Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994 37 FRÉTTIR SKÁK OG BRIDS Sumarhátíð varnarliðsmanna VARNARLIÐSMENN halda árlega fjölskylduhátíð sína með „karnival“- sniði laugardaginn 16. júlí nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýl- inu, næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar íjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11 til 17. Þátt- taka í þrautum og leikjum og hress- ing af ýmsu tagi verður á boðstólum. Milli atriða gefst gestum kostur á að skoða flugvélar og annan búnað varnarliðsins sem verður til sýnis á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Umferð er um Grænáshlið, ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsam- lega beðnir um að hafa ekki með sér hunda. ■ FÉLAGIÐ Fjölskylduvernd heldur fund í Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 um málefni barna og foreldra, um- gengnismál og forsjármál. Allir eru velkomnir. I BJÖRN G. Jónsson, umhverf- isfræðingur, talar fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 um umhverfismál á íslandi á íslandskvöldi í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Aktuella miljöfrágor pá Island“. Fyrirlesturinn er tvískiptur og er fyn'i hluti hans um auðlindir hafsins, fiskveiðar sem umhverfisþátt. Síðan mun hann taka fyrir gróðurmál á Islandi. Að loknum fyrirléstri og kaffihléi verðui' sýnd kvikmynd um Island. Bókasafn og kaffistofa eru opin til kl. 22 á fimmtudagskvöldum í sumar. Fimmtudaginn 21. júlí mun Árni Waag Hjálmarsson halda fyr- irlestur um íslenska fugla. Aðgangur er ókeypis. ■ MICHAEL O’Donnell, trérenni- smiður og kennari frá Bretlandi er á íslandi þessa dagana og heldur hér 5 tveggja daga námskeið í trérenni- smíði. Þegar er fullbókað á nám- skeiðin enda er nemendafjöldinn tak- markaður við 5 nemendur á hvert námskeið. Að þeim loknum mun Michael O’donnell halda námstefnur. Námstefnan verður haldin í húsa- kynnum Smíðadeildar Kennarahá- skóla íslands, Skipholti 37, 2. hæð, í Reykjavík dagana 15. og 18. júlí frá kl. 9-12 eða 14-17. Þeir sem áhuga á að sækja eina þessara nám- stefna skrái sig sem allra fyrst. Þátt- tökugjald er 800 kr. SKEMMTANIR UHLJÓMSVEITIN PÉTUR heldur fyrstu tónleika sína á Tveimur vinum í kvöld, fimmtudagskvöld. Hljómsveitina skipa Val- ur Gunnarsson söngvari, Jón Gunnar Þórarinsson gítarleikari, Sigurður Hjartarson bassaleikari og Magnús Þór Magnússon trommuleikari. Hljómsveit- 'n hyggst leika frumsamið efni á þessum jómfrútón- leikum sínum og hefur leik- inn uppúr kl. 23.00. Að- gangur er ókeypis. Mhreða vatnsskáli Hljómsveitin Hunang frá Akureyri sem leikið hefur við góðar undirtektir víðs vegar um land í sumar leik- ur í Hreðarvatnsskála næstkomandí laugardags- kvöld. Dansleikir í Hreðar- vatnsskála eru löngu lands- kunnir fyrir sérstaka stemmningu og náttúru- lega gleði, enda komast. iðulega færri að en vilja. Á dögunum sendi Hunang frá sér lagið Glimmer á safn- plötunni „Heyrðu 4“ og mun það án efa hljóma ásamt öðru úrvalsefni þegar Hun- angsdrengirnir leika í Borgarfirðinum