Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 19

Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 19 HÚS MEÐ SÖGU AÐSEIMDAR GREINAR Hæstiréttur enn á faraldsfæti Helgasonar frá Stóra Hrauni, hann var bróðir Jóns biskups og var brautryðjandi í málleysingja- kennslu. Helgi bankastjóri varð Þórbergi Þórðarsyni að frásagnar- efni í bókinni um Einar ríka. Helgi fór í erindum bankans að skoða umsvif Einars í Eyjum. Einar bauð Helga og Viggó Björnssyni útibús- stjóra til skrifstofu sinnar, skenkti viskí í glös þótt bindindismaður væri og hugðist blanda drykkinn með volgu appelsíni. Helga brá við þær tiltektir, kvað hann Einar fá- kunnandi í þessum efnum og sagði: „Sendið þér heldur eftir ís- vatni í frystihúsið.“ Helgi tengdist Halldóri Laxness með óvenjuleg- um hætti nokkrum árum eftir að þessi mynd var tekin. Ragnar í Smára hafði fengið Adolf Busch, fiðluleikarann fræga, til þess að spila í Gljúfrasteini fyrir skáldið og valinn hóp gesta. Helgi Guð- mundsson léði bifreið til þess að flytja fiðluleikarann og dýrgrip hans Stradivarius-fiðlu, er metin var til milljóna. Tengdasonur Helga ekur bílnum. Þóra, dót.tir Helga, hefur orð á því að koma þurfi fiðlunni betur fyrir og er hún því flutt úr aftursæti og komið á tryggari stað. Andartaki síðar er vörubifreið ekið af miklum krafti á bíl bankastjórans. Piðlan bjarg- ast vegna fyrirhyggju Þóru. Busch fær taugaáfall, en bankastjórinn beinbrotnar. Ekkert varð úr Be- ethoven-tónleikum Busch-kvart- ettsins í Gljúfrasteini það kvöldið. Þegar horft er á Halldór Lax- ness sitja aftarlega á bekk í Iðnó þetta kvöld kemur í hugann minn- ing úr þessum sama sal á nær- fellt sama stað að kvöldi 1. maí 1935. Það kvöld stóð Halldór sjálf- ur á leiksviðinu og las upp sögu sína um Þórð gamla halta. Það er einhver minnisstæðasti upplestur sem ég hefi hlýtt á og er raunar einstæður atburður í íslenskri bók- menntasögu, því höfundurinn fékk ekki lokið lestri sögunnar. Fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands- ins, Jón Axel Pétursson, stöðvaði ungan byltingarsinnaðan rithöf- und, með samfylkingartal á vör- um, og sagði: „Nú hættið þér, en ég tek við.“ Ég sat í hópi áheyr- enda á bekk aftarlega í salnum. Upp risu nokkrir áheyrendur. Ég bar kennsl á suma þeirra, það voru Erlendur í Unuhúsi. Kjartan Norðdahl bensínafgreiðslumaður og ein af dætrum Árna frá Höfða- hólum. Þau fylgdu Halldóri Kiljan til dyra og létu falla einhver styggð- aryrði er þau yfirgáfu samkomuna með Halldóri, mun leið þeirra hafa legið út í Skjaldbreið, á samkomu sem kommúnistar héldu. Þessi at- burður vakti gífurlega athygli og olli langvarandi deilum. Kristinn Andrésson þrumaði í Verkalýðs- blaðinu, kvað Jón Axel vera nas- ista, sem ætti að ganga til liðs við þá þegar í stað og hætta afskiptum af verkalýðsmálum. Áratugum eftir að þetta gerðist átti ég tal við Halldór Laxness í síma. Hann sagði: „Já þú ert bróð- ir Jóns Axels, við höfum löngu gert upp þetta kvöld í Iðnó, um Þórð gamla halta, ég á eiginlega engum manni meira að þakka en Jóni Axel, ég stórgræddi á sög- unni, allt fyrir hans tilverknað. Ég las Þórð gamla tvisvar upp í Nýja bíói fyrir fullu húsi og gaf svo söguna út sérprentaða, ég held að ég hafi ekki hagnast eins vel á neinu öðru ritverki mínu.“ Eitthvað á þessa leið mælti Hall- dór. Mér hefir alltaf þctt vænt um þessa sögu Halldórs. Ég var sjálf- ur á vettvangi óeirðanna 9. nóv- ember og fór því nærri um að lýs- ing Halldórs var raunsönn. Hins vegar var lestur Halldórs um „samfylkingu“ í sal sósíaldemó- krata líkastur því að lesið væri um Jesúm frá Nasaret í samkundu- húsi gyðinga. Þetta sá Kristinn Andrésson síðar og hafði orð á því í bókinni „Enginn er eyland“. Sigurjón á Álafossi gnæfir hér, stórglæsilegur að vanda, víkingur með barnshjarta. í hugann kemur saga, sem sögð var um ættjarðar- vininn Siguijón, sem steypti sér í frostkaldan Faxaflóa hvern nýj- ársdag. Siguijón var að sögn sögu- manns í Hamborgaróperunni og hlýddi á óperu Mozarts, Töfra- flautuna. Þar er sungið lag, sem Siguijón kannaðist við úr dóm- kirkjunni heima, en það er sálmur- inn: „í dag er glatt í döprum hjört- um.