Morgunblaðið - 20.07.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 20.07.1994, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ Í994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Christopher kynnir Sýrlendingnm nýjar hugmyndir Segir viðræð- urnar um Gól- anhæðir erfiðar Damaskus. Reutcr. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandarikjanna, gerði Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í gær grein fyrir nýjum hugmyndum Banda- ríkjamanna um deilu Sýrlendinga og ísraelsmanna vegna Gólanhæða. Christopher sagði að loknum viðræðunum að þær væru enn erfiðar. Christopher flaug frá ísrael til Damaskus í gær, og sagði við fréttamenn að fundur hans með Assad hefði verið gagnlegur. Nýjar hugmyndir Bandaríkjamanna hefðu verið ræddar, og lýsti hann þeim sem „annarri leið til þess að nálgast gamlar hugmyndir." Engu að síður væru viðræðumar erfiðar, málefnin flókin og erfíð viðfangs. ísraelar ásakaðir í málgagni sýrlensku stjómar- innar sagði að stjórnvöld í Dam- askus og Washington ættu það markmið sameiginlegt að koma á víðtækum friði í Austurlöndum nær. í málgagninu var í löngu máli greint frá því að ísraelsmenn hefðu reynt að spilla viðræðunum, og þótti það ekki benda til þess að sæi fyrir endann á deilunum vegna 27 ára hersetu ísraels- manna á Gólanhæðum. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísrael sagði í gær að Chri- stopher flytti engin sérstök skila- boð frá Israelum. Mikið bæri í milli, og það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi. ísraelsmenn hafa boðist til að hverfa á brott smám saman á næstu 8 árum, gegn því að tekin verði upp eðlileg samskipti milli landanna. Jórdanir hafa hafnað því boði og segja að ísraelar verði að vera famir með öllu áður en samskipti geti orðið eðlileg. Deila um orðalag Samningamenn Jórdaníu og ísraels luku í gær fyrstu umferð friðarviðræðna sem hófust á landamærum ríkjanna í fyrradag. Báðir aðilar sögðu að viðræðurnar hefðu verið árangursríkar. Ekkert varð af því að þeir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær, eins og til hafði staðið, þar sem samningamennirnir gátu ekki komið sér saman um hvernig hún skyldi orðuð. 26 létust í Buenos Aires AÐ minnsta kosti 26 manns lét- ust og 127 særðust í sprenging- unni sem varð í aðalstöðvum samtaka gyðinga í Buenos Air- es á mánudag. Hér vinna menn hörðum höndum að því að hreinsa til í rústunum. Ráð- herra heilbrigðismála kannaði aðstæður í gær, og var haft eftir honum að langflestir hinna slösuðu væru alvarlega sárir. Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísrael, sagði í gær að Hizbollah-hreyfingin, sem nýt- ur stuðnings stjórnarinnar í Iran, stæði að baki sprengjutil- ræðinu, en íransstjórn vísaði þeim ásökunum á bug. Tilskipun um takmörkuð völd dómara veldur deilu innan Ítalíustjórnar Átti að stöðva afhjúpanir? UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins á ítaliu (t.v), og Roberto Maroni innanríkisráðherra lögðust báðir gegn um- deildrí tilskipun sem takmarkaði völd saksóknara. Ægibjartur eldhnöttur á Júpíter Sydney. Reuter. STJARNFRÆÐINGAR í Ástralíu sáu gífurlegan eldhnött og ægi- bjarma, sem var að minnsta kosti þrisvar sinnum stærri en jörðin, í fyrrinótt þegar níunda brotið úr halastjörnunni Shoemaker-Levý 9 rakst á Júpíter. Áætlað er, að það hafí verið allt að 10 km í þvermál. Áreksturinn á fjærhlið „Við sáum eldhnött, gífurlega kúíu ofurheitra lofttegunda rísa upp yfír sjónarröndina,“ sagði Vieki Meadows, stjarnfræðingur við Ensk-áströlsku stjörnuskoð- unarstöðina í Ástralíu. Árekstur- inn varð á þeirri hlið, sem frá jörðu snýr, en bjarminn frá honum kom fljótiega í Ijós og var meiri en bjarminn frá skærustu stjörnum. Myndir, sem teknar hafa verið, sýna gárur út frá árekstursst.aðn- um líkt og þegar steini er kastað í tjörn. -----».+ »----- Víetnamar í ASEAN? Bang'kok. Reuter. AÐEINS tæknileg atriði standa í vegi fyrir aðild Víetnams að Sam- tökum Suðaustur-Asíuríkja, ASE- AN, og búist er við, að úr þeim verði greitt fljótlega. Samtökin v. voru stofnuð 1967 og meðal ann- ars til að spoma við kommúnism- anum. Don Pramudwinai, sem fer með austur-asísk málefni í tælenska utanríkisráðuneytinu, sagði, að aðild Víetnams væri í raun frá- gengin en í samtökunum eru nú Tæland, Brunei, Filippseyjar, In- dónesía, Malasía og Singapore. STJÓRN Silvios Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, dró í gær til baka umdeilda tilskipun, sem tak- markaði rétt saksóknara til að hneppa grunaða menn í gæsluvarð- hald og virtist ætla að valda