Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Ekki lengra skólaár Frá Katrínu L. Óskarsdóttur: ÉG TEK heilshugar undir með þeim sem hafa ritað greinar í Morgunblað- ið undanfarið og lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir að lengja skólaár- ið í íslenskum skólum. Ef lengd skólaársins nú nægir ekki til að ís- lenzk börn og unglingar hljóti þá menntun sem er talin æskileg, þá er eitthvað að í skólakerfinu og aðr- ar lausnir æskilegar en sú að lengja skólaárið. Auka þarf aga Fækka þarf nemendum í hveijum bekk. Hverja kennslustund þarf að nýta mun betur en nú er gert. Stór hluti hverrar kennslustundar fer í að koma ró á bekkinn og því öllum Ijóst að stórauka þarf aga í skólum. Það má líka gjarnan hugsa sér kynja- skipta bekki a.m.k. í grunnskólunum. Kennarastarfið er mjög krefjandi og slítandi. Það þarf því að huga vel að endurmenntun kennara. Margir kennarar eru duglegir við að nýta sér þá endurmenntun og/eða þau upprifjunarnámskeið sem í boði eru. En í sumum skóium hafa kennarar ekki sótt endurmenntun/námskeið í fjölda ára. Þeir kennarar hljóta að staðna og það síðan koma fram í kennslunni með einum eða öðrum hætti. Við þurfum að huga vel að aðbún- aði barna, unglinga og kennara á vinnustað þeirra, þ.e. skólunum, og það verður að finna leiðir til að hver kennslustund nýtist sem mest. En ég vil að börnin mín fái að vera heima þessa þijá sumarmánuði, júní, júlí og ágúst, eins og verið hefur hingað til. Ekki of langur tími Ég er í aðstöðu til að hugsa um þau þennan tíma. Mér finnst það alls ekki of langur tími, nema síður sé. Ég skil vel vanda útivinnandi foreldra, sem vilja vita af börnum sínum í öruggum höndum meðan þeir sinna sínum störfum. En það vandamál leysum við ekki með því að lengja skólaárið. Þann vanda má leysa á margan annan hátt. Við megum ekki láta þann vanda bitna á þeim börnum sem geta varið sumr- inu með foreldrum sínum, öðrum fjöl- skyldumeðlimum og/eða til dæmis í sveit. Líka skóli Unglingar þurfa líka á þessum þremur mánuðum að halda til að afla sér tekna, svo þeir hreinlega geti stundað nám. Bágur efnahagur foreldra hefur vissulega áhrif á fram- haldsnám barna þeirra. Mörg þeirra þurfa á þessum tíma að halda ár hvert, til að afla peninga þvi án þeirra verður ekkert úr áframhaldandi námi. Nei, ekki lengra skólaár. Ég vil fá börnin mín heim á vorin. Ég vil hafa þau heima þessa þijá sumar- mánuði við þroskandi leik og störf. Það er líka skóli. KATRÍN L. ÓSKARSDÓTTIR, Miðhvammi, Aðaldal. Jan Mayen Frá Vilhjálmi Alfreðssyni: ÞAÐ HEFUR verið mikið rætt um Svalbarðsdeiluna milli íslands og Noregs og ber að harma þessi átök milli grannþjóðanna. En burtséð frá þessu máli get ég aldrei gleymt máli varðandi Jan Mayen. Jón Þorláksson, forsætisráð- herra og stofnandi Sjálfstæðisflokks- ins, marg varaði við, að Jan Mayen væri Islands eign. Enginn hlustaði og svo var Jan Mayen innlimað í Noreg. Umsvif norska ríkisins á Norðurslóðum eru anzi mikil. Hvers vegna? Ég spyr. VILHJÁLMUR ALFREÐSSON Efstasundi 76, Reykjavík. Skíðaskálinn í Hveradölum Opið alla verslunarmannahelgina Kaffihlaðborð sunnudag og mánudag Matarhlaðborð sunnudagskvöld Einnig er fjölbreyttur sérréttamatseðill Simi 672020 fax 872337 Niðjamót að Böðmóðsstöðum Frá Ingimar Einarssyni: VIÐ LESTUR Landnámu kemur í ljós að forfeður vorir reistu sér bústaði í nánd við ár eða veiðivötn. Það er mjög skiljanlegt því ekki var hægt um vik að flytja bústofn eða annað sem þurfti til lífsviður- væris á þeirra litlu fleytum. Með tuttugustu öldinni má segja að nýtt landnám hefjist á landi hér. Þá rakna einangrunarfjötrar, þá þegar fækkar torfbæjunum, þá koma ný tæki til túnræktar. Svona mætti lengi telja. Það var dagana 9. og 10. júlí sl. sem afkomendur Guðmundar Njálssonar og Karólínu Árnadóttur á Böðmóðsstöðum komu þar