Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LISTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 15 Reuter FORYSTUMENN kommúnistaflokksins í Norður-Kóreu á fundi í Pyongyang í fyrradag í tilefni þess að 41 ár er liðið frá „sigr- inum mikla“ í Kóreustríðinu. Efast um frásögn n-kóreskra flóttamanna Engar vísbend- ingar um fímm kjamaodda Seoul. Reuter. EMBÆTTISMENN í Suður-Kóreu sögðu í gær að þeir hefðu engar sannanir fyrir því að Norður-Kóreu- menn hefðu nú þegar fimm kjarna- odda eins og norður-kóreskur flóttamaður staðhæfði á blaða- mannafundi í Seoul í fyrradag. Embættismennirnir, meðal ann- ars hjá suður-kóresku leyniþjón- ustunni sem stóð fyrir blaðamanna- fundinum, sögðu að stefna stjórnar- innar í Suður-Kóreu væri óbreytt. „Flóttamaðurinn var ekki sjálfur viðriðinn kjarnorkuáætlunina og var einfaldlega að segja blaðamönn- um það sem hann hafði heyrt,“ sagði talsmaður varnarmálaráðu- neytisins í Seoul. „Rannsaka verður frekar áreiðanleika mannsins en staðhæfingar hans kalia ekki á breytta stefnu af okkar hálfu, það er öruggt," bætti embættismaður- inn við. Flóttamaðurinn, Kang Myong- do, sagði á blaðamannafundinum að Norður-Kóreumenn einbeittu sér nú að því að smíða eldflaugar sem gætu borið fimm kjarnaodda sem þeir hefðu þegar yfir að ráða. Embættismaður í utanríkisráðu- neyti Suður-Kóreu, sagði að stjórn- in hefði engar sannanir fyrir því að Norður-Kóreumenn hefðu „eina einustu kjarnorkusprengju“. Bandarískir embættismenn létu einnig í ljós efasemdir um staðhæf- ingu flóttamannsins. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að hann styddi enn það mat bandarísku leyniþjonustunnar CIA að Norður-Kóreumenn hefðu hugsanlega eina eða tvær kjarn- orkusprengjur. CIA byggði mat sitt á áætluðu magni plútons sem Norð- ur-Kóreumenn gætu hafa fengið úr kjarnaklúfnum í Yongbyon þegar honum var lokað tímabundið árið 1989. „Fávís maður“ Embættismenn öryggismála- stofnunar í Suður-Kóreu sögðu að tveggja mánaða rannsókn eftir að flóttamaðurinn óskaði eftir hæli í landinu hefði staðfest að hann væri tengdasonur forsætisráðherra Norður-Kóreu, Kangs Song-sans. Fréttastofa Norður-Kóreu vísaði því algjörlega á bug í gær að Kang Myong-do væri tengdasonur ráð- herrans og sagði blaðamannafund- inn „svívirðilega tilraun til að not- færa sér mannsorpið í deilu Norð- ur- og Suður-Kóreu“. „Hann teng- ist ekki forsætisráðherranum á nokkurn hátt. Hann er fávís mað- ur, slæpingi án reglulegrar atvinnu og glæpamaður sem dró sér háar fjárhæðir frá ríkinu," sagði frétta- stofan. Sýrlendingar ósáttir við samkomulag Jórdana og Israela Damaskus, Gaza. Reuter. SYRLENDINGAR gagnrýndu í gær Jórdani fyrir að hafa undirritað yfir- lýsingu ásamt ísraelum, um að binda enda á stríðsástandið í samskiptum ríkjanna. Dagblaðið al-Baath, mál- pípa sýrlensku stjórnarinnar, sagði yfirlýsinguna, sem undirrituð var í Washington fyrr í vikunni, vera „óvænta þróun“ og að hún væri í andstöðu við anda friðarviðræðn- anna um Mið-Austurlönd, sem hóf- ust í Madrid fyrir þremur árum. Blaðið sagði ennfremur að yfirlýs- ingin myndi skaða hagsmuni Araba og að Sýrlendingum lægi ekkert á að koma á „ófulikomnum" friði við ísraela. Dreifing