Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNPLIST Perlan LJÓSMYNDIR OGLJÓÐ Þorvaldur Þórarins- son/Bragi Þór Jósefs- son/Birgir Andrésson Opnunartími Perlunnar kl. 10-23 alla daga. Út ágúst. Aðgangur ókeypis. í TILEFNI þjóðhátíðar hefur í sumar verið í gangi óvenjuleg sýn- ing í húsakynnum Perlunnar, og minnist ég ekki að hafa séð aðra skemmtilegri á þeim stað. Er um að ræða mikinn fjölda stækkaðra ljós- mynda sem komið hefur verið fyrir um alla veggi, svo að þær blasa við frá öllum hæðum og gera gönguna upp og niður leiðinlegan stigaganginn mun líflegri. Við bætist svo ljóðasýning, auk þess sem hend- ingar úr nafn- kenndum Ijóðum má lesa á súlum víðs vegar svo og undir stigapalli veitingabúðar. Þar blasir við hin gull- fallega hending úr ljóði Stephans G. Stephanssonar /frænka eldfjalls og íshafs /sifji árfoss og hvers /dóttir langholts og lyngmós /sonur landvers og skers. Heiti sýningarinnar er ÞJÓÐ - LJÓÐ, og er viðfangsefnið hátt í 200 Ijósmyndir af landsins böm- um, ásamt 50 ljóðum sem hvert á sinn hátt er óður til fóstuijarðar- innar. Tilefnið er að sjálfsögðu 50 ára afmæli íslenzka lýðveldisins og eru Ijóðin gefin út á póstkortum til þess að þau megi fara sem víð- ast um lönd og álfur með hjálp ljóðapósthússins á staðnum - og líka til þess að enginn þurfi að fara ljóðalaus heim, eins og það heitir. Sýningin er sett upp fyrir tilstyrk Listasafns Reykjavíkur, Pósts og síma, Veitustofnana og Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur, og telst Þorvaldur Þórarinsson myndlistarmaður höfundur henn- ar, en hönnuður póstkorta og merkis var Birgir Andrésson. Þá má geta þess að Leifur Þorsteins- son stækkaði ljósmyndirnar af mikilli list og ljóðin völdu Eysteinn Þorvaldsson, Gísli Árni Eggerts- son, Klemenz Jónsson, Lýður Björnsson og Þórhildur Þorsteins- dóttir. Það er mikill fróðleikur falinn í því að virða fyrir sér ljósmyndirnar bæði vegna þess að hér sést þróun ljós- myndatækninnar í hnotskurn og svo eru þær sérstök mannfræði út af fyrir sig. Jafnframt eru ásjónurnar sem spegill aftur í tím- ann og þær breyt- ingar sem batnandi lífskjör hafa haft á persónuleika og út- lit íslendinga. Það er meiri harka og undrunarsvipur á elstu myndunum enda heimurinn þá stærri og meira um landlæga sjúkdóma og lífið var því flóknara og marg- ræðara. Menn höfðu þá ekki enn nóg til hnífs og skeiðar og fæðan einhæf. Áhersla er lögð á yngri kynslóð- ir á neðstu hæð, en aldurinn fer stígandi eftir því sem ofar dregur. Þetta er tilfallandi þverskurður þjóðarinnar, og val á myndum lík- ast til mat listamannsins á vægi þeirra í heildinni, og þannig eru þetta í fæstum tilvikum þekktar ásjónur, enda bera þær engin nöfn. Landinn mun þó ef að líkum lætur Land vort Land vort, þetta litla sandkorn í hendi skaparans. Hann dregur hægt andann, svo þaö íjúki ekki burt. Ljóðið „Land vort“ eft- ir Jón úr Vör ásamt stimpli sýningarinnar. Myndir í síldarævintýri Málverkasýningxi Ragnars Páls Einarssonar á sótt að sögn málarans. Á þessari níundu einka- Siglufirði lýkur á frídegi verslunarmanna, sýningu Ragnars eru nærri fimmtíu málverk mánudaginn 1. ágúst. Hún hefur staðið í tengsl- og teikningar og hér sést myndin Síldin kemur, um við „síldarævintýri“ í bænum og verið vel sem unnin er með akríllitum. Sumartónleikar í Skálholti Verk staðar- tónskálds flutt SUMARTÓNLEIKAR í Skálholts- kirkju verða haldnir laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. júlí. Tvær listakonur Mist Þorkelsdóttir og Manuela Wiesler flautuleikari forma þessa fjórðu tónleikahelgi sumarsins. Mist stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Síðast var hún í Boston University en þaðan lauk hún Mastersprófi árið 1993. Manuela er austurísk að upp- runa en fædd í Brasilíu. Hún lauk tónlistamámi frá Tónlistarháskó- lanum í Vín 1971. Manuela giftist til Islands og starfaði hér um tíu ár. Hún átti m.a. þátt í því ásamt Helgu Ingólfsdóttur að hrinda af stað Sumartónleikunum í Skál- holti. Hún hefur leikið á Sumar- tónleikunum flest sumur. Þrír tónleikar á laugardag Þorkell Sigurbjörnsson byrjar helgina með erindi klukkan 13.30 á laugardaginn er nefnist Fyrri menn er fræðin kunnu. Af þessu sinni verður boðið upp á þrenna tónleika á Iaugardaginn klukkan 15.00, 