Morgunblaðið - 29.07.1994, Side 28

Morgunblaðið - 29.07.1994, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, iést í Borgarspítalanum 27. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Björnsson. t Sonur okkar, faðir, bróðir og mágur, LEIFUR GUNNAR JÓNSSON pípulagningamaður, Hringbraut 75, Reykjavík, lést á heimilinu sínu 23. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Óskar Karlsson, Hulda Friðriksdóttir. t Ástkær fósturmóðir mín, ANNA HALLDÓRA KARLSDÓTTIR, Kumbaravogsheimilinu, Stokkseyri, áður til heimilis á Álfhólsvegi 141, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 26. þessa mánaðar. Otförin mun fara fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 2. ágúst kl. 15.00. Helga Halldórsdóttir. + STEINUNN (Gógó) HERMANNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést 27. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 29. júlí, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Sturla Pétursson, Haukur Dór, Dóróthea, Pétur Rúnar, Hraf nhildur Oddný. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSKELL GUNNARSSON vélstjóri, Ægisgötu 5, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalanum þann 18. júlí. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðrún Ákadóttir, Viktgría Áskelsdóttir, Áki Áskelsson, Herdís Þorgrímsdóttir, Björgvin Áskelsson, Kristín Guðný Friðriksdóttir, Guðmundur Áskelsson, Jóninna Gunnlaug Karlsdóttir, Áskell Áskelsson og barnabörn. Eiginmaður minn, + ÁGÚST BJARNASON tyrrv. skrifstofustjóri, Jökulgrunni 29, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 29. júlí, kl. 13.30. Ragnheiður Eide Bjarnason. Lokað Skrifstofur vorar eru lokaðar eftir hádegi í dag vegna útfarar ÁGÚSTS BJARNASONAR, fyrrv. skrifstofustjóra félagsins. íslensk endurtrygging hf. SIGRIÐUR ASLAUG JÓNSDÓTTIR + Sigríður Áslaug Jónsdóttir (Bíbí) fæddist 5. janúar 1922 í Hafnarfirði. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði laugardaginn 23. júlí síðastliðinn. Hún var fjórða barn af þrettán hjónanna Sesselju Magnús- dóttur frá Skuld og Jóns Gests Vigfús- sonar, sem var sparisjóðsgjaldkeri hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Haustið 1939 fór Sig- ríður Áslaug til Isafjarðar þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Hermanni S. Björnssyni, f. 4.12. 1917, d. 14.5. 1994, og áttu þau sitt heimili á Isafirði alla tíð. Þau eignuðust sex börn og eru þau Erling Þór, f. 12.3. 1941, Sesselja Áslaug, f. 6.8. 1943, Ásthildur Inga, f. 16.7. 1945, Björn Hermann, f. 21.4. 1947, Jón Gestur, f. 11.10. 1948, og Ásdís Sigríður, f. 10.11. 1949. Barnabörnin eru átján, þar af er eitt látið og barna- bamabörnin em sex. Utför Sig- ríðar Áslaugar fer fram frá ísa- fjarðarkapellu í dag. HÚN BJÓ að góðu bernskuheimili í Suðurgötunni í Hafnarfirði, stór- um tápmiklum systkinahópi og ötulum og öguðum foreldrum. Hún bjó að Sléttuhlíðinni þar sem ijöl- skyldan átti sumarbústað og bjó í friðsæld um sumur og börnin létu heimatilbúna leiki í guðsgrænunni. Hún lærði þar að þykja vænt um sumarið og nóttleysuna og hún sá þar að hraunið óx skógi fyrir vinnu föður hennar og annarra skógrækt- armanna. Þarna lærði hún að meta fegurð náttúrunnar og mikilleik hennar og fegurð þess smáa, hraunmosans, blómanna og fugl- anna. Þessi aðdáun fylgdi alltaf henni Bíbí og hún virtist aldrei geta tjáð hana nógsamlega. Þessi aðdáun var einlæg og mótaði áreiðanlega skapgerð hennar og lífsviðhorf. Á barnmörgu bernskuheimilinu var samheldnin mikil og hjálpsemi systkinanna, frásagnarlist og sögur hafðar í hávegum og mikið sungið, alls konar söngvar, sálmar og dæg- urlög. Allt einkenndi þetta hana Bíbí. Hún var ljóðelsk og listelsk, virtist alltaf laðast að því sem fal- legt var. Listfengi og sköpunar- gleði hennar sjálfrar kom einkum fram í saumaskap og hannyrðum sem