 Skrautsteinaleit í hlíð- um Esjunnar - skemmtileg og fróðleg ferð fyrir alla fjölskyld- una. Brottför frá BSl, bensín- sölu, stansað við Árbæjarsafn og í Mosfellsbæ. Verð kr. 900/1.000, frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Dagsferðir um helgina: Laugard. 16. júlíkl. 08.00; Hekla. Sunnud. 17. júlíkl. 10.30; Þyrill. Helgarferðir 15.-17. júlí: 1. Básar á Goðalandi. 2. Veiðivötn. Landmannalaugar - Básar 18.-22. júlí: Örfá sæti laus vegna forfalla. Gist í skálum á leiðinni. Fararstjóri Hörður Haraldsson. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. ■» æ*. a / irr:i vqin irr: a p Löggiltur læknaritari með margra ára starfsreynslu, óskar eftir starfi frá 1. nóvember nk. Áhugasamir vinsamlegast sendi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Vön - 10731“, fyrir 29. júlí nk. íslenskt f ranskt hf. Óskum eftir að ráða aðstoðarmann í framleiðslu á matvælum. Framtíðarstarf. Upplýsingar á staðnum. íslenskt franskt, Dugguvogi 8. Flugmenn! Almenn, leynileg atkvæðagreiðsla skv. a-lið 15. gr. laga nr. 80 1938 til ákvörðunar um að hefja vinnustöðvun hjá Leiguflugi ísleifs Ottesen hf., Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 26. júlí ’94 kl. 08.00, fer fram á skrif- stofu FÍA, Háaleitisbraut 68, Reykjavík. Atkvæðagreiðslan hefst laugardaginn 16. júlí kl. 09.00 og lýkur sunnudaginn 17. júlí kl. 12.00. Stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Atvinnuhúsnæði í miðbænum Atvinnuhúsnæði óskast á póstsvæði 101 eða 107, 80-120 m2 á jarðhæð, fyrir léttan iðnað og verslun. Einnig óskast 2ja-3ja herb. íbúð á sama svæði. Upplýsingar í síma 887911. Uppboð til slita á óskiptri sameign Byrjun uppboðs á eigninni Strandgata 8 (Sjólyst), Stokkseyrarhr., þingl. eig. Ragnheiður Haraldsdóttir og Edda Karen Haraldsdóttir, verður haldið á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, fimmtudaginn 21. júlí 1994 kl. 13.00. Gerðarbeiðand! er Ragnheiður Haraldsdóttir. Afgreiðslumenn Stórt og traust fyrirtæki í borginni óskar að ráða samviskusama og heiðarlega afgreiðslu- menn til framtíðarstarfa sem fyrst. Starfsmenn þurfa að sinna afgreiðslustörf- um, jafnt innan- sem utandyra. Vaktavinna. Æskilegur aldur 25-50 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „A - 13220“, fyrir 19. júlí nk. Heilsugæslustöð Kópavogs Staða hjúkrunarfræðings (hlutastarf) er laus frá og með 1. október 1994. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 40400. Framhaldsuppboð Framhald uppboðs á mb. Drangavík VE-555 (skipaskrárnr. 2048), sem er þinglýst eign Auðuns hf., eftir kröfu frá íslandsbanka hf, sem fram átti að fara fimmtudaginn 14. júlí 1994, hefur verið frestað vegna mistaka í auglýsingu á uppboðinu. Uppboðið mun fara fram fimmtudaginn 28. júl( 1994, kl. 10.00, á skrifstofu sýslumannsins í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 2. hæð. Sýslumaðurínn í Vestmannaeyjum, 12. júll 1994. —— KIPULAG RÍKISINS Mat á umhverfisáhrifum Frumathugun á Hólmavíkurvegi í vestanverðum Hrútafirði Samkvæmt lögum nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, er hér kynnt fyrirhuguð vegaframkvæmd við Hólmavíkurveg nr. 68 í vestanverðum Hrútafirði. Um er að ræða 3,5 km langan vegarkafla frá Valdasteinsstöðum um Borðeyri að Laugarholti. Tillaga að þessari breytingu liggur frammi til kynningar frá 14. júlí til 18. ágúst á eftir- töldum stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga og í biðstofu Sparisjóðs Hrútfirðinga, Borðeyri, frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga nema miðvikudaga. Athugasemdum við þessa framkvæmd, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Skipu- lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, fyrir 18. ágúst nk. Þar fást ennfremur nán- ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstjóri ríkisins. Framhald uppboðs verður á sumarbústað á lóð nr. 132 í landi Öndverðarness, Grímsneshr., þingl. eig. Valdimar Þórðarson, eftir kröfum Islandsbanka hf., Sindra-Stáls hf. og Grímsneshrepps, mánu- daginn 18. júlí 1994 kl. 11.00 á eigninni sjálfri. Sýslumaðurínn á Selfossi, 13. júlí 1994. SAMHANI) UNCKA S/ÁL / S T/FDISMANNA Kynning á ESB fyrir konur Fimmtudaginn 14. júlí, kl. 20.30, verður haldinn fundur um ESB. Fundurinn er sérstaklega ætlaður konum, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Frummælendur verða þau Birna Hreiöarsdóttir og Björn Bjarnason. Fundurinn verður haldinn í Kornhlöðunni (bak við Lækjar- brekku). Ungar sjálfstæðiskonur. Sumarferð Landsmálafé- lagsins Varðar f Veiðivötn Varðarferðin verður á laugardaginn 16. júlí nk. Lagt verður af stað frá Valhöll v/Háaleitisbraut kl. 8.00 stundvíslega. Farið verður í Veiðivötn en einnig verður áð í Þjórsárdal og í Galtalæk. I Veiðivötnum verður ekinn hringur um vatnasvæðið og farið I göngu- ferðir undir stjórn vanra fararstjóra. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er um kl. 19.00. Aöalfararstjóri verður Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur. Miðasala í Valhöll milli kl. 8.00 og 18.00 i dag, fimmtudag, og föstudag. Nauðsynlegt er að kaupa miða fyrirfram. Ferðanefnd Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.