Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 30
- 30 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN SVANSSON + Kristinn Svans- son fæddist í Reykjavík 27. júní 1955. Hann dó af slysförum 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hlíf Krist- insdóttir og Svanur Magnússon, sem eru búsett i Fin- spang í Svíþjóð. Þar búa einnig systur hans Magnfríður Hafdís og Aðalheið- ur. Eftirlifandi eig- inkona Kristins er Diana Vera Jónsdóttir og áttu þau þrjú börn. Þau eru Rakel Ósk, f. 11.1. 1978, Einar Geir, f. 25.12. 1979, og Arnar, f. 4.5. 1986. Kristinn var rakari að mennt, en sneri sér að öðru og var sjálfstæður atvinnurekandi og verktaki síðustu æviárin. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. KRISTINN er farinn frá okkur. Það getur ekki verið var okkar fyrsta > hugsun þegar presturinn færði okk- ur þessa sorgarfrétt, að hann Krist- inn hefði látist í bílslysi. Kristinn var okkur svo kær að það er erfitt að trúa því að eiga ekki eftir að sjá hann koma með fallega brosið sitt og gamansemi. Þannig var hann alltaf þegar hann kom til okkar. Við Hlíf, systir mín, áttum dreng- ina okkar á svipuðum tíma, þeir ólust upp saman, við klæddum þá eins og þeir brölluðu ýmislegt sam- an. Það eru svo margar minning- -^arnar sem hrannast upp og allar eru þær fallegar og góðar. Hvernig verða nú jólin okkar þegar enginn Kristinn er til að taka kvikmyndir af jólaboðunum? En við eigum þó myndimar sem hann tók og með þeim lifa minningarnar svo skýrt. Kristinn minn, við þökkum þér ánægjustundirnar sem við áttum saman fyrir síðastliðin jól þegar við fórum til Svíþjóðar í afmælið til liennar mömmu þinnar og greiða- semina þegar við þurftum á hjálp þinni að halda. Það sýndi sig best þegar þú fluttir sumarhúsið fyrir okkur norður í Ólafsfjörð, það var ekkert mál af þinni hálfu, alltaf til- búinn að hjálpa. Tilhlökkunin var ^ mikil því þama ætluðum við að eiga gleðistundir saman í fjölskyldubú- staðnum en nú er sumarhúsið fyrir norðan minnisvarði um þitt stóra og góða hjarta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) ömmu í fangið og barst hana upp og ekki varst þú að stoppa. Nei, amma skyldi komast strax upp. Hún amma okkar átti afmæli 24. júlí, daginn eftir þetta hræðilega slys, og ég veit, elsku Kiddi minn, að hún tók vel á móti þér ásamt Kristni afa. Það er stutt síðan synir mínir sögðu: Vitið þið hvað, við erum heppin íjölskylda, við höfum engan misst. En það var stutt í kallið. Kiddi minn, ég vil þakka þér all- ar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman og alla þá ánægju sem þú hefur veitt foreldrum mínum og sonum. Elsku Hlíf og Svan, Magga Dís, Arne, Alla, Bóbó og Svan litli, það er svo sárt að búa svona langt í burtu og komast ekki strax, en við getum ekkert gert, það er búið að taka af okkur völdin. Alla amma sagði alltaf: Við höf- um hvert annað að láni og eigum að geyma allar góðu minningarnar í hjarta okkar með Guði. Elsku Vera mín, Rakel, Einar Geir og Arnar, ég bið almáttugan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Aðalheiður Frantzdóttir. Fréttin sem ég fékk á sunnudags- morgun um að hann Kiddi frændi væri dáinn var svo óraunveruleg og óréttlát. Hvers vegna? spyr mað- ur, en fær ekkert svar. Það eina sem ég á eru minningarnar um stóra frænda og frábæran vin, augnablikin sem í huga mínum verða ógleymanleg, augnablikin sem ég geymi í huga mínum þar til við hittumst, kæri vinur og frændi. Augnablik einsog þegar við töluðum um að opna pöbb saman, það yrði nú stór stund; þegar við sátum í eldhúsinu í Fannarfold og þú lýstir því hvernig garðurinn ætti að vera með heitum potti og háum girðingum, eða þegar ég, litli frændi, kom til Svíþjóðar og sá stóra frænda á mótorhjólinu sínu prjóna fram og aftur götuna; það var mikil virðing borin fyrir þér þá. Öll þessi minningarbrot um glað- værð þína og bjartsýni og ekki síst góðmennsku; í mínum huga