Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HUSMEÐ SOGU MINNINGAR ÚRIÐNÓ Þau munu ekki mörg húsin, sem tileinkað hefur verið einskonar ástarljóð af fram- kvæmdastjórum húseignar, skrifar Pétur Pétursson um Iðnó sem orðið hefur slíkrar virðingar aðnjótandi og riflar upp sögur af nokkrum frægum samferðamönnum hússins frá fyrri tíð Vonarstræti, lætur það ekki vel í eyrum? Trú, von og kærleikur, ein- kunnarorðin sem heyr- ast engu síður en frelsi, jafnrétti, bræðralag. Mikið væri þetta nú indæl blanda hvað með öðru, en að því slepptu þá var þetta stræti bundið von um að einhvern tímann yrði til gata við norðurenda tjarn- arinnar. Hér reis á sínum tíma hátimbrað hús reykvískra iðnað- armanna og líklega má rekja hing- að þá málfarslegu áráttu, að enda hverskonar heiti á ó-i. Iðnó, Gúttó, gaggó, verkó, strætó o.sv.frv. Eða getur nokkur í hópi lesenda bennt á eldra dæmi um ó-endingu. Þau munu ekki mörg húsin, sem tileinkað hefur verið einskonar ástarljóð af framkvæmdastjórum húseignar. Iðnó, eignaðist sitt ljóð, kveðið af forstjóra hússins, Oddi Ólafssyni, gömlum baðstofufélaga Þorbergs Þórðarsonar úr Bergs- húsi. Nýlega hefur verið tilkynnt að Reykjavíkurborg ætli að hefja viðgerð á salarkynnum í Iðnó. Óskandi væri að vel tækist til um viðgerð og endurnýjun og má óhik- að fullyrða að gott væri að hafa viðhorf Odds að leiðarljósi. Hann lýsti hug sínum með svofelldum orðum.(Hér eru birt fyrsta og síð- asta erindið af átta): Söngurinn um Iðnó Alltaf sért þú, »Iðnó mín«, eins um dag sem höfgar nætur, blessuð loga ljósin þín löngum þegar birta dvín úti og mánans ásýnd skín ögrar fól og skýið grætur. Alltaf reyndist »Iðnó mín« ágæt þeim, sem gleðjast lætur. Iðnó, jafnan auðnan skal yfir gestum þínum vaka. Forna hús, þinn fræga sal fágun gisti: starf og tal. Þar sé fátt um hjóm og hjal, hal og sprund skal minning blaka. Iðnó, jafnan auðnan skal yfir sölum þínum vaka. í salarkynnum þessum hefur margskonar starfsemi farið fram og eiga flestir Reykvíkingar hugþekkar minningar bundnar við staðinn. Frá leiksýningum, dans- leikjum eða öðrum mannfundum og svo voru þeir sem sóttu hingað nám í hússtjórn sem kallað var. Hér voru líka leigjendur. Hér bjó Guðmundur Hagalín rithöfundur. Þá réðu hér ríkjum nafnkunnar höfðingjakonur, Hólmfríður og Ingunn, mikilsvirtar sómakonur, rómaðar kennslukonur og leiðtogar í hverskyns kvenlegum dyggðum. Hingað streymdi fjöldi prúð- búinna gesta á dansleiki. Kunnar hljómsveitir léku-, ljóskastarar sveipuðu salinn töfraljóma og blöðin auglýstu ljósabreytingar. Konungsveisla var haldin hér og húsakynni öll skreytt af rausn og prýði. Borðin svignuðu undan kræsingum, stórsteikum og alls- kyns góðgæti í fljótandi og föstu formi. Fyrsta Jassband Reykja- víkur lék hér. Stundum stóðu dansleikirnir frá kl. níu til kl. fjög- ur. Við tökum okkur mynd í hönd og látum hugann reika til ákveðins kvölds. Þá er verið að hylla einn vinsælasta gamanleikara aldarinn- ar, Friðfinn Guðjónsson prentara. Hann stendur sjálfur á leiksviðinu. Það vitum við, þó að við sjáum hann ekki. Kvöldið er tileinkað honum. Salur er þéttskipaður og allmargir áheyrendur standa til beggja handa. Það er greinilega verið að hrópa húrra fyrir afmælis- barninu, því margar