um helgina. UPÁLL ÓSKAR og MILLJÓNAMÆR- INGARNIR leika föstudagskvöld í Gjánni, Selfossi, en á laugardagskvöldið leika þeir á veitingahúsinu Ommu Lú. Lovers o.fl. Alvaran leikur svo þriðjudags- og miðvikudagskvöld. HLJÓMSVEITIN Pétur kemur fram í fyrsta sinn á veitingahúsinu Tveimur vinum í kvöld, fimmtudagskvöld. USSSÓL leikur á föstudagskvöld i Víkur- röst á Dalvík þar sem gleðipinnar Ólafs- fjarðar, Dalvíkur, Siglufjarðar og Akureyrar hittast. Á laugardagskvöldinu leika Sólar- menn í Miðgarði, Skagafirði. SSSól -fer nú brátt f hljóðver og dvelja liðsmenn hljóm- sveitarinnar nú undir feldi við samningu á breiðskífu sem mun hljóta nafnið Víva. UPLÁHNETAN heldur áfram yfirreið sína yfir landið og á föstudagskvöldð leikur sveit- in á ungmennafélagsbaili í Borg í Gríms- nesi og á laugardaginn verður hún í Sjallan- um, ísafirði. UÞÚSUND ANDLIT leika í Þotunni, Keflavík, á ÍBK-dansleik. Á laugardags- kvöldinur leikur hljómsveitin í Borg í Grímsnesi á ungmennafélagsdansleik. ■ ALVARAiV leikur fyrir fagnandi eða syrgjandi Akurnesinga og alla aðra á Lang- asandi föstudagskvöld að loknum bikarleik IA manna og KR-inga. BiVJ+ Sigríður Beinteinsdóttir og hljóm- sveit hennar halda hörkudansleik á Ing- hóli, Selfossi föstudagskvöldið 15. júlí. Hljómsveitin mun að venju halda uppi fjöri ásamt því að leika nýju lögin sín C ég þig og Frelsi. U TVEIR VINIR Frá fimmtudegi tii sunnu- dags verða haldin karaoke böll e_n hægt er að velja um tæplega 3.000 lög. Á föstu- dagskvöldinu verður auk karaoke, diskótek í umsjón Jóa Richards. UDOS PILAS leikur í kvöld, fimmtudags- kvöid, í Rosenbergkjaliaranum en þar verður haldið svokallað Mótorkvöld í boði verslunarinnar Mótor. Á föstudag leika Dos Pilas-félagar á Hótel Mælifelli, Sauðár- króki. UGAUKUR Á STÖNG t kvöld, fimmtu- dagskvöld leikur hljómsveitin Good Fellows. Hljómsveitin Galileó leikur föstu- dags- og laugardagskvöld en á sunnudags- og mánudagskvöld verður Þjóðhátíðin í Eyjum kynnt þar sem fram koma SSSól, Vinir vors og blóma, Upplyfting Lipstick UHÓTEL ÍSLAND Á Hótel íslandi í júlí verður sveitaballastemmning á laugardög- um. Hljómsveitin Fánar ásamt gestahljóm- sveitinni Brimkló með Björgvini Halldórs- syni i fararbroddi munu næstu laugardags- kvöld endurtaka þá einmuna stemmningu sem hún hefur náð síðastliðin tvö laugar- dagsksvöld. Húsið verður opnað kl. 22. Miðaverð er 500 kr. UTUNGLIÐ Á föstudagskvöldið verður Funkyhiphopjamm þar sem Þossi og Robbi verða í diskótekinu og i salnum verða þeir Davíð á gítar, Raggi á kontrabassa, Tóti á trommur, allir úr Bubbleflies, Svala Björgvins og Danni úr Nýdönsk með míkrafóna og Óskar á sax. UHÁRIfí 4. sýn. verður í kvöld, fimmtu- dagskvöld kl. 20 og eru örfá sæti laus, 5. sýn. föstudagskvöld, 6. sýn. laugardags- kvöld og 7. sýn. er á sunnudaginn og hefj- ast allar sýningarnar kl. 20. Ósóttar pantan- ir qru seldar þremur dögum fyrir sýningu. Hálið er sýnt í íslensku óperunni. USNIGLABANDIÐ og BORGARDÆT- UR leika á ÚJtihátið SÁÁ í Galtalæk á föstudags- og laugardagskvöld. UCAFÉ ROYALE Fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld verður haldin bjórhátíð. Á fimmtudagskvöld kemur fram Guðmundur Rúnar og Steinn Ármann Magnússon lítur inn og segir nokkra Hafn- arfjarðarbrandara. Á föstudags- og laugar- dagskvöld verður matar- og vínkynning, jóðlmeistari Hafnarfjarðar verður uppgþt- vaður og er kynnir kvöldsins Steinn Ár- mann. Guðmundur Rúnar leikur svo fyrir gesti. Verður Gata Kamsky næsti heimsmeistari? SKAK Kamsky sigrar í Las Palmas Burstar „krónprinsinn“ Kramnik í einvígi ÓVÆNTUSTU úrslitin í áskorenda- einvígum PCA keppnínnar í New York um daginn var áreiðanlega yfirburðasigur' 19 ára gamla Banda- ríkjamannsins Gatas Kamskys yfir 18 ára gamla Rússanum Vladímir Kramnik. Kamsky vann tvær fyrstu skákimar, næstu þremur lauk með jafntefli og örvæntingarfullar til- raunir Kramniks í sjöttu skákimii enduðu með því að hann tapaði henni líka. Niðurstaðan varð þvi á'á-lVi Kamsky í vil, yfirburðir sem enginn bjóst við fyrirfram. KAMSKY kom beint til einvígisins frá Las Palmas á Kanaríeyjum þar sem hann sigraði á stórmóti, hálfum vinningi á undan Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistara, sem varð í öðru sæti. Hann hafði litla ástæðu til bjartsýni gegn Kramnik, sem er stigahærri og af Gary Kasparov, PCA heimsmeistara, talinn líklegast- ur til að taka við tigninni. Hann er því oft nefndur „krónprinsinn". Sigurinn yfir Kramnik var því gífurlega þýðingarmikill. Tapið er mikið áfall fyrir Kramnik, sem fram að þessu hefur átt síst minni vel- gengni að fagna en þeir Karpov og Kasparov á sama aldursskeiði. Þeir töpuðu aldrei einvígjum í heims- meistarakeppninni, hvað þá heldur þurftu þeir að þola slíkt burst. Gata Kamsky er Tartari frá Sov- étríkjunum fyrrverandi og vakti mikla athygli á opna mótinu í New York 1989 þegar hann bað um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum ásamt föður sínum. Þeir feðgar urðu síðan fljótt vand- ræðabörn í bandarísku skáklífi og var það ekki síst föðurnum Rustam Kamsky að kenna. Hann var hnefa- leikakappi eystra og lét ófriðlega ef hann taldi keppinauta sonarins vera að svindla á honum, en það var ósjaldan. Þá fór það orð af Rustam að hann berði soninn til bókar og þegar hann tapaði ætti hann von á ráðningu. En það var aðeins fyrstu tvö árin sem hæfileikar Kamskys voru um- deildir. Eftir það náði hann að sanna sig sem sterkasti skákmaður Bandaríkjanna og stöðugt stefnt upp á við. Það kemst fátt annað að hjá honum en skákin. Hann legg- ur gífurlega vinnu í að rannsaka byijanir og bæta sig á þeim sviðum þar sem hann tekur þekkingu sinni áfátt. Nú nýlega hefur hann t.d. lagt áherslu á hvassar stöður en áður fyrr var stöðuskilningurinn hans aðalsmerki. Byijanaundirbún- ingur og nákvæmir útreikningar á afar flóknum stöðum var einmitt það sem lagði hornsteininn að sigr- inum yfir Kramnik. Þótt margir telji Kramnik hafa meiri hæfileika þá virðist hann ekki leggja eins mikið á sig og Kamsky og nýtir sér vel ýmis tækifæri sem frægð og frami hafa fært honum upp í hendurnar. Hann