ertu stórmenni, búinn að reisa þér höll, með eigið fyrirtæki og þrjú falleg og heilbrigð börn. Þó ævi þín hafi ekki verið löng þá var afraksturinn mikill. Söknuður minn er mikill en ég get huggað mig við að það hefur verið tekið vel á móti þér og þú og Alla amma hafið skemmt ykkur vel á afmælisdaginn hennar 24. júlí. Elsku Vera, Rakel, Einar, Arnar, Hlíf, Svan og systur, ég votta ykk- ur alla mína samúð og bið guð að varðveita ykkur og styrkja. Jón Þórir. Frændi minn og vinur er látinn. Margar góðar minningar koma upp í huga minn þegar ég hugsa til Kidda frænda, bæði frá því að við vorum guttar í Eskihlíð og eins frá því þegar við vorum staddir í sund- lauginni á Ólafsfirði fyrir 14 dögum þar sem hann talaði um framtíðina, fyrirtækið sitt og áframhaldandi velgengni. Þar ræddi hann um verslunarmannahelgina og hvað hann ætlaði að gera við sendibílinn sinn til að eiga gott og skemmtilegt ferðalag um helgina. Kiddi fór með sumarbústað fyrir foreldra mína norður á Ólafsfjörð og var Arnar, yngri sonur hans, með og sá ég þar hve hændur hann var að pabba sín- um og veit ég að þar verður mikill og sár söknuður. Kiddi var vinnualki, stundum vann hann á allt að þremur vinnu- stöðum í einu, enda átti hann orðið stórt og fallegt hús í Fannarfold og var kominn með eigið fyrirtæki. Kiddi var alltaf hrókur alls fagnað- ar og veit ég að hans verður sárt saknað í fjölskylduboðunum heima. Vera, Hlíf og Svan, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Megi guð almáttugur styrkja ykkur, bömin og systurnar í þessari erfiðu raun. Pétur Ingi. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nðtt... Þessar ljóðlínur Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar komu upp í hugann er ég frétti sviplegt andlát vinar míns og félaga Kristins Svansson- ar. Eftir heitasta dag sumarsins síðastliðinn laugardag syrti að með kvöldinu og síðan fór að rigna, náttúran að minna á sínar marg- breytilegu hliðar. Sagt hefur verið bæði í ræðu og riti að aðeins eitt sé víst í lífi manns, dauði hans. Það er aðeins dauðans óvissi tími sem er óræður. En frammi fyrir þeirri staðreynd sem dauðinn er verður maður að gjalti, allir hlutir verða einskis verðir og missa allt gildi. Aðeins ein hugsun fer um hugann: Hvernig fæ ég þessu breytt? En sama hvernig því er velt fyrir sér, hluturinn er orðinn, honum fær enginn breytt. Frammi fyrir örlög- FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku Veru, bömum, systur minni, Svan og systmm vottum við okkar innilegustu samúð. Guð gefi ykkur styrk í raunum ykkar og sorg. Sigurbjörg og Frantz. Ég felli tár, en nú ég græt því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæt og sæl og sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson.) Já, elsku Kiddi minn, minningin er sæt og sæl. Það var sama hvar við hittumst og við hvaða aðstæð- ur, alltaf var stutt í brosið og glettn- ina, og stríðinn varstu, stríðnina fékkstU í vöggugjöf. Oft kom það . fyrir þegar þú varst lítill og við fjöl- skyldan komum í heimsókn, þá annaðhvort faldir þú skóna okkar eða hentir þeim út um glugga, svo við færam ekkí, og svo skreiðstu undir sófa og hlóst. Það var jafn stutt í umhyggjuna. Manstu þegar Alla amma kom í heimsókn til ykkar Veru og þið áttuð heima uppi á sjöundu hæð og lyftan var biluð? Þá tókst þú + Fanney Guð- mundsdóttir var fædd á Akureyri 11. ágúst 1904. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Vigfússon skósmiður á Akur- eyri og Guðrún Helga Guðmunds- dóttir húsfrú. Guð- mundur Vigfússon, f. 8.9. 1864 að Hóla- baki í A-Húnavatns- sýslu, var sonur Vigfúsar Guð- mundssonar, Vigfússonar próf. á Melstað. Móðir Guðmundar var Oddný Ólafsdóttir Jónsson- ar frá Sveinsstöðum í A-Húna- vatnssýslu en niðjamót þeirrar ættar verður haldið á Blönduósi um næstu helgi. Guðrún Helga, móðir Fanneyjar, f. 31.12. 