Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hætt við lögbann á Fisherman Tvær áhafnir með ógreidd laun TVÆR áhafnir eiga enn eftir að fá greidd laun frá útgerðarmönnum togarans Fisherman, sem gerður er út frá íslandi en siglir undir hentifána smáríkisins St. Vincent, að sögn Jónasar Garðarssonar, framkvæmdastjóra Sjómannafélags Reykjavíkur. Hljóða kröfur áhafn- anna tveggja upp á um íj'órar millj- ónir króna, en í hvorri áhöfn eru um 15 manns. Ný áhöfn um borð Fisherman hefur ekki kvóta inn- an íslenskrar landhelgi og segir Jónas, að það sé nú á leið á veiðar utan hennar, en ný áhöfn er um borð. Hann segir að hætt hafi verið við að setja lögbann á skipið og kyrrsetja það vegna vangoldinna launa. Skuldirnar hafi verið viður- kenndar af viðkomandi aðilum og segir Jónas að álitið hafí verið að betri líkur væru á, að fá upp í kröf- urnar ef skipið færi á veiðar og veiddi eitthvað. Jónas segir, að togarinn hafi verið tekinn á leigu af útgerðar- manni í Þorlákshöfn og geri samn- ingurinn, sem Sjómannafélagið gerði við eigendur hans, ráð fyrir að félagið fái leigutekjurnar ef eitt- hvað veiðist. Lengi í gegn- um kerfið Jónas segir, að vandinn við að innheimta vangoldin laun sé að það taki svo langan tíma fyrir slík mál að fara í gegnum kerfið. „Þetta þarf alltaf að ganga í gegnum eitt- hvert ógurlegt kerfi þótt skuldirnar séu viðurkenndar,“ segir hann. Jafnvel þó að skipið fari á sjó, standi uppboðsbeiðni eftir sem sé á leið- inni í gegnum kerfið. „Við töldum að ef togarinn færi á veiðar, fengj- um við þessa peninga fyrr,“ segir hann. FRÉTTIR Járnblendifélagið hæsti gjaldandi á Vesturlandi HEILDARÁLAGNING opinben-a gjalda í Vesturlandsumdæmi 1994 nemurtæplega 2,8 milljörðum króna. Lögaðilar bera tæplega 374 milljónir króna og einstaklingar tæpa 2,42 milljarða. Barnabótaauki, vaxtabæt- ur og skattafsláttur til einstaklinga nema rúmlega 401 milljón króna. Hæstu gjöld einstaklinga greiðir Vignir Gísli Jónsson, framkvæmda- stjóri á Akranesi, og hæstu gjöld lögaðila greiðir íslenska járnblendi- félagið á Grundartanga. Hæstu álagningu einstaklinga bera: Vignir Gísli Jónsson frkvstj., Akranesi 6.435.392 Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi, Borgamesi 5.477.948 Jón Björnsson, fyrrv. apótekari á Akranesi 5.050.435 Kristinn Gunnarsson lyfsali, Borgarnesi 4.314.974 Rakel Olsen útgm., Stykkishólmi 4.314.053 Jón Þór Hallsson, löggiltur endursk., Akranesi 3.603.929 Runólfur Hallfreðsson útgm., Akranesi 3.269.645 Óli Sverrir Siguijónsson apótekari, Óiafsvík 3.226.714 Ragnar Ingi Haraldsson flutnbílstj., Grundarfirði 3.170.755 Valgeir Guðmundsson verktaki, Akranesi 3.097.448 Hæstu álagningu lögaðila bera: íslenska járnblendifélagið, Grundartanga 20.957.730 Haraldur Böðvarsson hf., Akranesi 19.803.752 Hvalurhf. 