Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 29 . vitum við bæði. Ég var þess full- viss þegar ég kvaddi þig daginn eftir jarðarför afa að það væri okk- ar kveðjustund. Þú hafðir ekki sýnt mikil viðbrögð þá stund sem ég var hjá þér, en þegar ég kvaddi þá lékst þú á als oddi og gerðir góðlátlegt grín, brostir þínu fegursta brosi og þegar við tókumst í hendur og horfðum í augu hvors annars þá vissum við að við myndum ekki hittast aftur. Elsku amma mín, minning mín um þig verður alltaf björt, bundin bjartsýni og óbilandi trú á hið góða í fari annarra. Ég vona að þið afi eigið góðar samverustundir í nýjum heimkynn- um. Ég sendi pabba, Ásu, Ásthildi, Birni, Bóbó og Addý og aðstand- endum öllum innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur, Hansínu, Stef- aníu og mér. Megi minning um einstaka konu verða öllum hugleiðing um fegurð- ina og góðvildina sem býr í hjarta þeirra. Hermann Björn Erlingsson. í huga okkar voru amma og afi eitt. Varla er hægt að hugsa sér annað þeirra án þess að hitt komi um leið upp í hugann. Ástin og kærleikurinn þeirra í millum var slíkur að unun var að fá að fylgj- ast með því og njóta þess. Alla tíð voru þau Bíbí amma og Hermann afi svo samrýnd og góð, enda sner- ist líf þeirra um hvort annað eftir að börnin uxu úr grasi. Það var í raun mikill lærdómur að fá að fylgj- ast með ömmu í gegnum þessa erfiðu tíma. Þrátt fyrir veikindin bar hún sorgina vel, var sterk þeg- ar á þurfti að halda. Kannski var það vegna þess að hún vissi að þau myndu fljótt verða saman á ný. Missirinn er mikill á stuttum tíma. Ekki liðu nema tíu vikur frá því að afi kvaddi þennan heim, þar til amma fylgdí honum. Nú ganga þau á ný hönd í hönd, hamingjusöm eftir stuttan aðskilnað. Við systkinin erum svo lánsöm að hafa átt okkar annað heimili hjá afa og ömmu, hvort sem var á „Engjó“ eða inni í skógi. Alltaf var gott að koma til þeirra, hvernig sem á stóð. Alltaf var boðið upp á ein- hverja hressingu hvort sem komið var af fótboltavellinum, af skíðum eða úr skólanum. Var þá heima- gerða rabarbarasaftin hennar ömmu best. Svo var vinsælt að enda góðan dag á því að skríða upp í ömmu- og afaból, jafnvel í náttkjól af ömmu. Rætt var um hvort hestarnir kæmust í ruslat- unnuna og farið með kvöldbænirn- ar. Oft var farið í ferðir saman, þó minnisstæðust sé Kanarí-ferðin sem gaf af sér margar góðar sögur sem oft eru rifjaðar upp, meðal annars þegar náð var í ömmu þeg- ar þurfti að „prútta“ við sölumenn. Þó skólaganga ömmu hafí ekki verið löng var hún góður námsmað- ur. Var því oft leitað til hennar ef í nauðir rak í enskum stíl eða danskri málfræði. Amma lagði mikla rækt við íslenska tungu og ekki dugði að heilsa með „hæ hæ“ eða kveðja með „bæ bæ“. Hún vildi heyra íslenska kveðju. Amma var einstaklega ljúf kona og indæl, sem gott var að leita til. Aldrei heyrðist styggðarorð um nokkurn mann af hennar vörum. Gott var að ræða um lífið og tilver- una við hana og hafði hún ákveðn- ar skoðanir á hlutunum. Gaman var að fylgjast með ömmu þegar hún sat við hannyrðir eða töfraði fram orðin í lausn á krossgátu. Hún fylgdist vel með íþróttum og var iðulega hægt að rökræða við hana um úrslit, sér- staklega ef um FH og handbolta var að ræða. I annað sinn á skömmum tíma kveðjum við manneskju sem er okkur kær. