Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 31 MINNINGAR ÁSGEIR STEFÁNSSON BJÖRN BLÖNDAL + Ásgeir Stefánsson var fæddur í Reykjavík 18. ág- úst 1931. Hann lést á Landspít- alanum 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í gær. ÞAÐ ER hnípinn hópur samheld- inna veiðimanna í Fjaðrafoki_, sem i dag kveður félaga sinn Ásgeir Stefánsson, því Ásgeir er þriðji fé- laginn, sem sláttumaðurin mikli sækir i okkar hóp á örskömmum tíma. Fyrst Guðrúnu Albertsdóttur, eiginkonu Edda vinar okkar, J)á Kristján Stefánsson og svo nú As- geir. Það er því ekki að undra að okkur sé brugðið. Ásgeir vinur okkar fékk hvíldina eftir langvarandi veikindi og þvíiíka sjúkrasögu og hremmingar að vart á sér hliðstæðu. Margir muna ef til vill eftir því er Ómar Ragnarsson heimsótti hann á Grensásdeild í 19.19 fyrir nokkru. Allt byijaði þetta með lítilli saklausri heimsókn til læknis í október 1990. Síðasta árið sem Ásgeir og Dóru gátu veitt með okkur í jónsmessutúrnum í Norðurá. Upp frá því átti Ásgeir ekki heimangengt til veiða. Það var mikil eftirsjá að þeim hjónum en Fjaðrafokarar tóku höndum saman í veiðihúsinu á Rjúpnahæð og við önnur tækifæri og sendu Ásgeiri sterkar hugar- kveðjur með ósk urn bata. Við minn- umst Ásgeirs og Dóru sem sérlega ljúfra og brosmildra félaga og hörkuduglegra veiðimanna og það var unun að fylgjast með samlyndi þeirra og náinni vináttu á árbakk- anum er þau töltu, oft hönd í hönd eins og ástfangnir krakkar, á milli veiðistaða með bakpokann sinn og oftar en ekki glampanadi fallega og silfraða laxa. Þetta er sú mynd sem við öll geymum i huga okkar er við kveðjum og þökkum áralanga samfylgt og vináttu. Ekki er ólíklegt að í veiðilendun- um handan landamæranna miklu hafi nú verið stofnuð Fjaðrafoks- deild með þessum þremur föllnu veiðifélögum okkar. Þangað verður örugglega gott að koma, þegar að óumflýjanlegri för okkar hinna kemur. Dóru og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkeðjur um leið og við biðjum allar góðar vætir að vaka yfir og vernda Ásgeir Stefáns- son. Félagar í Fjaðrafoki. + Björn Auðunn Biöndal versl- unarmaður var fæddur í Skógarnesi í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 26. júní 1918. Hann lést á heimiii sínu á Seltjarnar- nesi 22. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 28. júlí. Kveðja frá Skíðadeild KR SKÍÐADEILD KR var stofnuð 1934 og nokkru síðar var hafist handa við byggingu Skíðaskála félagsins í Skálafelli. Nokkrum árum síðar hóf- ust keppnir á skíðum, í líkingu við það sem við þekkjum í dag. Á þessum árum var það happ Skíðadeildar KR að Björn Blöndal, þá langbesti skíðamaður Reykjavíkur og með bestu skíðamönnum lands- ins, gekk til liðs við félagið. Björn var alhliða íþróttamaður, er stundað hafði sundíþróttina, en varð síðar einn fjölhæfasti skíðamaður þessa lands. Björn varð margfaldur Reykjavík- urmeistari í öllum greinum skíða- íþróttarinnar, göngu, stökki og svigi. Einnig sigraði hann í sömu greinum á mörgum skíðamótum, þar sem all- ir bestu skíðamenn landsins komu saman til keppni. Björn hleypti miklu lífi í íþrótta- starf Skíðadeildarinnar, enda mikill keppnis- og afreksmaður. Það má segja að hið þróttmikla íþróttastarf sem stundað er í Skálafellinu, hefjist með komu Björns til Skíðadeildarinn- ar og þeim frábæra árangri er hann náði í skíðaíþróttinni. Skíðadeild KR vottar eftirlifandi eiginkonu, frú Guðbjörgu Blöndal, og ástvinum Björns Blöndals innileg- ustu samúð. Skíðadeild KR. RAÐAUGÍ YSINGAR Leikskólastjóri óskast í leikskólann í Þykkvabæ (100 