hendur eru á lofti og gleðibros ljómar á hveiju andliti. Það getur verið ótrúlega skemmtileg dægrastytting að skoða gamlar ljósmyndir og freista þess að nafngreina þá sem fyrir augu ber. Við skulum nú eyða saman nokkurri stund og hyggja að því hverja við þekkjum í þessum brosandi áhorfendaskara. Það er verið að sýna Spansk- fluguna og hylla Friðfinn Guðjóns- son í tilefni af leikafmæli hans. Nú reynir á minni og persónuþekk- ingu þeirra sem skoða myndina. Hér blasa við á fremsta bekk tvær rosknar konur á íslenskum búningi, þær eru minnisstæðar, þær voru góðar nágrannakonur mínar, þegar ég átti heima á Hof- svallagötunni innan við tvítugsald- ur. Hvað skyldu mörg spor hafa legið upp á loftið til þeirra Guðrún- ar, konu Guðgeirs bókbindara, og Engilborgar, konu Helga kirkju- garðsvarðar. Auk þess að vera báðar staðfastar stúkusystur áttu þær báðar seinna lækna að sonum. Jón Guðgeirsson er sonur Guðrún- ar, en Hörður Helgason sonur Engilborgar. Þær voru báðar ötular í Góð- templarareglunni. Guðrún var dróttseti á hinum fræga fundi, þegar Þórbergur gerist templar og sagði, að það væri „óþarfi að bera sig upp, hann gæti vel geng- ið sjálfur". Guðrún var dróttsetinn sem hló við inntökuathöfn Þór- bergs, sem hann segir frá í Ofvit- anum. Guðgeir Jónsson, maður Guð- rúnar, var lengi forseti Alþýðu- sambands íslands, hann var traustur iðnaðarmaður, víðlesinn og stálminnugur og það brást ekki ef hann heyrði að ekki var rétt farið með höfund einhverra ljóða að hann hringdi í útvarpið og leið- rétti missögnina. Við kunnum hon- um bestu þakkir fyrir árveknina. Engilborg var kona Helga Guð- mundssonar kirkjugarðsvarðar. Helgi, maður hennar, var áreiðan- lega í leikhúsinu þetta kvöld. Hann var dyravörður hjá Leikfélaginu um áratuga skeið. Helgi og Engil- borg voru búin að lifa lengi í hjón- bandi án þess að eignast börn. í spönsku veikinni tóku þau að sér litla stúlku úr fjölmennum systk- inahópi, það var Þóra Brynjólfs- dóttir. Þau hjónin ættleiddu hana og hét hún upp frá því Þóra Helga- dóttir. Það var eins og við manninn mælt, Helgi og Engilborg eignuðust hvert barnið af öðru, eftir að þau tóku Þóru í fóstur. Meðal barna þeirra eru Sigurður Helgason steinsmiður og Atli prentari og KR-ingur. Milli þeirra Engil- borgar og Guðrúnar á öðrum bekk sést bros- leitur maður hallast á vinstri hlið. Hann mun hafa tekið myndina. Það er Sigurður Guð- mundsson ljósmyndari. Hann hefur trúlega fjarstýrt myndavélinni úr sæti sínu. Sigurður var einn fjölmargra barna Guðmundar Sigurðssonar klæðskerameistara. Þrátt fyrir fötlun sína (Sigurður var haltur) starfaði hann af frábærum dugn- aði á ljósmyndastofu sinni. Hann var einlægur góðtemplari og vann reglunni af fórnfýsi. Systkini hans voru öll bæjarbúum að góðu kunn, en flestir Reykvíkingar könnuðust best við Hauk pressara, sem var rómaður fyrir hnittin og skemmti- leg tlsvör. Haukur, bróðir Sigurð- ar, kom reglulega í afgreiðslu Útvegsbankans við Lækjartorg. Stundum vék hanrs*sér að af- greiðslustúlku í sparisjóðsdeildinni og sagði: „Heyrðu stelpa, farðu þarna inn fyrir og gáðu hvort að peningarnir mínir eru ekki á sínum stað á hillunni?" Svo kom kunn- ingi hans og spurði: „Hvernig gegnur þér að safna í sparisjóðs- bókina, Haukur minn?