Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 20

Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞAÐ er gott að sjá að umræðan um aðild ísiands að Evrópusam- bandinu (ESB) er kom- in af stað af fullum krafti. Reyndar er hún of seint á ferðinni, ári of seint. Þegar Alþingi samþykkti ályktun sína í maíbytjun 1993 um tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið (EB), eins og það hét til 1. nóvember sl., hefði það þurft að álykta líka um að hefja könnun á kostum og göllum fullrar aðildar. Þar með hefði umræð- an hafist. Endurskoðun EES samningsins Maíályktun Alþingis 1993 ber þess merki að raunveruleg pólitísk greining var ekki hafin þá á kostum Islendinga þegar umsóknarlöndin svokölluðu, Noregur, Svíþjóð, Finn- land og Austurríki, yrðu farin úr EFTA. Ályktunin er því um sjálf- sögð, en nauðsynleg, tæknileg at- riði, þ.e. aðlögun EES samningsins, enda var hún samþykkt samhljóða í utanríkismálanefnd, þar sem menn eru annars afar ósammála um Evr- ópumálin. EES samningurinn er ágætur meðan íslendingar njóta samfylgd- arinnar við hin EFTA ríkin. Það er hins vegar mjög hætt við að við breytinguna yfir í nokkurs konar tvíhliða samning íslendinga við ESB muni hann missa þann póli- tíska þunga sem félagsskapur hinna EFTA þjóðanna tryggir honum núna. Þar mun einfaldlega segja til sín að ESB á miklu sterkari hags- muni á 26 milljón manna markaði núverandi EFTA ríkja en hjá 260 þúsund íslendingum einum saman. Væntanlega verður hægt að finna lausnir á eftirlits- og úrskurðarþáttum EES samningsins. En sá hluti samningsins sem lýtur nú að áhrif- um EFTA ríkjanna á þróun Evrópuréttarins verður erfiðari. Jafnvel þótt íslendingar muni áfram njóta núverandi eða jafnsterkra ákvæða um þátttöku í mótun og töku ákvarð- ana, er hætt við að okkur muni skorta þunga til að tryggja viðunandi áhrif á áframhaldandi laga- setningu innan EES og að við dettum niður í að vera áheyrnarfulltrúar. Fullnægjandi áhrif á framvindu mála verða ein- ungis tryggð til frambúðar með aðild að ESB. Breyttar forsendur EES samningurinn án hinna EFTA-þjóðanna er því allt önnur Ella. Opinberar umræður undan- farnar vikur sýna líka að við erum að átta okkur á breyttum forsendum frá því að Alþingi samþykkti EES samninginn og maíályktunina um næstu skref. I maí 1993 átti enginn í raun og veru von á að það stæðist að Noreg- ur, Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengju úr EFTA í ársbyrjun 1995. Evrópubandalagið var þekkt að því að geta ekki staðið við tímasetning- ar sínar. EFTA ríkin mundu eftir drættinum sem varð 'árin 1983- 1985 á samningum um EB-aðild Portúgala, sem þá voru í EFTA. Og menn horfðu upp á sífellda frest- un á gildistöku EES samningsins. Ymsar ákvarðanir ráðherrafundar EFTA í júní 1993 varðandi framtíð samtakanna sýndu líka að ekki þótti líklegt að umsóknarríkin fjögur yrðu farin úr EFTA í janúar 1995. Það á ekki að fresta umræðum um ESB- aðild þar til lífið liggur við, segir Guðmundur Einarsson, sem telur nú eigi að setja málið á fulla ferð. Það var því fyllsta ástæða til að ætla að íslendingar myndu njóta EES samningsins í nokkurn tíma með nægilega mörgum EFTA fé- lögum sínum innanborðs til að gefa honum tilskylda pólitíska vigt. Þannig mátti ætla að stjórnmála- mönnunum gæfist íengri tími, jafn- vel einhver ár, til að ræða næstu skref sín. Pólitísk ákvörðun: Samningum við EFTA-ríkin hraðað En á sérstökum fundi leiðtoga EB, sem haldin var í Belgíu í