km. frá Reykjavík). Upplýsingar gefur oddviti í síma 98-75639 eða 98-75624. Laus staða skrifstofumanns Staða skrifstofumanns við embætti undirrit- aðs er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir menntun og fyrri störfum, berist undirrit- uðum fyrir 8. ágúst 1994. Húsavík, 26.júlí 1994. Sýslumaðurinn á Húsavík. Rækjuveiðileyfi Óskum eftir að kaupa rækjuveiðileyfi strax. Jökull hf., sími 96-51200. Byggðamerki fyrir Vest urbyggð Bæjarstjórn Vesturbyggðar óskar eftir tillög- um að myndrænu tákni sem nota mætti sem uppistöðu í byggðamerki fyrir Vesturbyggð, sem nær yfir fyrrverandi Barðastrandar- hrepp, Rauðasandshrepp, Patrekshrepp og Bíldudalshrepp. Hugmyndin þarf að tengjast sögu eða sér- kennum byggðalagsins. Tillagan má hvort heldur vera í máli eða mynd en Ijóst þarf að vera hvað fyrir höf- undi vakir. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til endanlegrar útfærslu á hugmyndinni í samráði við höf- und. Verðlaunum kr. 100.000,- er heitið fyrir þá tillögu sem notuð verður. Tillögur skal senda á skrifstofu Vesturbyggð- ar að Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði, fyrir 1. september 1994. Atvinnutækifæri Hefur þú áhuga á eigin rekstri? Til sölu eða leigu verslunareiningar í hinni nýju, glæsilegu verslunarkringlu í miðbæ Hafnarfjarðar. Fjármögnun fyrir hendi. Upplýsingar í síma 654487. Enskunám í Englandi Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn English 2000 í Bournemouth býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. Falleg blóma- og gjafavöruverslun í nágrenni Reykjavíkur til sölu. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Verslun - 3237“. Bæjarstjórinn í Vesturbyggð. - kjarni málsins! Þingvellir um verslunar- mannahelgi Laugardagur, 30. júlí Kl. 14: Barnastund. Við Þing- vallakirkju. Um klukkustund. Fyr- ir 6 ára og eldri. Yngri börn verði í fylgd með fullorðnum. Kl. 17: Þingvallastaður og þing- helgi. Gönguferð. Saga þing- halds og Þingvalla. Farið frá Skáldareit við Þingvallakirkju. Ein og hálf klukkustund. Kl. 21: Kyrrðarstund. í Þing- vallakirkju. Sunnudagur 31. júlí Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. í Hvannagjá. Liðlega klukkustund. Kl. 14: Þinghelgin. Stutt göngu- ferð. Fjallað um sögu og náttúru Þingvalla. Farið frá Skáldareit við Þingvallakirkju. Ein og hálf klukkustund. Kl. 14: Barnastund. Efri vellirvið : urulund. Leikjasamvera fyrir börn eldri en 6 ára. Yngri komi í fylgd með fullorðnum. Liðlega klukkustund. Ath.: Þinghelgar- gangan, sem byrjar á sama tíma, tekur u.þ.b. jafnlangan tíma. Kl. 17: Guðsþjónusta. ( Þing- vallakirkju. Mánudagur 1. ágúst KI.14: Skógarkot - Vatnskot. Hugað að gróðri, jarðsögu og byggðarsögu I Þingvallahrauni. Þriggja til fjögurra tíma göngu- ferð. Farið frá brúnni yfir Nikul- ásargjá (Peningagjá). Athugið að gönguferðir og barnastundir verða aðeins ef veður verður skaplegt. Þátttaka í gönguferöum og barnastund- um er ókeypis. Allar upplýsingar og staðsetningar fást í þjónustu- miðstöð. Tjald- og veiðileyfi fást keypt í Þjónustumiðstöð. Ölvun er óheimil í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Þjóðgarðsins. Þjóðgarösvörður. Hallveigarstig 1 *sími 614330 Dagsferð sunnud. 31. júlí: Kl. 10.30 Vörðufell, lágfjalla- syrpa 7. áfangi. Dagsferð mánud. 1. ágúst: Kl. 10.30 Kaupstaðaferð. Gengið frá Grindavík að Stapafelli. Lengri ferðir 5.-7. ágúst. 1. Fjölskylduhelgi í Básum. Sér- stök dagskrá fyrir börnin. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Ath. fullbókað er í skála. Fararstjóri Fríða Hjálmarsdóttir. 