orð fór af. Bíbí las mikið og ljóð voru henni sérstaklega hugleik- in og hún kunni kynstur af þeim. Hún var vel lesin og henni fannst gaman að ræða málin og var þeim kunnug þó þau væru fjarlæg. Hún tranaði sér þó ekki fram eða skoð- unum sínum, hún var hógværðin og prúðmennskan, en hafði viðhorf og skoðanir sem hún setti fram ef um var beðið eða ef umræðan þró- aðist þangað að henni þótti það tímabært. Hún bjó alltaf að góðu bernskuheimili. Að námi loknu í Flensborgar- skóla fór Bíbí vestur til ísafjarðar um sinn, í vist hjá Þuríði föðursyst- ur sinni. Þar er ríki Vetrar konungs hvað fegurst og mest á landinu og þar var Hermann, pilturinn glað- væri. Þau Bíbí felldu hugi saman og áttust í 55 ár. Þau voru fallegt par og þau voru góð saman. Gáski Hermanns og stolt hógværð og prúðmennska hennar einkenndi sambúð þeirra og umhyggja þeirra hvors fyrir öðru og börnunum sem urðu sex á átta árum. Húsmóður- hlutverkið leysti Bíbí með alúð og í samræmi við það sem hún bjó að. Stundum hefur hafnfirsku stúlk- unni eflaust þótt veturinn harður og langur fyrir vestan, daginn lengja seint. Þó ísa- fjörður yrði henni kær lífsvettvangur þá var taugin römm til Hafn- arijarðar og þangað fór hún á hveiju ári til að heimsækja æsku- stöðvar, foreldra, systkini og gamla vini, með fjölskyldunni eða eitthvað af barnaskar- anum, með flugbátn- um eða Súðinni, hvort sem það brælaði eða ekki. Hún tók í ein- lægni undir „í faðmi fjalla blárra“ en söng líka „Þú hýri Hafnarfjörður" með sérstakri tilfinningu. Utanlands- ferðir til barna sinna í Danmörku og suðrænna slóða áttu vel við Bíbí, þangað sem náttúran er hag- stæðari gróðri og fuglum og mann- fólkið getur lagt frá sér úlpurnar. Þau Hermann áttu fyrst heimiii við Silfurgötu á ísafirði, en lengst bjuggu þau við Engjaveg áður en þau fluttu í Hlíf, íbúðir aldraðra á Isafírði. Árið 1944 byggðu þau sér lítinn sumarbústað í Tunguskógi sem þau að sjálfsögðu nefndu Sléttuhlíð. í Skóginum bjuggu þau öll sumur síðan og þar hlutu börn- in þeirra sumarvist eins og þá sem Bíbí hafði hlotið í bemsku. Þarna var unaðsreiturinn og þangað héldu börnin áfram að koma eftir að þau fluttu að heiman og barnabörnin undu sér hvergi betur. Þau Her- mann settu niður tijáplöntur sem urðu risastór tré og Bíbí ræktaði sumarblóm af ótal gerðum og lit- um. í Skóginum naut hún sín innan um gróðurinn og fulgalífið og þar var tekið á móti fjölskyldu og vinum af alúð og hlýju, prúðmennsku hennar og gáska Hermanns. Þar var gaman og gott að vera. Þegar gáski Hermanns ofbauð stoltri hóg- værð og prúðmennskunni hennar Bíbí, þá hló hann, enda væri hún ættuð úr Forsæti við Flóa, sagði hann, og ætti erfítt með að taka vestfirskum alþýðuhúmor. Manni fannst þetta dálítið gott og auðvit- að hæfði það Bíbi að rekja ætt til sveitabæjar með flottasta bæjar- nafn í heimi. Eflaust var það mikið áfall þeim Bíbí og Hermanni er snjóflóðið braut bústaðinn þeirra og trén í apríl í vor. Lagði unaðsreitinn í rúst. Þá höfðu veikindi náð sterkum tökum á Bíbí. Hún tók þessu áfalli af hógværð og stillingu, þekkti og sætti sig við mikilleik og styrk náttúrunnar. Hermann var sjúkur og sá að ekki yrði flutt í Skóginn í sumar. Hann kvað sárar að sökn- uði vinar sem fórst en af eyðilegg- ingu unaðsreitsins og hann lést sjálfur mánuði síðar. Ollu tók Bíbí með þessari stillingu og prúð- mennsku. En það urðu aðeins tveir mánuðir á milli dánardægra þeirra • Hermanns. Kannski hlaut að verða svo stutt á milli þeirra. Þau voru náin. Og einhvern veginn er svo ofur auðvelt að ímynda sér Her- mann Björnsson á þessari stundu, keikan og glaðhlakkalegan, taka á móti Bíbí sinni þar sem trén eru heil og sígræn og leiða hana með sér út í nóttlausa og endalausa guðsgrænuna; Árni Ragnarsson. Myndin af ömmu og afa er svart- hvít. Þau standa þétt saman arm í arm