lok október 1993, var ákveðið að hraða samningum um aðild EFTA land- anna fjögurra og að þeim yrði að Ijúka fyrir 1. mars 1994 til að tryggja inngöngu 1. janúar 1995. Þar með komst full alvara í samn- ingana. Þaðan í frá varð ljóst að ESB myndi fylgja málinu eftir af pólitískum þunga. Þá hefðum við Islendingar átt að gera okkur grein fyrir því að markvissari umræðum um aðild okkar yrði ekki lengur frestað. Og fleira gerðist á síðari hluta árs 1993 sem ýtti undir nauðsyn umfjöllunar. Á leiðtogafundi EB í Kaupmannahöfn í júní 1993 var í fyrsta sinn samþykkt að veita þjóð- um Austur- og Mið-Evrópu aðild, ef þær sæktu um. Þótt engar dag- setningar væru nefndar, var málið þar með sett í ákveðnari farveg en áður, m.a. með því að orða á form- legan hátt þau almennu skilyrði sem þjóðirnar þyrftu að uppfylla til að fá aðild. Þar með var ljóst að mikil- væg skref voru stigin til endur- skipulagningar Evrópu. Framtíðarskipan Evrópu í ræðu í byijun september 1993 sagði Delors, forseti framkvæmda- stjómar EB, að hann hygðist láta draga upp nákvæma áætlun um að treysta ástandið í Austur- og Mið- Evrópu og tengja löndin þar við EB, fyrst með auknum tengslum, síðan með aðild að EES og að lokum með inngöngu í EB. Svipaðri skoð- un lýsti Delors í opinberri heimsókn í Stokkhólmi í lok september 1993 þar sem hann talaði um nauðsyn á nýju skipulagi Evrópu til að tengja Austur- og Mið-Evrópulöndin við EB. Á vegum framkvæmdastjórnar ESB hefur að undanförnu verið unnið að stefnumótun í málefnum gagnvart löndunum í austri og á síðasta fundi utanríkisráðherra ESB, sem haldinn var 18. og 19. júlí sl. var fjallað um tillögugerð framkvæmdastjórnarinnar til að undirbúa löndin undir aðild. Næstu 11 mánuði verður ESB undir for- ystu tveggja öflugustu ríkja Evr- ópu, Þýskalands og Frakklands. Þess má vænta að fleiri markverð skref verði stigin á næstu misser- um, ekki síst vegna áhuga og feiki- legra hagsmuna Þjóðveija í Austur- Evrópu. Athygli samningadeilda ESB er því að beinast frá N-Evrópu að Austur- og Mið-Evrópulöndum. Það er engin tilviljun að van der Pas, hinn snjalli samningamaður ESB, sem EFTA löndin mættu oft- ast, bæði í EES og aðildarviðræð- um, veitir nú forstöðu deild hjá framkvæmdastjórninni, sem fjallar um málefni sem tengjast A-Evrópu. Það er því ljóst að Evrópumálin era á fullri ferð og íslendingum ber að athuga sinn gang. Spurt hefur verið hvort eitthvð liggi á? Hvenær liggur á? Hvað lá núverandi ESB ríkjum á að stofna eða ganga í sambandið? Vafalaust ekkert í þeim skilningi að líf þeirra hékk ekki á bláþræði og þau væru öll til ennþá án ESB. En öll hafa þau notið betri lífskjara innan sambandsins en utan. Öllum þjóðum hlýtur að liggja á ef handan við hornið bíða hugsanleg tækifæri til bættra kjara. íslendingar hafa aldrei byijað of snemma á því að ræða sín alvöru- mál. Þvert á móti hafa þeir dregið og átt erfitt með að komast að kjarnanum eins og Halldór Laxness benti hnyttilega á. Það á ekki að fresta umræðum um ESB-aðild þar til lífið liggur við. Það liggur á að setja málið á fulla ferð til þess að nýta tímann til umræðna og við- ræðna, innan lands og utan, innan þings og utan. Besti kosturinn Ef íslendingar kjósa að sækja um aðild að ESB eiga þeir að gera það sem fyrst. Samningaviðræður ESB við Möltu og Kýpur iiefjast væntanlega á næsta ári. Besti kost- urinn fyrir okkur væri sá að reyna samninga um líkt leyti og freista þess að ljúka sem mestu gf þeim fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 þótt formleg aðild tæki ekki gildi fyir en síðar. Þannig gætum við leitað lausna á okkar málum með hliðsjón af nýafstöðnum samningum hinna EFTA ríkjanna, sem stríða við efna- hagsleg og félagsleg vandamál svipaðrar gerðar og við, þótt stærð- argráðurnar séu aðrar. Þegar Aust- ur- og Mið-Evrópuríkin verða tekin inn, líklega um eða eftir aldamót, verður það að undangengnum samningaviðræðum sem munu væntanlega að talsverðu leyti snú- ast um önnur mál, s.s. nýja land- búnaðarstefnu, stóriðju og mengun, svo og fjárhags- og stofnanamál hins nýja ESB sem þar með stefnir í að stækka í samband næstum 30 þjóða. Þingsályktunin frá því í maí 1993 er ein sér ekki nægileg til að bregð- ast á fullnægjandi hátt við kringum- stæðunum í dag, fimmtán mánuð- um síðar. Þess vegna eru umræð- urnar þessa dagana nauðsynlegar. Höfundur er starfsmaður EFTA í Genf. Það liggur á Guðmundur Einarsson Sterkur þorskár- gangur 1994? ÉG ÆTLA að spá sterkum þorskárgangi við ísland í ár 1994 — jafnvel metárgangi. Ástæðan er bætt þrif þorskstofnsins sl. tvö ár. Fæðuframboð hef- ur farið vaxandi (pr. þorsk) sl. tvö ár og mikil uppsveifla er í sjávarskilyrðum við Norðausturland. Ef þessi spá rætist, þá er það enn ein vís- bending um að veið- iráðgjöf í þorskveiðum hafi ekki verið á rökum reist og fullyrðingar ráðgjafa um „ofveiði“ séu byggðar á röngum forsendum. Samkvæmt reynslunni höfum við fengið sterkustu árgangana af þorski þegar stofninn hefur verið lítill, þ.e. 1973, 1983, 1984, 1993 og fímmta dæmið á leiðinni að mínu mati — 1994. Aðstæðurnar voru semsagt kjöraðstæður — en ekki „hættuástand". Á móti, samkvæmt reynslunni, er ekkert dæmi til frá 1973 um sterkan árgang úr stórum þorskstofni! Þrif þorskstofna Við ísland voru þrif þorsksins með lakasta móti vorðið 1991 eftir alla friðunina, stjórnunina, svæða- lokanirnar, möskvas- tækkanirnar og bless- að kvótakerfið. Þá (1991) hafði meðalvigt 7 ára þorsks fallið um 47%, eða úr 5,73 kg að meðaltali árin 1976-1980 í einungis 3,89 kg 1991. Lifrin í þorskinum við Norð- austurland var afskap- lega léleg frá 1987- 1992, en nú er hún með besta móti. Vorið 1990 var meðalvigt 7 ára þorsks á fjörðum austan- og norðan- lands aðeins 2 kg (hefði átt að vera 5 kg). Umræðan um þorskstofninn er látin snúast um reiknað „ástand“ út frá forsendum sem eru í besta lagi vafasamar og í versta lagi háskaleg tilraunastarfsemi. Þorskurinn sem veiddist við Sval- barða í vor, á „fiskverndarsvæði" Norðmanna var smár, horaður og ljótur. Er þetta svæði allt í órækt eftir alla „uppbygginguna"? Saltað- ur Svalbarðaþorskur minnir á þynnstu gerð af Morgunblaðinu á þykkt. Þeir sjómenn og útvegsmenn sem staðið hafa í baráttu við Sval- barða og í Smugunni eiga hrós skil- ið. Látum ekki deigan síga. Sval- barðasvæðið eitt ætti að geta gefið Ég spái sterkum þorsk- árgangi við ísland á þessu ári, segir Krist- inn Péturson, vegna vaxandi fæðuframboðs og mikillar uppsveiflu í sjávarskilyrðum við Norðausturland. 200-300 þúsund tonn af þorski árlega, en ekki einungis 35 þúsund tonn. í Barentshafinu hrundi meðalvigt eftir aldri um allt að 60% frá 1985- 1988, að öllum líkindum vegna fæðuskorts samfara offriðun. Upp- sveifla í fæðuframboði ásamt fijáls- ari veiði þarna bjargaði svo málinu og er þetta eina svæðið í Atlands- hafinu sem blómstrar nú við nánast fijálsar veiðar! Norðmenn og Rúss- ar veiða eins og þeim sýnist og Norðmenn kaupa „svartan þorsk“ af Rússum. „Haltur leiðir blind- ann.