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með ömmu og afa, minningarnar munu lifa með okkur alla tíð. Muggur og Helga Bryndís. GUÐBJÖRG SIGUR- RÓS ÓLAFSDÓTTIR + Guðbjörg Sig- urrós Ólafs- dóttir fæddist á Arngerðareyri við Isafjarðardjúp 14. apríl 1909. Hún lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Páls- son endurskoðandi og kona hans, Ást- hildur Sigurrós Sigurðardóttir, kaupmanns á ísafirði. Afi Guð- bjargar var Páll Ólafsson próf- astur í Vatnsfirði við Isafjarð- ardjúp, sem Vatnsfjarðarætt er kennd við. Systkini hennar voru Páll verkfræðingur í Reykjayík, Ólafur sýsluskrif- ari á ísafirði, látinn, Arndís, Sigurður skrifstofustjóri bæj- arskrifstofunnar í Kópavogi, látinn, Teódór vélvirkjameist- ari, Árni skrifstofumaður í Keflavík. Guðbjörg fór árið 1930 til Danmerkur til náms í hússtjórnarfræðum. Árið 1933 giftist hún fyrri manni sínum, Niels Hansen garðyrkjumanni. Synir þeirra voru Paul Bjarne, f. 1936, og John Ólafur Bene- dikt, f. 1943, en hann lést að- eins 14 mánaða gamall. Þau skildu og fluttist Guðbjörg til Islands árið 1945. Seinni mað- ur hennar var Bergur Jónsson pípulagningameistari og gekk hún sonum hans, Jóni Snorra og Leifi, í móðurstað. Þau héldu gestkvæmt heimili á Bjargarstíg 17 í Reykjavík. Bergur lést árið 1974. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Hún Guðbjörg amma mín er gengin til hinstu hvílu. Dauða hennar bar brátt að, engan grun- aði að hún færi svo skjótt sem raun bar vitni. Það er þó trú mín að hún hafi verið kallinu fegin. Nú getur hún á ný sameinast Bergi afa eftir langan aðskilnað. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) Amma var stórættuð kona og var góðum kostum búin samkvæmt því. Hún hafði góða greind og mikla skapfestu, mildi og umburð- arlyndi. Þá var hún hógvær kona. Hún flíkaði til dæmis ekki þeim hæfileika sínum að geta leikið verk stóru meistaranna eftir eyranu. Þó mun ég fyrst og fremst minnast hennar fyrir gjafmildi og örlæti. Alltaf átti amma ís og sælgæti handa okkur barnabörnunum þeg- ar við komum í heimsókn á Bjarg- arstíg og síðar á Bræðraborgar- stíg. Oft lét hún aura fylgja veit- ingunum til að gleðja okkur krakk- ana, en stærsta brosið átti þó amma því sælla er að gefa en þiggja. Það vonim þó ekki bara við barnabörnin sem nulum hennar því Strandarkirkja átti líka sinn stað í hjarta hennar. Elsku amma mín, nú verða sam- verustundirnar ekki fleiri. Ég mun geyma minningu þína. Jóhanna Björg Hansen. Móðir Guðbjargar Sigurrósar dó fáum dögum eftir að hún átti yngsta barnið. Þá var Guðbjörg á tólfta ári og elst þeirra systkina. Hún og Sigurður bróðir hennar dvöldu oft Iangdvölum hjá séra Páli prófasti í Vatns- firði og konu hans, Arndísi, en þau voru foreldrar föður þeirra. Þessarar dvalar minntust þau oft og var frásögnin með ævintýraljóma. Út af prófastshjónunum í Vatnsfirði er komin fjölmenn og merk ætt, sem má lesa um í bókunum um Thorar- ensen-ættina, sem er nýkomin út. Hinn 7. maí 1921 giftist Ólaf- ur Helgu Björnsdótt- ur. Þeim varð þriggja barna auðið. Af þeim er eitt á lífi, Ásthildur, hárgreiðslukona í Reykjavík. Þegar Guðbjörg var 21. árs fór hún til Danmerkur til náms í hús- stjómarfræðum. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Níels P.N. Han- sen, garðyrkjumanni. Þau giftu sig 1933. Hinn 17. september 1936 fæddist eftirlifandi sonur, Paul Bjarne, tækni- og rekstrarstjóri. Hinn 7. janúar 1943 eignuðust þau annan dreng, sem lést rúmlega ársgamall. Að seinni heimsstyij- öldinni lokinni kom hún heim al- komin með Paul, enda hafði hún þá slitið samvistir við Níels Han- sen. Árið 1947 kynntist hún síðari manni sínum, Bergi Jónssyni, pípu- lagningarmeistara, sem þá var ekkjumaður með tvo unga drengi. Þau giftu sig 1958. Guðbjörg gekk drengjunum í móðurstað, enda voru þeir henni mjög góðir. Árið 1974 lést Bergur og eftir það bjó hún ein. Ég kynntist Guðbjörgu náið eft- ir að ég giftist Sigurði, bróður hennar, en með þeim var einkar kært. Hann sagðist hafa átt svo gott athvarf hjá henni, þegar hann stundaði framhaldsnám í Dan- mörku. Árið 1986 fór heilsu henn- ar ört hrakandi. Þá fór hún á Elli- heimilið Grund. Ég hélt að hún ætti bágt með að sætta sig við að verða hjálparþurfí, en svo varð þó ekki. Hún var mjög þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og fannst þar allir vera sér góðir. Hún var andlega hress og stálminnug. Hélt sinni reisn lengst af, þótt sjón- in væri með öllu horfin síðustu árin. Ég kveð þessa góðu konu með þökk og virðingu. Paul og konu hans, Elsu Nor- dal, hjúkrunarfræðingi, og börnum votta ég innilega samúð. Jóhanna Hrafnfjörð. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minning- argreina séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé hand- rit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameð- ferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Eiginmaður minn, JÓNGRÍMSSON smiður, Berghotti, Vopnafirði, sem andaðist sunnudaginn 24. júlí, verður jarðsunginn frá Vopna- fjarðarkirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Ingibjörg Helgadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN DALMANN EYÞÓRSSON fyrrv. framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvarinnar, Asparfelli 4, Reykjavík, sem andaðist í Landakotsspítala þann 24. júlí, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Sigurmunda Guðmundsdóttir, Sigurður Dalmann Skarphéðinsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hólmfriður Guðrún Skarphéðinsdóttir, Agnar Magnússon, Sigurmunda Skarphéðinsdóttir, Eggert ísólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona min, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BERGSDÓTTIR, Vallargötu 23, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju í Sandgerði þriðjudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Baldur G. Matthíasson, Pálína Þ. Theodórsdóttir, Elísa Baldursdóttir, Ingþór Karlsson, Bylgja Baldursdóttir, Þóroddur Sævar Guðlaugsson, Inga Rós Baldursdóttir, Margrét Ingþórsdóttir, Vilhjálmur Karl Ingþórsson, Baldur Matthías Þóroddsson. + innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar VIKTORS ÞORKELSSONAR frá Siglufirði. Ólöf Ólafsdóttir, Ólafur G. Viktorsson, Steinar Viktorsson, Begljót Viktorsdóttir, Hafsteinn Viktorsson, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum. Ingibjörg Rains, Russell Rains, Sigurjón Einarsson, Þóra Marinósdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Hallgrímur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU KRISTJÁNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Pétur Þórðarson, Erna Sigurbergsdóttir, Elín Þórðardóttir, Kristján Þóröarson, Guöbjörg Samúelsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Guðfinna Arngrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.