og brosa framan í ljós- myndarann, sólina og heiminn. Myndin er tekin undir vegg við símahúsið á Þingeyri árið 1940. Þetta er trúlofunarmyndin af Bíbí og Hermanni. Amma hallar höfðinu með löng- um, liðuðum og þykkum lokkum og brosir kankvís, sjálfsagt nýbúin að svara vel fyrir sig með góðri athugasemd. Hún hefur lyngt aftur þessum dularfullu gulu, brúnu, grænu og gráu augum sem er svo gaman að horfa í, þannig að glamp- inn sést ekki. En hann er þar alltaf. Aðskorin dragtin hennar er dragfín úr fallegu ljósu efni. Hvort hún er klæðskerasaumuð eða saumuð af Bíbí sjálfri sést auðvitað ekki en um hálsinn hangir silkis- læða. Taskan liggur undir hægri arminum og leðurhönskunum held- ur hún á í hægri hendinni. Vinstri handleggnum hefur hún krækt í handlegg afa Hermanns. Hann er alveg glerfínn líka. Afi er brosandi út að eyrum, enda kominn með þessa fallegu og indælu og skarpgreindu en dulu stúlku með sér við hlið. Á myndinni sést vel að unga daman úr Hafnarfirðinum er glæsi- leg. Yfir henni er stíll og fágun og hún er tiguleg, þannig að eftir er tekið. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur einkennist af þessu. Hún er fædd glæsileg og hún er glæsi- leg alla tíð. Á myndinni standa þau hlið við hlið. Þannig verður það alltaf. Hún við hlið hans — hann við hennar. Svoleiðis er því háttað og svona á það að vera. Nú verður amma lögð við hlið afa. Það er fallegt í kirkjugarðin- um, kyrrðin mikil og djúp og dalur- inn vestfírskur. Þegar sólin hnígur bak við fjöllin í Djúpinu og himinn- inn yfir Snæfjallaströndinni verður svo fallegur og við höfum lagt bel- isa úr skóginum á leiðið verður aftur allt eins og það á að vera. Það er gott til þess að vita að afí skuli taka á móti ömmu. Þau verða saman á ný. Ætli þau standi ekki hönd í hönd á óþekktum stað og brosi framan í heiminn — og okkur hin þegar við komum. Kannski verða til vöffl- ur. Svo segir afi sögur og amma snýr út úr fyrir honum þangað til hann segir: Svona Bíbí mín, vertu ekki að þessu ... og þau hlæja bæði, hann hátt og innilega, hún lágt og innilega. Þá tökum við mynd. Þangað til er gott að við eigum við myndina frá Þingeyri og allar hinar myndirnar sem ekki verða teknar frá okkur frekar en allar góðu stundirnar sem voru svo margar. — 0g_ svo góðar. Áslaug Sigríður. „Sumarið var þinn tími,“ segir í dægurlaginu. Þetta er svo sannarlega rétt ef sagt væri um Bíbí ömmu. Á sumr- in hlóð hún orkulindina til að nýta um veturinn. Hún var ekki í rónni fyrr en hún gat flutt inn í skóg á sumrin og byijað að taka til hend- inni í sumarbústaðnum og garðin- um sínum. Hún unni blómum og fegurð, hennar verk bera þess merki. Ég man alltaf eftir þegar við gáfum uppáhaldsrósinni morgunteið sitt og átti ég erfltt með með að skilja hvers vegna rósin átti að fá slíka meðferð. En rósin var þakklát og skartaði mörgum fögrum blómum. Það var ömmu líkt að kveðja þennan heim að sumri til þegar bjartsýnin og fegurðin ráða ríkjum. Amma var merkileg kona og kenndi mér margt, fór sína rólegu leið og náði sínu takmarki. Hún, ásamt afa, ól upp sex börn og stýrði heimilinu af skörungsskap. Hún var húsmóðir af guðs náð, stúlka sem rataði veg ástarinnar langt frá heimahögum og fjölskyldu til ísa- fjarðar. Þar bar hennar heimili vitni um fegurðina sem bjó með henni alla tíð og hún var afbragðs kokkur og mikill bakari. Það mátti glöggt sjá á afa sem svo sannarlega naut þes. Ekki fóru börnin varhluta af því, svo margar matarsögurnar hef ég heyrt og auðvitað hef ég mína reynslu sjálfur og það góða. Að rita minningarorð um þig, Bíbí amma, er svo skrýtið, ég staddur í annarri heimsálfu langt frá fjölskyldunni. Það væri hægt að skrifa margar síður af minning- arbrotum um þig. En það er ekki þinn stíll. Við vorum búin að kveðjast, það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.