Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 44
Jtemát -setur brag á sérhvern dag! TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lokahátíð Vinnuskól- - ans haldin í blíðviðri STARFI Vinnuskólans í Reykjavík var slitið formlega í gær með mikilli viðhöfn. Um 2.200 ungling- ar, 14 og 15 ára, úr skólanum hitt- ust í Laugardal ásamt um 150 starfsmönnum skólans til að halda upp á slitin. I júní og júlí hafa þessir unglingar unnið að þvi að snyrta og fegra borgina og mundi borgin ekki líta út eins og hún gerir í dag ef þeirra krafta hefði ekki notið við, að sögn Arnfinns Jónssonar skólasljóra. Arnfinnur segir, að ungmennin hafi farið í alls kyns keppni og leiki, til að mynda keppt í knatt- spyrnu, frjálsum íþróttum og sundi. Hann segir að dalurinn hafi verið lagður undir hátíðina. Opnaður var Listaskógur ung- linga í Laugardalnum en Vinnu- skólaunglingarnir hafa verið að vinna að honum í allt sumar. Lista- verkin í honum eru ýmsir hlutir, sem hirtir voru af öskuhaugunum. Hver unglinganna málaði síðan og skreytti sinn hlut. Þeir voru síðan hengdir upp á sextíu gamla rafmagnsstaura, mannhæðarháa. Aætlað er, að sögn Arnfinns, að listaverkin verði til sýnis í Laugar- dalnum næstu tvær vikur. „Ef maður grúskar í sögunni má segja að upphafið að þessari starfsemi hafi verið strax árið 1937, þegar gerð var tilraun með reyndar bara tvo vinnuflokka stráka, sem menn höfðu áhyggjur af að væru iðjulausir. A stríðsár- unum voru unglingar kallaðir til, til að aðstoða við lagningu hita- veitunnar, sem þá var verið að bytja á, því að allir karlmennirnir hlupu í Bretavinnuna. Eftir stríð ^ var verið að gera tilraunir með vinnuflokka unglinga i garðyrkju- störfum. Árið 1951 gerir borgar- stjórn Reykjavíkur svo formlega samþykkt um að stofna vinnuskóla Reykjavíkur," sagði Arnfinnur. Morgunblaðið/Golli Fimm fjárfest- ar kaupa Sól hf. HÓPUR fimm fjárfesta hefur keypt eignahlut lánastofnana í Smjörlíki og Sól hf. Samningar um kaupin voru undirritaðir seint í gærkvöldi eftir fund eigenda Rekstrarfélagsins Sólar hf. með hópi fjárfesta, undir for- ystu Páls Kr. Pálssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Vífilfells. Kaup- verð fékkst ekki uppgefið í gærkvöldi. Helstu lánardrottnar Rekstrarfé- lagsins Sólar eru íslandsbanki, Iðn- lánasjóður og Iðnþróunarsjóður. Ekki fengust upplýsingar í gær- kvöldi hveijir stæðu að baki kaup- unum, en Páll Kr. sagði í samtali við Morgunblaðið, að enginn af þessum fimm fjárfestum væri í hópi endurseljenda eða birgja fyrirtækis- ins. í fréttatilkynningu frá hinum nýju eigendum kemur fram, að fyr- irtækið muni í framtíðinni hafa með höndum framleiðslu og sölu á smjörlíki, olíum, safa og grautum, en muni ekki framleiða gosdrykki. Páll Kr. framkvæmdasljóri Nýir eigendur yfirtaka rekstur- inn frá og með 1. ágúst næstkom- andi. Hefur Páll Kr. Pálsson verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins frá og með þeim tíma. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Rekstrarfélagsins Sólar und- anfarna mánuði, lætur af því starfí nú um mánaðamótin, en hann hefur gegnt því síðan lánardrottnar tóku yfir rekstur Smjörlíkis. Árni hefur störf sem útibússtjóri íslandsbanka í Lækjargötu um miðjan ágúst. * * * * é 4 » 4 * é 4 * 4 4 4 *4 Hlýttum helgina GÓÐAR líkur eru á því, að ferðalangar fái gott ferðaveð- ur í upphafi verslunarmanna- helgar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur að veður verði víðast mjög gott í dag. Horfur fyrir helgina geri á hinn bóginn ráð fyrir vætutíð á Suðaustur- og Austurlandi, minni úrkomu í öðrum lands- hlutum og hlýindum á sunnu- dag og mánudag. Einar varar þó við strekkingsvindi aðfara- nótt laugardags. Forsætisráðherra að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær Ákvörðun um kosning- ar innan tveggja vikna Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Bótna kranans liggur á burðarbitum bráðabirg’ðabrúarinnar, þar sem slysið varð. Tveir biðu bana í vinnuslysi TVEIR