“ Við Kanada varð hrun í þorsk- stofninum þar sem ráðgjafar fengu öllu ráðið frá 1977 og finnst nú Kristinn Pétursson vart ætur þorskur á þeim slóðum. Meðalvigt þorsks eftir aldri hefur hrunið. T.d. vóg 6 ára þorskur við Labrador aðeins 800 gr 1991 (eðli- leg vigt 3-5 kg). Ráðgjafar drápu — að öllum líkindum — þorskinn úr hungri með tilraunum sínum við „að byggja upp stofninn“. I Færeyjum hefur meðalvigt þorsks eftir aldri lækkað úr 6 kg 1959 í 3,3 kg 1991 á sex ára þorski. Þróunin virðist alls staðar hafa orð- ið sú sama við aukna friðun til að „byggja upp stofninn". Meðalvigt eftir aldri fellur, nýliðun versnar og stofnarnir minnka. Reiknilíkan með fölskum forsendum reiknar svo að maðurinn hafi „ofveitt" þorskinn sem vantar í „bókhald" tölfræðinn- ar. Þegar”þorskar éta hver annan (eða drepast úr hungri) segir reikni- líkanið „of mikill sóknarþungi" og veiðimönnum ofansjávar kennt er um „ofveiði"!! í baksíðufrétt í Morgunblaðinu 20. júlí sl. segir frá tillögu ráðgjaf- arnefndar um fiskveiðistjórnun á vegum Alþjóðahafrannsóknarráðs- ins um stöðvun þorskveiða við Grænland, Færeyjar og í austan- verðu Eystrasalti. Fyrirsögn frétt- arinnar (um ofveiði) er: „Samspil ofveiði og óhagstæðra skilyrða." í fyrirsögninni er mótsögn. Ef „skil- yrðin“ voru óhagstæð var þá rétt stefna „að draga úr veiði til að byggja upp stofninn“??? Ég tel að stefnan sé sökudólgurinn en ekki veiðimennirnir. Tölfræðin „gleymdi" að þorskurinn þarf að éta. Það er kjarni málsins. Ég tel að lykilatriði við að fá sterka þorsk- árganga séu góð þrif þorsksins. Frjálsar veiðar Náttúran í Atlantshafinu verður ekki svelt til hlýðni við mislukkaðar kennslubækur í fiskifræði og fiski- hagfræði þar sem fáeinir menn hafa komist upp með að sniðganga líffræðileg grundvallaratriði. Ef aðstæður 1993 og 1994 reynast kjöraðstæður fyrir þorskstofninn við ísland við viðbótar árunum 1973, 1983 og 1984 (lítill stofn — Islandsmet í nýliðun) hvers vegna þá að taka þá áhættu að breyta kjöraðstæðum og reyna enn að þvinga þorskstofninn til stækkunar með handafli (eins og reynt er nú) þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir? Hvers vegna ekki að hafa reynsluna að leiðarljósi og hætta að lemja höfðinu við steininn með ónýtt reiknilíkan að leiðarljósi? Ég sleppi því að minnast hvort eða hvernig bæta á þeim skaðann sem búið er að gera eignalausa og/eða atvinnu- lausa út á þessa tilraunastarfsemi. Mörg sjávarþorp á íslandi eru að mínu mati í stórhættu vegna þess- ara tilrauna og mál er að linni. Fijálsar veiðar eftir almennum leik- reglum (landhelgi og svæðalok- unum) eru með öllu hættulausar. Þorskstofninn hér við land væri löngu útdauður ef hætta stafaði af frjálsum veiðum. Ég er þá ekkert að tala um að stækka núverandi flota svo sérfræðingar í útúrsnún- ingi hafi það á hreinu. Ógæfan hófst í kjölfar ofstjórnarinnar. Þetta er söguleg staðreynd! Hættan í dag er sú að ónýtt reiknilíkan virðist eiga að reikna okkur til andskotans eins og flest bendir til að gert hafi verið í Kanada, Grænlandi, Færeyj- um og víðar. Hvers vegna þorir enginn Qölmiðill að tjalla um þessar staðreyndir af alvöru? Er ekki lág- mark að reyna að skilja — og íjalla um — aðalatriði málsins? Sjávar- þorpin á íslandi eru allt of dýrmæt til að þeim sé fórnað á altari mis- skilnings og menntahroka örfárra manna. Höfundur er fiskverkandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.