Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 23
I- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 23 Reuter Fjölmiðlar krefjast útskýringa frá Silvio Berlusconi, sem er hér umkringdur í höfuðstöðvum flokks síns, Forza Italia, í Róm. Segulbandsupptökur úr forsetatíð Kennedys birtar Hafði áhyggjur af lokamistökunum Loftmynd, sem tekin var úr bandarískri njósnaflugvél, af sovéskri eld- flaugastöð á Kúbu, tekin 16. október 1962. góðir vinir og nánir samstarfsmenn að eyða saman kvöldstund. Stjórnar- andstaðan og fréttaskýrendur gerðu gys að þeirri útskýringu, og töldu víst að fundurinn hefði snúist um hvernig bregðast mætti við ásökunum um spillingu. Hvort heldur þeir hittust þarna félagarnir og gripu í spil, eða ræddu hvernig komast mætti undan alvar- legum ásökunum, þá hefði Berlusconi mátt vera deginum ljósara, ekki síst vegna hremminganna út af tilskipun- inni, að fundur embættismanna ríkis- stjórnar hans með forsvarsmönnum í fyrirtæki hans - alit að því á laun - myndi vekja alvarlegar grunsemdir. Aðstoðarmenn hans segja að ekki hafi hvarflað að forsætisráðherranum að svona fundur myndi þykja vafa- samur, og því segja fréttaskýrendur að honum hafi einfaldlega brugðist stjórnmálabogalistin. Það er einmitt þarna sem Berlusc- oni hefur brugðist, segja stjórnmála- menn og fréttaskýrendur. Honum hefur láðst að gera greinarmun á hagsmunum Fininvest og skyldum sínum sem þjóðarleiðtoga. „Ég trúi því ekki sjálfur hvernig hann hefur hagað sér,“ var haft eftir ráðherra sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Hann ætti bara, að sinna störfum sínum sem forsætisráðherra, og ekki svo mikið sem ræða við stjórn- armenn í Fininvest, að ekki sé nú minnst á lögfræðinga starfsmanna sem hafa viðurkennt á sig mútu- greiðslur.“ Giuliano Ferrara, talsmaður stjórn- arinnar, viðurkenndi að fundurinn á sunnudaginn hefði verið mistök. Hann sagði í viðtali við la Repubblica að forsætisráðherrann hlyti að reyna að forðast hagsmunaárekstra. Vandinn yrði þó ekki leystur snögglega. Ber- lusconi hefði verið vanur að vera allt í öllu í fyrirtækinu sem hann byggði upp á 30 árum. „Nú stendur hann í rekstri á ríkisstjórn, og þarf að læra.“ Hvar er kraftaverkið? Það veldur ítölum nokkrum heila- brotum hvers vegna Berlusconi var yfirleitt áfram um þessa tilskipun. Vandann sem hann vildi bregðast við, möguleikinn á fyrirbyggjandi varð- haldi og misnotkun þess, hefði að lík- indutn mátt leysa betur með því að +■ leggja fram lagafrumvarp á þinginu. Það er einmitt leiðin sem stjórnin ætlar að fara núna. Forsætisráðherr- ann neitar því að með tilskipuninn hafi hann viljað hjálpa vinum sínum, eins og Bettino Craxi, fyrrum forsæt- isráðherra, sem á nú yfir höfði sér dóm fyrir aðild að spillingu, þótt sjálf- ur haldi hann sig í Túnis - vegna veikinda, að eigin sögn. Rannaóknar- dómararnir kröfðust þess að gefin yrði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum, en hefði tilskipun Berlusconis náð fram að ganga hefðu þeir ekki getað farið fram á slíkt. Það varð raunar úr, að í fyrradag var kröfu dómaranna hafnað. Það var svo núna undir vikulokin að gefin var út skipun um að Paolo, bróðir Berlusconis, skyldi handtekinn, grunaður um að standa fyrir mútu- greiðslum fyrir hönd Fininvest, fyrir- tækisins