blaðs stöðvuð á Gaza Aukin spenna er einnig í sam- skiptum Palestínumanna og Jórdana í kjölfar fundar Husseins Jórdaníu- konungs og Yitzhak Rabins, forsæt- isráðherra Israels, í Washington. Hussein var falin umsjón með helgi- stöðum múslima í Jersúsalem. Palestínskir embættismenn stöðv- uðu í gær dreifingu á dagblaðinu An-Nahar á sjálfstjórnarsvæðinu á Gaza en blaðið, sem er prentað í Jerúsalem, er hliðhollt Jórdaníu- stjórn. Engar skýringar voru gefnar á þeirri ákvörðun. Fulltrúar Jórdana, Egypta og Palestínumanna voru í gær kallaðir á fund hjá skrifstofu Arababanda- lagsins, vegna þessarar deilu. Að þeim fundi loknum lýsti skrifstofan því yfir að Arababandalagið og Pa- lestínumenn hefðu fengið fullnægj- andi skýringar frá Jórdönum. Full- trúi Palestínumanna lýsti einnig yfir ánægju með skýringar Jórdana og að ljóst væri að einungis hefði verið um staðfestingu á eldra samkomu- lagi að ræða. ATRIÐI úr ævintýramyndinni Járnvilja. Sleðastrákurinn KVIKMYNPIR S a g a bí ó JÁRNVILJI „IRONWILL" ★ ★ Leikstjóri: Charles Haid. Handrit: John Michael Hayes, Djordjes Milicevic og Jeff Arcli. Kvikmynda- taka: William Wages. Aðahlutverk: Mackenzie Astin, Kevin Spacey, David Odgen Striers, Brian Cox og George Gerdes. Walt Disney. 1994. ÍSLENDINGAR koma víða við sögu í amerískum bíómyndum og m.a. í ævintýramyndinni Járnvilja frá Disneyfyrirtækinu. Hún ku vera sannsöguleg og fjallar um hættulega hundasleiðakeppni á öðrum tug aldarinnar frá Kanada til Bandaríkjanna og viti menn, tveir íslendingar, Hjörtur og Þórð- ur, taka þátt. Þeir gegna svosem engu hlutverki nema því að fylla út í keppendahópinn, eru stórir og sterklegir og sennilegast Vestur- íslendingar ef marka má keppnis- greinina. Myndin segir frá ungum kana- dískum dreng sem missir föður sinn í hundasleðaslysi og skáir sig í þessa hættulegu keppni til að afla fjölskyldunni tekna, borga skólanám og ljúka því sem föður hans vannst ekki tími til að gera en hann hafði hugsað sér að taka þátt. Möguleikarnir eru ekki mikl- ir fyrir drenginn því keppinautarn- ir eru hin mestu hörkutól, sérstak- lega Svíi nokkur sem beitir sví- virðilegum brögðum, og keppnin í vetrarhörkunum hin erfiðasta. En brátt tekur hann að vinna hug og hjörtu landsmanna í gegnum blaðamann sem hefur á honum sérstakar mætur og hann fær við- urnefnið Járnvilji. Leikstjóri myndarinnar er sjón- varpsstjarnan Charles Haid úr „Hill Street Blues“ og hann slepp- ur sæmilega frá sínu en ekki mik- ið meira. Hann hefur Disneyhefð- ina til að styðjast við og það er heilmikill ævintýraljómi við sög- una en hún er líka enn eitt afbrigð- ið af „Rocky“ og Karatestráknum þar sem söguhetjan á við ofurefli að etja og tekst á við hið ómögu- lega en hefur vilja til að láta drauminn rætast. Maður veit nokkurnveginn að hverju stefnir í myndum sem þessum og Haid og handritshöfundunum tekst því ekki að byggja upp mikla spennu í kringum endastöðina en halda uppi ágætum hraða í frásögninni. Mackenzie Astin leikur strákinn og gerir það vel og það eru ágæt- ir aukaleikarar í minni hlutverkum eins og Bretinn Brian Cox og David Odgen Stiers sem leika borgunarmenn keppninnar og Ke- vin Spacey í hlutverki blaða- mannsins