2. Fimmvörðuháls. í tengslum við helgarferð í Bása verður gengið yfir Fimmvörðuháls laug- ardaginn 6. ágúst. Reikna má með 8-10 tima göngu. Farar- stjóri Sigurður Einarsson. 3. Okvegur-Þingvellir. Gömul þjóðleið. Bakpokaferð, tjaldgist- ing. Upplýsingar og miöasala á skrifstofu Útivistar. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINN! 6 SÍMI 682533 Fjölbreyttarferðir F.í. um verslunarmannahelgina 29. júlí — 1. ágúst: Brottför föstud. kl. 20.00. 1) Nýidalur-Vonarskarð- Tungna- fellsjökull. Gist í sæluhúsi F.f. Fararstjóri: Ásgeir Pálsson. 2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal og tjöldum. Gengið yfir Fimmvörðuháls einn daginn. Ferð til baka á sunnudag og mánudag. Fararstjórar: Þórir Tryggvason og Jökull M. Péturs- son. 3) Landmannalaugar - Eldgjá - Sveinstindur. Gist í sæluhúsi F.í. í Landmannalaugum. Farar- stjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 4) 30/7-1/8 Núpsstaðarskóg- ar. Brottför laugardagsmorgun kl. 08.00. Gist í tjöldum. Farar- stjóri: Karl Ingólfsson. Sumarleyfisferðir: Ath.: 4.-7. ágúst Hvítárnes -Hveravellir - nokkur sœti laus! 4. -7. ágúst (4 dagar) Eldgjá- Strútslaug-Álftavatn. Suður-Grænland: A. 18.-22. ágúst (hótelferð). B. 22.-29. ágúst (gönguferð með viðleguútbúnað). Eingöngu fyrir félaga í F.í. Takmarkað pláss. 5. -14. ágúst (10 dagar) Miðhá- lendisferð um hálendið norðan Vatnajökuls. Gist í húsum. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Mörkinni 6, sfmi 682533. fomhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina verður sem hér segir: Laugardagur 30. júlí: Opið hús kl. 14.00-17.00. Lítið inn og rabbið um lifið og tilveruna. Heitt kaffi á könnunni. Dorkas-konur sjá um meðlætið. Einsöng syng- ur Harpa Hallgrímsdóttir. Gunn- björg Óladóttir stjórnar almenn- um söng og kennir nýja kóra. Takið með ykkur gesti. Sunnudagur 31. júlf: Almenn samkoma kl. 16.00. Mikill söng- ur. Gunnbjörg Óladóttir kennir nýju kórana. Harpa Hallgríms- dóttir syngur einsöng. Barna- gæsla. Ræðumaður Óli Ágústs- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir í Þrfbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunar- mannahelgina. Samhjálp. Hallveigarstíg 1 •simi 614330 Sumarleyfisferðir: í Fjörður 5.-10. ágúst. Gengið frá Svínárnesi út að Látrum og m.a. um Keflavík, Þorgeirsfjörö og í Hvalvatnsfjörð. Bakpoka- ferð, gist í tjöldum. Brottför frá Akureyri. Fararstjóri Hörður Kristinsson. Hvítárnes-Þjófadalir-Hvera- vellir 9.-13. ágúst. Gengin göm- ul þjóðleið um Kjöl. Bakpokaferð, gist f skálum. Örfá sæti laus. Fararstjórar Agúst Birgisson og Eyrún Ösk Jensdóttir. Eldgjá-Strútslaug-Básar 15. -19. ágúst. Skemmtileg ganga um stórbrotið svæði. M.a. farið umTorfajökul ef veður leyfir. Bakpokaferð, tjaldgisting. Hægt að framlengja dvölinni í Básum. Fararstjóri Gunnar Gunnarsson. Landmannalaugar-Básar 16. -19. ágúst. Hin sígilda gönguleið milli Lauga og Þórs- merkur. Gist í skálum. Fjallabaksleið syðri 18.-21. ágúst. Ekin verður Fjallabaksleið syðri í Álftavatn þar sem gist verður f 3 nætur. Farið þaðan í ökuferðir og stutt- ar gönguferðir m.a. að Torfa- hlaupi, í Hrafntinnusker og út á Mælifellssand. Gist f skála. Far- arstjóri Kristinn Kristjánsson. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Vegna landsmóts hvítasunnu- manna í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð, sem hófst í gærkvöldi, falla allar samkomur helgarinnar nið- ur i Reykjavík, en við viljum hvetja alla til að koma austur og njóta helgarinnar með okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.