Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 13

Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Fjölmiðlar Disney sameiimst CBS eða ABC New York. Reuter. SPÁKAUPMÖNNUM, sem hafa í stórum stíl veðjað á sameiningu CBS og annaðhvort Turner Bro- adcasting System eða Walt Disn- ey, hefur sést yfir enn líklegri möguleika , nefnilega samruna Disneys og Capital Cities/ABC. Þótt yfirmaður Turner Broad- casting, Ted Turner, kunni að hafa rætt hugsanlegt samkomulag við CBS þegar stjórn fyrirtækisins fundaði fyrr í vikunni í St. Péturs- borg, Rússlandi, er einnig uppi sterkur orðrómur um að Capital Cities og Disney séu í sameining- arhugleiðingum. Telja menn góðar líkur á að þessi mál skýrist á næstunni. Valdabarátta ekki í veginum Disney hefur verið bendlað við CBS síðan fyrirætlanir um samein- ingu CBS og QVC fóru út um þúfur fyrr í þessum mánuði þegar kapalfyrirtækið Comcast bauðst til að kaupa QVC fyrir 2,2 millj- arða dollara. Það sem talið er mæla með því að Disney sameinist Capital Cities er einna helst það að Disney fram- leiðir vinsælan þátt, „Home Improvements", sem ABC sýnir. Einnig er stjórnarformaður Disn- eys, Michael Eisner, á góðum bata- vegi eftir meiriháttar skurðaðgerð, þannig að valdabarátta á ekki að valda vandræðum. Ekki trúað að CBSséekkifalt Kunnugir leggja ekki mikinn trúnað á afdráttarlausa yfirlýs- i » i f - ódýr gisting um allt land ingu stjórnarformanns CBS, Laur- ence Tischs, þess efnis að CBS sé ekki til sölu. Því er haldið fram að Tisch sé í erfiðri aðstöðu þar sem ekkert varð úr samkomulagi við QVC. Spáð er að CBS verði selt, en menn treysta sér ekki til þess að segja til um tímann, salan geti tek- ið „tvær vikur, tvo mánuði eða ár“. Mercedes tapar á hópferðabílum Hamborg. Reuter. MERCEDES-Benz AG býst við að tapa allt að 200 milljónum marka á hópferðabíladeild sinni á þessu ári sð sögn vikuritsins Der Spieg- el. Blaðið segir að upphaflega hafi fyrirtækið búizt við tapi upp á um 150 milljónir marka. Der Spiegel segir að hópferða- bíladeildin hafi verið rekin með um 2,4 milljarða marka tapi á undanförnum 10 árum og kennir um háum framleiðslukostnaði í Þýzkalandi og lélegri hönnun. Forsvarsmenn Mercedes-Benz kváðust nýlega hafa í hyggju að breyta deildinni í félag með tak- markaðri ábyrgð frá og með næstu áramótum. Evrópskt eignarhaldsfyrirtæki mun reka félagið og hópferðabíla- deild Mercedes í Tyrklandi. Ef samningaviðræður við þýzka rútu- framleiðandann Kássbohrer leiða til samruna verður Kássbohrer einnig rekið sem hluti af eignar- haldsfyrirtækinu. Sápustríð Omo Pow- ersýknað SÁPUSTRÍÐINU svokallaða milli Unilevers og Procter & Gamble er líklega lokið í bili með sigri fyrrnefnda fyrirtækisins. Sex virt- ar og óháðar rannsóknastofnanir í Evrópu hafa hrakið þá fullyrð- ingu P&G, að nýja þvottaefnið frá Unilever, Omo Power með Accel- erator, skemmi fatnað og uppliti. P&G hélt því fram, að Omo Power skemmdi trefjarnar í fatn- aði og litinn en rannsóknastofnan- irnar segja, að margendurteknar tilraunir hafi þvert á móti sýnt fram á mikil gæði þvottaefnisins umfram ýmis önnur. Viðbrögð neytenda besta sönnunin Talsmenn Unilevers eru að von- um sigri hrósandi en segja, að við- brögð almennra neytenda hafi ver- ið besta sönnunin fyrir gæðum Omo Powers. Niðurstaða rann- sóknanna hafi því ekki komið þeim neitt á óvart. Góða ferð! Alþýðusamband íslands óskar landsmönnum góðrar ferðar um mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. ASI heitir á alla að ganga vel um landið, nú sem endranær. Náttúra Islands er ein þýðingarmesta þjóðarauðlind sem við eigum. Ef við spillum henni rýrum við um leið þann arf, sem við ætlum komandi kynslóðum. Alþýðusamband Islands, ASI, stofnað 1916, er stærsta fjöldahreyfmg launafólks á Islandi. I Alþýðusam- bandinu eru nú um 65.000 félagsmenn. Um tveir þriðju launamanna í skipulögðum samtökum hér á landi eru í aðildarfélögum ASI, þar af tæplega helmingur konur. Félagsmenn Alþýðusambands Islands eru um land allt og koma úr flestum atvinnu- og starfsgreinum. Meginhlutverk Alþýðusambandsins er að standa vörð um hagsmuni launafólks og allrar alþýðu, semja um kaup og kjör, tryggja góðan aðbún- að á vinnustöðum, starfsmenntun og áhyggjulaust ævikvöld. Þótt baráttunni sé hvergi nærri lokið hafa samtök launafólks náð miklum árangri í að umbreyta þjóðfélaginu og laga það að þörfum almennings. Samstarf og gagnkvæmt tillit er farsælast í umferðinni. Komum heil heim eftir verslunarmannahelgi. ALÞYÐUSAMBAND ISLANDS Samstaðan er afl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.