Morgunblaðið - 29.07.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 29.07.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 33 FRÉTTIR AFMÆLI Gefa út upp- hleypt Islandskort LIONSKLUBBURINN Víðarr í Reykjavík hefur í tilefni 50 ára af- mælis lýðveldisins framleitt upp- hleypt íslandskort. Um er að ræða annars vegar innrammaðan vegg- skjöld og hins vegar bréfapressu. Mót kortanna var unnið af Axel Helgasyni módelsmið fyrir um 40 árum og m.a. voru gerðir skildir sem Ásgeir Ásgeirsson forseti gaf við ýmis tækifæri. Veggskjöldurinn verður framleiddur í 400 tölusettum eintökum og með merki þjóðhátíðr- nefndar. Útgáfa þessi er hluti af fjáröflun klúbbsins til líknarmála en hann hefur stutt ýmis verkefni á liðnum árum. Má þar nefna aðstoð við barnastarf Stígamóta, kaup á hjartagæslutækjum fyrir sjúkra- húsin í Reykjavík, aðstaða til lík- amsræktar á Arnarholti og Kjalar- nesi, brunavarnarútbúnaður fyrir Skaftholt í Gnúpveijahreppi og nú síðast myndband sem notað verður í baráttunni gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Forseti íslands var nýlega afhent ■ fyrsta eintakið af veggskildinum og er myndin tekin við það tæki- færi. Viðstaddur afhendinguna var höfundurinn Axel Helgason. Ljósmyndastofan Ljósmyndarinn. FORSETI íslands, frú Vígdís Finnbogadóttir, Axel Helgason módelsmiður og nokkrir félagar úr Lionsklúbbnum Víðarri. Hljómar og Ðe lónlí blúbojs á Hótel Islandi HLJÓMAR og Ðe lónlí blúbojs ætla að spila á Hótel íslandi um næstu helgi. Hljómsveitirnar verða skipað- ar sömu tónlistarmönnum og léku með þeim á velmektarárum þeirra. Að sögn Rúnars Júlíussonar koma hljómsveitirnar til með að leika gömlu góðu lögin. Hljómar komu saman á lands- móti UMFÍ fyrr í mánuðinum og léku þar við góðar viðtökur áhorf- enda. Nokkuð er hins vegar um liðið síðan Ðe lónlí blúbojs kom síðast saman. Rúnar sagði að svo virtist sem fólk hefði enn gaman af að heyra í þessum hljómsveit- um, en þær voru meðal vinsælustu hljómsveita landsins á sínum tíma. Rúnar sagði að undirtektirnar á landsmótinu hefðu komið sér á óvart. Hljómsveitartjaldið hefði fyllst af fólki þegar Hljómar byrj- uðu að spila og fólk hefði sungið með. „Það virðist vera sem að fólk þekki þessi lög mjög vel og hafi gaman af því að syngja þau,“ sagði Rúnar. Rúnar sagðist sjálfur hafa mjög gaman af því að spila með gömlu félögunum. Hann sagði að hljóm- sveitirnar hefðu spilað saman um verslunarmannahelgi fyrir nokkr- um árum og það hefði tekist mjög vel. Greinilegt sé að margir fari ekki út úr bænum um verslunar- mannahelgina, en hafi samt þörf fyrir að skemmta sér. Hljómar og Ðe lónlí blúbojs munu leika bæði laugardags- og sunnudagskvöld á Hótel íslandi. FYRIR nokkrum árum kom hljómsveitin Ðe lónli blúbojs saman að nýju. Eins og sjá má var mikið stuð á tónleikunum. ■ SEGLA GERÐIN Ægir gengst fyrir uppboði á tjöldum í dag, föstu- daginn 29. júlí klukkan 14. Boðin verða upp um 40 tjöld, sýningartjöld sumarsins og önnur gömul og ný, af öllum gerðum og stærðum, s.s. göngutjöld, meðalstór tjöld og stór hústjöld. ■ BOGOMIL FONT kemur fram ásamt Gráa fiðringnum í Hreða- vatnsskála um verslunarmannahelg- ina. Tveir dansleikir verða, laugar- dags- og sunnudagskvöld frá kl. 23-3. Aldurstakmark er 20 ár. Stöðvum ungl- ingadrykkju Á VEGUM átaksins Stöðvum unglinga- drykkju hafa verið gefnir út límmiðar í VJra*' "Wj tilefni útihátíða um v*síSÍ$s‘ verslunarmanna- helgina. Miðunum verður dreift á stærstu hátíðunum fyrir milligöngu mótshaldara á hveijum stað. Ljósmynd/Árbæjarsafn. Geymsluskemma I á Árbæjar- safni. A Arbæjar- safn opið alla helgina ÁRBÆJASAFNIÐ verður opið mánudaginn 1. ágúst. Þá býðst gest- um m.a. að líta inn í eina af geymslu- skemmum safnsins undir leiðsögn safnvarðar. Hópur eldri borgara und- ir stjórn Sigvalda Þorgilssonar sýnir einnig gömiu dansana við Dillonshús