Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 11 Morgunblaðið/Páll Pálsson Vélavið- gerðir í sveit Borg, Eyja- og Miklaholtshr. - Eitt af því sem er mikið öryggi fyr- ir bændur er að hafa trausta og góða viðgerðarþjónustu vegna fjöl- breytileika í búvélum. Illt er að verða stopp við heyskap þegar tíðarfar er rysjótt og kannski mikið laust hey í þurrkun. Við sem búum hér á sunnanverðu Snæfellsnesi höfum verið það heppn- ir að hafa átt aðgang að traustum og góðum viðgerðarmönnum. Nú á sl. vori tók ungur vélvirkjameistari, Jón Halldór Gunnarsson frá Borgar- holti, vélaverkstæðið í Holti á leigu. Sinnir hann alhliða viðgerðum á bíl- um og vélum. Og vonandi að svo verði er fram líða stundir, því slík þjónusta í sveitum er alveg ómiss- andi. --------------- Útlit fyrir mikinn heyfeng Borg í Eyja- og Miklaholtshr. - Sláttur hófst hér í sveitum í fyrstu viku júlimánaðar. Þá var sérlega góð heyskapartíð, hlýir og sólríkir dagar með rúmlega 20 stiga hita. Gras- vöxtur var í knappara lagi nema hjá þeim sem báru tilbúinn áburð snemma á. Bændur biðu því dálítið eftir að sprytti betur. Þá kom vætutíð í nokkra daga og grasið tók fljótt við sér. Um miðj- an júlí var komið mjög gott gras og því hafa heyannir verið miklar und- anfarið en fjallaskúrir hafa tafið fyrir þurrki. Utlit er því fyrir að heyfengur verði með mesta móti á þessu sumri. Einstaka bændur hafa tafist við heyskap vegna þess að rúlluplast er uppselt eins og er. Þó hefur verið reynt að miðla plasti til þeirra sem verst eru settir. Holræsi útfyrir höfnina Húsavík - Stærsta einstaka verkið, sem unnið er að hjá Húsvíkurbæ á þessu ári er bygging holræsis frá Slippnum um Naustafiöru og undir Stangarbakkanum út fyrir hafnar- garðinn. Þar með verður allt frá- rennsli komið út fyrir höfnina. Síðan er áformað að ræsi verði lagt út fyr- ir Bökuna og segja má að þá sé það komið út fyrir lygnan sjó. Eitt af næstu verkefnum í frá- rennslismálunum er að koma þeim holræsum, sem liggja í Búðarána úr henni og í aðalholræsakerfið. En með þessari framkvæmd, sem kostar um 17 milljónir kr. er stórum áfanga náð. tvöMdnr 1. miimw! t Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.