sem forsætisráðherrann er sjálfur eigandi að. Þau eru því oiðin fá, skjólin sem ekki virðist fokið í fyrir Berlusconi. Maðurinn sem ætlaði að ráðast gegn gamla kerfinu virðist helst vera hluti af því sjálfur. Meira að segja þau tögl og hagldir sem hann hefur á sjónvarpinu hafa komið í bakið á honum. Nýverið vildi hann gera mannabreytingar í stjórn ríkis- sjónvarpsins, og var þá sakaður um að haga sér eins og „Stóri bróðir" í sögu Orwells, vilja hafa vakandi auga með borgurum sínum og stjórna með „telecrazia" eða „nærræði". Það hefur vakið undrun fréttaskýr- enda hversu veik stjórnarandstaðan á þinginu hefur reynst í þessu máli öllu. Francesca Cinelli, vínbóndi í Toscana, bendir á, að vandinn sé fólg- inn í því, að „þetta land hefur aldrei haft raunverulega, lýðræðislega stjórnarandstöðu á þessari öld. Okkur var lofað friðsælli byltingu 1922, 1945-48, og svo lofaði Berlusconi því sama núna 1994. En efndir hafa eng- ar orðið, þótt við þurfum mjög á því að halda.“ Atburðir undarfarinna vikna hafa svipt Berlusconi möguleikanum á því að veita ítölum það sem hann lofaði þeim í kosningabaráttunni: Bjartsýni. Ef til vill er hætt við að rannsóknar- dómararnir fari offari, en það kann líka að vera, að þeir séu besta og öflugasta andstaðan sem Italir eiga völ á gegn boðberum nærræðisins. HEIMURINN stóð á barmi kjamorkustyrj- aldar í Kúbudeilunni. Kemur það fram á segulbandsupptökum, sem gerðar voru í skrifstofu John F. Kennedys Bandaríkja- forseta í Hvíta húsinu þessa örlagaríku daga í október 1962. Bandaríkjaher var til- búinn til loftárása á Kúbu, en sumir ráð- gjafa Kennedy, lögðu til, að Níkíta Krútsjov, leiðtoga Sovétríkj- anna, yrði gefin „und- ankomuleið“. Leynilegar segulbandsupp- tökur, sem John F. Kennedy-safnið hefur birt í fyrsta sinn, staðfesta fyrri fullyrðingar um, að legið hafi við nýju heimsstríði og allsheijar- kjarnorkustyijöld í Kúbudeilunni 1962. Á spólunum, sem eru þriggja klukkustunda langar, eru upptökur frá fundum Kennedys, forseta Bandaríkjanna, með ráðgjöfum sín- um, þar á meðal Robert, bróður sínum, sem þá var dómsmálaráð- herra, McGeorge Bundy öryggis- ráðgjafa og Robert McNamara varnarmálaráðherra. Það, sem olli Kúbudeilunni, var gríðarmikil hernaðaruppbygging .Sovétmanna á Kúbu þar sem þeir komu fyrir fjölda eldflauga, sem borið gátu kjarnorkusprengjur og voru í skotfæri við Bandaríkin. Kennedy og ráðgjafar hans veltu því fyrir sér hvernig svara ætti þessari ógnun og meðal annars var rætt um loftárásir á Kúbu. Af upp- tökunum er ljóst, að Kennedy og hans menn gerðu sér fulla grein fyrir, að minnstu mistök gætu steypt heiminum út í kjarnorku- styrjöld. Kennedy hafði hins vegar einnig áhyggjur af því, að yrði ekk- ert hafst að, gæti það táknað enda- lok Atlantshafsbandalagsins, NATO, varnarsamtaka vestrænna ríkja. Óhjákvæmilegt að bregðast við „Við verðum að bregðast við þessu því annars mun bandalagið leysast upp,“ sagði Kennedy við ráðgjafa sína. „Nú er aðeins um það að ræða hvað eigi að gera til að draga úr hættu á kjarnorkustyij- öld — sem yrði auðvitað lokamistök- in.