19.359.513 Kaupfélag Borgfirðinga 18.840.208 Sjúkrahús Akraness 18.720.735 Sparisjóður Mýrasýslu 18.044.279 Akraneskaupstaður 14.578.352 Sementsverksmiðjan hf. 8.737.693 Skarðsvík hf. 8.087.447 Sigurður Ágústsson hf. 7.738.568 Olíustöðin Hvalfirði hf. 6.325.575 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Ók á vinnuvél STRÆTIS V AGN ók aftan á bíl, sem vann við að mála götu- merki, á Kringlumýrarbraut á móts við Borgarspítalann í fyrrakvöld. Enginn slasaðist, en báðir bílarnir skemmdust tals- vert. Maður sem vann við merk- ingarnar hafði brugðið sér úr bílnum skömmu áður en óhappið varð. Talið er ólíklegt að hann hefði sloppið við meiðsl ef hann hefði verið í bílnum þegar áreksturinn varð. Skattamir vegna sölu á Fjarðarkaupum VALGERÐUR Blomsterberg í Hafn- arfirði, sem ber hæst opinber gjöld allra einstaklinga á landinu í ár, rúm- ar 44 milljónir króna, segir þessa miklu skatta vera til komna vegna sölu á fyrirtæki hennar og eigin- manns hennar, Bjarna Blomster- bergs, en þau seldu eignarhlut sinn í versluninni Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði á síðasta ári. Valgerður segist alls ekki hafa ætlað sér að svipta Þorvald Guð- mundsson, forstjóra í Reykjavík, titli skatthæsta einstaklings landsins. Þá segir hún að sér og manni hennar hafi komið á óvart að álagningin hafi öll komið á hennar nafn en ekki þeirra beggja og það hljóti að hafa orðið einhver ruglingur hjá Skatt- stjóranum í Reykjanesumdæmi. Yfirlýsing frá sýslu- manninum í Kcflavík MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ey- steinssyni sýslumanni í Keflavík: Þann 24. júlí sl. birtist grein í Morgunblaðinu pndir fyrirsögninni „Lög eða hnefaréttur" og fjallar um skipti hjóna við skilnað. í efnisyfir- liti á bls. 2 segir: „Lög eða hnefarétt- ur. Vanefndir á skilnaðarsamningi og meint slæleg embættisfærsla sýslumannsins í Keflavík olli saman- legt veikari málsaðila í skilnaðar- máli miklu fjárhagstjóni." Greinin þekur tvær blaðsíður og er rituð af Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Það væri mikið verk ef embættis- menn reyndu að leiðrétta allan mis- skilning, aðdróttanir og rangfærslur sem fram koma í fjölmiðlum og varð- ar þeirra starf og starfsvettvang. Oft er best að leiða þetta hjá sér en stundum er ekki hægt annað en að bregðast við, sérstaklega þegar svo lítur út að vikomandi blaðamað- ur hafi rannsakað málið vandlega. Morgunblaðið hlýtur að hafa metnað til að færa lesendum sínum einungis það sem það veit réttast og best og kýnna sér jafnframt eftir getu að- stöðu allra málsaðila. Það hefur Morgunblaðið ekki gert, a.m.k. er sjónarmiða mannsins hvergi getið. Sé blaðagreinin á sviði fræðigreinar sem blaðamaðurinn hefur ekki vald á, er rétt að óvilhallur fræðimaður á því sviði yfirfari greinina og leið- rétti það sem ekki er rétt. Umrædd blaðagrein kom m.a. inn á þann hluta lögfræðinnar sem ijallar um skipti milli hjóna, fógetarétt og nauðungarsölu. Sýslumenn eru bundir trúnaði um flest það sem fram fer í þeirra starfi og sérstak- lega hvað varðar sifjamál. Ber yfir- lýsingin þess merki. Skilnaðarmál í 31. gr. þágildandi laga um stofn- un og slit hjúskapar nr. 60/1972 segir: „Nú eru hjón sammáia um að leita skilanðar að borði og sæng og ber þá að veita þeim leyfí til slíks skilnaðar, enda séu þau á eitt sátt um skipan forráða fyrir bömum, um frafærslueyri