“ „Mér gengur vel, ég er á blaðsíðu tvö,“ sagði Haukur. Sigurður ljósmynd- ari var óþreytandi í iðn sinni, tók fjölda útimynda, sem eru gagn- merkar heimildir, þá vann hann ómetanlegt starf á Jaðri að land- námi templara þar. Systkinin öll voru kunn fyrir hagleik sinn og hugkvæmni og settu svip á mann- líf í Reykjavík. A þriðja bekk til hægri situr roskin fríðleikskona og fylgist vel með því sem fram fer á sviði og í sal, kannski er hún að hugsa um þær stundir þegar hún sjálf átti óskipta athygli leikhúsgesta og sló þá slíkum töfrum með leik sínum, að þeir gleymdu aldrei. Þetta er Guðrún Indriðadóttir leikkona. Þó að heiðursgestur kvöldsins, Frið- finnur Guðjónsson, hafi .leikið hundrað þijátíu og þrjú hlutverk hjá leikfélaginu, getur hún vel við unað, með sitt hlutskipti; áttatíu og þremur hlutverkum hefir hún gert skil á leiksviðinu í Iðnó. Til marks um áhrifamátt Guð- rúnar eru til dæmis orð frægs rit- höfundar sem situr dálítið aftar í salnum þetta kvöld. Halldór Kiljan Laxness greinir frá því í grein sinni i Minningaratriði Leikfélags Reykjavíkur að hann hafi séð Guð- rúnu Indriðadóttur í hlutverki Höllu í leikriti Jóhanns Siguijóns- sonar um Fjalla-Eyvind, það er líklega á átjánda leikári vorið 1915, þegar leikritið er sýnt fyrir reikning Guðrúnar Indriðadóttur og Helga Helgasonar verslunar- stjóra hjá Ziemsen, sem lék Kára, en Helgi var tengdafaðir Kidda í Kiddabúð Helgasonar. Þetta er nú kvöld sem lengi lifir í minni, Hall- dór lýsir því er Halla hverfur út í hríðina og Eyvindur kallar nafn hennar og svo fennir inn í tóman kofann. Höfundurinn ungi, með ótal snildarverk í hugskoti hefur aldrei séð þvílíkan leik. Daginn eftir er hann innanbúðar í mjólkur- búðinni, hjá Gúnku í Tjarnargöt- unni. Þangað kemur Guðrún Indr- iðadóttir, reykvísk húsmóðir á morgunkjól, að sækja mjólkursop- an sinn, hún er með fötu í hendi. Rithöfundinum unga er enn í minni harmleikur gærkvöldsins. Yfir- kominn af tilfinningahita og taugaspennu leitar hann athvarfs í skonsu inn af búðinni og lætur fallast á legubekk. Ungur lækna- stúdent, verðandi landlæknir, Vil- mundur Jónsson, minnist einnig þessa kvölds í bréfi sínu til Þórbergs er hann tekur svo til orða: „Eg hef ekki séð annan eins leik, nema ef til vill Guð- rúnu sem Höllu.“ Guðrún og systkini hennar voru alin upp við leiklist í leiklist- arheimi. Indriði Ein- arsson „revisor" var fremsti áhugamaður þjóðarinnar um framgang leiklistar. Á fjórða bekk fyr- ir miðjum sal sitja hjón, Helgi Guð- mundsson bankastjóri og Karítas Ólafsdóttir frá Stóra Hrauni. Margt mætti segja, þegar mynd þeirra blasir við. Helga var nýlega getið í þætti um Finn listmálara. Hann lét honum í té mynd af gamla prestsetrinu í Reykholti en Helgi var sonur séra Guðmundar Helgasonar prófasts. Sigurður frá Arnarholti kvað eitt sitt besta ljóð um Laufeyju, systur Helga, er drukknaði ung í ánni við Reyk- holt: Sef og sinuskúfa sveigir norð- an kaldi/ freðin þúst og þúfa þar sem fuglinn dvaldi. Karitas var dóttir séra Ólafs „Guðrún var dróttseti á hin- um fræga fundi, þegar Þórbergur ger- ist templar og sagði, að það væri „óþarfi að bera sig upp, hann gæti vel gengið sjálfur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.