“ Sannarlega gladdi það Sig- uijón, því hann klappaði saman karlmannlegum lófum sínum og hrópaði: „Bravó, bravó, íslenskt lag . ..“ Þarna þekkjast fleiri. Sig- urður Steindórsson, sonur Stein- dórs bílakóngs, mikið prúðmenni og drengur góður, faðir Hlöðvers í Hlöllabar, móðurbróðir Geirs Haarde; þá er hér ungur og upp- rennandi fræðimaður, Bjarni Ein- arsson. Hinum megin í salnum má þekkja Björn Hjaltested heild- sala, hann hjálpaði breska setulið- inu að handsama Þjóðverja í maí- mánuði 1940. Þá er hér gamall góðkunningi úr stétt sendisveina. Hann var þarna í boði frú Kristín- ar Thorberg, sem stjórnaði miða- sölu leikfélagsins af röggsemi svo áratugum skipti. Friðþjófur Frið- þjófsson naut vináttu við Magnús Thorberg, son Kristínar. Við Magnús vorum skólabræður í Landakoti og fórum saman á Val- húsahæð að safna mosa í jötu Jesúbarnsins í skrautsýningu í Landakotsskóla. Friðþjófur var í stjórn sendisveinadeildar Merkúrs, við vorum því hvor í sínum andsko- taflokki, en samt hefur alltaf verið gott með okkur. Ekki má gleyma indælum hjónum er sitja hér sæl og njóta kvöldsins, það eru Bjarni Þórðarson píanóleikari og traustur félagi MA kvartettsins og Hjördís Þorleifsdóttir, kona hans, dóttir Þorleifs ljósmyndara. Bjarni var af frægu Reykhóla- kyni þar sem allt ómar af hljóm- list en Hjördís af ætt Þorleifs í Bjarnarhöfn. Ekki ljúkum við svo þessari heimsókn að við minnumst ekki Sigurðar Ólasonar sem hér situr. Við hlið hans er fyrri kona hans, Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Sigurð- ur var skarpgreindur maður, vel- metinn lögfræðingur og hneigðist til fræðistarfa og ritaði margt at- hyglisvert um sögulegan fróðleik og undi lítt einföldum niðurstöð- um. Dóttir Sigurðar af seinna hjónabandi er Þórunn Sigurðar- dóttir leikkona. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, sem hér situr við hlið manns síns, var kjördóttir séra Ásgeirs prests í Dölum. Seinni maður hennar var Ófeigur læknir Ófeigsson. Ekki dugir að ljúka þessu spjalli, svo að ekki sé minnst á heiðurs- gestinn sjálfan. Ég held að ég segi eins og Jónas frá Hriflu sagði stundum: „Það gæti verið satt“ að ég sæti þarna sjálfur að tjalda- baki, sem hvíslari leikfélagsins eða „sufflör“ eins og það hét þá. Ég minnist þess, hve ég dáðist að Friðfinni og látbragðsleik hans. Það var alveg sama þó að tilsvör væru þurrkuð úr minni hans. Hann hafði salinn gjörsamlega á valdi sínu. Hann gekk um sviðið og fetti sig og bretti og hafði í frammi kátlega tilburði, svo leikhúsgestir veltust um af hlátri. Þegar slíku hafði farið fram um hríð og ekkert orð kom af vörum Friðfinns sagði Haraldur Á. Sig- urðsson: „Heyrðu, Friðfinnur, súfflörinn vill tala við þig.“ Friðfmnur var prentari að at- vinnu. Hann vann lengi í Guten- berg, þar var líka Jón Árnason prentari og guðspekingur, lengi stjörnuspámaður „Fálkans“. Þeim sinnaðist einhvern tímann starfs- bræðrunum. Þá mátti lengi lesa í stjörnuspá Jóns í „Fálkanum“: „Þekktur leikari gæti dáið á árínu. “ Pétur Pétursson fv. þulur. ÞAÐ BAR við föstudaginn 15. júlí, að Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að hinu nýja dómshúsi Hæstaréttar við Lindargötu 2 í Reykjavík. Sunium féll þetta vel í geð, öðrum illa, eins og gengur. Þar með var stríðri deilu um stað- arvalið lokið, og æðsti