menn biðu bana í vinnuslysi á tólfta tímanum í fyrrakvöld við ána Skálm í Álftaveri þegar kranabóma " féll á þá. Að sögn lögreglunnar á Vík er talið að mennirnir hafi látist samstundis. Þeir hétu Oddur Egg- ertsson, til heimilis að Skriðuvöllum 3, Kirkjubæjarklaustri, og Sæmund- ur Björnsson, til heimilis að Leikskál- um í Dalasýslu. Öddur var fæddur 12. október 1949 og lætur hann eft- Jr sig eiginkonu og tvö börn. Sæ- mundur, sem ættaður var frá Vík í Mýrdal, var fæddur 7. maí 1972 og lætur hann eftir sig unnustu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Vík varð siysið með þeim hætti að verið var að taka upp bráða- birgðabrú yfir Skálm, en smíði nýrr- ar brúar yfir ána er nýlokið og hefur umferð verið hleypt á hana. Búið var að fjarlægja alla bráðabirgðabrúna nema burðarbita hennar og var krani notaður við verkið. Annar burðarbit- anna reyndist fastur í annan endann og fór verkstjóri á staðnum við ann- an mann með járnkarl til að reyna að losa um bitann. í þá mund gaf bóma kranans sig og urðu báðir mennirnir undir henni. Lögreglu- menn og læknar frá Vík og Kirkju- bæjarklaustri voru kvaddir á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum, en báðir mennirnir sem undir bómunni lentu eru taldir hafa látist samstund- is. Starfsmenn frá Vinnueftirliti ríkis- ins komu á slysstað í gær, en að sögn lögreglu þykir málið vera að fullu upplýst að öðru leyti en því að ekki er vitað af hvaða ástæðum kranabóman gaf sig. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að Ioknum löngum þingflokks- fundi sjálfstæðismanna í gær að taka þyrfti ákvörðun um það innan tveggja vikna hvort haldnar verði alþingiskosningar í haust eða í lok kjörtímabilsins næsta vor. Davíð sagði að ef niðurstaðan yrði sú að kjósa í haust þyrftu að líða sex til átta vikur frá því að ákvörðun yrði tekin og þar til kosningar færu fram og yrðu þær þá væntanlega haldnar um mánaðamót september og októ- ber. Miklar umræður urðu einnig um Evrópumál á fundinum. Geir H. Ha- arde, formaður þingflokksins, sagði að þingflokkurinn stæði einhuga á bak við þá afstöðu sem forsætisráð- herra hefði tekið í því máli. Viðræður við flokksformenn um tímasetningu kosninga Davíð sagði að fram hefði komið ríkur vilji hjá ýmsum þingmönnum flokksins að nýta kjörtímabilið og láta þjóðina skynja þann ábata sem væri að koma fram og vera ekki að rugga bátnum. Aðrir hefðu bent á að mikilvægt væri að hafa fast land undir fótum þegar til kjarasamninga kæmi og fleiri þættir kæmu til álita s.s. veðurlag á kosningatíma ef kosið yrði í vor og samgöngur um landið í febrúar og mars. Forsætisráðherra sagði að sam- kvæmt kosningalögum væri gert ráð fyrir að kosningar færu fram annan laugardag í maí en ýmsir teldu að það stangaðist á við ákvæði stjórnar- skrár um að kjörtímabilið væri fjögur ár þar sem seinustu kosningar voru haldnar 20. apríl árið 1991. Ef beðið yrði með kosningar til vors gætu þær væntanlega ekki farið fram síðar en 8. apríl vegna páskanna. Davíð sagðist telja að í raun sæti ríkisstjórnin út kjörtímabilið hvort sem kosningar yrðu haldnar í haust eða byijun apríl því það væri aðeins spurning um fjóra til fimm mánuði til eða frá. Sagðist hann ætla að ræða þetta ítarlega við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokksins, áður en hann gerði upp sinn hug og kvaðst hann einnig gera ráð fyrir að hann ræddi þetta mál við leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Geir H. Haarde, formaður þing- flokksins, sagðist ekki hafa gert upp við sig hvort skynsamlegra væri að kjósa í haust eða næsta vor en á fundinum í gær hefðu þingmenn fengið tækifæri til að rökræða þetta í ró og næði og forsætisráðherra hefði nú fengið afstöðu þingmanna flokksins í vegamesti. Sagði hann það eindreginn ásetning þingflokks- ins að standa þétt að baki forsætis- ráðherra hvort sem hann tæki ákvörðun um að boða til kosninga í haust eða næsta vor. ■ Forsætisráðherra/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.