Morgunblaðið - 14.07.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 14.07.1994, Síða 48
m HEWLETT PACKARD HP Á ISLANDI H F Höföabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguloika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Afleiðingar sumarhita og sólfars Þönmgagróður litar sjóinn út af Gróttu TALSVERT mikið hefur verið um þörungablóma út af Gróttu undanfarna daga. Ljós slikja hefur verið á haffletinum og eins ljósir dílar. Sýni voru tekin í gær og er verið að rannsaka þau hjá Hafrannsóknastofnun. Þórunn Þórðardóttir, sérfræð- ingur í þörungum á stofnuninni, sagðist giska á að hér væru á ferð- inni svokallaðir kalksvifþörungar. Hún sagði fátítt að svona mikill vöxtur hlaupi í þá eins og þarna virðist hafa gerst. Hún sagði að kalksvifþörungar væru hlýsjávar- þörungar en of snemmt væri að svara því hvað valdi vexti þeirra. Kalkþörungarnir ekki eitraðir Þórunn sagði að kalksvifþör- ungar væru ekki eitraðir og spilltu ekki lífríkinu á neinn hátt. Þeir gætu t.d. haft þau áhrif að halda niðri vexti annarra og óæskilegra þörunga. |ggg3|||i Morgunblaðið/Golli Háþrýstiþvottur ÞAÐ ERU mörg handtök við viðhald skipa og botnhreinsun er eitt af því sem nauðsynlegt er að framkvæma reglulega. Hér er verið að háþrýstiþvo skip í slipp í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Kári Hluthafafundur haldinn í Islenska útvarpsfélaginu hf. Allt krökkt af mýi BITMÝ hefur verið óvenju mikið á ferðinni að undan- förnu og segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur hjá Líffræðistofnun Há- skóla Islands að veðurfar kunni að ráða miklu þar um. Segir Gísli mest um mýið 10-15 kílómetra frá ám sem renna úr stöðuvötn- um og i annan stað þurfi að vera hægur vindur og tiltölulega hlýtt. Mýflugan klekst úr ám fyrri hluta sumars og ræðst stærð stofnsins af veðurfari sum- arið áður og þörungagróðri í vötnum. Síðasta vika var hægviðrasöm og hlý og seg- ir Gísli að sennilega sé flug- an búin að verpa. Þá léttist hún verulega og hugsan- lega megi skýra aðgangs- hörku hennar með því að hún þurfi á að halda „blóð- máltíð“ til þess að geta þroskað ný egg. Flugan sækir í spendýr, einkum í hross, nautgripi, sauðfé og menn að sögn Gisla. Hennar verði einnig meira vart í góðviðri því hún fljúgi ekki í rigningu og ekki ef vindur fer yfir þrjá metra á sek- úndu. „Þetta hefur gert vart við sig um allt land og á Mývatni var varla vært úti við þegar ég kom þang- að um daginn." A mynd- inni, sem er frá undirbún- ingi Landsmótsins á Laug- arvatni sem hefst í dag, sjást starfsmenn leggja þökur með net fyrir andlit- unum. En Gísli segir að fyrst flugan hafi verið svona aðgangshörð upp á síðkastið geti verið að gangan sé farin yfir. Senni- lega deyi níu af hverjum tíu flugum milli þess sem þær verpa. Loks séu til fæliefni í apótekum sem fólk geti gripið til. Dómsmál höfð- að gegn hluthöf- um í Stöð tvö Morgunblaðið/Sverrir FYRIR hluthafafundinn gerðu fylkingarnar í íslenska útvarpsfé- laginu hf. lokatilraun til að ná sáttum. Sú tilraun mistókst. Hér ræðast við Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður, Jón Ólafs- son og Óskar Magnússon, framkvæmdasljóri Hagkaups. HLUTHAFAFUNDUR í Islenska útvarpsfélaginu hf. samþykkti í gær að höfða mál á hendur stjórnar- mönnum í fyrrverandi meirihluta í félaginu. Krafist er riftunar á starfslokasamningi sem gerður var við Pál Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóra, ógildingar á sölu á hlutabréfum í Sýn og skaðabóta frá fyrrum stjórnarmönnum í félaginu. Eftir að tillögurnar höfðu verið samþykktar lagði Einar Hálfdánar- son, lögfræðingur og fulltrúi minni- hlutans í íslenska útvarpsfélaginu hf., fram tillögu um að lögfræðingi og löggiltum endurskoðanda verði falið að rannsaka viðskipti félagsins við tilgreinda hluthafa. Um er að ræða meint fjármunabrot Jóns Ól- afssonar m.a. fyrir að láta fella nið- ur viðskiptakröfur félagsins á hend- ur sér svo sem með því að greiða þær með skilyrtum afslætti sem ekki telst venjulegur greiðslueyrir, láta fella niður vexti af viðskipta- skuldinni, reikna sér leigu af tækja- búnaði og fleiri brot á árunum 1990-1994, eins