Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Engin hátíð í Húnaveri FRETTIR Skíðalandslið Kanada kom til landsins í gær til æfinga Morgunblaðið/Bjöm Blöndal KANADISKA skíðalandsliðið skömmu eftir komuna til landsins , ásamt Valdimar Örnólfssyni. SÝSLUMAÐURINN á Blönduósi ákvað í gærkvöldi, að breyta ekki fyrri ákvörðun sinni, um að leyfa ekki samkomu í Húnaveri um helg- ina, þar sem hvorki sé hægt, með núverandi fyrirvara, að útvega nauð- synlegan fjölda löggæslumanna , né tryggja nauðsynlegt skipulag. Dómsmálaráðuneytið ákvað að leggja fyrir sýslumann að taka að nýju afstöðu til þess hvort skilyrði væru fyrir hendi til að halda útidans- leiki í Húnaveri. Ekki væri hægt að vefengja þá ákvörðun sýslumanns, að neita um leyfi, á þeim tíma sem hún var tekin, en hins vegar hefðu komið fram ný gögn sem skiptu máli og gætu hugsanlega breytt við- horfi til leyfisveitingar. -----» ♦ «------ Tveir prestar hnífjafnir TVEIR prestar voru jafnir að at- kvæðum í kjöri innan sóknarnefndar Selfosskirkju í gærkveldi, séra Gunn- ar Siguijónsson, Skeggjastöðum, og séra Haraldur M. Kristjánsson, Vík í Mýrdal, en báðir hlutu 7 atkvæði. Samkvæmt lögum hlýtur prestur löglega kosningu fái hann helming greiddra atkvæða, en þar sem um- sækjendur urðu jafnir á söfnuðurinn rétt á að æskja kosninga innan viku. Komi ekki slík krafa er málið í hönd- um biskups og kirkjumálaráðherra. SKÍÐALANDSLIÐ Kanada kom til landsins í gærmorgun til æf- inga í Kerlingarfjöllum, en þær standa yfir til 8. ágústs næstkom- andi. Hópurinn er skipaður átta skíðamönnum, fjórum þjálfurum og einum aðsto.ðarmanni. Skýringar á komu landsliðsins má rekja til dvalar eins þjálfar- ans í Kerlingarfjöllum seinasta sumar. Honum leist vel á allar aðstæður og niðurstaðan varð sú að iiðið kæmi hingað til æfinga. Peter Bosinger, einn landsliðs- manna, kvaðst lítast mjög vel á að æfa hérlendis. „Þetta er góð tilbreyting, eitthvað alveg nýtt,“ sagði Peter. Seinustu sumur hef- Æfírí Kerlingar- flöllum ur kanadíska landsliðið verið við æfingar í Oregon í Bandaríkjun- um, á helstu skíðasvæðum Evr- ópu og i Suður-Ameríku, en þangað verður haldið síðar í sum- ar. Forsvarsmenn Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum tóku á móti landsliðinu í gær og fluttu hópinn til fjalla, með áningu á Laugar- vatni þar sem hópurinn gæddi sér á nýveiddum silungi, og Geysi þar sem hópurinn skoðaði sig um og brá sér í sund. Æfingar hefj- ast síðan í dag. Valdimar Örnólfsson, einn for- svarsmanna Skíðaskólans í Kerl- ingarfjöllum, sagði skíðafæri gott um þessar mundir og sé undirbúningur skíðabrauta kom- inn á fullan skrið. Hann kvaðst fagna því að eins gott skíða- landslið og lið Kanada æfi hér- lendis, en staðarvalið þurfi ekki að koma á óvart þar sem aðstæð- ur til skíðaiðkanna í Kerlingar- fjöllum séu góðar. Electrolux staðfesti tilboð sitt á tilskildum tíma „Rætt um að ljúka húsínu í mars 1995“ SÆNSKA fyrirtækið Electrolux staðfesti tilboð sitt um að hanna, fjármagna, byggja og reka íþrótta- hús í tíma fyrir HM ’95 með bréfi sem barst fyrir hádegi í gær. Borg- arstjóri fundaði i gærkvöldi með forsvarsmönnum íþróttahreyfingar- innar, embættismönnum borgarinn- ar og fulltrúum Electrolux hérlend- is. Borgarstjóri upplýsti meðal ann- ars um kröfur sem gerðar eru til húss af þessum toga, þ.