1866 á Njálsstöðum í A-Húnavatns- sýslu, var dóttir Guðmundar bóksala og prentara á Akur- eyri, f. 1839, en móðir Guðrúnar Helgu var Þórný Jónsdóttir frá Hauka- tungu. Systkini Fan- neyjar eru: Dasrný, f. 1. febrúar 1896, d. 17.4. 1976; Garðar, f. d. 18.6. 1932; Lára, f. 19.12. 1901, og Arthur, f. 8.3. 1908, d. 6.12. 1982. Fanney giftist 8. júní 1943 Friðrik Magnússyni hrl., f. 17.3. 1903, d. 26.11. 1991. Foreldrar hans voru Magnús Júlíus Kristjánsson og Dóm- hildur Jóhannesdóttir. Fanney og Friðrik voru barnlaus. Útför Fanneyjar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag. FANNEY Guðmundsdóttir bjó nær alla sína ævi í Innbænum, fyrst á Spítalastíg 1 þar sem foreldrar hennar bjuggu og síðar á Aðal- stræti 14 þar til fyrir nokkrum árum að hún fluttist í Hrísalund 14d. Fanney og Friðrik voru afskap- unum taka menn orðnum hlut, þar er ekki boðið upp á neinar málamiðl- anir eins og menn geta leikið sér með í daglega lífinu. Hér er á ferð- inni dauðans alvara sem ekki verð- ur litið framhjá. Það er því huggun harmi gegn að geta minnst góðs vinar sem í lifanda lífi var hvers manns hug- ljúfi, drengur góður og sannur fé- lagi. Að eiga sama mann fyrir vin og atvinnurckanda segir meira en mörg orð; geta unnið saman í erli dagsins og sest saman að teiti að kvöldi og skilja jafnan sáttir er ekki sjálfsagður hlutur. Málin rædd oftast fremur í gamni en alvöru og ýmislegt látið flakka en á bakvið leyndist þó oft alvöratónn. Kiddi leit stundum á samferðamennina undan hnykluðum brúnum ef hann varð hissa eða forvitinn en síðan kom hvellur hlátur. Eða ef honum mislíkaði gat hvesst stutta stund en síðan var það búið og maður átti stundum í mesta basli með að átta sig á hvert skapið hefði farið, en þá var þetta bara búið og út- rætt mál. Þegar maður stendur á slíkum tímapunkti sem þessum eru orð lít- ils megnug, hugsanir og myndir flykkjast gegnum hugann sem neit- ar síðan að viðurkenna orðinn hlut. Minningin um góðan dreng og fé- laga mun verða okkur hinum er eftir stöndum það veganesti er hjálpar okkur yfir þennan missi og sá minnisvarði hugans er við geym- um með okkur. Far þú í friði, kæri vinur. J.Ú. Það var siðastliðinn sunnudags- morgunn að hringt var í mig og mér sagt að hörmulegt slys hafi orðið við Þórisvatn og Kiddi vinur minn hefði látist. Það var fyrir um það bil fimm árum að ég kynntist Kidda og má með sanni segja að betri félaga og vin var ekki hægt að eignast. Ef eitthvað bjátaði á bjargaði Kiddi málinu. Það er því erfiðara en orð fá lýst að þurfa að setjast niður og kveðja hann hinstu kveðju. Það er svo ótalmargt sem rennur í gegnum hugann, allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti með honum og á eftir að minnast með hlýju og miklum söknuði. Kiddi var mikill húmoristi og vakti athygli hvar sem hann kom með sinni hressilegu framkomu. Hann var hörkuduglegur og var nýbúinn að festa kaup á verkstæði í tengslum við vinnu sína. Þar höf- um við vinirnir átt margar góðar stundir, framtíðarplön rædd og oft mikið hlegið. Þar var alltaf gott að koma eftir erfiðan vinnudag og mæta þar Kidda brosandi út að eyrum að vanda. Hann var hjálp- lega samrýnd hjón og unnu mark- visst að sínum hugðarefnum. Friðrik var frumkvöðullinn, en Fanney fylgdi ætíð fast á eftir og lét sitt ekki eftir liggja. Hann var fastur fyrir, ósérhlífin og rökfastur mála- færslumaður, hún var sáttasemjari sem með bjartsýni og góðvild tókst að gera gott úr öllum hlutum. Sem barni fannst mér ætíð ævin- týraljómi yfir stóra húsinu þeirra. Fyrir utan hæðirnar tvær fannst mér ótal herbergi í kjallaranum, sum mátti fara inn í, önnur voru lokuð, í einu voru kartöflurnar flokkaðar og í öðru voru gamiir munir. Þann- ig var allt í föstum skorðum á heim- ilinu. Húsbóndinn hafði sitt bóka- herbergi þar sem hann gat sinnt sínum málum, hún stofuna með píanóinu, en um árabil kenndi Fann- ey ungum nemendum á píanó og þeir eru ófáir sem njóta nú í dag þeirrar kennslu sem fram fór í stof- unni í Aðalstræti 