þann dag kl. 16. M.a. mun hópurinn sýna „Les Lance“ eins og hann var dansaður í Gúttó á árum áður. Sunnudaginn 31. júlí munu Þór- ólfur Stefánsson og Susasnna Lev- onen flytja sænsk sönglög í Korn- húsinu. Á dagskrá verða lög í anda sænsku söngkonunnar Jenny Lind. Tónleikarnir heijast kl. 16. -----» ♦ ♦--- Vitni óskast að árekstri LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð fimmtu- daginn 21. júlí sl. kl. 8.55. Árekstur- inn varð við gatnamótin hjá Höfða- bakka og Bæjarhálsi og áttu í hlut bifreiðarnar SU-572, sem er Mitsub- ishi Colt fólksbifreið og LG-117, sem er Mitsubishi Lancer vörubifreið. Þeir sem hafa upplýsingar um áreksturinn hafí samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. INGIR. HELGASON MEÐ NOKKRUM orð- um, sendi ég vini mín- um og margra ára samflokksmanni, Inga R. Helgasyni mínar bestu afmælisóskir, á 70 ára afmælisdegi hans 29. júlí 1994. Ég var kominn nokkuð áleiðis, sem alþingismaður og frammámaður í Sós- íalistafiokknum, þegar ég kynntist Inga R. Helgasyni fyrst. Síðar lágu leiðir okkar oft saman og samskipti okkar urðu mikil. Ég minnist þess nú, að forystumenn okkar flokks, töldu Inga, um þetta leyti, einn glæsilegasta fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar og mjög líklegan til forystu í okkar flokki. Ingi var strax góður ræðumað- ur, talaði skipulega og skýrt, og virtist eiga auðvelt með að gera áheyrendum glögga grein fyrir því sem var verið að ræða. Þann hæfileika hafa ekki allir, jafnvel þó að hugsunin sé skýr og meiningin með því sem sagt er, sé góð. Ég var einn í þeim hópi, sem taldi strax, að Ingi R. Helga- son yrði langtíma alþingismaður okkar sósíalista og væntanlegt ráð- herraefni okkar, ef til ríkisstjórnar- þátttöku kæmi. Hæfileikar hans voru augljósir og ekki efaðist ég um pólitískan áhuga hans. En at- vikin og örlög lágu ekki til þess. Hann átti að vísu eftir að koma á Alþing og standa sig þar með mikl- um ágætum, í málfutningi þar sem mikið reyndi á. Ingi varð ekki langsetu alþingis- maður og ekki ráðherra, eins og ég hafði séð í huga mínum. Hann varð samt einn af áhrifamestu for- ystumönnum okkar flokks. Hann varð m.a. framkvæmda- stjóri flokksins um tíma og tók að sér, á vegum, flokksins, fjöldamörg trúnaðarstörf. Hann var í stjórn Seðlabanka Islands í nokkur ár og um tíma formaður bankaráðs. Ingi tók sæti flokksins í mörgum afar- þýðingarmiklum nefndum og ráð- um, þar sem oft var fjallað um hin erfiðustu og flóknustu málefni. Ég minnist með þakklæti sam- starfsins við Inga á meðan ég gegndi ráðherrastörfum. Þá var oft gott að geta leitað til hæfileikamanns, eins og Inga R. Helga- sonar. Ingi rak um tíma lögfræðiskrifstofu. Hann þótt snjall mál- flutningsmaður. Lítill vafi er á, að þá leituðu margir stuðnings- menn okkar flokks til Inga og nutu fyrir- greiðslu hans og ráð- legginga. Við sem störfuðum í mörg ár með Inga á hinu póli- . tíska sviði, þekkjum vel hæfileika hans og hæfni til að leysa hin erfiðustu verkefni. Ég held líka, að hinir sem ekki voru samferða honum í pólitíkinni, en kynntust honum, eða mættu hon- um við lögfræðistörf, eða við vinnu í nefndum og ráðum, hafi flestir eða allir talið Inga með afbrigðum hæfileikaríkan mann. Síðar tók Ingi að sér forstjórn Brunabótafélags Islands, sem var mesta samstarfsvátryggingarfélag landsins. Það var vandasamt verk. Enn síðar var hann svo í forystu- liði þeirra, sem vildu sameina Brunabótafélagið og Samvinnu- tryggingar, eða koma á sameigin- legum vátryggingarrekstri þessara stóru félaga. Það tókst með rekstri Vátryggingarfélags íslands, sem Ingi hefir verið formaður fyrir frá stofnun þess. Ég efast ekki um, að hefðu okk- ar gömlu foringjar úr Sósíalista- flokknum, verið hér til staðar nú, hefðu þeir fært Inga R. Helgasyni innilegar afmæliskveðjur og þakk- að honum fyrir störf hans fyrir okkar