á m. með tilliti til að útlit samræmist öðrum íþróttamannvirkjum í Laugardal. Borgin mun ekki leggja fram fjár- magn til byggingarinnar. „Ef hægt verður að byija jarðvegsvinnu að loknum fundi byggingarnefndar Reykjavíkurborgar 11. ágúst nk., er rætt um að Ijúka húsinu í mars 1995,“ segir Ólafur B. Schram, for- maður HSÍ. Að sögn Ólafs er næsta skref af hálfu Electrolux að reikna endan- legan byggingarkostnað dúkhúss- ins sem verði um 8.800 fermetrar að grunnfleti, en þá fyrst sé hægt að segja til um hverjar tekjur þurfa að vera til að fjárfestingin borgi sig og um hve langan tíma er að ræða. Fulltrúar fyrirtækisins séu ekki enn í stakk búnir til að svara til um hagkvæmni reksturs. Málið sé frá- leitt í höfn, en þó komið á góðan rekspöl. Verið sé að huga að rekstr- arformi, hvernig reksturinn skiptist og hveijir annist hann, og vilji Electrolux helst að sami rekstrarað- ili annast húsið og Laugardalshöll- ina, og býður Reykjavíkurborg að yfirtaka reksturinn. Önnur fjármögnun möguleg „Ég er mjög ánægður með fund- inn í gær og held að málin geti ekki gengið hraðar á þessari stundu. Við erum enn með mögu- leika á annarri fjármögnun frá is- lenskum aðilum upp í erminni, ef tilboð Electrolux rennur í sandinn,” segir Ólafur. Hann segir að íþróttahúsið þurfi á Laugardalshöllinni að halda, þar sem í því verði skorin niður hrein- lætisaðstaða, búningsklefar, stjórnmiðstöð og aðstaða fyrir starfsfólk. „Húsið verður nánast einn gámur, en gert er ráð fyrir tengibyggingu út úr austurgafli Laugardalshallarinnar. Borgin mun þurfa að bæta búningsaðstöðu í Laugardalshöllinni, en ófrágengið er hveijir reisa tengibygginguna þarna á milli. Ekki er búið að semja um hveij- ir fjármagni innviði nýja hússins, áhorfendapalla og annað slíkt. Electrolux-fyrirtækið vildi jafn- framt fá að vita hvort borgin myndi styrkja íþróttafélög til æfinga þar, eins og hún hefur gert í eigin bygg- ingum, sem reyndist engin fyrir- staða.“ Aðspurður um ástæður Electro- lux til að reisa húsið, kveðst Ólafur telja auglýsingagildi þess mikið, þar sem húsið hýsir heimsmeistara- keppni, auk þess sem ákveðin viður- kenning og kynning sé fólgin í því ef húsið stendur til margra ára án þess að láta á sjá. Mikil spenna á landsmótinu MIKIL spenna er í meistara- flokki karla á Landsmótinu í golfi sem lýkur í kvöld. Sigur- páll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar leiðir með einu höggi en tíu kylfingar eiga möguleika á sigri á þessu 53. Iandsmóti. í meistaraflokki kvenna hefur Is- landsmeistarinn Karen Sævars- dóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja fimm högga forystu og virðist líkleg til að tryggja sér sjötta íslandsmeistaratitil sinn á jafn mörgum árum. Á myndinni má sjá Birgi Leif Hafþórsson úr Leyni á Akranesi slá og Hjalti Pálmason úr Golfklúbbi Reykja- víkur fylgist með. ■ Ísiandsmót/C4 Magnús Gunnarsson formaður Vinnuveitendasambands íslands Launahækkanir í skiptum fyr- ir breytingar á vinnulöggjöf Veiðimað- ur fékk raflost LAXVEIÐIMAÐUR kastaði línu upp í háspennulínu við lax- veiðiá uppi í Borgarfirði í vik- unni. Maðurinn brenndist á höndum og fótum. Hann leitaði til læknis á Sjúkrahúsi Akra- ness, en fékk að fara heim að ■ lokinni skoðun. Að sögn læknis voru meiðsli mannsins minni en talið var í fyrstu. Maðurinn, sem er Spánveiji, var að kasta í rign- ingu og var línan blaut og leiddi því vel