sem gerir hetju úr drengnum. Járnvilji er ágætis fjöl- skyldumynd í Disneyhefðinni þótt hún skari hvergi framúr, ljúfsár og oft spennandi og átakamikil saga er gegnir prýðilegu uppeldis- hlutverki sem byggir á sigri vilj- ans. Arnaldur Indriðason Ballett- flokkur í uppsveiflu THE San Francisco Ballet undir stjórn Helga Tómassonar fær mjög lofsamlega dóma hjá gagnrýnanda The Sunday Times, David Dougill, í umfjöllun hans um sýningar ball- ettflokksins hjá Opera Garnier í París fyrrihluta júlí. Dougill segir að The San Francisco Ballet hafi náð nýjum hæðum undir stjórn' hins íslenska Helga Tómassonar, sem hafi verið stjarna The New York City Ballet áður en hann tók við stjórn ballettflokksins árið 1985. Dansarar flokksins, sem séu flestir valdir af Helga, séu mjög fjölhæfir og skapi saman einstaklega sam- ræmdan stíl. Dómar um dansa Helga Dougill íjaliar m.a. um tvo dansa eftir Helga, La Quattro Stagioni og Nanna’s Lied. Hann er hrifinn af báðum verkunum. Hann segir að hið fyrra byrji á hefðbundinn hátt en endi óvenjulega og dansarar flokksins séu frábærir í sínum hlut- verkum. Seinna verkið sé frábrugð- ið hinu fyrra, en í því séu mjög góð atriði. Dougill endar dóm sinn með því að segja að hann bíði og voni að The San Francisco Ballet komi sem fyrst, til London. Jann Parry gagnrýnandi The Observer fjallaði einnig um sýning- ar The San Francisco Ballet í Par- ís. Hún segir eins og Dougill að Helgi hafi byggt dansflokkinn upp svo nú geti hann talist á alþjóðleg- an mælikvarða. Parry er einstak- lega hrifin af uppfærslu flokksins á Maelstrom eftir Mark Morris og segir hana hafa slegið í gegn í París. Hún er ekki eins hrifin af dönsum Helga í samanburði við þetta verk og telur La Quattro Stagioni vera léttvægan ballett. -----».♦.-4--- Úrlausn Krist- rúnar og Moniku EXTRACT heitir sýning sem Krist- rún Gunnarsdóttir og Monika Lars- en-Dennis opna í Gallerí einum ein- um við Skólavörðustíg 4 klukkan 18 í kvöld. Þær segja að um sé að ræða eitt verk unnið í samvinnu, eina úrlausn af mörgum möguleg- um, afsprengi, áfanga. Sýningin stendur í rúma viku, til sunnudags- ins 7. ágúst. Opið er daglega frá 12 til 19. SÖNGHÓPURINN Hljóineyki verður á Dalvík á morgun. Hljómeyki á Norðurlandi SÖNGHÓPURINN Hljóineyki kemur víða fram á næstu tveim- ur vikum. Um verslunarmanna- helgina syngur kórinn á Suinar- tónleikum á Norðurlandi, fyrst föstudaginn 29. júlí í Dalvíkurk- irju kl. 20.30, þá laugardaginn 30. júlí í Reykjahlíð í Mývatns- sveit, einnig kl. 20.30 og sunnu- daginn 31. júlí verða tónleikar kl. 17.00 í Akureyrarkirkju og kl. 21.00 í kirkjunni á Blöndu- ósi. Á efnisskrá verða tónverk eftir Jón Nordal og Hafliða Hallgrímsson. Stjórnandi í þess- ari ferð er Hafliði Hallgríms- son. Hluti af þessari efnisskrá, þ.e. tónverk Hafliða, verður fluttur á Listasumri í Hall- grímskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 20.30. Dagana 1.-7. ágúst mun söng- hópurinn síðan dveljast í Skál- holti við æfingar á breskri kirkjutónlist frá ýmsum tímum, undir stjórn Bernharðar Wilk- inson. Dvölinni lýkur með Sum- artónleikum í Skálholti, laugar- daginn 6. ágúst kl. 15.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.