er í tygjum við glæsilega tékkneska skákkonu sem er nokkru eldri en hann sjálf- ur. Jan Timman hefur einnig hrósað honum fyrir að vera ekki eins leiðin- legur og hinir Rússarnir. Hann fær sér í glas og skemmtir sér eins og við hinir segir Timman. Næsta verkefni Kamskys er ein- vígi við Anand í fjórðungsúrslitum heimsmeistarakeppni FIDE nú í sumar. I haust mætir hann síðan Nigel Short í undanúrslitum PCA keppninnar. En lítum á tvær fyrstu skákirnar við Kramnik: í þeirri fyrstu reynist byrjana- undirbúningur Rússans gersamlega ófullnægjandi: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Vladímir Kramnik Slavnesk vörn I. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. Rf3 - e6 5. Bg5 - dxc4 6. e4 - b5 7. e5 - h6 8. Bh4 - g5 9. Rxg5 - hxg5 10. Bxg5 - Rbd7 II. exf6 - Bb7 12. g3 - c5 13. d5 - Db6 14. Bg2 - 0-0-0 15. 0-0 - b4 16. Ra4 - Db5 17. a3 - Re5 18. axb4 - cxb4 19. Dd4 - Rc6 20. dxc6! - Hxd4 21. cxb7+ - Kc7 22. Be3 - e5 23. Rc3! - bxc3 24. bxc3 - Bc5 Endurbót Kramniks á skákinni Salov-Illescas, Madrid 1993 sem tefldist þannig: 24. - Hd6 25. Habl - a6 26. Hxb5 - axb5 27. Hal - Hd8 28. Be4 - Bh6 29. Bc5 - Bf8 30. Ba7 - Bh6 31. Ha6 - Hb8 32. Hb6 og Illescas gafst upp. 25. cxd4 - Bxd4 26. Hfbl - Dc5 27. Ha6 - Hb8 Eftir 27. - Bxe3 28. Hc6+ - Dxc6 29. Bxc6 - Bb6 30. Bd5 hefur hvítur augljóslega betra endatafl. En í rannsóknum sínum á þessu flókna afbrigði hefur Kramnik lík- lega ekki tekið næsta leik hvíts með í reikninginn: SJÁ STÖÐUMYND 28. Bcli! - c3 28. - Bxf2+ 29. Khl - Bxg3 30. Ba3 var engu betra. 29. Ba3 - Dc4 30. Bd6+ - Kd7 31. Bc6+ - Ke6 32. Bb5 - Bxf2+ 33. Kxf2 - Dd4+ 34. Kfl - De4 35. Hel - Dhl+ 36. Kf2 - Dxh2+ 37. Kf3 - Hxb7 38. Bxe5+ - Hb6 39. Bc4+ - Kd7 40. Hxa7+ - Kc8 41. Hc7+ og Kramnik gafst upp. Hann fórnaði peði fyrir sókn í næstu skák, en í flækjunum reynd- ist það vera Kamsky sem reiknaði lengra: Hvítt: Vladímir Kramnik Svart: Gata Kamsky Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. g3 - 0-0 5. Bg2 - c5 6. 0-0 - Rc6 7. d4 - cxd4 8. Rxd4 - De7 9. Rc2 - Bxc3 10. bxc3 - Hd8 11. Ba3 - d6 12. Hbl - Dc7 13. Rd4 - Rxd4 14. cxd4 - Dxc4 15. Dd2 - Da6 16. Hb3 - Hb8 17. e4 - Bd7 18. Hf3 - Ba4 19. Hel - Hbc8 Kramnik hefur fórnað peði fyrir sóknarfæri en Kamsky er vandan- um vaxinn. 20. Bfl - Bb5 21. Bh3 - Da4 22. d5 - Hc2 23. De3 - exd5 24. e5 Ekki 24. Hxf6 - gxf6 25. Dh6 - Dd4. Nú vonast hvítur eftir 25. - dxe5 26. Be7, en Kamsky finnur þvingaða vinningsleið: 24. - d4! 25. Dg5 25. - He2! Nú verður Kramnik að fórna hrók til að halda sókninni gangandi, en allt kemur fyrir ekki. 26. exf6 - Hxel+ 27. Bfl - Hxfl+ 28. Kg2 - Hgl+ 29. Kh3 - Bd7+ 30. Kh4 - g6 31. Dh6 - d3+ 32. Hf4 - Dxf4+ 33. Dxf4 - Hhl 34. g4 - h6 35. Kh3 - g5 36. Dd4 - Hgl 37. f3 - d2! 38. Dxd2 - Bb5 og Kramnik gafst upp. Margeir Pétursson __________Brids______________ U m s j ó n A r n ó r (i. Ragnarsson Guðlaug og Aðal- steinn unnu silfur- stigamótið Laugardaginn 9. júlí var haldið silf- urstigamót í Sigtúni 9. Það var fá- mennt en góðmennt vegna einmuna veðurblíðu. 