Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Marhnúta- keppni Suðureyri - Marhnútaveiðikeppni var haldin á Suðureyri laugardag- inn 23. júlí í sól og blíðskapar- veðri. Ævar Einarsson forsprakki keppninnar kom sérstaklega vest- ur til þess að stjórna henni eins og honum einum er lagið. Góð mæting var, því 44 skráðu sig til keppni, en keppendur eru allt að tólf ára. Reglur keppninnar eru einfald- ar, það er að veiða sem flesta mansa á klukkutíma, án aðstoðar foreldranna. Síðan er hver mansi vigtaður jafn óðum og geymdur í kari með sjó í. Að lokinni keppni er síðan öllum mönsunum sleppt aftur. Hverjum veiðimanni er heimilt að hafa hjá sér einn að- stoðarmann sem má losa af önglin- um og hlaupa með mansann á vigt- ina. Það varð uppi fótur og fit þegar aðstoðarmennirnir, sem í flestum tilfeilum voru afar og ömmur og pabbar og mömmur, hlupu til og frá viktinni með mans- ana til vigtunar og skráningar. Að lokinni keppni fór fram verðlaunaafhending fyrir þrjá aflahæstu, stærsta og minnsta mansann. 11. sæti varð Hafþór Karlsson sem snaraði inn 20 möns- um sem vógu 4,778 kg. I öðru sæti var Sara Sigurðardóttir og Óskar Ólafsson í því þriðja. Ivar Örn Arnarson veiddi stærsa mans- ann og Óskar Ólafsson þann minnsta. Þá voru veitt sérstök verðlaun fyrir mesta furðufiskinn. Hulda Bjarnadóttir hreppti þau verðlaun fyrir marhnút sem var Morgunblaðið/Sturla skærgnlur á litinn. Þegar verð- launaafhendingu var lokið var dregið fram söngkerfi og skemmt- anir og spilað, dansað og sungið fram eftir kvöldi í logninu og kyrrðinni í faðmi fjalla blárra. Ævar er þegar farinn að leggja drög að næstu keppni að ári og þeir kappsömu sem ekki komust í toppsætin í ár eru þegar farnir að spá í hvað hafi brugðist í veiði- tækninni og skipuleggja nýjar veiðiferðir að ári. Ævar segir að hin eina sanna marhnútakeppni á Suðureyri muni lifa svo lengi sem marhnúturinn verði utan kvóta. Þótt það hafi eflaust verið tilviljun brostu margir út í annað þegar eftirlitsmaður frá fiskistofu mætti á svæið þegar marhnúta- veiðin stóð sem hæst. Engar at- hugasemdir voru þó gerðar við veiðarnar, enda mansinn ennþá utan kvóta. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteigmasau Sumarleyfi Erum í sumarleyfi. Opnum aftur miðvikudaginn 3. ágúst nk. • • • Viðskiptum hjá okkurfylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Almenna fasteignasala sf. Stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FAST EIGHftSftl AM LAUGWEGM^?MA^1fö0-21370 íimilisþ 5 kg. - 800 snúningar á mínútu Heimilistæki hf SÆTÚNI B SÍMI 60 15 OO JpSII 70 Garðyrkjubændur bregðast við aukinni samkeppni Fjölbreytni aukin í rækt- un og sölutími lengdur Selfossi - Markvisst kynningar- átak undir kjörorðinu „íslenskt grænmeti daglega“ er liður í við- brögðum íslenskrar garðyrkju við harðnandi samkeppni með tilkomu alþjóðasamninga. Auk átaksins bregðast garðyrkjubændur við sam- keppninni með því að auka fjöl- breytni í ræktun með það að mark- miði að geta boðið neytendum ís- lenskt hágæðagrænmeti lengri hluta ársins. Samkeppni á grænmetismark- aðnum mun harðna enn frekar á næstu árum. Tollfrjáls innflutning- ur á gúrkum, tómötum, papriku og salati er heimill frá 15. október til 15. mars samkvæmt EES samn- ingnum. GATT samkomulagið tek- ur giidi 1. júlí á næsta ári og heimil- ar innflutning á öllum tegundum grænmetis en því fylgir heimild til álagningar tollígilda sem þó skulu lækka um 36% að jafnaði á 6 ára gildistíma. 3-5% af heildarmagni innflutnings má vera án tollaígilda eða með mjög lágum tollum. „Við höfum vaknað upp við þær breytingar sem hafa orðið með þessum alþjóðasamningum og þá reynir á að okkar vara sé hreinni og betri en sú innflutta," 'sagði Georg Ottósson. Hann lagði áherslu á að skapa þyrfti íslenskri garð- yrkju aðstæður í samkeppninni. Raflýsing væri 15% af kostnaðar- verði inniræktaðs grænmetis og hann sagðist fullyrða að hægt væri að rækta grænmeti allt árið á skikk- anlegu verði ef raforka fengist til lýsingar á sama verði og álverið fengi hana. Átak til framtíðar Kynningarátakið á íslenska grænmetinu hófst í maí og stendur fram til loka ágúst. Það er sett fram undir sérstöku merki sem Guðrún Jóhannesdóttir de Fontenay hann- aði. Hún sagðist leggja áherslu á lífrænt form og hreinleika með þessu merki. Garðyrkjubændur leggja mikla áherslu á að það kom- ist til skila til