með börnum og milli hjóna innbyrðis og annað tveggja sé samkomulag um fjárskipti eða skiptaráðandi hafi tekið eigur bús til uppskríftar og skiptameðferðar (let- urbreyting höf.). í umræddu skilnað- armáli komust hjónin að samkomu- lagi með aðstoð ágætra lögfræðinga. Það var mat fulltrúa sýslumanns að skiptin væru sanngjörn og á hvorug- an hallað. Þegar fólk er sammála um skipti eigna er enginn sýslu- mannsfulltrúi viðstaddur hin eigin- legu skipti. Til þess standa ekki lög eða venjur. Innsetningarbeiðni Við hin eiginlegu skipti kvaðst konan hafa borið skarðan hlut frá borði og krafist innsetningar í þá muni sem hún saknaði. í beiðni um innsetningu þarf að tilgreina ná- kvæmlega heimiid til þeirra muna sem sóst er eftir og jafnframt þarf að tilgreina munina nákvæmlega. Sé það ekki gert verður úrskurðurinn óljós og tilefni til enn meiri deilna. Innsetningarbeiðni konunnar var dagsett 27. nóvember 1991, en skiln- aður að borði og sæng fór fram í byijun maí það ár. í uppskrift sem fylgdi beiðninni voru munirnir til- greindir m.a. svo: „Lausleg upptaln- ing (en alls ekki tæmandi) á þeim eigum mínum sem ég á á fyrra heim- ili mínu...“ Liður nr. 1. „Hið umtal- aða jólaskraut!!! Skipta því.“ Liður nr. 2. „Öll gluggatjöld og ljós sem eru í húsinu. Það þarf að skipta þeim og skrá það sem í minn hlut fellur. ég læt jafnvel eitthvað af glugga- tjöldum og ljósum vera um kyrrt í húsinu í bili þangað til húsið seist eða (maðurinn) verður dæmdur til að yfirgefa það.“ Liður nr. 3. „Ýms- ir persónulegir munir á háaloftinu sem tilheyra mér, tek ég nú strax.“ Liður nr. 4. „Ýmsir hlutir hafa horf- ið úr húsinu og voru í vor þegar bráðabirgðainnbússkipti fóru fram. Þar á meðal dýrmæt kristalskál, gjöf frá mínu fólki. Ef hann ekki skilar henni tek ég annan álíka verðmætan hlut úr innbúinu þar til hann skilar henni.“ Liður nr. 5. „Sömuleiðis tók hann þríkrossinn gjöf til mín. Ég mun taka jafn verðmætan hlut úr búinu þar til hann skilar mér hon- um.“ Samningur um skilnaðarkjör, þar sem fram var tekið að konan ætti þessa hluti sem þó eru tilgreind- ir, var ekki lagður fram. Fulltrúar sýslumanns leita sátta í svona málum og geta þær sáttatil- raunir tekið nokkurn tíma. í því til- efni sem hér um ræðir bar það ekki árangur, en þeir fundir voru því mið- ur ekki bókaðir. Þann 24. nóvember 1992 voru aðilar boðaðir til sýslu- manns vegna málsins og mætti mað- urinn en konan ekki. Var því málinu sjálfhætt. Nauðungarsala Samkvæmt lögum um nauðungar- sölu nr. 90/1991 ber að auglýsa framkomna beiðni um nauðungar- sölu í Lögbirtingablaðinu. Sam- kvæmt 26. gr. laganna skal tilkynna gerðarþola bréflega um það hvar og hvenær uppboð byiji. Jafnframt er byijun uppboðs auglýst í dagblaði eða á annan samsvarandi hátt. í 2. gr. er gerðarþoli skilgreindur sem sá aðili sem verður eftir almennum meginreglum talinn eigandi að þeirri eign sem nauðungarsalan tekur til. í greinargerð kemur fram að þar sé að meginstefnu átt við þinglýstan eiganda, í þessu tilviki var það mað- urinn. Jafnframt segir í greinargerð- inni að „um inntak þessarar