15 pör spiluðu og urðu úrslit þessi: Guðlaug Jónsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen 320 Óli Bjöm Gunnarsson - Valdimar Elíasson 287 JacquiMcGreal-DanHansson 272 Næsta silfurstigamót verður haldið laugardaginn 23. júlí og hefst spila- mennska kl. 12 og lýkur milii 18 og 19. Keppnisgjald er kr 1.500 á mann og fer helmingur keppnisgjalda í verðlaun. Eins dags bridsnámskeið Laugardaginn 16. júlí verður nám- skeið í brids í Sigtúni 9. Þetta er ann- að námskeiðið í röð eins dags nám- skeiða sem Bridssamband íslands stendur fyrir í sumar. Leiðbeinandi er Guðmundur Páll Arnarson. Fyrsta námskeiðið, sem var laugar- daginn 4. júní, var um vörnina en nú ætlar hann að fara í mistakagrein- ingu. Efni sem allir bridsspilarar geta lært eitthvað á. Brids er mistakaíþrótt og alls enginn spilar villulaust. Lykill- inn að því að sigra er ekki að spila feilfrítt heldur gera færri mistök en andstæðingurinn. Hvernig fer spilari að því að fækka mistökunum? Það er spurningin sem Guðmundur Páll ætlar að fara í laug- ardaginn 16. júlí nk. Spiluð verða fyr- irfram gefin spil og farið yfir þau jafn- óðum. Námskeiðið er opið öllum keppnis- spiiurum og ekki er nauðsynlegt að mæta í pörum. Námsskeiðsgjaldið er kr 1.000 á mann og það hefst kl. 13. Það er hægt að láta skrá sig á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-619360 f. hádegi en einnig er hægt að mæta á staðinnjétt fyrir kl. 13 laugardaginn 16. júlí nk. Sumarbrids Með fækkandi knattleikjum í sjón- varpi, má búast við að keppendum fjölgi nokkuð á næstunni í sum- arbrids. Þátttaka hefur þó verið jöfn og góð frá upphafi. Urslit síðasta föstudag urðu: N/S: Halldör Már Sverrisson - Páll Þ. Bergsson 345 María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson305 Guðiaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 292 A/V: Sveinn R. Eiríksson - Rúnar Einarsson 317 Auðunn Guðmundsson - Ásmundur Omólfsson 306 Erla Ellertsdóttir - Kristin Jónsdóttir 304 Á sunnudag var aðeins spilað í ein- um riðli. Úrslit urðu: Murat Serdar - Þórður Björnsson 191 Gunnþómnn Erlingsdóttir - Sigrún Pétursdóttir 184 Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinsson 181 Kristinn Kristinsson - Halldór Svanbergsson 171 Á mánudag mættu 32 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S: Hjálmtýr Baldursson - Baldvin Valdimarsson 518 Hrólfur Hjaltason - Sverrir Ármannsson 495 Axel Lárusson - Guðjón Jónsson . 460 A/V: SævinBjamason-ÞórirLeifsspn 495 Óli Þór Kjartansson - Kjartan Ólason 493 Alfreð Kristjánsson - Eggert Bergsson 482 Og nú er Bridssambandið búið að kaupa nýtt húsnæði, að Þönglabakka í Mjódd. Er ástæða til að óska Brids- sambandinu og félagsmönnum þess til hamingju með þennan merka áfanga. Og minna á að aiiur hagnaður af rekstri sumarbrids rennur til húsa- kaupanna. Bridsfólk, samtaka nú og fjölmennum í sumarbrids. Spilað er alla daga kl. 19 (nema laugardaga) og að auki kl. 14 á sunnu- dögum og kl. 17 á fimmtudögum (ef þátttaka næst).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.