hreyfingu. Mér er kært á þessum degi, að flytja Inga þessar afmælisóskir um leið og ég þakka honum samstarf- ið við mig og allt það sem hann hefir unnið okkar pólitísku hreyf- ingu. Ingi, ég endurtek óskir mínar til þín á 70 ára afmælisdegi þínum, og flyt þér um leið beztu kveðjur mínar og minnar konu, með ham- ingjuóskum til þín og þinnar ágætu konu Rögnu Þorsteins. Það er ósk mín að ykkur báðum og ykkar fólki, megi vel farnast á komandi árum. Lúðvík Jóspesson. Yfirlýsing fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra Enginn ágreiningur um fjármál ráðuneytisins MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Sighvati Björgvins- syni heilbrigðisráðherra og Guð- mundi Árna Stefánssyni fráfarandi heilbrigðisráðherra vegna umfjöll- unar vikublaðsins Pressunnar um viðskilnað fráfarandi heilbrigðisráð- herra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. í yfirlýsingunni segir að enginn ágreiningur sé milli fyrrverandi og núverandi heilbrigð- isráðherra um fjármál heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneytisins og því allar fullyrðingar um að til standi skoðun eða rannsókn á fjár- reiðum ráðuneytisins úr lausu lofti gripnar. Umfjöllun Pressunar með hliðsjón af því er fram kemur í yfir- lýsingunni séu því ekki í samræmi við staðreyndir. I yfirlýsingunni kemur fram að heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur á árinu 1994 heimild til ráðstöfunar í framlög og styrki samtals 22.431 þúsund krónur. Þar af eru 3,3 milljónir sem falla undir fjárlagaliðinn ýmis framlög til heil- brigðismála sem fjárlaganefnd Al- þingis ráðstafar ekki, 11.131 þús- und krónur eru fluttur rekstraraf- gangur frá 1993 og 8 milljónir eru af fjárlagaliðnum ráðstöfunarfé ráðherra. Á árinu 1994 hafi eftir- farandi úthlutun farið fram: Bundið geymslufé vegna Bláalónsnefndar frá 1993 er 2.588 þús. kr., greiddir styrkir og framlög samkvæmt bréf- um - undirrituðum af Guðmundi Árna Stefánssyni eru 7.290 þús. kr., ógreiddir styrkir samkvæmt bréfum undirrituðum af Guðmundi Árna Stefánssyni eru 3.950 þús. kr. og önnur greidd framlög og kostnaður á tímabilinu janúar til júní er 1.784 þús. kr. Til síðari ráð- stöfunar heilbrigðisráðherra á árinu 1994 séu 6.819 þús. kr. Fram kemur að í fjárlögum 1994 eru 58,6 milljónir króna í rekstrar- hagræðingarsjóði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og sam- kvæmt beiðni fjármálaráðuneytis var tillögum um úthlutun úr sjóðn- um skilað í lok marsmánaðar. Varð- andi íjárveitingu til áfengisvarna og bindindismála segir að heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að úthluta úr áfengisvarnarsjóði í upphafi árs, en venja hafi verið að úthluta tvisvar á ári. Við úthlutun úr áfengisvarn- arsjóði 1994 hafi ráðherra gert hlutaðeigandi grein fyrir að ekki yrði um frekari úthlutun að ræða á árinu. í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að samkvæmt verktakasamn- ingi heilbrigðisráðherra við upplýs- inga- og kynningarfulltrúa er mán- aðarleg greiðsla til verksala 225.440 kr. og eru launatengd gjöld innifalinn. Þar að auki greið- ist verksala orlof sem nemur upp- söfnuðum orlofsréttindum laun- þega og miðast við umsamdar greiðslur í verktakasamningnum. Yfirvinna skuli greiðast samkvæmt reikningi og greiðslur skulu greidd- ar fyrirfram og virðisaukaskattur sé ekki innifalinn í ofangreindri þóknun. Fram kemur að heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið hafi greitt sjö reikninga á árinu 1994, samtals að fjárhæð 3.217 þúsund krónur. Innifalið í þeim greiðslum er yfirvinna, 24,5% virð- isaukaskattur, 6% lífeyrissjóðs- framlag og 7% tryggingagjald. Ef virðisaukaskattur og launatengd gjöld séu dregin frá sé launaþáttur þessara greiðslna samtals 2.222 þúsund krónur, eða að meðaltali 317 þúsund krónur á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.