Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR SIGURZ fulltrúi, Búlandi 31, Reykjavík, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 13. júlí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Hauksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR KRISTJÁNSSON, Víðilundi 1, Akureyri, sem lést 15. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 22. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Anna Steindórsdóttir, Úlfar Hauksson, Hólmfríður Andersdóttir, Selma Hauksdóttir, Þengill Ásgrímsson, og barnabörn. t Bálför GUÐMUNDAR BJARNASONAR frá Klúku í Bjarnafirði, siöast til heimilis á vistheimilinu Seljahlíð í Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Blindrafélagið f Reykjavík. Ingunn Gunnlaugsdóttir, Ómar Þór Guðmundsson, AðalheiðurS. Eysteinsdóttir, Björt Óskarsdóttir, Guðmundur R. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, KONRÁÐ SIGURÐSSON, Sólvöllum, Árskógsströnd, sem andaðist 15. júlí sl., verður jarð- sunginn frá Stærri-Árskógskirkju föstu- daginn 22. júlí kl. 13.30. Soffia Sigurðardóttir, Alfreð Konráðsson, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Konráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Valborg Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, áður Hverfisgötu 52, Hafnarfirði, sem lést í Borgarspítalanum að kveldi 17. júlí sl., verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Eirikur Skarphéðinsson, Sigríður Óskarsdóttir, Sigurrós Skarphéðinsdóttir, Hrafn G. Johnsen, Eiður Skarphéðinsson, Eygló Ragnarsdóttir, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Lárus Jón Guðmundsson, Jóhannes Skarphéðinsson, Unnur Runólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ]E(gíin(gigúnxs leysir vandann Reflectix er 5/16" þykk endurgeislandi einangrun írúllum. Alttaf tll á lager 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 2' & 4'. Rúllulengdir: 50', 125' og 250'. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og Hmband einu verkfærin. BYGGINGAVÖRUVERSLUN P. P0R6RIM8S0N 6 CO Ármúla 29, sími 38640 VIKTOR ÞORKELSSON + Viktor Þorkels- son var fæddur í Siglufirði 25. mars 1923. Hann lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Evertsdóttir frá Minna Hofi, Höfða- strönd, f. 21. apríl 1888, d. 21. mars 1958, og Þorkell Friðriksson, f. 3. nóvember 1884, d. 7. febrúar 1974, frá Minna Gryndli, Fljótum. Viktor átti tvo bræður; Jens, sem dó 17 ára að aldri, og Evert, f. 1918, verslunarmaður á Sauðárkróki. Evert er kvænt- ur Sigrúnu Snorradóttur og eiga þau sex börn. Viktor kvæntist eftirjifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Önnu Ólafsdóttur frá ísafirði, 30. júní 1948. Vikt- or og Ólöf eignuðust fjögur börn; Ólaf Guðlaug, f. 9. janúar 1949, kvæntur Guðnýju Tryggvadóttur og eiga þau tvær dætur; Þorkel Steinar, f. 30. mars 1952, kvæntur Jór- unni Andreasdóttur og eiga þau tvo syni; Bergljótu, f. 5. nóv- ember 1957, gift Ey- steini Yngvasyni og eiga þau þijá syni; Hafstein, f. 13. janúar 1965. Útför Viktors fer fram frá Lang- holtskirkju í dag. ENDA ÞÓTT mágur minn, Viktor Þorkels- son, hefði átt við langa vanheilsu að stríða, kom fráfall hans á óvart. Viktor var fæddur og uppalinn í Siglufirði. Að lokinni skólagöngu hóf hann störf hjá Aage Schiöth lyfsala í Apóteki Siglufjarðar. Hann var lipur og þægilegur afgreiðslu- maður í apótekinu, og jafnframt má segja að hann hafi gegnt starfi lyfjafræðings, því að hann tók mik- inn þátt í lyfjagerð og efnagerð sem Schiöth stundaði á þessum árum. Schiöth vann m.a. að merkilegu brautryðjendastarfí í gosdrykkja- gerð og perlugerð úr síldarhreistri. Má nærri geta að oft var annasamt í apótekinu, þegar síldarævintýrið blómstraði á Siglufirði og var skemmtilegt að heyra Viktor rifja upp þau ár. Viktor var músíkalskur maður og lærði snemma að spila á trommur og spilaði hann í hljóm- sveit í Siglufirði á yngri árum. Þá var hann félagslyndur að upplagi, tók m.a. mikinn þátt í starfi Lions- klúbbs Siglufjarðar og í Sjálfstæðis- félaginu á staðnum. Eftir að Aage Schiöth hætti rekstri apóteksins starfaði Viktor hjá Snæbirni Kaldalóns lyfsala í nokkur ár, eða allt þar til þau hjón- in fluttu búferlum frá Siglufirði til Reykjavíkur á árinu 1960. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hann m.a. í Holts Apóteki í nokkur ár, uns hann söðlaði um og fór til starfa hjá Timburverslun Árna Jónssonar. Eftir að það fyrírtæki hætti starfsemi hóf hann störf hjá Afurðasölu SÍS og starfaði þar á meðan heilsan leyfði. Viktor var einstakt snyrtimenni og ljúfmenni í viðkynningu, prúður, en þó fastur fyrir. Hann var hlýr í viðmóti og þægilegur í allri um- gengni. Hann var nákvæmur og samviskusamur, hjálpfús og barn- góður með afbrigðum. Naut sá, sem þetta ritar, þessara kosta hans á yngri árum, því að í apótekinu fékkst ýmislegt góðgæti, sem smá- fólkið kunni vel að meta. Á síðar árum átti Viktor við van- heilsu að stríða, sem kom í veg fyrir að hann gæti sinnt vinnu og var hann stundum langdvölum á sjúkrastofnunum af þessum sökum. Ekki þarf að fara í grafgötur með, að þessi veikindi hafa verið heimil- inu þungbær, en Ólöf eiginkona hans studdi hann dyggilega á þess- ari löngu þrautagöngu hans, með einstaklega fórnfúsum hætti. Við sem kynntumst Vidda á hans blómaskeiði eigum margar góðar minningar um glaðværan og rausn- arlegan heiðursmann. Hans verður ávallt minnst, þegar góðs drengs er getið. Við Sigga minnumst hans með þakklæti, hlýhug og virðingu og sendum Lóló og börnum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Júlíus Sæberg Ólafsson. t GUÐJÓN JÓNSSON, Kleppsvegi 40, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda vináttu og samúð. Edda Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU EYVINDSDÓTTUR, Suðurengi 28, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Böðvar Stefánsson, Stefán M. Böðvarsson, Reynir E. Böðvarsson, Guðmundur S. Böðvarsson, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS K. JÓNSSONAR, Ægisfðu 107, Reykjavík. Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigurjón H. Gestsson, Inga Gunnlaugsdóttir, Trausti H. Gestsson, Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir, Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson, Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir, Kristinn Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, Berugötu 5, Borgarnesi. Sérfræðingar í bUmiasLrrylinguni við öll (ækirsiM'i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 19090 Erfidrykkjur Glæsileg kiiiíi- hlaðborð íalle<íir siilir og mjög i»ýH> þjonusla. I pplýsiiuíar í síma 2 23 22 □I blómaverkstæði WNNAsfc Emil Ámundason, Hans Gunnar Emilsson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigurður Arilíus Emilsson, Sigriður Leifsdóttir, Valgerður Ásta Emilsdóttir, Gilbert Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. FLUGLEIDIR HÍTEL LOFTLEUIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.