“ Upptökurnar eru frá tveimur fundum í Hvíta húsinu að morgni 18. og 22. október 1962, þegar Kúbudeilan stóð sem hæst, en gæð- in éru fremur lítil vegna ýmissa bakgrunnshljóða og nálægðar fund- armanna við falda hljóðnemana í skrifstofu forsetans. Á fyrstu upp- tökunni virðast flestir ráðgjafa Kennedys vera hlynntir beinum hernaðarafskiptum. Loftmyndir af eldflaugapöllunum á Kúbu eru skoðaðar nákvæmlega og aðgerðir ræddar, meðal annars viðbrögð við hugsanlegri árás Kúbveija á banda- rísku flotastöðina í Guantanamo- flóa. Loftmyndirnar sýndu svo ekki varð um villst, að á Kúbu átti sér stað mikil uppbygging stöðva fyrir meðaldrægar kjarnorkueldflaugar og heyra má ónefndan ráðgjafa segja við Kennedy: „Maður fær það óhjákvæmilega á tilfinninguna af myndunum, að eitthvað mikið liggi á.“ Skyndiárás ósamboðin Bandaríkjunum í einn tíma ræddu Kennedy og ráðgjafar hans um að gera skyndiá- rás á Kúbu en nokkrir urðu þó til að vara forsetann við og sögðu, að nauðsynlegt væri að gefa Níkíta Krútsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, „einhveija undan- komuleið11. Skyndiárás á Kúbu myndi hins vegar loka fyrir það. „Að gera fyrir- varalausa árás væri endurtekning á Pearl Harbo- ur. Við getum vænst slíks framferð- is af Sovétríkjunum en ekki af Bandaríkjunum," segir George Ball, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna á þessum tíma. Heyra má Kennedy spyija McNamara varnarmálaráðherra hvað hann haldi um líklegt mann- fall í loftárásum á eldflaugastöðv- arnar á Kúbu. Hugsanlegt mannfall „Við myndum nota 750 punda (340 kg) napalmsprengjur og það yrði um að ræða mjög miklar árás- ir. Við hljótum að gera ráð fyrir, að nokkur hundruð sovéskra borg- ara týndu lífi,“ svarar McNamara. Sumir þeirra, sem voru á fundun- um, vöruðu við hugsanlegum við- brögðum Sovétmanna annars stað- ar, jafnvel beinum árásum á Banda- ríkin. Á fundinum mánudaginn 22. október snerist umræðan um ræðu, sem Kennedy ætlaði að flytja til bandarísku þjóðarinnar, og um þær fyrirskipanir, sem yfirstjórn Banda- ríkjahers yrðu gefnar kæmi til styij- aldarátaka. Þann sama dag var herinn að safna saman hundruðum orrustuflugvéla í Flórída ásamt því að fylgjast nákvæmlega með því, sem fram fór á Kúbu, með hjálp njósnahnatta. Sex dögum síðar leystist Kúbu- deilan þegar Krútsjov féllst á að taka niður eldflaugastöðvarnar og flytja burt frá Kúbu öll árásarvopn. Mestur hlutinn leynilegur áfram Upptökurnar, sem Kennedy- bókasafnið hefur birt, eru aðeins þær fyrstu af alls 15 klukkustunda löngum upptökum, sem gerðar voru í Kúbudeilunni. Hef- ur bandaríska þjóðaröryggisráðið og aðrar opinberar stofnanir heimilað birtingu þeirra að nokkru. Mestur hlutinn verður þó leynilegur áfram þrátt fyrir áskoranir fræðimanna og jafnvel sumra úr Kennedy-fjöl- skyldunni um að þær verði birtar. Frá sumrinu 1962 eru til 200 klukkustunda langar upptökur af því, sem fram fór á skrifstofu Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu og þær voru gerðar að fyrirskipan Kennedys. Voru þær raunar gerðar reglulega allt þar til hann var myrt- ur í Dallas 22. nóvember 1963. Opinberlega var ekkert vitað um tilvist segulbandsupptaknanna fyrr en 1973 en þangað til voru þær í eigu Kennedy-fjölskyldunnar. Þá gaf hún þær Kennedy-safninu, en það er hluti af bandaríska þjóð- skjalasafninu. 15 klukkustunda langar upptökur voru gerðar á skrifstofu Bandaríkja- forseta á meðan Kúbu- deilan stóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.