stjórn- arkreppu á Ítalíu. Tveir af sam- starfsflokkum Berlusconis voru and- vígir tilskipuninni og hún mæltist einnig illa fyrir meðal almennings. Orðrómur var á kreiki um að mark- miðið með tilskipuninni væri í raun að koma í veg fyrir afhjúpanir í spillingarmálum sem verið er að rannsaka. Roberto Maroni innanríkisráð- herra og varaforsætisráðherra, sem er í Norðursambandinu, hótaði að segja af sér vegna tilskipunarinnar og sakaði samráðherra sína um að hafa beitt hann blekkingum. Honum hefði verið sagt, áður en tilskipunin var gefín út í vikunni sem leið, að stjórnarandstaðan hefði samþykkt hana og hún yrði ekki til þess að spilltir stjórnmála- og fjármálamenn yrðu leystir úr haldi. Um 1.100 manns voru látnir lausir um helg- ina, þar af nokkrir þekktir stjórn- mála- og fjármálamenn sem sakaðir eru um spillingu. Ymsir löglærðir menn gagnrýndu tilskipunina á þeirri forsendu að hún skipti gæsluvarðhaldsföngum í tvo flokka, þar sem þeir sem sakaðir eru um hvítflibbaglæpi fengju að fara heim en aðrir ekki. Aðrir sögðu að saksóknarar hefðu misnotað rétt sinn til að hneppa menn í gæsluvarðhald til að knýja fram játningar. Flokkur Berlusconis einangrast Berlusconi sagði ásakanir Mar- onis rangar og krafðist þess að vara- forsætisráðherrann drægi þær til baka án skilyrða eða segði af sér ella. Framkvæmdastjórn Norð- ursambandsins hafnaði á sunnudag tillögu Maronis um að hann segði af sér ráðherraembættinu. Umberto Bossi, leiðtogi flokksins, sagði að Maroni nyti fulls trausts og stuðn- ings flokksins. Bossi lagði áherslu á að tilskipun- in yrði dregin til baka og að deilan yrði ekki notuð sem afsökun til að boða til nýrra kosninga eins og Berlusconi hafði ítrekað hótað. Hörð afstaða til spillingarmál- anna hefur verið þungamiðjan í stefnu Norðursambandsins. Tilslök- un af hálfu flokksins myndi veikja stöðu Bossis. Þjóðarbandalagið, þriðji flokkur- inn í samsteypustjóm Forza Italia, flokks Berluseonis, og Norðursam- bandsins, var andvígt tilskipuninni, enda leggur bandalagið einnig áherslu á baráttuna gegn spillingu. Hópur saksóknara í Mílanó, sem hefur rannsakað spillingarmálin þar, sagði af sér vegna tilskipunarinnar og efnt var til mótmæla gegn henni í borginni. Þótt stjómarandstöðu- flokkar hefðu staðið fyrir mótmælun- um tóku margir stuðningsmenn Norðursambandsins þátt í þeim. Almenningur styður saksóknara Skoðanakannanir sem gerðar voru staðfestu að tilskipunin mæltist illa fyrir meðal almennings. Samkvæmt könnun á vegum dagblaðsins l’Unita töldu hartnær þrír afhveijum fjórum tilskipunina ranga. Aðeins einn af hveijum sjö var þeirrar skoðunar að Berlusconi hefði rétt fyrir sér. Samkvæmt könnun l’Unita studdu meira en þrír af hveijum fjórum Antonio Di Pietro, yfirmann saksóknarahópsins. í könnun á veg- um dagblaðsins La Repubblica studdu 85% Di Pietro og aðeins 48% Berlusconi. Forsætisráðherrann sakaði saksóknarana um að hugsa of mikið um eigin vinsældir og stöðu sína sem fjölmiðlastjörnur. Berlusconi gaf út yfirlýsingu til að svara gagnrýninni á tilskipunina þar sem hann tiltók tólf atriði sem hann sagði réttlæta hana. Hann nefndi meðal annars yfírfull fang- elsi og hæga afgreiðslu dómskerfis- ins. Hann sagði að gæsluvarðhalds- úrskurðir ættu að vera undantekn- ing en ekki regla og ættu aðeins rétt á sér í alvarlegustu málunum. Berlusconi bætti við að það væri skylda forsætisráðherrans að veija þá sem stæðu höllum fæti og ekki kæmi til greina að breyta tilskipun- inni nema takmarka frekar rétt sak- sóknara til að hneppa grunaða menn í gæsluvarðhald. Ætlunin að bjarga Fininvest? Þeir sem gagnrýndu tilskipunina sögðu annað liggja að baki henni. Maroni benti til að mynda á að hún yrði til þess að teíja rannsókn á spillingarmálum í Mílanó, en búist hafði verið við afhjúpunum í þeim málum á næstunni. Einn af þeim sem urðu fyrstir til að njóta góðs af tilskipuninni var Francesco De Lorenzo, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, fyrmm flokksbróðir Alfredos Biondis dómsmálaráðherra sem gaf tilskipunina út. Ennfremur hefur verið orðrómur á kreiki um að afhjúpana hafi verið að vænta í rannsókn á Fininvest, fyrirtæki Berlusconis sem bróðir hans stjórnar nú. Þá hefur tilskip- unin áhrif á framsalskröfu vegna Bettinos Craxis, fyrrverandi forsæt- isráðherra og leiðtoga Sósíalista- flokksins, sem dvelst nú í Túnis og kveðst ekki geta snúið aftur til ítal- íu sökum veikinda. Milli Craxis og Berlusconis hefur lengi verið kunn- ingsskapur. Heimild: Financial Times.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.