14. Á hverju vori voru svo haldnir nemendatónleikar þar sem hver og einn varð að spreyta sig. Kennsla átti einkar vel við Fanneyju og hún hafði mikla ánægju af því starfi. Sjálf spilaði hún mikið sem ung stúlka og þá einkum í bíóinu undir þöglu mynd- unum. Hún fékkst lítillega við að semja lög og eitt þeirra spilaði hún oftar en önnur í góðra vina hópi. Fanney var ákaflega barngóð og samur og greiðvikinn, og eiga eflaust margir eftir að sakna þess að geta ekki leitað til hans. Það er svo sannarlega stutt á milli lífs og dauða og okkur sem eftir sitjum finnst þetta svo órétt- látt. En kæri vinur, ég trúi því að það sé eitthvað mikilvægara sem æðri máttarvöld ætla þér fyrir handan fyrst að svona fór. Söknuð- urinn er sár, en enginn tekur frá okkur þær dýrmætu minningar sem eftir lifa um þig. Elsku Vera, Arnar, Einar og Rakel. Við fjölskyldan vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og óskum þess að Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Kæri vinur takk fyrir allt og alit. Þinn vinur Arnar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvenær upp renni þeir tímar að samfélagið í heild taki alla þá í sátt sem hafi örlítið öðru vísi göngu- lag frá skaparans hendi og frá umhverfi sínu en aðrir. Einkum og sérílagi menntakerfið okkar marg- rómaða. Þetta öðru fremur hvarflar sterkt að mér við fráfall gamals vinar úr barnaskóla Kristins Svanssonar. Því var og er ekki að neita að Kristinn hafði töluvert öðruvísi áherslur og annað göngulag í hring- iðu samkeppninnar sem flestöllu ræður í samfélagi okkar í dag. Og Kristinn leið fyrir það eins og allir aðrir sem öðruvísi blæbrigði höfðu í mannlífinu. Okkar gamli góði Hlíðaskóli var engin undantekning frá því þrátt fyrir margar góðar hliðar. Og er það ekki undarlegt að það fer að verða með eftirminnilegri æskuvinum manns sem ekki lögðu stund á einelti í skóla? Því þrátt fyrir ýmsan andbyr í lífinu og að mörgu leyti minni og færri tæki- færi en margir aðrir hlutu þá laut Kiddi ekki niður á það stig að kvelja hina krakkana á skólalóðinni eða í bekknum sem var svo algengt á þeim tíma, og víst ekki síður í dag. Þetta er ein af sterku minningunum sem situr eftir í huga mínum um þessa ljúfu sál sem svo sannarlega stóð sig víðast hvar vel eins og sjá má á börnum hans og fjölskyldu og fjöldamörgum vinum sem hann aflaði sér á lífsleiðinni og kveðja hann nú. Og það þrátt fyrir ótrú- legt skilningsleysi sem örlítið öðru- vísi fólk þarf að þola af samfélags- ins hálfu. Það mættu margir vera hólpnir með dagsverk Kristins í dag and- spænis skapara sínum. Með það í huga kveð ég góðan og vel innrætt- an dreng og eftirminnilegan félaga úr æsku. Magnús H, Skarphéðinsson. trygglynd og hafði mikla ábyrgðar- tilfinningu fyrir okkur systkinunum og fylgdi okkur í hvívetna, en kunni þá list að sýna ekki afskiptasemi. Bréfin hennar á ég öll frá því að ég fór lítill peyi í sveit á sumrin. Oft voru heillaráð gefin, fréttir sagðar úr innbænum og alltaf voru hvatningarorð sem fleyttu manni áfram svo út var þraukað fram á haust þegar snúið var heim og skól- inn byijaði. Það var gott á þeim árum að eiga frænku til að halla sér upp að. Eftir skóla var því oft hjólað inn að Aðalstræti 14, þegið eitthvað að borða, lært og leikið sér í Innbænum. Við vorum vinir. Tungumál voru henni hugleikin og hún talaði og skrifaði dönsku og ensku. Þýsku las hún um tíma sér til ánægju og aðstoðaði þá frænda sinn þegar hann var að stauta sig áfram með takmörkuðum áhuga. Hinn 11. ágúst nk. hefði Fanney orðið níræð. Hún bjó ein í hárri elli í fallegri íbúð sem hún keypti sér þegar heilsa Friðriks brast og hann gat ekki lengur verið heima. Hún hugsaði vel um heilsu sína og lifði heilbrigðu lífi, gekk ætíð mikið og var létt á fæti. Að leiðarlokum vil ég færa frænku minni hugheilar þakkir fyrir allt og allt. Guðmundur Garðar Arthursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.