17.00 og 21.30. Verk eftir staðartónskáld þetta sumarið, Mist, fylla tvær fyrstu dagskrárn- ar. Á tónleikunum klukkan 15.00 verða flutt sex verk eftir hana sem eru sérstæð að því leiti sér- stæð að þau eru samin fyrir þá hljóðfæraleikara sem leika þessu sinni. Þijú verkanna verða frum- flutt. Á tónleikunum klukkan 17.00 eru fjögur verk á efnisskránni og eru þau hugsuð sem ein heild: Magnificat, Dicamus gracias, Hugleiðing og Alleluia. Tvö síðast- nefndu verða frumflutt. Gunn- steinn Ólafsson stjórnar kammer- kór. Manuela verður síðan með flaututónleika klukkan 21.30. Hún flytur verk tileinkuð henni eftir Bo Andersen, Close og Hjátmar Regnarsson, Rímu. Þá leikur hún einnig sónötu eftir Sven Erik Back, Cantilena eftir Erland von Koch og partítu í a-moll eftir Jo- hann Sebastian Bach. Á sunnudaginn klukkan 15.00 verða tónleikar Manuelu frá laugardeginum endurfluttir og í messu klukkan 17.00 verða flutt trúarleg verk eftir Mist. Aðgangur er ókeypis og barna- gæsla er á staðnum. Veitingar eru seldar í Skálholtsskóla. mun frekar leita að kennileitum í mannhafmu en listrænu vægi myndanna. Sjálfur bar ég ekki kennsl á nema örfá andlit, þótt allnokkur fjöldi samferðamanna minna og jafnaldra blasi við á veggjunum, en vera má að ég færi að þekkja fleiri ef nöfn hefðu fylgt, en það er sjálfsagt aukaatriði. Meginveig- urinn telst, að hér er komin áhuga- verð h'fsstígandi mannlífsflórunn- ar, og getur gestur og gangandi virt fyrir sér ásjónur íslendinga á öllum aldri og myndað sér skoðan- ir samkvæmt athugunum sínum og athyglisgáfu. Kemur þá sitthvað í ljós, og einkum er áberandi hve svipur barnanna er óræðari og spurulli eftir því sem myndirnar eru eldri. Mannfræðingar gætu svo trúlega lesið margt áhugavert úr myndun- um, en hér skal síður farið inn á þeirra svið. En kannski kemur það sumum á óvart, hve margvísleg andlitin eru og svipbrigðin sterk. Þannig telst þetta afar litskrúðug- ur og blandaður mannsöfnuður sem gæti allt eins verið frá mörg- um þjóðlöndum, þótt benda megi á ýmis sérkenni, og þá einkum hvað sterka sjálfsvitund og ein- staklingshyggju snertir. Hér hefur vel tekist til og mik- ill er munurinn á þessari hugvit- samlegu uppsetningu og öðrum ljósmyndasýningum sem haldnar hafa verið í húsinu. Ljóðasýningin er skemmtileg viðbót og vekur vonandi einnig forvitni útlendra gesta, þótt þeir átti sig síður á hvað um er að vera, þar sem ljóðin eru öll á ís- lenzku. Og þar sem jafn mikið er um erlenda gesti á staðnum yfir sumarmánuðina hefði verið skemmtilegt ef a.m.k. einhver þeirra hefðu einnig verið þýdd á erlend mál, og um leið mikil land- og listkynning. Stærð kortanna er á mörkunum vegna þess að þau fara þeim verr í sendingu sem þau eru meiri um sig. Stimpillinn er i sjálfu sér viðunandi hönnun en eitthvað hefur farið úrskeiðis við gerð hans, því hann er full óskýr og Jdístraður. Á veggjum veitingabúðar á fjórðu hæð sýnir Bragi Þór Jósefs- son nokkrar ljósmyndir sem hann hefur tekið í stuttum dagsferðum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Bragi nam ljósmyndun í Bandaríkjunum, og útskrifaðist frá Rochester Institute of Technology 1986, rek- ur eigin stofu og starfar einkum við heimildar-, auglýsinga- og tímaritaljósmyndun. Verkin á sýningunni eru öll án titils og má það vera rétt að nöfn á stöðum og fjöllum skipta harla litlu er jafn sértæk viðhorf ráða ferðinni. Þetta eru þannig ekki heimildir af því landslagi sem bar fyrir augu ljósmyndarans, heldur skáldar hann í landið og þetta mun sýn hans á litum og formunum þess. Allar eru myndirnar í mjúkum brúnum tónum og í þeim er jöfn og hæg stígandi frá skugga í ljós, og þannig séð virka þær ekki svo lítið eintóna í heildina. Á stundum eru formin óákveðin og móðu- kennd og fátt um skarpar útlínur svo að helst minnir á austurlenzkt landslag. Annars vegar vöktu at- hygli mína hreinar og klárar myndir eins og t.d. nr. 8 og 13, en þar eru formin afdráttarlaus og hnitmiðuð og svo hins vegar dulúðugar ófreskar eins og t.d. nr. 9 og 14. Ganga má að því gefnu, að veitingabúðin er ekki góður kostur fyrir ljósmyndir af þessari gerð, því þær þurfa af- markaðra og innilegra rými til að njóta sín til fulls. Bragi Ásgeirsson MYND LJÓÐ OG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.