dómstóll þjóðarinnar var ekki lengur á far- aldsfæti. Rétturinn hafði fengið dvalarstað og að srníði lokinni veg- legt húsaskjól til frambúðar. Munu flestir landsmenn vera á einu máli um, að búa þurfi vel að Hæstarétti ekki aðeins hvað varðar húsnæði heldur og starfskjör öll, til þess að þeir geti leyst ábyrgðarfull störf vel af hendi. Þrátt fyrir þennan áfanga í byggingar- sögu Hæstaréttar, virðist dómstóllinn enn vera á faralds- fæti, en í öðrum skiln- ingi. Þess vegna kom mér til hugar að setja á blað nokkur fátæk- leg orð til þess að fara þess á leit við ráðherra, að hann sefaði að nýju öldurnar kringum dómstólinn. Margir hafa rekið augun í það, að dómaraskipti hafa verið furðut- íð í Hæstarétti á undanförnum árum. Dómarar staldra augljós- lega lítt við í réttinum, þeir eru á faraldsfæti, ýmist að koma eða fara. Dóminn hafa um nokkurt skeið skipað átta dómarar, en þeim var nýlega fjölgað um einn. Undr- un sætir sökum þessa fámennis, að tíðum er skipt um einn eða tvo dómara árlega og úr réttinum hverfa menn á besta aldri, sem virðast búa við hestaheilsu og eiga dijúgan starfsdag fyrir höndum. Hvað veldur þessari ókyrrð æðstu manna í dóms- og réttarkerfi þjóð- arinnar. Mig grunar, að skýringuna á þessu fyrirbrigði sé að finna í Morgunblaðinu 2. júlí síðastliðinn, þar sem einu sinni sem oftar er auglýst embætti laust til umsókn- ar við Hæstarétt. Þar er greint frá því, að sá dómari sem að þessu sinni lætur af störfum 1. sept. nk. (þegar rétturinn tekur að nýju til starfa eftir dómshlé sumarsins) geri það „sökum aldurs“. í ljós kemur, að hann var skipaður í embættið 1991 og hefur því gegnt því í þijú til fjögur ár. Blaðið tek- ur fram, að umgetinn dómari hafi áður verið tvö ár settur við dóminn (1989 og 1990), sem væntanlega merkir, að hann hafi verið kallaður til dómsetu í einstökum málum. Auðsætt er af þessu, að dómar- inn þiggur eftir rúmlega þriggja ára starf sem skipaður við réttinn full laun til æviloka eða 252 þús. kr. á mánuði. Skyldi þessi stað- reynd ekki skýra tíð brotthlaup vaskra drengja úr sal Hæstaréttar. Fróðlegt væri að fá heildarskrá birta um dómara réttarins, sem nú eru á eftirlaunum (þ.e. fullum launum), hversu lengi þeir skipuðu dóminn og hvað ríkissjóður þarf að greiða þeim árlega til handa. Ég hef fyrir satt, að einn dómari hafi þegið liátt á annað hundrað milljónir í eftirlaun (bæði laun og eftirlaun). En á þessu máli eru margar hliðar og flestar ófagrar. Eins og kunnugt er, hafði Hæstiréttur ógildingu Alþingis á úrskurði Kjaradóms að engu og hækkaði í reynd sjálfur tekjur sínar um 100 þús. kr. á mánuði með því að telja sér til tekna um 40 stundir á mánuði sem óunna yfirvinnu. Sjálfsagt hafa dómarar ýmsar aðr- ar sposlur eins og bílastyrk og símastyrk. Má því gera ráð fyrir, að heildartekjur þeirra séu nálægt 400 þús. kr. á mánuði. En ekki er sagan öll. Forseti Hæstaréttar sem einn af handhöfum forseta- valds mun þiggja þriðjung af laun- um forseta Islands, þegar hann er erlendis. Láta mun nærri, að forsetinn sé þriðjung úr árinu að heiman. Þessi ævintýralegi glaðn- ingur er ekki síst merkilegur fyrir það, að hann er ekki skatt- skyldur fremur en laun forseta lýðveldis- ins. Hér er í sjálfu sér ekki fett fingur út í það, að dómarar í Hæstarétti skuli hafa hartnær 400 þús. kr. í tekjur á mánuði, hins vegar er ámælisvert hvernig þær eru samansettar og að þær skuli vera brenni- merktar blekkingunni í íslensku launakerfi. Rotið launakerfi spillir og misbýð- ur réttlætiskennd borgaranna. Um síðir verður spillingin svo almenn og rótföst, að menn fyllast tóm- læti gegn sýkingunni. Þegar Hæstiréttur seildist til þess tekjustofns, sem furðulegast- ur mun þykja í launakerfi íslensks Menn eiga ekki að