rafmagn. MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segist álíta að launahækkanir í næstu samningagerð séu einungis mögulegar ef semjist um breyting- ar á vinnulöggjöfinni í staðinn, en samningar eru lausir um áramót. Magnús segir að þetta hafi ekk- ert verið rætt innan VSÍ ennþá. Það lægi fyrir að sest yrði að samn- ingaborði um næstu áramót og það yrði bara að koma í ljós hvað menn treystu sér til að gera. „Ég hef litið þannig á að næstu samningar snúist um hvernig við getum aðlagað samningana að breyttu umhverfi,” segir hann. „Samningar sem taka tillit til þarfa fyrirtækjanna geta skilað ákveðn- um ávinningi sem sjálfsagt er að skipta.“ Hörð samkeppni Hann segir að fyrirtækin og verkalýðshreyfingin geri sér grein fyrir því að íslensk fyrirtæki séu í harðri samkeppni við erlenda aðila og því þurfi að nýta alla möguleika. „Ef við náum ekki árangri í þeirri samkeppni, þá er engu að skipta,” segir Magnús. „Þess vegna held ég að verkalýðshreyf- ingin sé tilbúin til að ræða ýmsar breytingar sem geta skilað okkur aukinni samkeppnishæfni. Ef um einhvern verulegan ávinning er að ræða mun hann skila sér til verka- lýðshreyfingarinnar." Lögreglan í Reykjavík Eftirlit aukið með umferð og eignum LÖGREGLAN í Reykjavík mun auka almennt eftirlit með umferð og eigum fólks eftir því sem möguleiki er á um verslunarmannahelgina. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir, að lögreglan vilji höfða jafnt til þeirra sem ferð- ist og þeirra sem eru heima. Jónas segir að aukið eftirlit felist einkum í því að fjölgað ’ verði ómerktum lögreglubílum og eftirlitsbílum á Vestur- landsvegi og Suðurlandsvegi. Þá verði einnig notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fólk gangi tryggilega frá húsum sínum „Við brýnum fyrir fólki, sem hyggst leggja land undir fót, að ganga tryggilega frá híbýl- um sínum þannig að óviðkom- andi eigi ekki greiða leið þar inn,“ sagði Jónas. „Þá er einn- ig mikilvægt að þeir, sem j halda kyrru fyrir heima, hafi augun opin og hafi samband við lögregluyfirvöld, verði þeir ! varir við óeðlilegar mannaferð- ; ir,“ sagði hann. Pósthúsið verður rauðbrúnt PÓSTUR og sími hefur í sam- ráði við húsafriðunarnefnd ákveðið að pósthúsið við Póst- hússtræti verði málað í sínum upprunalegu litum. Húsið verður þannig rauðbrúnt og þakið og gluggapóstar í dökk- grænum lit. Hrefna Ingólfs- dóttir blaðafulltrúi Pósts og síma segir að byijað verði að mála í byijun ágúst. Ekki er vitað með vissu hvenær húsið var fyrst málað í ljósum litum. Húsið var reist eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar árið 1914 og þá var það rauðbrúnt. Af ljós- myndum má greina að húsið var líklega enn rautt á þriðja áratugnum. Málun hússins er síðasti hluti af nauðsynlegum við- haldsframkvæmdum að sögn Hermanns Ingólfssonar í fast- eignadeild. „Húsið er vel farið og er ekkert vandræðahús,” sagði hann. „Á síðastliðnu ári hefur m.a. verið fyllt upp í þær sprungur sem fundust og hús- ið pússað að utan.“ Fundu hass við húsleit FÍKNIEFNADEILD Lögregl- unnar í Reykjavík fann um 100 grömm af hassi og eitthvað af amfetamíni við húsleit við Tangarhöfða í Reykjavík. Húsleitin var gerð um fimm- leytið í gær og voru fimm handteknir, fjórir karlar og ein kona. Málið er, að sögn lög- reglunnar, að fullu upplýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.