reglu má að öðru leyti benda á að í þeim tilvikum þar sem reglur um þinglýs- ingu... eiga við um eign sem krafist er nauðungarsölu á, verður þinglýst- ur eða skráður eigandi talinn gerðar- þoli, jafnvel þótt kunnugt sé að ann- ar maður hafi til dæmis keypt eign- Olíufundur við Færeyjar Aðrar að- stæður hér AÐSTÆÐUR í þeim jarðlögum þar sem olía hefur fundist 10 km sunnan við færeysku lög- söguna eru með allt öðrum hætti en í jarðlögum við ísland, og að sögn Karls Gunnarssonar jarðfræðings á Orkustofnun eru því engar líkur á að svipuð skilyrði geti verið hér við land. „Þetta er við miðlínu milli Bretlands og Færeyja og hún liggur í landgrunnshlíðum Bretlandseyja. Þar er megin- landsjarðskorpa svipuð því sem er í Norðursjó og á þessum hefðbundnu olíusvæðum, og þar er sama eðli berggrunnsins og setlaga. Vestari hluti Fær- eyjagrunnsins og íslands er hins vegar allt öðruvísi, en þar er úthafsskorpa og basalt- svæði. Það hefur alls ekki verið sýnt fram á að það svæði í lög- sögu Færeyinga sé vænlegt til olíuleitar," sagði Karl. Atvinnumiðlun námsmanna Aukning frá í fyrra ATVINNUMIÐLUN náms- manna hefur tekist að útvega um 450 námsmönnum atvinnu að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá miðluninni. Um er að ræða 28% aukningu sé miðað við tölur síðasta sumars. Þá fengu um 350 námsmenn vinnu allt sumarið. í vor voru tæplega eitt þús- und manns á skrá atvinnumiðl- unar og hefur þorri þessara námsmanna fengið vinnu. Um 450 hafa notið liðsinnis At- vinnumiðlunarinnar en ennþá eru um 200 manns atvinnulaus- ir á skrá hennar. ina af honum án þess að þinglýsa eða skrá réttindi sín.“ Tilkynningar vegna nauðungarsöl- unnat' voru því lögum samkvæmt. Lokaorð Af framansögðu er ljóst að emb- ætti sýslumannsins í Keflavík fór í einu og öllu að lögum en viðurkennt er að meiri festa hefði átt að vera í framkvæmd innsetningarmálsins, en leggja þess í stað minni áherslu á sáttatilraunir. Það er því hæpið af Morgunblaðinu, svo ekki sé meira sagt, að slengja þeirri ærumeiðandi aðdróttun fram að „Vanefndir á skilnaðarsamningi og meint slæleg embættisfærsla sýslumannsins > Keflavík olli samanlagt veikari máls- aðila í skilnaðarmáli miklu fjárhags- tjóni.“ Hvar er hið mikla fjárhagstjón sem slæleg embættisfærsla olli? Hvaða verknaður sýslumanns olli konunni miklu ljárhagslegu tjóni? Aths. ritstj. Greinin sem sýslumaður fjallar um birtist hér í blaðinu sl. sunnudag og ætlunin sú að hún væri e.k. dæmi- saga konu sem telur á sig hailað gagnvart kerfinu í skilnaðarmáli. Þáð voru mistök að nefna sýslumanns- embættið í Keflavík í efnisyfirliti og kynningu og leggja dóm á umfjöllun- arefnið, en ákveðið var að allt slíkt skyldi forðast í greininni eins og raun varð á og láta nafnlausa konuna um að lýsa vandkvæðum sínum, sárs- auka og kanossagöngu til opinberra aðilja, enda ekki í verkahring fjöl- miðla að setjast í dómarasæti í frétt- um og fréttatengdum greinum. Blaðið harmar mistök í kynning- unni og það sem úrskeiðis fór og biður hlutaðeigendur velvirðingar á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.