og komist er að orði í tillögunni. Tillagan gerir einn- ig ráð fyrir að meint brot Jóhanns J. Ólafssonar á bókhaldslögum verði rannsökuð, en þar er um að ræða notkun á ýmsum fylgiskjölum sem vafi þykir leika á hvort stand- ist lög eða reglugerð um bókhald. Þá gerir tillagan ráð fyrir að rann- sakað verði meint brot Fjórmenn- inga sf., þeirra Jóns, Jóhanns J. og Guðjóns Oddssonar, fyrir að hafa látið íslenska útvarpsfélagið hf. greiða ýmsan kostnað félagsins og fyrir að hafa krafið félagið um ábyrgðaþóknun af lánum sem fé- Iagið tók eftir að hagnaður var orð- inn af starfsemi þess. Tillaga um að taka þessa tillögu á dagskrá var felld. Einar sagði að minnihlutinn myndi krefjast nýs hluthafafundar þar sem formleg afstaða yrði tekin til tillögu minnihlutans um rann- sókn á þessum viðskiptum. Hann sagði að ákvæði hlutafjárlaga leiði til þess að þeir hluthafar, sem tillag- an beinist gegn, megi ekki greiða atkvæði á fundinum og því verði núverandi minnihluti þar með í meirihluta. Sigurður G. Guðjónsson hefur sagt að þetta sé ekki rétt. Einar sagði alveg ljóst að þessi rannsókn muni fara fram. Ef hún leiði til þess að rökstuddar ástæður séu til að ætla að framið hafi verið lögbrot verði höfðað dómsmál. „Það var niðurstaða meirihlutans að hefja þessi málaferli gagnvart ákveðnum hluthöfum. Við óttumst ekki úrslit þeirra málaferla," sagði Einar Hálfdánarson. Sigurður G. Guðjónsson vildi ekkert tjá sig við Morgunblaðið eftir fundinn. í dag verður haldinn hluthafa- fundur í sjónvarpsstöðinni Sýn. Fyrir fundinum liggur tillaga um aðskilnað á milli íslenska útvarpsfé- lagsins hf. og Sýnar hf. Þorsteinn Pálsson um nýbyggingu Hæstaréttar á lóðinni við Lindargötu Ekkert réttlætir frestun BYGGING nýs Hæstaréttarhúss hefst á næstunni á lóðinni við Lindargötu 2, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. Kemur ákvörðunin í kjöl- far þess að byggingarnefnd hússins komst að þeirri niðurstöðu eftir endurskoðun á staðsetning- arhugmyndum fyrir húsið, að lóðin við Lindar- götu væri besti kosturinn. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, segir að ekkert réttlæti frek- ari frestun framkvæmda. Skúli Norðdahl, arkitekt og forsvarsmaður þeirra sem mótmæltu fyrirhug- aðri staðsetningu með blaðaauglýsingum fyrr á þessu ári, segir að hópurinn álíti að faglegt mat á byggingunni þurfi að vera í höndum annarra en þeirra sem vilja bygginguna á lóðinni. I febrúar tilkynnti dómsmálaráðuneytið borgar- ráði Reykjavíkur að í ljósi þeirrar umræðu sem spunnist hefði um fyrirhugaða byggingu, teldi ráðuneytið rétt að kanna á ný þá staðsetningar- kosti sem til greina kæmu og var þess óskað að borgarráð leiðbeinti ráðuneytinu um þá kosti sem fyrir væru. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að engar ábendingar hefðu borist sem réttlættu frekari frestun. „Nú er einfaldlega komið að því að hrökkva eða stökkva,1' segir hann. „Þessi lóð er besti kostur- inn og lausn arkitektanna sem hlutu fyrstu verð- laun er hreint listaverk. Það væri mikið tjón ef það yrði ekki að veruleika." ÖII leyfi fyrir hendi í greinargerð byggingarnefndar hússins segir að öll tilskilin leyfi fyrir byggingunni væru fyrir hendi og lögboðin kynning hefði farið fram á húsinu án þess að athugasemdir kæmu fram. Engin mótmæli hafi komið fram fyrr en samn- ingaumleitanir um jarðvinnu hafi verið að hefjast. Þá hafi verið efnt til sýningar á tillögunum sem um 1.200 manns hafi sótt. Stjórn Arkitektafélags Islands hafi lýst yfir stuðningi sem og 71 hæsta- réttarlögmaður. Kostnaður við bygginguna er þegar kominn í um 60 millj. og segir nefndin að ef staðsetningu yrði breytt þá væri fjármununum kastað á glæ. 500 manns mótmæltu „Þessi vinnubrögð eru út í hött,“ segir Skúli. „Ráðherra er nýbúinn að fá bréf frá borgarstjóra. um skipun nefndar," en Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, skipaði nýlega nefnd til við- ræðna við ráðuneytið um staðsetningu hússins. Skúli segir að meira en 500 manns hafi mót- mælt byggingunni í vetur og ákvörðunin nú sé bæði dónaskapur við borgarstjóra og borgarbúa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.