neytenda að varan sé íslensk. Þeir segja allt of mikið um það að íslensku og innfluttu grænmeti sé hrúgað saman og jafn- vel sé innflutt grænmeti sett í kassa merktum íslensu grænmeti. Georg Ottósson, formaður Sölufélags garðyrkjubænda, sagði að bændum og söluaðilum væri mikið í mun að íslenska varan væri sett fram í verslunum þannig að fólk vissi hvað það væri að kaupa. Það mætti ganga að því vísu að íslenska græn- metið væri hágæðavara en það væri iíka mikilvægt að vel væri hugsað um grænmetisborðin í versl- ununum svo gæðin skiluðu sér alla leið á borð neytenda, það væri öllum hagur af því. „Fólk þarf að læra að þekkja góða vöru,“ sagði Georg. Þetta er niðurstaða athugunar á innlendu og innfluttu grænmeti frá í vor. Þá var meðal annars leitað að 32 aðskotaefnum í tómötum, agúrk- um, papriku, sveppum, kínakáli, gul- rótum og hvítkáli. Greiningin fór fram með fjölleifa aðferð í gasmassa- greini hjá Hollustuvernd ríkisins. Innlenda grænmetið var alveg hreint en í þremur sýnum úr innfluttu græn- meti af tólf fundust leifar af efnum úr ræktuninni. Þær leifar sem fund- ust voru þó langt undir þeim viðmið- unarmörkum sem settar eru. Síðar í sumar er áformað að gera sambærilega athugun á útiræktuðu grænmeti. Birgir Þórðarson hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurlands sagði ís- lenska kínakálið mjög góða vöru, það væri hægsprottið og gæfi sérstök bragðgæði sem ekki fyndust í er- lendu kínakáli. Hann sagði íslenska bændur framarlega í því að þurfa ekki að nota aðskotaefni við ræktun- ina. Somhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina tyrir há sem ekki fara í ferð Laugardagur 30. júlí: Opið húsfrá kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um lífið og tilveruna. Heitt kaffi á könnunni. Einsöng syngur Harpa Hallgrímsdóttir. Gunnbjörg Óladóttir stjórnar almennum söng og kynnir og kennir nýja kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 31. júlí: Almenn samkoma kl. 16. Mikill almennur söngur og nýju kórarnir sungnir. Harpa Hallgrímsdóttir syngur einsöng. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunarmannahelgina. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HRESSAR kálskurðarstúlkur á Flúðum með körfur af blómkáli. Aukin sókn í útiræktuninni Garðyrkjubændur keppast við að mæta harðnandi samkeppni á markaðnum og hafa tekið undir ný garðlönd þar sem ræktuð eru af- brigði sem eru geymsluþolnari og lengja tímann sem hægt er að bjóða íslenskt grænmeti. Nú verður unnt að fá íslenskar gulrætur fram í mars og kínakál langt fram á haust- ið. Georg Ottósson sagði neyslu á kínakáli hafa aukist verulega og spergilkálið einnig en neysla á því ætti örugglega enn eftir að aukast. Það væri auðvelt í ræktun þó það gæfi litla uppskeru á hvern fer- metra en í þróun væru aðferðir til að auka uppskeruna. Aðal uppskerutími útiræktunar hafinn Aðal uppskerutími útiræktunar- innar fer nú í hönd og hvarvetna á ræktunarstöðum er unnið við upp- skerustörf. Fyrstu íslensku gulræt- urnar eru komnar á markað, þær koma úr heitum görðum frá náttúr- unnar hendi eða görðum þar sem lagðar hafa verið hitalagnir í jarð- veginn. Grænmeti sem skyndibiti „Þetta er upplagt í afmælum og smáveislum og kemur í staðinn fyr- ir flögur og þess háttar sem kallað er snakk,“ sagði Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir tannfræðingur og Georg Ottósson með sein- sprottnar gulrætur sem verða á markaði fram í marsmánuð. húsfreyja á Garði í Flúðahverfinu. Hún sagði að börnunum líkaði það vel að fá grænmetið niðurskorið til að borða með hollri ídýfu. „Þetta er miklu hollara og nauðsynlegt að halda þessu að börnunum. Þannig getum við vanið þau á að borða grænmeti. Reynsla mín af þessu er sú að krakkarnir vilja frekar gulrótapoka en sælgæti til að narta í,“ sagði Ingibjörg. Hún benti einn- ig á að kílóverð grænmetis væri mun lægra en kílóverðið á snakkinu ef bera ætti það saman. Svo væru fullorðnir vitlausir í grænmeti með dýfu. Engin aðskotaefni í íslensku grænmeti Selfossi - Engin aðskotaefni fundust í íslensku inniræktuðu grænmeti í rannsókn sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði í samvinnu við Holl- ustuvernd ríkisins og Samband garðyrkjubænda. Aðrir gæðaþættir inn- lenda grænmetisins svo sem útlit og fleira var eins og best verður á kosið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.