fá full laun fyrir að gera ekki neitt, segir Bjarni Guðnason, og telur það eiga við hæstaréttar- dómara eins og aðra. samfélags á 20. öld og nefnist „óunnin yfirvinna“, sannaðist áþreifanlega, að „þjóðarsáttin" margfræga er sniðin fyrir þá, sem mega sín lítils. Er skemmst að minnast sjö vikna verkfalls meina- tækna, sem höfðu að vonum lítið upp úr krafsinu. Voru þeir ekki að ógna stöðugleika hagkerfisins og gera atlögu að sjúklingum? En þeir sem meiri háttar eru bjarga sér frá „þjóðarsáttinni" með ýmsu móti, stundum heilar stéttir eins og sjómenn, enda ekki heiglum hent að etja kappi við þá. Þeir sem ákafast syngja þjóðarsáttinni lof eru þeir, sem geta farið á bak við hana. Til þess eru margar leiðir. Ein sú nýjasta er „sérverkefnaleið- in“, sem er fólgin í því, að topp- menn í ríkisstofnunum, ráðuneyt- um og bönkum stunda þá iðju að hygla hver öðrum með „bráðnauð- synlegum“ sérverkefnum til þess að fara á bak við launalög. Hvern- ig væri, að fjármálaráðherra sýndi nokkurt aðhald í þessu efni með því að krefjast greinargerðar um „sérverkefni“ manna, tilgang og kostnað. En víkjum aftur að dómurunum. Kjör þeirra særa réttlætiskennd manna, þegar almennir starfs- menn og embættismenn í opin- berri þjónustu hafa flestir langt innan við 100 þús. kr. á mánuði í eftirlaun eftir þijátíu ára starf hjá ríkinu. I því ljósi ber að skoða eftirlaun dómarans títtnefnda eftir þriggja ára setu í Hæstarétti. Þegar litið er raunsætt á eðli eftirlauna, hljóta menn að sjá, að þau eiga aldrei að nema fullum launum, enda eru menn hættir að skila samfélaginu vinnu sinni. Menn eiga ekki að fá full laun fyrir að gera ekki neitt og á það við hæstaréttardómara eins og aðra, þótt merkilegir séu. Erfitt er að breyta þessu, því að i stjórn- arskránni segir (61. gr.): „Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall lausn frá embætti, en eigi skal hann jnissa neins í af launum sínum.“ Ég tel litlum vafa undirorpið, að orðið „laun“ feli í sér tekjur, en upphaf- lega merkingin hafi verið skert til að samlaga stjórnarskrána glund- roðanum í nútímalaunakerfi ríkis- ins. Væri vert, að löglærðir menn gerðu athuganir á þessari rýrnun merkingarinnar í stjórnarskránni og á þeim margbreytilegu afleið- ingum, sem hún hefur haft. Svindl er svindl hvort sem einstaklingur eða ríkisvald standa að því. Launa- kerfi opinberra starfsmanna er löngu hrunið. Flestir taka undir þessa staðhæfingu, jafnvel fjár- málaráðherra, en almenn lagfær- ing í launa- og kjaramálum verður sýnilega að bíða þeirra manna, sem hafa dug og pólitískt hug- rekki til að takast á við þann mikla vanda. Þótt stjórnarskráin bindi hendur dómsmálaráðherra vil ég mælast til þess, að hann af kunnáttu sinni setji þær reglur, sem taki fyrir þessi hlaup dómara svo að þeir haldi kyrru fyrir umtalsverðan tíma í réttinum, svo að þeir skili honum og þjóðinni nokkurri vinnu, áður en þeir þeysa heimreiðina með digran sjóð í mal. Hér er alls ekki um persónulegt mál að ræða, það lýtur að siðleysi í kjaramálum, sem dómarar í Hæstarétti eru aðilar að. Naumast fer hjá því, að þessi stutta áning dómara í dómnum komi losi á hann, eins og raun ber vitni. Festu- leysið hefur skaðað virðingu dóm- stólsins og hætt er við, að atgervi hans dvíni með tíðum dómara- skiptum. Meinfýsinn maður gæti jafnvel látið sér þau orð um munn fara, að Hæstiréttur væri smám saman að verða að trygginga- stofnun lögfræðinga, sem geta án mikillar fyrirhafnar sótt til hans góðan feng til ellinnar. Sæmd Hæstaréttar og traust þjóðarinnar á honum er undir því komið, að fyrrnefndri ósvinnu ljúki. Höfundur er prófessor. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! rr Bjarni Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.