saman til þess að minnast aldarafmælis Guðmundar og þess að sjötíu ár voru liðin frá því þau hjón stungu niður kyndli sínum þar. 14 börn Það er ekki fjarri lagi að líkja þeim saman Guðmundi á Böðmóðs- stöðum eða viðbrögðum hans og forfeðra vorra, því talið var að Böðmóðsstaðir væri örreitiskot. En á daginn kom að áin, Brúará, var þeirri fjölskyldu gjöful því bóndi kunni að nýta sér hana. Hér þurfti mikils með því þau hjón komu til manns fjórtán börnum án aðstoðar hins opinbera. Aðeins vngsta barn- ið, Hörður, féll inn í það kerfi er lög voru sett um og kallast því leiða nafni „barnabætur". Þau hjón höfðu komist af án slíkra bóta og afþökkuðu þær. Þessi greinarstúfur á annars að minnast þess niðjamóts sem var á allan hátt mjög vel undirbúið, þar lögðu mjög margir hönd á plóginn. Aðeins vil ég þó minnast þriggja í þessu sambandi. Þá er fyrst að Gagnasafn Morgunblaðsins Ailt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sém afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. nefna nefndarformanninn, Grím Bjarndal, sem skipulagði dag- skrána í mjög góðri samvinnu við allfjölmenna undirnefnd. Þá nefni ég næst Karólínu Árnadóttur, sem var allsráðandi hvað skipulag svæðis og skreytingar varðaði. Setti það mjög svip á samkomu- haldið, sérstaklega í samkomutjald- inu. Naut hún þar aðstoðar foreldra sinna og bróður er lögðu þarna til þúsundir skrautjurta. Þá nefni ég veistustjórann, Sigfús Ægi, sem stóð sig með ágætumn við að kynna og púsla saman hinum margvíslegu brotum til skemmtunar og gera úr heillega og skemmtilega mynd. Um var að ræða dagskrá er féll að öll- um aldurshópum, upp í áttatíu ár. Báutarsteinn Á sunnudaginn, sem var aldaraf- mælisdagur Guðmundar Njálsson- ar, var svo afhjúpaður bautarsteinn þeirra Guðmundar og Karólínu. Hann er á þeim stað er þau reistu sinn bóndabæ fyrir sextíu og fimm árum. Þá hófst einnig virkjun jarð- hitans þar til upphitunar bæjarins. Það var annar þátturinn í hlunn- indajörðinni Böðmóðsstöðum. Þátt- ur sem í dag er mikilvægur burðar- ás í búsetu þar, fyrir utan gróður- moldina gjöfulu sem er mál útaf fyrir sig. Þessa athöfn annaðist Árni bóndi á Böðmóðsstöðum. Hann flutti um leið minningarræðu um foreldra sína og æskuheimili. Þá afhenti hann land sunnan minnisvarðans, niður á bakka Brú- arár. Þar skyldi verða ættarreitur fjölskyldunnar, skipulagður af Vil- hjálmi Sigtryggssyni, skógræktar- fræðingi. Af þessu tilefni voru gróðursett fimmtán grenitré, eitt á hvert barn þeirra hjóna. 011 var athöfn þessi áhrifarík. Mikil veður- blíða ríkti meðan niðjamótið stóð, varla dropi úr lofti fyrr en hafist var handa við gróðursetningu grenitijánna, en þá gerði mjög — QamL^ flisar “í uís\n 11: lis 'M Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sírai 67 48 44 Guðnmndur og Karólína á Böðmóðsstöðum. væna gróðrarskúr. Þetta tóku þeir sem að stóðu sem staðfestu þess að þar skyldi rísa myndarlegur reit- ur er yrði stolt ættarinnar um ókomin ár. Ættartengslin P.S. Ég hverf aftur til fornsagna vorra. Þau voru mikilvæg, sterku ættartengslin áður fyrr fyrir . forfeður vora. Það að standa sam- an. Að beita fyrir sig sterkasta málsvaranum. Enn er þetta í fullu gildí, í raun mjög mikilvægt. Þetta að skiptast á skoðunum, ræða að- steðjandi vandamál, en þau eru alltaf að skjóta upp kollinum. Hlusta á rök allra, ég segi allra, miðla málum, ná saman. Það fannst mér niðurstaðan á þessu ættar- móti. Það er ósk mín að svo megi áfram verða í framtíðinni. Þakka ykkur öllum. INGIMAR EINARSSON, Skólavöllum 8, Selfossi. Hafnfirðingar og nðgrannar Húfur, skór og sportfatnaður fyrir verslunarmannahelgina iþróttavöruverslunin Lœkjargötu 34c HF. S:652592 AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 01.08.94 - 01.02.94 kr. 66.678,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.